Þjóðviljinn - 02.03.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.03.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriöjudagur 2. mars 1982 Hryðjuverk og húsnæðismál Menntaskólinn viö Hamrahilö sýnir ALGJÖRT ÆÐI eftir Howard Brenton Leikstjóri: Rúnar Guöbrandsson og Leikféiag Kópavogs sýnir LEYNIMEL 13 eftir Þridrang Leikstjóri: Guörún Asmundsdótt- ir Howard Brenton er i fremstu röö leikskálda á Bretlandi um þessar mundir og er mjög póli- tiskur i verkum sinum flestum. Verk það sem Hamrahlíöingar hafa nú sett upp er einmitt af þeim toga. Þaö segir frá nokkrum ungmennum sem setjast aö i auðri ibúö i London og eru á móti skipulaginu, en slikar mótmæla- setur hafa veriö allmikiö stund- aöar istórborgum Evrópu undan- farin ár. Húseigandinn sigar á þau lögreglu og þau eru fjarlæ^J með hörku og ofbeldi sem leiðir til þess aö stúlka missir fóstur og strákur er settur i fangelsi og kemur þaðan Ut eftir sex mánuöi gerbreyttur maöur, geöbilaöur af spíddi og ógeöi og nú ekki lengur hlynntur friðsamlegum mót- mælaaögeröum. Hann er oröinn að hryðjuverkamanni. Þetta er nokkuö langt og sund- urlaust verk, sem dettur dálitiö sundir i parta frá höfundarins hendi, en er býsna napurlega fyndiö og áhrifamikiö á köflum. Þaö leikstlika ansi misjafnlega I meðförum Hamrahliöinga undir stjórn Rúnars Guðbrandssonar, sem viröist hafa unnið þetta erf- iða verkefni af lagni og lipurð. En viövaningsbragur leikaranna var Or ..Algjört æöi’ oft nokkuö áberandi, einkum i fyrsta atriðinu þar sem þeim tókst ekki aö skapa þaö eölilega og afslappaöa andrúmsloft sem til þurfti. Atriöið meö fógetafull- trúanum var gott á sprettum en alltof langt og viða of sérenskt til þess aö þaö nyti sin til fulls. Seinni hluti sýningarinnar var jafnbetri. Atriöiö þar sem valds- mennirnir fara út á flatbytnu i Oxford var leikiö af lipurö og sannfæringu og varð verulega fyndið, þó að það sé raunar i iengsta lagi. Lokaatriöiö náði töluveröu af þeim iróniska krafti sem i þvi býr. Þetta er þannig misgóö sýning á misjöfnu verki, en verulega for- vitnilega og á köflum mjög skemmtileg. Þeir i Hamrahlíö hafa spennt bogann hátt og það er isjálfu sér virðingarvert að vilja sýna eitthvaö sem tekur á raun- verulegum vanda, fæst viö knýj- andi spurningar, eins og þetta leikrit gerir vissulega. Fyrir þaö ber aö þakka, og þaö gerir maöur ekki si'st þegar fyrir mann bera dæmin um hið gagnstæöa, eins og til dæmis i KópavogsleikhUsinu sem kaus aö sýna okkur Leynimel 13 á 25 ára afmæli sinu. Þetta finnst mér óþarflega litill metn- aður. Þaö er auðvitaö ágætt markmiö i sjálfu sér að vilja skemmta fólki og kannski eru þessir gömlu, dragUldnu farsar þaö besta sem fólk veit til aö hafa skemmtun af, en það breytir ekki þeirri staöreynd aö þetta leikrit var samið ireviuanda til þess að Úr „Leynimel 13 gera fólki glatt i geði, skopast aö uppákomum dagsins og gleymast siðan. Svona leikritá aö búatilár frá ári. Gallinn er bara sá að þaö er ekki gert. En af hverju? Eru ekki laigur til frambærilegir skopleikjahöfundar i landinu? Varla getur það veriö svariö. Lik- legra er að þetta gerist vegna þess aö fyrirhafnarminnst og tryggast er að gera út á gömlu miðin. Nú, og kannski eru is- lenskir leikritahöfundar orðnir of stórir uppá sig til þess að fást viö alþýðlega skopleikjagerð. Ekki þar fyrir að sýning Leikfé- lags Kópavogs er svosem til skemmtunar á köflum . Ekki var það si'st fyrir tilkomu nýrra söngva sem Jón Hjartarson hefur aukið i verkið og eru margir ágætlega smellnir og voru alveg prýöilega fluttir, og vil ég þar einkum og sérilagi minnast á lög- reglumannadUettinn. Sýningin er fjörlega sviösett af Guðrúnu As- mundsdóttur sem nýtir reviu- reynslu sina af hagleik og Leikfé- lag Kópavogs á aö skipa mörgum prýöilegum leikurum sem tókst aö skapa hinar kostulegustu per- sónur á sviöinu, t.d. Siguröur Grétar Guðmundsson, Sigurður Jóhannesson, SólrUn Yngvadóttir og Einar Guömundsson. Þessir leikarar og fleiri i félaginu hafa greinilega buröi og getu til aö kljást við mun verðugri verkefni en þennan fertuga farsa. Vonandi fá þau tækifæri til þess áður en of langt um liður. Sverrir Hólmarsson Siglaugur Brynleifs- son skrifar um bækur Hans Kiing: Christ Sein —- Existiert Gott. Antwort auf die Gottesfrage der Neuzeit. Deutscher Taschenbuch Verlag 1981, 1980, 1981. Fyrsta ritið Hans Kiing: Weg und Werk, er kynningarrit á höfundinum, þar sem er rakin höfundarsaga hans, deilur og barátta fyrir nýjum viddum Hans Hans Kiing: Weg und Werk Chronik, Essays, Bibliographie. Herausgegeben von Hermann H'áring und Karl-Josef Kuschel. Mit einer Bibliographie von Margret Genter. Kting innan kaþóslku kirkjunnar. Bóka- skrár fylgja og af þeim má sjá þaö magn ritsmiöa sem hann hefur sett saman, 31 bók 258 greinar i timaritum og blööum auk greina i safnrit og i fræöi og uppsláttarrit, formála aö ritum, viötala og ávarpa og ræöa. margar bækur hans hafa veriö þýddar á margar þjóötungur og meöal þeirra er „Christ Sein” og „Existiert Gott”. Verk Kiings hafa stundum veriö nefnd Ný summa theologiae, en sú nýja Summa getur enganveg- inn talist til játningarrita ka- þólsku kirkjunnar þar sem afstaöa kirkjuyfirvalda til verka Kiings hefur veriö mjög svo nei- kvæö. Afstaöa kirkjunnar manna til Kiings minnir stundum á fyrstu viöbrögö páfavaldsins viö fyrstu gagnrýni LUthers á stefnu kirkjunnar á sinum tima. Þaö er margt sem yfirvöld kirkjunnar finna Kiing til foráttu, m.a. afneitun hans á óskeikul- leika páfans. Kirkjuyfirvöld hafa margsinnis áminnt Kiing og gengiö svo langt aö lýsa þvi yfir | Fóðurtilraunir í Gunnarsholti: ■ ! Slógmelta sem dýrafóður? Kannski er hér í upp- J siglingu nýjung i eins Ikonar votfóðurbúskap. Þær tilraunir, sem nú . standa vfir með nýtingu Iá slógmeltu. gætu leitt til þess. • Það er Sjávarafurða- Ideild StS, sem hefur for- göngu um þessar til- | raunir i samstarfi við • Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og Rann- sóknarstofnun land- búnaðarins. Að undanförnu hefur meltan veriö framleidd á Hornafiröi, í Borgarfiröi eystra og á Þórshöfn I því skyni, að kanna möguleika á notkun hennar sem dýrafóöurs. Fóöurtilraunir meö meltuna eru gerðar i Gunnarsholti. Þessi framleiösla fer fram meö þeim hætti, aö fiskúrgangur er settur i tanka og blandaö í hann maurasýru eöa annarri sýru með sömu verkanir, rétteins og verið I væri aö verka vothey. Sýran I hindrar sýkla- og súmunarstarf- ■ semi i úrganginum, aö beinum I frátöldum, og þannig má geyma I mdtuna töluverðan tima. Meltan I er þykkljótandi massi og talin * henta sem húsdýrafóöur. Varast I skyldi þó aö gefa hana i of stórum I skömmtum því þá gæti komið I bragö af kjötinu. Athugaöur hefur veriö Utflutn- I ingur á meltunni, en þar er hár I flutningskostnaöur nokkur I þrándur i götu. Islenskir bændur * hafa hins vegar sýnt þessari I framleiöslu áhuga. —mhg * aö „kenningar K'úngs stönguöust á viö hinn fullkomna sannleika kenninga heilagrar kirkju og hann væri ekki kaþólskur guö- fræöingur né gæti þjónaö sem lærifaöir i kaþólskum fræöum” (18. des 1979). Þessar yfirlýsingar vöktu upp mögnuö mótmæli meöal kaþólskra kennimanna vitt um heim. Kung lýsti þvi yfir 8. april 1980. aö meö þessari af- stöðu kirkjunnar sæi hann sig til- neyddan til aö hverfa frá starfi sinu sem prófessor viö háskólann i Tiibingen eftir tuttugu ára starf. Opinberir aöilar skárust nú i leikinn og tryggöu Kung full kennsluréttindi innan háskólans. Kiing fæddist i Suree i Luzern kantónu i Sviss 19. marz 1928. Hann stundaöi nám i mennta- skóla i Luzern og siöan viö Gregorina háskólann i Róm þar sem hann stundaöi heimspeki og guöfræöi. Lizensiat i heimspeki 1951. Siöan tók viö nám i guöfræöi viö sömu stofnun, sem hann lauk 1955. Lizensiat i guöfræöi 1955. Siöan nám i Indstitut Catholique og viö Sorbonne frá 1955 til 1957. Doktor i guöfræöi frá Sorbonne 1957. Doktorsritgerö Kíings fjallaöi um kenningar Karls Barths. Siöan hóf hann starf i Luzern. Þar næst hófust fyrir- lestrarferðir og starf á vegum Jóhannesar XXIII páfa og loks prófessor i Tiibingen. Hann skrifaöi mikinn fjölda greina og gaf Ut rit bæöi stór og smá og 1974 kom Ut Christ Sein, sem var fljótlega þýdd á höfuð- tungur álfunnar og vakti geysi- mikla athygli. Höfundurinn segir i inngangi til hvers hann riti bókina og fyrir hverja, en þaö eru þeir sem vilja vita hvaö kristinn dómur sé og hvaö þaö merki aö vera kristinn. Hann segist einnig skrifa bókina fyrir þá, sem trúi ekki, en vilji kynna sér forsendurnar aö kristnum dómi og kristni. Einnig telur höfundur aö bókin eigi erindi til þeirra sem hvarflað hafi frá kristni eða efist. 1 stuttu máli, segist Kung skrifar rit sitt fyrir kristna menn, afneitara, gnostikera, hreintrúarmenn, hálfvolga og munnkristna , ka- þólikka, protestanta og ortodoxa. Bókinni er ætlaö aö ná til allra þeirra, sem óska svara viö óteljandi spurningum varöandi tilgang og stefnu þeirra hópa, sem hafa taliö sig og telja sig kristna. Þessar hugleiöingar hans um kristinn dóm eru einhverskonar inngangsfræði ætluö nútíma manninum, eins og hann segir. Siöast þessara rita er „Exitiert Gott,?” sem kom Ut 1978. Hann spyr þessa og jafn- framt „hver er Guö?” og segist svara báöum spurningunum og jafnframt rökstyöja þær. Hann rekur siöan heimspekisöguna allt frá Descartes og uppkomu skyn- semisstefnunnar, fram á okkar daga. Þetta er hugmyndasaga, saga rikjandi meövitundar hvers timabils og þar meö hugmynd- anna um gubdóminn. Umfjöllun Kiings um heimsskoöanir, mennska skynjun og tilgang mannlegs lifs beinist aö þeim hinnstu rökum og þar meðleitast hann viö aö tengja jarðligan skilning og andlega spekt, sem hann telur aö hafi fyrrum veriö samtengd. Hann telur aö svo geti fariö aö þau orö sem höfb eru eftir enskum visindamanni, þegar hann var spuröur hvort hann tryöi á Guö, ,,0f course not, I am a scientist” muni turnast i „Of course, I am a scientist”. Þetta rit Kungs er mjög læsi- legt og hlýtur að snerta hvern þann sem ekki er blindaður i þokusudda þröngrar samfélags- legrar meövitundar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.