Þjóðviljinn - 02.03.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.03.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 2. mars 1982 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Útgáiufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjart^n Ólafsson. -1 Fréttastjóri: Alfheiöur Ingadóttir. 'Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóltir, Magnús H. Gislason, Óskar Guömundsson,,Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. iþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Óiafsson. útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guovaröardóttir, Jóhannes Harbarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöl Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. i Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. útkevrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Heykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Samningal—annars einhliða aðgerðir • Á fundi sínum s.l. föstudag gerði miðstjórn Alþýðubandalagsins einróma samþykkt, þar sem hvatt er til einhliða aðgerða af (slands hálf u gagnvart Alusuisse, fáist auðhringurinn ekki til að fallast á endurskoðun gömlu álsamninganna. Þar segir m.a.: • „Alþýðubandalagið telur að gera verði eftir- farandi kröf ur á hendur Alusuisse: 1. Að raforkuverð verði hækkað þannig, að það nemi ríflega kostnaðarverði frá nýjum virkjunum. 2. Að skattgreiðslur fyrirtækisins verði tryggðar bet- ur en nú er gert með því að taka mið af veltu og hagnaði meðótvíræðum hætti. 3. Að bókhald og rekstur fyrirtækisins verði undir stöðugu eftirliti íslenskra stjórnvalda. 4. Að íslensk stjórnvöld fái betri aðstöðu til þess að fylgjast með mengun og öðrum umhverfisáhrifum af starfsemi fyrirtækisins. 5. Að íslendingar eignist meirihluta í fyrirtækinu á grundvelli nýs samnings, þannig að landsmenn haf i forræöi á eignarhaldi, hráefnisöflun og afurðasölu og að fyrirtækið lúti i einu og öllu íslenskri lögsögu, þar á meöal íslenskum dómstólum." • I samþykkt Alþýðubandalagsins segir ennf remur: „Þolinmæði landsmanna er á þrotum. Alusuisse hefur tregðast við að svara sanngirniskröfum íslensku ríkisstjórnarinnar um endurskoðun samn- inga á annað ár. Þess vegna er nauðsynlegt að knýja á um úrslit málsins. Neiti forráðamenn fyrirtækisins enn að viðurkenna nauðsyn á endurskoðun samninga hljóta einhliða aðgerðir að vera á dagskrá. • Fáist fulltrúar Alusuisse ekki til þess að koma til móts við sanngjarnar kröfur íslensku ríkisstjórnar- innar, ber að setja fram kröfu um yfirtöku fyrirtækis- ins að fullu." • Hér er talað tæpitungulaust svo allir megi skilja, og sagt það sem segja þarf. • Fáist Alusuisseekki til að ganga til samninga, hvorki um deilumálin frá liðinni tíð, né um stór- hækkað raforkuverð og endurskoðun fyrri samninga, þá hljótum við fslendingar að grípa til einhliða aðgerða. • l þá rösklega 14 mánuði, sem deilan hefur nú staðið hefur alls ekkert heyrst frá Alusuisse nema vífilengjur. Þannig geta málin ekki gengið til mikið lengur. • Morgunblaðið lætur að því iiggja í frásögn sinni af samþykkt Alþýðubandalagsins, að nú hafi verið fallið frá kröf um um bætur vegna yf irverðs á súr- áli og rafskautum til verksmiðjunnar á árunum 1975—1980. Svo er ekki, og hafa um 23 miljónir ný- króna af þessu fé, vegna ársins 1980, reyndar þegar verið innheimtar með lækkun á hinni furðulegu skattainnistæðu Alusuisse, sem hér hefði hlaðist upp á biðreikningi. • Frá því var hins vegar greint í sameiginlegri fréttatilkynningu íslensku álviðræðunefndarinnar og fulltrúa Alusuisse þann 4. des. s.l., að aðilar hefðu orðiðásáttir um að leggja hin eldri deilumál „til hliðar í bili" meðan kannað væri hvort unnt reyndist að ná samkomulagi um endurskoðun samninga. • Það er þessi endurskoðun, sem Alusuisse er nú að reyna að skjóta sér undan, en þeir hafa áður neitað öllum bótagreiðslum vegna vanefnda á fyrri árum. Þeir vilja áfram fá að kaupa hér raforku fyrir aðeins einn þriðja af kostnaði við að framleiða orkuna og þeir vilja áf ram geta hækkað súrálið og önnur aðföng „i hafi" aðeigin geðþótta til að sleppa við skatta. • Krafan um einhliða aðgerðir af okkar hálfu er þvi í alla staði timabær nú, — biðtíminn er að renna út. útibússtjóri Alusuisse á islandi sem samtök kaup- sýslumanna sýnast vilja gera að landstjóra hér, sagði í sjónvarpinu á föstudag að það væri reikningsvilla í tölum ríkisstjórnarinnar um yfirverðá rafskautum. • Við ráðleggjum útibússtjóranum að draga þessa fullyrðingu til baka, því tölur ríkisstjórnarinnar eru ekki aðeins staðfestar af hinu virta endurskoðunar- fyrirtæki Coopers & Lybrand í London, heldur einnig af færustu sérfræðingum, sem íslensk stjórnvöld fengu til liðsinnis fyrir milligöngu Sameinuðu þjóð- anna. —k. Klippt og óstytt Hér á siöunni til hliöar er rætt um blaöaherferöina gegn Alþýöubandalaginu. Menn taka gjarnan miö af sinu umhverfi og eitthvaö viröist hún hafa smitaö af sér inn á rikisfjölmiölana. Siöastliöið föstudagskvöld var til aö mynda birt viötöl viö Hjörleif Guttormsson iönaðarráöherra og Ragnar Halldórsson starfsmann Alu- suisse. Viötaliö viö ráöherr- ann var kiippt bak og fyrir, og meira að segja teknar út setningar eins og sú aö sam- staöa væri i rikisstjórn um málsmeröferöina. Hinsveg- ar var viötaliö viö talsmann Alusuisse aö sjálfsögöu birt óstytt. Geöleysið gagnvart auöhringnum riöur ekki viö einteyming. Frjáls hœkkun í hafi En vanmetakenndin gagn- vart voldugum erlendum aö- ila fyrirfinnst ekki aöeins á fjölmiölunum Islensku. Sú ákvöröun Verslunarráös Is- Iands aö kjósa Alusuisse-for- stjórann sem formann sinn hefur mörgum komiö' spánskt fyrir sjónir. Eina skýringin sem virðist liggja i augum uppi er aö viöskipta- jöfrum Islands hafi legiö á að fá staögóöa leiöbeiningu i aö koma upp svikamyllum eins og Alusuisse I aöflutnings- málum. Þvi segja menn að helsta baráttumál Verslun-- arráösins undir formennsku Alusuisse-forstjórans veröi frjáls hækkun i hafi. IH meðferð á Quðrúnu .SðrtW W*<0 4 «*,kl aó W(* «!M4tttm ’ GwíxúB tUtgwktt- v. og bwotfMtnX, I vWf»8 vio Þjóiviijann, hún t*r» i>*ð. v»on* Nin ww Hutt út þrWÍ* i títunto t 8W» HctkKt 5v)ð Hvw, vcQO* vw GuOn*, «É> 9«,« kcm « w, i t*no mMwppnað* kwa* AjpýíK>. twnúa(agwo? Hún mw nfi fyAnts* vép. S«mn ó«t«ww, tlokkilomam*. tmvúcM. «v>u «** *«}*< I fokki #x*n. 9v*v»r a* *vo fyrtrnwM um að &jón*t Nwt I áuureja *•*»> Skemmtiefni Sú var tiöin aö Morgun- blaðiö birti nákvæmar fréttir af innri málum Alþýöu- bandalagsins. Þaö var á tim- um kosningabandalagsins sem stóö til 1968, og var þessi vandaöa fréttamennska gjarnan rakin til Marbakka- ættarinnar. Fréttum Morg- unblaðsins af gangi mála i Alþýöubandalaginu hefur mjög hrakaö á siöustu árum og keyrir þó um þverbak siö- ustu daga. Er engu likara en skriffinnar Moggans spinni upp úr sjálfum sér delluna. En sé svo aö þeir hafi heim- ildarmann skal Morgunblaö- inu I fullri vinsemd ráölagt aö skipta um fréttaritara. Mönnum getur þótt vænt um andstæöinga sina en er þaö ekki of langt gengiö aö út- vega þeim skemmtiefni til upplestrar á fundum? klippt — og litiiþæga afstööu þeirra andspænis auöhringnum ”. Á sinn sérkennilega hátt hefur Tíminn tekiö fullan þátt i þessari rógsherferö. Útnefndur andstæöingur Það er afar fróölegt að iita yfir dagblööin þessa dagana. Þaö ersama hvort litiö er i Dag- blaðiö, Morgunblaöið, Alþyöu- blaðiö eöa Timann. öll eru þau upöfuD af rætnum árásum á Al- þýðubandalagiö, og teygja sig býsna langt i rangfærslum og útúrsnúningum. Kosningar eru að nálgast og þetta ,,forval”á andstæðingi sýnir svo ekki verður um vilist aö vænta má mikilla umskiptai stjórnmálum á næstu mánuðum. Athyglisvert er aö forysta Alþýöuflokksins hefur hvarvetna, þar sem áöur voru samdgínleg vinstri fram- boö, komiö þvi til leiöar aö upp úr þeim slitnaði. Kratarætia aö hafa óbundnar hendur að loknum kosningum og formaöur flokksins Kjartan Jóhannsson rær aö þvi öllum árum að myndaðir veröi meirihlutar i bæjarstjórnum gegn Alþýöu- bandalaginu. Alusuisse dekur Tímans Meðan ihaldsafla i Frám- sóknar- og Alþýöuflokknum eru uppi ákaflega hörð sókn fyrir tilraunum til einangrunar á Al- þýöubandalaginu. 1 stjórnar- málgagninu Timanum kemur þessi viðleitni fram með afar sérkennilegum hætti. Þar eru birtar nær daglega allskonar skitapillur á forystumenn Al- þýöubandalagsins. Dæmi um það er nær linnulaus lágkúru- áróöur á Hjörleif Guttormsson. A sama tíma hampar Timinn Alusuisse-forst jóranu m á tslandi og viröist hafa meiri áhuga á að koma málflutningi hins erlenda auöhrings til skila en sanngirniskröfum islenskra stjórnvalda, sem Alþýöubanda- lagið hefur þrýst Framsóknar- mönnum til aö setja fram. Þannig ferTiminn aö þviað fela vonda samvisku. Lítilþœgur rógur Um þetta segir Svavar Gests- son i Sunnudagsblaöi Þjóö- viljans: „Meðferö álmálsins af hálfu iönaðarráöherra Hjörleifs Guttormssonar, hefur vakið at- hygli hvarvetna þar sem menn velta þvi fyrir sér hversu litil þjób kemst af i viöskiptum sinum viö erlend stórfyrirtæki. þaö er engin tilviljun aö Hjör- leifur Guttormsson er rægöur meira en nokkur annar ísienskur ráöherra um þessar mundir — og er þá langt til jafnaö. Astæöan er einfaldlega sú, aö ákveöin öfi I iandinu óttast aö það komist upp um þau Lokun D og V Þegar Dagblaöiö og Visir runnu saman íeittvar þvi spáö hér i Þjóöviljanum að þegar fram i' sækti myndi það vera „litli-Moggi” og ldca dyrum til vinstri. I Sunnudagsblaði Þjóö- viljans gerir Guömundur Arni Stefánsson grein fyrir hug- myndum um nýtt siödegisblað og segir þar m.a. um þetta efni: „Þegar fréttin um hið sam- einaða D og V var opinberuð landslýð fór um ýmsa áhuga- menn um fjölmiölun. Sam- keppni þessara blaða á siðdegismarkaöinum hafði sett báum þessum blöðum af- markaðar skoröur i fréttafiutn- ingi. Blöðin gátu ekki leyft sér aö túlka einhliöa skoöanir eig- enda sinna, 'þótt oft og einatt skinu þær i gegn. Siðdegisbiöðin uröuaöreyna aö sýna lesendum aö þau væru traustsins verö. Annars yröi annaö þeirra undir I samkeppninni. Þaö var þvi' ótt- inn viö, að þegar samkeppnin yröi fyrir bi, myndi þinn ein- r litaöi hópur, sem fer með völdin á þessum blööum, sameinast um hugðarefni sin. Blöö meö slika einokunaraöstööu gætu leyft sér að túlka fréttir, birta eöa birta ekki fréttir aö vild, án nokkurs aöhalds, vegna ein- okunaraöstööu sinnar á siðdegism arkaönum.” Skerptar andstœður Einmitt þettta hefur gerst með skjótari og ósvifnari hætti en flestir hugöu. Dæmigert er Dagblaðið frá þvi i gær þar sem bæði Svarthöfði og leiðarahöf- undurinn Ellert Schram lepja upp útúrsnúninga Morgunblaðs- ins á samþykkt miðstjórnar Alþýöublaðsins i Alusuissemál- inu. Á sama tlma er lokað á birtingu samþykkta frá ! Alþýðugandalaginu i Dag- blaöinu. Um Alþýðublaðiö undir rit- stjórn Jóns Baldvins Hannibals- sonar þetta kjörtimabil þarf ekki að ræöa, þaö hefur verið einn linnulaus hamagangur gegn Alþýöubandalaginu á meöan ekki hefur falliö hnjóösyröi um ihaldiö á siöum þess allan timann. Og af Morgunblaöinu eru þau helst tiöindi aö i viöbót viö áróöur gegn Alþýöubandalaginu er blaðiö tekið aö birta upplognar fréttir úr starfi flokksins. Aliur þessi atgangur i garö Alþýöubandalagsins er kær- kominn. Hann mun hjálpa til þess aögera almenningi ljósara en áöur hverskonar barátta þaö er sem Alþýöubandalagiö hefur verið aöheyja á vettvangi rikis- valdsins sl. ár. —ekh 09 skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.