Þjóðviljinn - 02.03.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.03.1982, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 2. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 iþrottir un iþrottir ( *] íþróttir Sagt eftir 1. deild karla í handknattleik: leikinn Bogdan Kowalczyk þjálfari Víkings: Við höfum æft vel í einn og hálfan mánuö og lagt grunn- inn að þessum leik. Þróttarar tóku áhættu, spiluðu póker sem gekk ekki upp. Við áttum toppleik og liö Þróttar lék alls ekki illa. Ég er á förum til Vestur-Þyskalands til aö fylgjast meö heimsmeistara- keppninni i handknattleik og ef strákarnir æfa vel á meðan og falla ekki i þá grifju aö halda aö mótiö sé unnið, ættum viö aö halda Islands- meistaratitlinum. Orslitin ráöast ekki fyrr en 21. mars þegar viö leikum viö FH i Hafnarfiröi. Páll ÓlafssonÞrótti: Víkingarnir eru í betri æfingu en viö og þvi fór sem fór. Markvarslan réði úr- slitum i' leiknum, markveröir þeirra áttu toppleik. Mér fannst þjálfari okkar taka of mikla áhættu meö þvi aö leika ,,maöur-á-mann” i byrjun en hann langaði aö reyna eitt- hvaö nýttsem kæmi Víkingum á óvart og þaö misheppnaöist aö þessu sinni. ólafur Benediktsson markvörður Þróttar: Vikingar áttu alls engan stjörnuleik, það vorum viö sem vorum á núlli. Hvaða 2. deildarlið sem er heföi unniö okkur eins og viö lékum i wöld. Nýtt Islands- met hjá Sigurði T. Siguröur T. Sigurösson, KR setti nýtt tslandsmet i stang- arstökki innanhúss um helg- ina erhann stökk 5.10 m á móti [ KR-húsinu. Sigurður átti ís- landsmetiö sjálfur. Stefán Hallgrimsson var annar, stökk 4.20, Elias Sveinsson og Gisli Sigurösson stukku 4 m tivor. Vítahringur Þróttara — Þróttur misnotaði 6 víti og tapaði með átta marka mun gegn Víkingi Baráttan um Islands- meistaratitilinn hefur nú þróast upp i einvígi milli Islandsmeistara Víkings og FH. Þróttur heltist úr lestinni á sunnudagskvöld- iö er liðiö fékk skell gegn Vikingi en FH sigraði HK, naumlega þó, og er þvi áfram stigi á eftir Víkingi. I fallbaráttunni hefur ekk- ert breyst, KA tapaði fyrir Val og forðast tæplega fall úr þessu. Leikur HK og Fram að Varmá i síðustu umferðinni þann 20. mars sker að öllum líkindum úr um hvort liðið fellur i 2. deild. Þróttur—Víkingur 16:24 Þróttarar komu mönnum á óvart þegar I byrjun meö þvi aö leika ,,maöur-á-mann” i vörn- inni. Hæpin ráöstöfun og mikil áhætta gegn liði sem hefur sterk- ari einstaklingum á aö skipa enda sneru Steinar Birgisson og Arni Indriðason illilega á sina gæsiu- menn og komu Vikingi i 2:0. Lár- us Lárusson og Siguröur Sveins- son jöfnuðu, 2:2, en þaö var i eina skiptiö sem staöan var jöfn. Vik- ingar sigu fram úr og þegar stað- an var 7:4 hættu Þróttarar um- ræddri varnaraöferð. Þeir minnkuöu muninn i 7:6 en Viking- ar komust fljótlega fjórum mörk- um yfir, og leiddu i hálfleik, 12:9. Strax á upphafsminútum siöari hálfleiks slasaðist Páll ólafsson Þróttari og hvort sem þvi var um að kenna eöa ekki, voru næstu 20 minúturnar hrein martröö fyrir Þrótt. Á 11. min. minnkaöi Þrótt- ur muninn i 15:11 en næstu fjórtán minútur skoraöi liöiö ekki mark og Vikingar náöu 10 marka for- skoti, 21:11. A þessu tímabili mis- notuðu Þróttarar þrjú vitaköst og leikurinn var nánast orðinn aö „farsa”. Ahorfendur öskruöu af ánægju og heimtuöu fleiri vita- köst á Viking og Þróttarar voru farnir aö reyna áöur óþekktar leiöir til aö skora úr vitunum hjá Ellerti Vigfússyni sem varöi fjög- ur i allt, tvö önnur geiguöu og aö- eins tvö af átta vítaköstum Þrótt- ar i leiknum rötuöu rétta leiö. Lokakaflann hvfldu flestir aöal- manna Vikings og Þrótturum tókst aö laga stööuna aöeins, skoruöu meira aö segja úr vita- kasti minútu fyrir leikslok. \ Áhætta Þróttara i byrjun og meiösli Páls Ólafssonar áttu sinn þátt i stórsigri Vikings en fleira kom þó til. Geysisterkur varnar- leikur Vikinga og góö markvarsla Kristjáns Sigmundssonar voru lykilatriöi ásamt hinum vel út- færöa sóknarleik. Steinar Birgis- son var einn friskastur I liöi Vik- ings en annars var liösheildin mjög sterk og engan veilur þar ab finna. Lárus Lárusson stóö upp úr i slöku liöi Þróttar. Siguröur Sveinsson er i lægö, sjálfstraustiö viröist vanta um þessar mundir og þá er ekki von á góöu. Hann skoraöi þó fimm mörk, þar af þrjú siðustu mörk Þróttar i leikn- um. 1 sibari hálfleiknum greipal- gert vonleysi um sig hjá liöinu enda engin furöa þar sem leikur þess þróaöist upp i algeran vita- hring sem engin leiö fannst út úr. Steinar 8, Páll B. 4, Siguröur 3, Þorbergur 3, Arni 2, Guðmundur 2, Hilmar 1 og ólafur 1 skoruöu mörk Vikings en Lárus 5, Sigurð- ur 5, Jens 2, Páll Ó. 2, Gunnar 1 og Magnús 1 mörk Þróttar. Árni og Rögnvaldur áttu slakan dag I dómgæslunni aö þessu sinni. Valur— KA 23:15 Framan af benti ekkert til þess aö Valur ynni stórsigur i þessum leik. Þvert á móti, KA komst i 4:1 og Valsmenn skoruöu aöeins tvö mörk fyrstu 17 minútur leiksins. Þeim tókst þó aö breyta stööunni i 6:4, KA jafnaöi 6:6 og 7:7 en Val- ur skoraði þrjú mörk fyrir hlé, 10:7. Erlingur og Friöjón minnkuöu muninn i 10:9 i byrjun siöari hálf- leiks en Valur svaraöi meö fjór- um mörkum og mótspyrna norð- anmanna var þar meö á enda. Or 17:13 breyttist staöan i 23:13 en KA skoraði tvö siöustu mörk leiksins, 23:15. Markvarsla Aöalsteins Jó- hannssonar hélt KA á floti lengi vel en 16 skotin sem hann varöi i leiknum foröuöu KA aöeins frá enn stærra tapi og nú viröist falliö óumflýjanlegt. Hinn 17 ára gamli Jakob Sig- urösson var besti maður Vals i leiknum og skoraði mörg lagleg mörk. Friörik átti einnig ágæta kafla en aörir voru litt áberandi nema helst Þorlákur sem varöi vel I siöari hálfleik. Jakob 7, Friðrik 5, Brynjar og Þorbjörn Jensson 3 hvor skoruöu flest mörk Vals en Erlingur 5, Friöjón og Þorleifur 4 mörk hvor voru atkvæðamestir norðan- manna. KR— Fram 25:23 Framarar, meö Björgvin Björgvinsson i broddi fylkingar, stóöu lengi vel I KR. I hálfleik var jafnt, 10:10, eftir aö KR haföi náö fjögurra marka forskoti og I byrj- un siöari hálfleiks komst Fram tveimur mörkum yfir, 14:12. KR sneri dæminu viö, staðan breytt- ist I 16:14 fyrir KR og sigur Vest- urbæjarliösins var aldrei I hættu eftir þaö. Alfreö Gislason 9, Björn Pét- ursson 4 og Jóhannes Stefánsson 3 skoruöu flest mörk KR-inga en Hinrik ólafsson 7, Egill 6 og Hannes 5 flest mörk Fram. FH— HK21:19 FH lenti I óvæntum erfiðleikum meö HK og veröur aö leika betur til aö eiga möguleika I Islands- meistaratitlinum. FH komst i 5:1 en HK minnkaöi muninn i 8:7 fyr- ir hlé. 1 siöari hálfleik komst FH i 13:9 og 20:16 og sigurinn virtist blasa viö en þá kom góöur kafli hjá HK. Tveimur minútum fyrir leikslok haföi liöiö minnkaö mun- inn I 20:19 og siöan fékk þaö tæki- færi til aö jafna. Þaö tókst ekki og Pálmi Jónsson skoraði siöasta mark leiksins fyrir FH, 21:19. Hans 5, Pálmi 5 og Þorgils Ótt- ar 4 skoruöu flest mörk FH en Ragnar 6, Gunnar 4 og Kristinn 3 flest mörk HK. átaðan i 1. deild: Vikingur......11 9 0 2 257:195 18 FH............11 8 1 2 270:251 17 Þróttur.......12 8 0 4 262:251 16 KR ...........12 7 1 4 260:251 15 Valur.........12 6 0 6 249:240 12 HK ...........12 2 1 9 216:245 5 Fram..........11 2 1 8 216:268 5 KA.............11 2 0 9 204:243 4 VS Ingólfur Hannesson símar frá Osló: HM í handknattleik: Skíðastökkið hulíð þoku — Norðmenn hlutu langflest verðlaun á HM Danir eru að gera það gott Frá Ingólfi Hannessyni i Osló: Skiöastökkiö af 90 m palli varö ekki sá hápunktur HM i norræn- um greinum skiðaiþrótta sem reiknaö haföi veriö meö. Mikil þoka grúfði yfir Osló þegar stökk- iö átti aö hefjast á sunnudag og taföist þaö um klukkutima af þeim sökum. Þaö var i rauninni óforsvaranlegt aö láta keppnina fara fram þar sem þokan var svo þétt aö einungis þeir áhorfcndur sem næstir stóöu sáu eitthvaö til skiöastökkvaranna. Samt sem áöur voru 50—60.000 manns viö- staddir þennan lokaatburö heimsmeistaramótsins. Þaö voru ungu mennirnir sem voru i fremstu röö i stökkinu. Finninn Matti Nykaenen sigraöi, hlaut 257.9 stig. Stökk hans mæld- ust 108.5 og 102.5 m en daginn áö- ur stökk hann 110 m á æfingu. Nykaenen var heimsmeistari unglinga 1981 og er talinn einn efnilegasti stökkvari sem fram hefur komið í mörg ár. Annar var tvitugur Norömaöur, Olav Hansson, en hann kom mjög á óvart i keppninni. Hann rétt slapp i norska landsliðiö fyrir rúmum mánuöi og árangur hans þvi eftirtektarverður. Hann hlaut 255.1 stig. Þriöji var Armin Kogler, Austurriki, Klaus Ost- wald, Austur-Þýskalandifjóröi og Norömaðurinn Ole Bremseth fimmti. Sviinn Thomas Wassberg vann öruggan sigur i 50 km göngunni á laugardag. Hann fékk timann 2:32.00.9. Annar var Yuri Burla- OLAV HANSSON, Noregi, náöi óvænt ööru sæti I stökki af 90 m palli. kov frá Sovétrikjunum á 2:32,34,3 og Lars-Erik Eriksen, Noregi þriðji á 2:32,49. Endasprettur Eriksen var glæsilegur en hann var i6.—8. sætilengstaf. Finninn stóri, Juha Mieto, gafst upp enda var færið mjög þungt. Norðmenn eru hinir stóru sig- urvegarará Hm . Þeir hlutu lang- flest verðlaun á mótinu, 7 gull,4 silfur og 3 brons. Sovétmenn komu næstir með 2-3-0, Sviar 2-0- 0, Finnar, sem alls staöar voru i toppbaráttu, með 1-4-4, Austur- Þjóbverjar 1-1-3, Austurriki 1-1-1, Tékkar 0-0-1 og Bandarikjamenn 0-0-1. IngH/VS Danir halda áfram aö gera þaö gott i heimsmeistarakeppninni i handknattieik sem nú stendur yfir í Vestur-Þýskalandi. A sunnudag sigruöu þeir Spánverja 23:22 i æsispennandi leik og eiga nú möguleika á einu af efstu sætum keppninnar. Orslit leikj- anna á sunnudag uröu annars þessi: 1. riöill Sovétrikin-Sviss ......... 23:14 V.Þýskaland-Pólland ...... 18:17 Tékkósló.-A.Þýskal.........24:21 Sovétrikin ..... 3 3 0 0 78:47 6 V.Þýskaland .... 3 2 0 1 53:59 4 Pólland......... 3 1 1 1 52:52 3 A.Þýskaland .... 3 1 1 1 56:57 3 Tékkóslóvakía ..3 1 0 2 59:71 2 Sviss .......... 3 0 0 3 43:55 0 2. riöill Danmörk-Spánn .......... 23:22 RUmenia-Sviþjóð ........ 31:24 Ungverjal.-Júgóslavia .... 20:20 Rúmenia ....... 3 20 1 72:64 4 Danmörk ........ 3 2 0 1 60:60 4 Spánn .......... 3 1 1 1 65:63 3 Ungverjal...... 3 0 3 0 60:60 3 Júgóslavia..... 3 1 1 1 60:60 3 Sviþjóö......... 3 0 1 2 64:74 1 Sovétmenn virðast vera með langsterkasta liöib á HM og kemur það engum á óvart sem sá til þeirra hér á landi i siöasta mánuöi. Aftur á móti eiga Austur- Þjóðverjar og Júgóslavar, þjóöir sem reiknað var með í efstu sætunum, i erfiöleikum og gætu hæglega oröið af verðlauna- sætum. Annars er ómögulegt aö spá nokkru um rööina i 2. ribli þar sem fimm þjóðir eiga ágæta möguleika á aö komast i úrslitin um gulliö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.