Þjóðviljinn - 19.02.1982, Side 3
Föstudagur 19. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Dagblaðiö og Vísir:
Menningar-
verðlaun
Hin árlegu menningarverölaun
Dagblaðsins og Visis voru afhent i
gær, og er þetta i fjóröa sinn sem
slik verðlaun eru veitt. Að þessu
sinni hlaut Vilborg Dagbjarts-
dóttir verðlaun fyrir bók sína
„ljóð”, Arni Kristjánsson pianó-
leikari hlaut tónlistarverðlaun,
Asgerður Búadóttir myndlistar-
verðlaun og Hjalti Rögnvaldsson
leiklistarverðlaun, fyrir hlutverk
sitt i „Húsi skáldsins”. Þá hlaut
„Útlaginn” kvikmyndaverðlaun
og Birna Björnsdóttir hlaut verð-
laun fyrir byggingarlist, en hún
hannaði strætisvagnaskýlið við
Landspitalann. Verðlaunagripinn
i ár gerði Sigrún Guðjónsdóttir. A
myndinni sjáum við Arna,
Ásgerði, Jón Þórisson (F.h.
„Útlagans” Birnu, Vilborgu og
önnu RögnvaldsdótturC konu
Hjalta Rögnvaldssonar), við af-
hendingu verðlaunanna.
Eirikur Tómasson formaður íþróttaráðs Reykjavíkur i ræðustól I gær en þá var úthlutað heiðurs- og
styrkveitingum úr styrktarsjóði iþróttaráðs. Sjá nánar bls. 11. Ljósm: eik
Tíðin bætir stöðuna í vatnsbúskapnum:
Skerðing á
forgangsorku
nú afnumin
Landsvirkjun hefur afnumið þá
skerðingu á forgangsorku sem
tekin var upp til stóriðju og Kefla-
vikurf lugvallar i byrjun
mánaðarins. Vegna hagstæðrar
tiðar undanfarið hefur staðan i
vatnsbúskap Landsvirkjunar
batnað til muna, og er ekki talin
þörf á frekari skerðingu.
Hún var um mánaðarmótin
talin óhjákvæmileg vegna óhags-
I stæðrar vatnsstöðu á hálendinu
og talið að til að gæta fyllsta
öryggis þyrfti skerðingin að nema
alls 10% eða 35,5 megawöttum af
forgangsaflsþörfinni. Bættur
vatnsbúskapur varð þess
valdandi að skerðingin var minni
en ella, eða aðeins 6,7% þeas. 23.8
megawött þegar hún varð mest
og bitnaði eingöngu á stóriðju og
Keflavikurflugvelli. í frétt frá
Landsvirkjun i gær segir að henni
hafi nú verið aflétt.
. —ekh
Hvammstangi:
Fundaröð á vegum
Alþýðubandalagsins
Hvammstanga 16. febrúar.
Laugardaginn 21. nóvember sl.
var haldinn opinn fundur i Fé-
lagsheimilinu á Hvammstanga
um skóla-, iþrótta- og æskulýðs-,
mál á vegum Alþýðubandalagsfé-:
lags V-Húnvetninga. Var þaö
fyrsti fundurinn i fundaröð um af-
markaða málaflokka. Frummæl-
endur voru Eyjólfur Magnússon
skólastjóri og Fleming Jessen
iþróttakennari.
Fundur um heilbrigðismál var
svo haldinn 30. janúar sl. og voru
frummælendur Matthias Hall-
dórsson héraðslæknir og Þóröur
Skúlason sveitarstjóri.
Hefur þetta frumkvæði AB
mælst vel fyrir hjá bæjarbúum
enda fundir veriö vel sóttir.
Bröttugata
boðin
aftur
Borgarráð ákvað á fundi sinum
s.l. þriðjudag að bjóða aftur út
Bröttugötu 6, en sá sem var meö
efsta tilboð i húsið haföi fallið frá
tilboði sinu.
Næsti fundur verður svo núna
um helgina, 20. febrúar og verður
hann um iðnaöar- og atvinnumál
og hefst kl. 14.00. Frummælendur
verða Pétur Eysteinsson iðnþró-
unarfulltrúi Norðurlands og
Brynjólfur Sveinbjörnsson mjólk-
urbússtjóri.
Að lokum verður svo haldinn
fundur um sveitastjórnarmál i
mars. Allir þessir fundir hafa
verið opnir öllum áhugamönnum.
Eyjólfur
Sýningar á
Operunni
falla niður
Fella verður mður synmgar á
„Sigaunabaróninum” um helgina
vegna veikinda Garöars Cortes.
— Er þetta i fyrsta sinn sem af-
lýsa verður i óperunni eftir 22
sýningar, jafnán fyrir fullu húsi.
Arni Reynisson, framkvæmda-
stjóri óperunnar sagði i viðtali við
blaðið i gær að miðar á þessar
tvær sýningar, sem áttu að vera á
föstudag og sunnudag, væru
endurgreiddir i miðasölunni, en
n.k. miðvikudag verður siðan
byrjað að selja miða á ný.
VOLVO PENTA eru úrvals bátavélar.
En jafnvel úrvals vélar þarfnast
reglulegs eftirlits og viðhalds.
Viðhaldsþjónustu Veltis er við -
brugðið enda einvala lið sem hana
annast. En því miðurerekki hægt
að sinna öllum í einu og þess vegna
er áríðandi að hafa tímann fyrir sér
og panta strax.
Jóhann Kárason er þjónustustjóri
Penta vélanna.
Hafið samband við hann eða sam-
starfsmenn hans hið fyrsta.
SUÐURLANDSBRAUT 16 SÍMI 35200
VOLVO
o
2