Þjóðviljinn - 17.02.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. febrúar 1982
Miövikudagur 17. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Kalaallit Nunaat — Land mannanna
— Kalaallit Nunaat
„óskar þú þess/ að
Grænland verði áfram í
Efnahagsbandalagi Ev-
rópu?"
— Þetta er spurningin/
sem lögð verður f yrir rúm-
lega 30 þúsund atkvæðis-
bæra Grænlendinga þriðju-
daginn 23. febrúar næst-
komandi.
Atkvæðagreiðslan mun
skipta sköpun fyrir fram-
tíð Grænlands/ auk þess
sem úrslitin skipta miklu
máli ekki bara fyrir Efna-
hagsbanda lagið/ heldur
einnig lönd sem standa
utan þess eins og ísland,
Færeyjar og Noreg.
Þegar Danir greiddu á sínum
tima atkvæöi um aöild að EBE
voru 70% þeirra er greiddu at-
kvæði á Grænlandi andvigir aöild.
Kosningaþátttakan var hins
vegar ekki nema 56% og nei-at-
kvæðin voru þvi aöeins frá 39%
kjósenda þótt úrslitin hafi vafa-
laust endurspeglað þjóöarviljann.
En siðan þá hefur margt gerst á
Grænlandi, og EBE hefur á siö-
ustu árum beitt áhrifum sinum til
þess aö halda Grænlandi
innan bandalagsins. Orslit kosn-
inganna eru þvi ekki fyrirfram
gefin, þótt likur bendi til þess að
andstæöingar aöildar muni veröa
i meirihluta.
ANISA gegn EAS
Andstæöingar aöildar að EBE
hafa myndaö með sér samtökin
ANISA. Innan þessara samtaka
eru SIUMUT-flokkurinn sem fer
meö heimastjórn á Grænlandi,
tveir minni stjórnmálaflokkar
(Inuit Ataqatigiit og Suliassartut
Partiiatlog S.I.K, sem er græn-
lenska launþegasambandiö og
KNAPK, sem er stéttarfélag
veiðimanna og fiskimanna.
Samtök stuöningsmanna EBE
nefna sig E.A.S., en helsta aflið
ábak við þau er Atassutflokkur-
inn, sem er i stjórnarandstöðu, en
hlaut engu aö siöur 46,3% at-
kvæöa i atkvæöagreiöslunni til
danska þingsins i desember sl.
þar sem flokkurinn hlaut flest at-
kvæöi. I sömu kosningum tapaöi
SIUMUT og hlaut aöeins 35,6%
atkvæöa.
Eins og vænta mátti, hafa
deilur oröiö haröar á milli hinna
andstæðu fylkinga i svo mikil-
vægu deilumáli, og hefur kosn-
ingabaráttan tekið á sig ýmsar
óvæntar myndir.
íhlutun EBE
í kosningabaráttuna
Nýjasta „kosningasprengjan”
kom frá skýrslu nokkurri, sem
tveir hægrisinnaöir danskir þing-
menn á þingi EBE létu vinna upp
i samvinnu viö Atassut-flokkinn,
en skýrsla þessi var siöan notuö
af fylgjendum aðildar sem rök-
semd.
t henni segir m.a.: „Orsögn
Grænlands úr EBE viröist fela i
sér alvarlega áhættu á aö sú viö-
leitni að gera Grænland efna-
hagslega sjálfstætt veröi tor-
velduö, en slikt sjálfstæöi er for-
sendan fyrir þvi aö þaö pólitiska
sjálfstæöi, sem vannst meö
heimastjórninni komi aö fullum
notum”.
Skýrslu þessari hefur verið
dreift af upplýsingaskrifstofu
EBE i Danmörku, en þar er sagt
aö skýrslan eigi að uppfylla þá
miklu þörf, sem veriö hefur fyrir
þýöingu EBE fyrir Grænland.
Svar ANISA
ANISA hefur nýlega gefiö út
sérstakt blað, þar sem formaöur
samtakanna, Lars Emil Johan-
sen, gagnrýnir skýrslu þessa liö
/
kosningunum
23. febrúar
nœstkomandi
ráðast
Örlög
Grænlands
fyrir liö og ræöst auk þess harka-
lega á hægri-öflin innan EBE -
þingsins fyrir grófa ihlutun i
grænlensk innanrikismál.
Formálanum aö þessu svari viö
EBE-skýrslunni lýkur Lars Emil
Johansen meö þessum oröum
„Land okkar býr yfir auö-
lindum. Viö getum sjálf byggt
upp virkt atvinnulif. Viö þurfum
ekki á EBE aö halda til þess. En
EBE þarf á hráefnum okkar aö
halda. Ef þér finnst þaö eigi að fá
þau án endurgjalds þá skalt þú
fylgja Atassut og hinum ihalds-
sömu stuöningsmönnum EBE.
En ef þú trúir á land þitt og þjóð,
þá skalt þú koma I veg fyrir þessa
útsölu á auðlindum landsins.
EBE-máliö er einnig spurning
um þjóölega sjálfsviröingu. Hún
vinnst ekki meö þvi aö gangast
EBE á hönd”.
Ölmusuié
eða sjálfsforræði
Röksemdafærsla stuönings-
manna EBE-aöildar hefur fram
aö þessu fyrst og fremst beinst aö
efnahagsmálunum og þeim efna-
hagslega ávinningi, sem þeir
telja aö Grænlendingar hafi af þvi
aö vera áfram i EBE. Grænlend-
ingar hafa notið framlaga frá
þróunarsjóöum EBE, sem vinna
aö þvi aö efla vanþróuö svæöi
innan bandalagsins. Danska
blaöiö Information segir aö á ár-
inu 1981 hafi þessi upphæð numið
200 miljónum danskra króna.
Danska fréttastofan Ritzaus
Bureau hefur látiö gera um-
deildan umreikning á þvi, hversu
mikið þaö þýddi i auknum skött-
um fyrir Grænlendinga ef Græn-
lenski landskassinn (rikis-
sjóöur) mundi innheimta EBE -
framlögin meö aukinni skattlagn-
ingu og komst aö þeirri niður-
stööu aö það mundi kosta græn-
lenska skattgreiðendur 6—7 þús-
und d.kr. á ári. Tölur þessar hafa
hins vegar veriö dregnar mjög i
efa, og vist er, aö ekki eru teknir
meö i reikninginn þeir efnahags-
legu ávinningar, sem Grænlend-
ingar hafa af þvi aö ganga úr
EBE, hvort sem litiö er til
skemmri tima eöa horft lengra
fram á við.
Ffskur og mábnar
ANISA hefur bent á þaö, aö við
það aö ganga úr EBE losna
Grænlendingar viö að greiöa
verndartolla á ýmsum innfluttum
varningi frá löndum utan EBE,
og hafa dönsk stjórnvöld staöfest,
aö sá sparnaöur muni nema um
23% á innfluttum matvælum og
iönvarningi eöa um 41 milljón
d.kr. á ári. Þá munar aö sjálf-
sögöu mestu, aö með úrsögn fá
Grænlendingar fullan yfirráöa-
rétt yfir auölindum sinum, en
meö núverandi fyrirkomulagi
þurfa Grænlendingar aö semja
viö EBE um aö fá aö veiöa innan
eigin landhelgi. Grænlendingar
telja sig geta selt veiðileyfi á þau
mið sem þeir ekki nýta sjálfir
fyrir a.m.k. 15 miljónir á ári.
Þá fá þeir aö sjálfsögöu fullan
yfirráöarétt yfir þeim náttúru-
auölindum, sem finna má i jöröu,
en þar er m.a. um aö ræöa uran
(þriöjungur þess magns sem
fundist hefur innan EBE-land-
anna), kryolit, blý og zink,
(kanadiskt fyrirtæki brýtur blý
og zink i námunni i Marmorilik og
skilaöi á árinu 1980 80 miljón d.kr.
i hagnað), kolog króm.en króm
er hernaöarlega mikilvægur
málmur, sem NATO-löndin eiga
mjög litiö af.
Deilurnar um hina efnahags-
legu hliö málsins eru að sjálf-
sögöu mikilvægar, en nú viröist
svo komiö aö EBE-sinnar, sem i
upphafi þóttust standa meö pálm-
ann i höndunum i þeirri deilu, hafi
nú séð vopnin snúast i hendi sér,
þvi upp á siðkastið hafa þeir lagt
deiluna um efnahagsmálin á hill-
una en einbeitt sér þvi meir að
hinni stjórnmálalegu hliö málsins
með sérkennilegum hætti.
Ekki spurning
um aura
Jonathan Motzfeldt, formaður
grænlensku landsstjórnarinnar,
segir hins vegar um hina efna-
hagslegu hlið deilunnar i nýlegri
grein i grænlenska blaöinu
Atuagagdliutit (Grönlands-
posten):
„Þaö er vissulega mikilvægt,
aö fá allar hliöar efnahagsvand-
ans upplýstar, en hvaö sjálfan
mig varöar, þá vil ég taka þaö
skýrt fram, aö spurningin um úr-
sögn Grænlands úr EBE má
aldrei veröa spurning um fimm-
eyring til annars eöa hins aöilj-
ans. Ursögn Grænlands úr EBE
er einfaldlcga einasti möguleiki
okkar til þess aö geta skipulagt
framleiösluatvinnuvegi okkar út
frá grænlenskum markmiöum og
einasta vörn okkar gegn þvi aö
veröa kaffæröir I EBE-tilskip-
unum sem viö munum aldrei hafa
minnstu möguleika til þess aö
hafa mótandi áhrif á, hvorki hvaö
varöar magn né innihald. Þaö er I
þessum málum, sem við höfum
ekki getaö náö viöunandi úr-
lausnum fyrir Grænland og þaö
er þess vegna sem við veröum að
segja okkur úr bandalaginu”.
Deilan um hina stjórnmálalegu
hlið málsins hófst af hálfu EBE -
sinna með undarlegri grein, sem
þýskur greifi og þingmaður fyrir
Strauss-flokkinn á EBE-þinginu
Otto von Habsburg, skrifaði i
dagblaöið Luxemburger Wort i
nóvember sl„ þar sem hann segir
að deilan um aöild Grænlands
snúist alls ekki um efnahagsmál.
heldur sé hér um mikilvæga
öryggishagsmuni aö ræða fyrir
EBE og NATO, þar sem EBE -
andstæöingar séu marxistar og
muni gera Grænland aö sovésku
verndarsvæöi.
Kommagrýlan
leidd til leiks
í að þvi er viröist örvæntingar-
fullri tilraun sinni til þess að snúa
vindinum sér I hag hafa samtök
EBE-sinna, EAS nú gert þessa
röksemdafærslu aö sinni, og birt-
ist hún fyrst i auglýsingu i
Eigum öruggan sigur
Það reyndist ekki auð-
velt að ná tali af Lars Emil
Johansen, formanni
ANISA, en ANISA eru
samfylkingarsamtök and-
stæðinga EBE-aðildar.
Ýmist var hann á fundum
eða i fótbolta, og loksins
þegar blaðamaður náði tali
af honum var hann rokinn
á fund áður en helmingur
spurninga hafði verið bor-
inn upp.
Við byrjum á að spyrja
hvaða áhrif úrsögn úr EBE
hefði á grænlenskt efna-
hagslíf.
— Áhrifin koma fyrst fram hjá'
grænlenska landskassanum, en
nokkur verkefni, sem hann stend-
ur fyrir hafa notiö fjárstuönings
frá EBE. Þannig mun landskass-
inn veröa af 30 miljón dkr. fram-
lagi á árinu 1984 og rúml. 60
miljónum á árinu 1985.
— En kemur ekki einhver
ávinningur þar á móti?
—■ JWþar er m.a. um að ræöa
tollagjöld, sem Grænlendingar
hafa þurft aö greiöa á ýmsum
vörum sem njóta tollverndar inn-
an EBE. Samkvæmt útreikning-
um danska utanrikisráöuneytis-
ins er hér um að ræöa sparnaö,
sem nemur 40—50 miljónum dkr.
á ári. Þessi sparnaöur á aö koma
neytendum á Grænlandi tii góöa I
lækkuöu vöruveröi.
Þá er einnig um aö ræöa um-
talsveröar fiskveiöar, sem EBE
hefur veitt öörum þjóöum leyfi til
innan hinnar grænlensku lögsögu.
Erlend veiðiskip veröa i framtiö-
inni að sækja um ieyfi til heima-
stjórnarinnar til veiða innan okk-
ar fiskveiðilögsögu, og þá munu
þau þurfa aö greiöa fyrir veiöi-
leyfin, sem þau gera ekki nú.
Löndunarverömæti þess fisks,
sem utanaðkomandi skip veiða án
endurgjalds hér viö Grænland er
mjög mikið, og þar er m.a. um að
ræöa 9000 tonn af rækju, sem
EBE hefur leyft norskum og
dönskum skipum aö veiða. EBE
hefur úthlutað Norömönnum
þessi rækjuveiöileyfi til endur-
gjalds fyrir veiðileyfi til handa
þýskum og öörum EBE-togurum
á norskum fiskimiöum. Til sam-
anburöar má nefna að Grænlend-
ingar veiöa um 10.000 tonn af
rækju aö verömæti um 225
miljónir dkr. Þar aö auki er um
ýmsar aörar verömætar fiskteg-
undir aö ræða, sem veiddar eru af
öörum en Grænlendingum. Þann-
ig hefur EBE veitt V-Þjóöverjum
leyfi til þess aö veiöa hér 42 þús
tonn af karfa viö Austur-Græn-
land og 4 þús. tonn við V-Græn-
land. Þá er einnig um aö ræöa
veiöileyfi á lúöu, steinbit, loönu
og þorsk og fleiri fiskitegundir.
Viö erum þeirrar skoöunar aö
hugsanlega geti þessar veiöar aö
einhverju leyti haldiö áfram eftir
aö viö göngum úr EBE, gegn þvi
að greitt verði fyrir veiöileyfin
meö einhverju móti. Samkvæmt
útreikningum danska utanrikis-
ráöuneytisins, sem viö teljum aö
séu algjörir lágmarksútreikning-
ar, þá munu þessi veiöileyfi geta
gefið af sér a.m.k. 15 miljónir
dkr. á ári. Þvi má svo bæta viö i
lokin, aö löndunarverömæti þess
afla, sem ekki grænlensk skip
veiddu viö Grænland áriö 1980 var
um 580 miljónir dkr.
Þetta eru þau atriöi, sem hvaö
mestu máli skipta þegar rætt er
um efnahagslegar afleiðingar
þvss að við förum úr EBE.
Nú hefur ANISA lagt til aö
Grænland geri svokallaöan
OLT-samning við EBE. Hvaö fel-
ur slikur samningur i sér?
— Bókstafirnir OLT standa fyr-
ir oröin „oversöiske lande og
territorier” og hér er um aö ræöa
séstakan samningsramma fyrir
fyrrverandi nýlendur og verndar-
svæöi, sem veitir viss viöskipta-
friöindi eins og t.d. tollfriöindi á
fiski, án þess aö viökomandi lönd
séu aöilar aö bandalaginu.
„Grænlandspóstinum" sem bar
fyrirsögnina „ANISA lýgur”.Þar
eru siöan bornar lygar á þá Jona-
than Motzfeldt og Lars Emil Jo-
hansen persónulega og samtökin i
heild og siöan segir: „Hvers
vegna lýgur ANISA sifellt? Þaö
er vegna þess að pólitisk mark-
mið samtakanna eru kommún-
ismi undir rússneskri stjórn”.
Jonathan Motzfeldt hefur nú
krafist þess aö Lars Chemnitz,
sem er formaður Atassut og i
stjórn EAS, biöjist afsökunar á
þeim grófu og órökstuddu ásök-
unum, sem koma fram i auglýs-
ingunni, jafnframt þvi sem hann
sagðist kref jast staöfestingar for-
mannsins á þvi auglýsingin
„endurspeglaöi almenn viðhorf
Atassut-flokksins til þeirra, sem
ekki deila skoöunum meö for-
manninum”.
Hernaðarlegt
mikílvægi
Finn Lynge, þingmaöur
SIUMUT-flokksins á þingi EBE
hefur sagt um hina hernaðarlegu
hlið deilunnar:
„A vissum stöðum i Bandarikj-
unum og Kanada tala menn um
„the GIUK-gap”, en það er hiö
opna og hernaöarlega mikilvæga
svæöi á milli Grænlands, Islands
og Stóra Bretlands. 1 þvi tilfelli aö
til hernaöarátaka kæmi á milli
stórveldanna, yröi þetta svæöið
þar sem stööva þyrfti framsókn
sovéska sjóhersins frá Mur-
mansk. Grænland og Island eru
þvi ómissandi fyrir NATO.
Bandarikin lita á Grænland
sem hluta af hernaðarlegu
áhrifasvæði sinu, og þaö eru
grundvallarhagsmunir fyrir EBE
að stjórnmálalegt jafnvægi riki
meöal þjóða N-Atlantshafsins.
Það er engum vafa undirorpiö
aö viss öfl innan EBE óttast aö úr-
sögn Grænlands úr EBE muni
hafa i för meö sér andstööu gegn
NATO og óróa vegna nærveru
Bandarikjanna á Grænlandi”.
Lars Chemnitz, formaður
Atassut-flokksins, hefur hins
vegar sagt um þessa hlið máls-
ins:
„Ein sterkasta röksemd okkar
fyrir áframhaldandi aöild okkar
að EBE er að það er mikilvægt
fyrir Grænland aö varðveita
tengslin viö Vesturevrópu. Viö
höfum NATO-herstöövar undir
bandariskri stjórn, og ef viö slit-
um böndin viö EBE þá kemur það
til með aö auka áhrif Bandarikj-
anna og jafnframt áhuga Rússa á
Grænlandi, þannig að Grænland
gæti orðiö aö bitbeini á milli stjór-
veldanna”.
OLT-aukaaðild
Það er stefna ANISAað Græn-
lendingar leiti eftir samskonar
aukaaðild aö EBE og ýmsar fyrri
nýlendur og verndarsvæöi Breta
og Frakka hafa fengið. Nú njóta
um 20 slik smáriki og verndar-
svæöi aukaaöildar af þessu tagi,
og er hún samningsbundin til 5
ára i senn.
Fram hefur komiö i fjöl-
miölum, að EBE-ráögjaf«nefndin
sem er ráðgefandi fyrir ráöherra-
nefnd bandalagsins og æðsta
framkvæmdavald þess, hafi látið
i ljós efasemdir um aö Grænland
gæti fengiö slikan samning (sem
á dönsku kallast OLT: oversöiske
lande og territorier). Hefur i þvi
sambandi veriö látiö i þaö skina,
aö þar sem lifskjör á Grænlandi
séu betri en hjá þeim smárikjum,
sem hafa fengið slikan samning,
þá muni það torvelda að Græn-
lendingar geti fengiö aö sitja viö
sama borð. Aö öörum kosti ætti aö
vera möguleiki fyrir Grænland aö
fá hliðstæðan samning viö EBE
og Færeyjar njóta nú. Þaö liggur i
augum uppi aö EBE veröur aö
taka tillit til hinna mjög svo sér-
stæðu aöstæöna á Grænlandi
þrátt fyrir þaö aö Grænlendingar
segi sig úr bandalaginu, þvi
bandalaginu er sist af öllu hagur i
þvi aö slita viöskiptalegum og
pólitiskum tengslum sinum viö
Grænland þrátt fyrir úrsögn.
Sjálfstæði
kóstar fórnir
Andstæöingar EBE-aðildar
hafa ekki fariö i grafgötur með
þaö, aö úrsögn muni fela i sér ein-
hverjar efnahagslegar fórnir
vegna minni aöstoðar úr þróunar-
sjóöum EBE. Hins vegar hafa
þeir fært sannfærandi rök fyrir
þvi aö þær-fórnir verði ekki eins
miklar og andstæöingarnir hafa
haldiö fram og alls ekki óyfir-
stiganlegar, en veigamestu rökin
i málflutningi þeirra varða þó
ekki skammtima peningasjónar
miö, eins og einkennt hefur mái-
flutning Atassut, heldur hitt að
úrsögn úr EBE sé forsenda þess,
aö Grænlendingar geti i framtiö-
inni ráöið sinum málum og sinum
auölindum sjálfir en séu ekki
komnir upp á náö yfirvalda i
Bruxelles vilji þeir fiska sinn fisk
eða byggja hús.
Eöa eins og Lars Emil Johan-
sen orðar þaö i lok svarbréfsins
viö bæklingi þeim sem upplýs-
ingaskrifstofa EBE-þingsins
hefur dreift frá hægrisinnuöum
þingmönnum þess:
„Vilt þú búa börnum þinum
framtiö i landi þar sem þau hafa
ekkert til málanna aö
leggja? — Ef þú vilt þaö, þá skalt
þú segja já viö aöild aö EBE.
Eöa vilt þú tryggja aö afkom-
endur þinir veröi herrar i eigin
landi; vilt þú hindra aö miöin
veröi tæmd af fiski sem vert er aö
veiöa og aö hráefnalindir landsins
veröi tæmdar; segöu þá nei viö
EBE. Atkvæöagreiðslan 23. fe-
brúar felur i sér valiö á milli
þessarar tveggja valkosta. Hug-
leiddu þaö þegar þú krossar viö
Nei”.
— ólg
Arqaluk Lynge:
Dæmlsaga
um hrafn
og kríu
sem mætast
á krossgötum
Gvuuuð, hvar fékkstu hann?
spurði kría hrafn sem var með
Ég tók hann, sagði krummi.
Hvar? spurði krían aftur.
Frá hinum auðvitað.
Hvaða hinum?
öllum hinum.
Þeim sem eru ekki þú eða ég?
Auðvitað, hverjum öðrum?
Ja, ég hélt nú maður mætti ekki taka svona, sagði krían.
Taka? Það má ekki heldur, æpti hrafninn.
Hver segir það?
Þeir.
Hvaða þeir?
Hinir.
Hvaða hinir?
Allir hinir.
Þeir sem eru ekki þú eða ég?
Já hverjir aðrir?
Nú, vel má vera...
Hver vill vera!
Hinir.
Hinir? Hvað vilja þeir vera?
Ja, ég veit ekki — nema þeir vilji vera...
Ot með það, nema hvað...
Þeir vilji vera frjálsir?
(Það er nefnilega svoleiðis með hrafna, að þeir láta
sér ekki nægja að stela öllu hundafóðri sem hengt hefjur
verið til herslu i úteyjum —þeir hirða lika allan
harðfisk sem menn geyma á rám til vetrarforóa handa
f ólki i hörðu ári. En góðu heilli er nú f arið að greiða
skotlaun fyrir hrafna —rétt eins og önnur meindýr)
með virðingu fyrir náttúrunni.
Einar Bragi þýddi
OLT-samningur er eins konar
viðskipta- og þróunaraöstoðar-
samningur viö þessi lönd og
landssvæð.. Viö viljum meina aö
Grænland hafi sömu stööu og
þessar fyrrverandi nýlendur,
bæði sögulega og pólitiskt séö.
— Nú hefur þaö komiö fram i
fréttum, aö EBE-ráögjafarnefnd-
in hafi taliö öll tormerki á aö
Grænland gæti fengiö slikan
samning. Hvaöa þýðingu hefur
slik yfirlýsing?
— Þaö er ekki rétt aö EBE-ráö-
gjafanefndin hafi tekið afstöðu i
þessu máli. Hér er aöeins um orö-
róm og kviksögur aö ræða. Þvert
á móti hefur EBE gefiö út yfirlýs-
ingu um, aö afstaöa til þessa máls
veröi ekki tekin fyrr en aö af-
stöönum kosningum. Þessi orö-
rómur stafar hins vegar frá ein-
um fulltrúa Danmerkur i nefnd-
inni, Paul Dalsager, og sú yfirlýs-
ing sem hann gaf án þess aö vilja
rökstyöja frekar veröur ekki skil-
in á annan hátt en sem tilraun til
þess aö hafa áhrif á kosningabar-
áttuna hér heima. —
Nú sagðist Lars Emil Johansen
þurfa að fara á fund, en spurn-
ingaiisti blaöamannsins var ekki
hálfnaður. Viö spuröum að þvi aö
lokum:
— Nú hafa fylgjendur EBE-aö-
ildar I samtökunum EAS ásakaö
ykkur fyrir að vilja koma á
kommúniskri stjórn undir
rússneskri yfirstjórn. Hafa ör-
yggismálin skipt miklu i deilunni
um EBE á Grænlandi?
— Nei, öryggismálin hafa ekki
skipt meginmáli á nokkurn hátt,
en sú ákvöröun EAS, aö gefa út
ákæru á okkur fyrir aö ætla að
koma á kommúnisma undir rúss-
neskri stjórn verður ekki skilin
ööruvisi en sem örvæntingarfull
tiiraun til þess að breyta
straumnum nú i lok kosningabar-
áttunnar, og ég lit á hana sem
staðfestingu á þeirri skoöun okk-
Lars Emil Johansen, formaður
samfylkingarinnar gegn aöild
Grænlands aö Efnahagsbanda-
laginu.
ar aö flestir Grænlendingar muni
segja nei.
— Þú ert þá bjartsýnn um
kosningaúrslitin?
Rætt við Lars
Emil Johansen
formann
samtakanna
ANISA
sem berjast fyrir
úrsögn Grænlands
úr EBE
— Já, ég er bjartsýnn þvi ég er
þess fullviss, aö viö munum fara
úr Efnahagsbandalaginu.
—ólg.