Þjóðviljinn - 02.03.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.03.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 2. mars 1982 Frumvarpið um námslán: Endurgreiðslukj örin eru raunhæf Haustiö 1980 undirrituðu full- trúar námsmanna og fulltrúar þingflokkanna málamiðlun sem tókst inefnd sem fjallaöi um mál- efni Lánasjóös isl. námsmanna (LÍN) þá um sumarið. 1 kjölfar þessara nefndarstarfa sigldi frumvarp til laga um lánamál námsmanna i sali Alþingis nú skömmu fyrir jólaleyfi þing- manna f desember sJ. Þó ekki hafi borið á háværum útifundum né heiftúöugum blaða- skrifum af hálfu námsmanna- samtakanna undanfarið, þá ættu þingmenn og ráðherrar að treysta því varlega að þeir geti svikist frá kjarabótum sem námsmenn telja sig hafa náömeð máiamiðluninni 1980, án þess að slikt veki athygli og viöbrögð hjá fjöldasamtökum náms- manna. Nefndarálitið frá 1980 Þegar fulltrúar námsmanna undirrituðu niðurstöður nefndar- innarhaustiö 1980 var tvennt tek- ið skýrar fram en annað. Það fyrst að námsmenn teldu nefnd- ina hlaupa frá Oloknu og illa unnu verki að þvi er tók til endur- greiðsluskilmálanna, sem fólust i niðurstööum nefndariimar. Þá var hitt og skýrt áréttað aö svo langt væri seilst til samkomulags að ekki yrði unað við neinar breytingar sem skertu kjör námsmanna frá ákvæðum nefnd- arálitsins. í endurskoðunarnefndinni sátu auk fulltrúa frá námsmannasam- tökunum (þ.e. SÍNE, SHI og BISN) þau Eirikur Tómas- son (form.nefndarinnar ogfulltrúi menntamálaráðherra), Frið- rik Sófusson, Guðrún Helga- dóttir, Jón Ormur Hall- dórsson og Vilmundur Gylfason. Þaö má þvi' segja að allir þing- flokkar og þingflokksbrot hafi átt fulltrúa i nefndinni. Það urðu að vonum oft harðar deilur í nefnd þar sem eins ólik sjónarmið mættust og hér var til að dreifa. Það vakti því töluverða athygli þegar frá nefndinni kom eitt nefndarálit, reyndar með bókun- um á alla enda og kanta. En málamiðlun tókstog varundirrit- uö af öllum fulltrúum i nefndinni. Meðal þess sem fólst i þessari niðurstöðu nefndarinnar var fyrr- nefnt frumvarp en aö auki voru nokkur atriði sem varða breyt- ingar á úthlutunarreglum LIN og reglugerð. 1 frumvarpinu var m.a. aö finna ákvæði um að LÍN skuli með lánveitingum mæta áætlaðri fjárþörf námsmanna að fullu i þremur áföngum og skyldi fullri brúun náð árið 1982 og að náms- menn geti safnað lifeyrissjóðs- réttindum á meðan nám stendur og átti þetta ákvæði að koma til framkvæmda árið 1983. Hvað bæði þessi ákvæði varðar hafa ár- töl nii verið færð aftur um tvö ár I frumvarpinu eins og það kemur frá rikissijórninni og ætlar hún því að láta bitna á námsmönnum eigin seinagang i að koma frum- varpinu fyrir þingið. Einnig vek- ur það athygli meðal námsmanna að ýmsir þingmenn og jafnvel ráöherrar eru nd tregir til að fall- astá ákvæði frumvarpsins um lff- eyrissjóösréttindi fyrir lánþega LIN. Það má liggja ljóst fyrir -að ef lífeyrissjóðsréttindin verða felld burt úr frumvarpinu þá verður full andstaða við fram- gang frumvarpsins af hálfu námsmannasamtakanna. Óraunhæft endurgreiðslukerfi Fulltrúar námsmanna i endur- skoðunarnefndinni bentu margoft á það á fundum nefndarinnar og I viðtölum við menntamálaráð- herra aö endurgreiðsluskilmálar frumvarpsins væru illa unnir og við teljum enn að það verði óraunhæftað ætla að framfylgja þeim óbreyttum. Ég leyfi mér jafnvel að spá þvi aö ef frumvarp þetta verður að lögum með óbreyttum endurgreiðsluskilmál- um þá verði fluttar breytingartil- lögur á Alþingi eftir nokkur ár þegar menn rekast á raunveru- leikann við framkvæmd þessara laga. Fulltrúar rikisvaldsins i endur- skoöunarnefndinni 1980 vildu flýta sér einhver ósköp aö skila málinu til ráðherra, þó það sé erf- itt aö skilja hvers vegna svo mik- ið lá á nú þegar málið hefur tafist imeira en ár i meðförum stjórn- arinnar. Þrátt fyrir itrekaðar til- raunir námsmannafulltriíanna fékkst endurgreiðslukafli frum- varpsins ekki ræddur á raunhæf- um forsendum og var skilað flausturslega unnum frá nefnd- inni. Meöal þess sem námsmenn Garðar Mýrdal, formaöur SINE, skrifar: LÖGTÖK Eí tir kröíu Tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir okt., nóv. og des. 1981, svo og söluskattshækkunum, álögðum 17. nóv. 1981 — 23. febr. 1982; vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir okt., nóv. og des. 1981; skipulagsgjaldi af nýbygging- um, gjaldföllnum 1981, þungaskatti af dis- ilbifreiðum fyrir árið 1982 og skoðunar- gjaldi bifreiða og vátryggingariðgjaldi ökurhanna fyrir árið 1982. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 23. febrúar 1982. bentu á var, að sömu atriði og I desember 1975 kndöu þáverandi menntamálaráöherra tilaðdraga til baka frá Alþingi fram lagt frumvarp um málefni LIN þar eð það var svo illa unnið, væri að finna i endurgreiðsluákvæðum þessa frumvarps. Þetta atriði varðar endurgreiðslur sambýlis- fólks og hjóna sem hvoru tveggja greiða af lánum til LIN. Ég álít að það sé um að ræða tvenns konar meinlokur eða mis- skilning sem veldur þvi að svo óraunhæft endurgreiðslukerfi er samið. Fyrst er að nefna mein- loku sem virðist algeng meöal þingmanna þegar þeir skoða námslán sem hverönnurf járfest- ingarlán, og álykta að þau skuli þvi greiöast að fullu til baka. Námslán eru i eðli sinu óli'k f jár- festingarlánum þar eð þau eru framfærslueyrir námsmanna og fara í nauðsynlega neyslu. Þau skilja ekki eftirfasteign sem hægt er að veðsetja eða endurselja, eins og t.d. lán frá Húsnæðis- málastjórn skilja eftir. Að visu má snúa út úr þessari röksemd með þvf að benda á undantekn- ingartilvik. Slikar undantekning- areru t.d. einstaklingar sem f jár- festa í námi f þeim tilgangi að komast í mjög háar tekjur. En þessir einstakiingar endurgreiða lika lánið að fullu skv. núverandi kerfi og enn hraðar ef stefna námsmanna i endurgreiðslumál- um yröi tekinupp. Það er þvi' ekki verið að eltast viö þessa einstak- Jinga með nýja endurgreiðslu- kerfinu. Meginreglan er aö lánþegar LIN lenda á almennum launa- kjörum. Nýja endurgreiðslukerf- ið, sem nú liggur fyrir Alþingi hefur það hlutverk að knýja á um hraðari endurgreiðslur frá með- altekjumönnum. Ef frumvarpið verður að lögum með óbreyttum endurgreiðslukaflanum þá greiða einstaklingar með meðaltekjur ca. 5 - 6% af tekjum fyrra árs i ár- lega endurgreiðslu (miðað við 50% veröbólgu). Þetta þýðir að árleg endurgreiösla til LIN verð- ur ca. hálft útsvar viðkomandi launamanns og munar marga um minni útgjöld i viðbót við öll opin- ber gjöld. Ríkisvaldiö á eftir að sjá afleiðingar sliks endur- greiðslufyrirkomulags i rök- semdum stéttarfélaga mennta- manna fyrir auknum launakröf- um. Kerfið yrði þvi hvati á aukið launamisrétti i þjóðfélaginu, enda má gera ráð fyrir að þau stéttarfélög nái bestum árangri, sem hafa sterkasta samnings- stöðu. önnur meinloka, sem virðist algeng meöal ráöamanna er að lita á endurgreiðsluhlutfallið, sem i'dagskilar sértil LIN, hrista höfuðið og býsnast yfir hve ófull- nægjandi það er. Yfirleitt taka þeir þá ekki m ið af því, að endur- greiðslukerfið sem var sett I lög árið 1976 er enn ekki farið að skila fúllum afrakstri. Þeir sem hafa fengið lán skv. skilmálunum sem 1 voru settir 1976 eru rétt að byrja , að skila sér i hóp endurgreiðenda núna og eru þvi endurgreiðslurn- j ar skv. mlverandi kerfi i örri aukningu. Þær koma til með að skila 60 - 68% endurgreiðsluhlut- • falli þegar þær eftir nokkur ár ná . fullum þunga. Slikt telst gjarnan eölilegt hlutfall meðal nágranna- þjóða okkar þar sem viðurkennt er að ríkisvaldinu beri að standa undir hluta af námsaðstoðarkerfi þjóðfélagsins, enda er viðast litið á menntun þegnanna sem efna- hagsþátt, sem kemur rikisvald- inu við. Stefna námsmanna íendurgreiðslu- málum Stefna námsmannasamtak- anna gagnvart endurgreiðslum námslána byggir á þeim megin- forsendum að lánin eiga aö vera félagslegfyrirgreiðsla —enginn á að þurfa að binda enda á náms- feril sinn vegna skorts á fjár- magni til framfærslu, og endur- greiðsla lánanna á ekki að vera það þungbær að efnaminni aðilar veigri sér við að steypa sérog sin- um nánustu út i fjárhagslega óvissa framtið vegna skólagöngu. Endurgreiðslan má því ekki vera þungbær. En hvers vegna berjast námsmannasamtökin ekki fyrir námslaunum? Ji», það er ákveðið launamisrétti i þjóðfélaginu. Námsaöstoðarkerfið getur ekki orsakað jöfnun launa þó það hafi vissulega áhrif með því að það stuðlar aö auknu framboði á menntuöu vinnuafli á mörgum sviðum. Það er þvi hætt við að námslaun gætu orsakað bætta að- stöðu þeirra sem betur eru stæðir fyrir og þrengdi auk þess valfrelsi tíl náms og minnkaöi aðgang manna að námi. Stefna náms- mannasamtakanna hefur þvi ver- ið að endurgreiöslur tengist tekj- um manna að námi loknu. Þeir sem hafa lágar tekjur greiði ekki til baka svo lengi sem tekjur þeirra liggja til dæmis undir meðaltekjum i þjóðfélag- inu. Fyrir þeim kæmu námslánin' i raun út sem námslaun. Þeir sem haía tekjur umfram ákveðið lág- mark greiði siðan i hlutfalli við tekjur sinar og þá þvi hærra sem tekjurnar verða hærri. Umræða um þessa stefnu námsmanna hef- ur gjarnan leitt lit i umræðu um skattsvik. Þó það sé leitt að þurfa að ræða við fulltriía frá löggjafar- valdinu á þeirri forsendu að brot á einni löggjöf hafi veruleg ahrif á setningu annarrar löggjafar þá gerði nefnd sem starfaði fyrir setningu námslána löggjafarinn- ar 1976 þetta dæmi námsmanna um endurgreiðslur upp. Útreikningar byggðir á þess- um tillögum námsmanna 1975, þar sem stuðst var við opinberar tekjudreifingartölur, sýndu að lánin skiluðu sér vfir 50%. Það var talið nægilega viöunandi til að þeir Ellert B. Schram og Halldór Ásgrímsson stóðu að samningu frumvarps með fulltrúum náms- manna sem innihélt þessar hug- myndir að endurgreiðslu. Þetta frumvarp var siðan tekið úr um- ferð af embættismannakerfi f jár- málaráðuneytisins og fór fyrir þingið i gjörólíkri mynd og með verulega hertum endurgreiðslu- álögum á lágtekjufólk, en það er önnur saga. I Stúdentaráði Háskóla íslands hafa verið leiddir tíl æðstu valda fjálshyggjupostular Vöku. Þeir forkasta félagslegu hlutverki námslána. Þeir fallastá þá meg- inhugsunað námslán eigi að skila sér sem næst að fuliu til baka. Ég skora á námsmenn við Háskóla Islands sem innan skamms kjósa til Stúdentaráðs að spyrja fram- bjóðendur miðjuframboðs. „Umb.sinna” hvort frjálshyggju- siónarmið Vöku eigi að vera áfram allsráðandi við stjórnvöl- inn í SHI næsta kjörtimabil. Hvers vegna sam- komulag 1980? En hvers vegna undirrituðu fulltrúar námsmanna niðurstöður nefndarinnar haustiö 1980? Inni i þvi var jú margnefnt óraunhæft endurgreiðshikerfi. Mat forystu námsmannasamtakanna var aö rikisvaldiö væri aö gera vitleysu á eigin reikning fyrst og fremst i endurgreiðslumálum frumvarps- ins. Við að fá inn i frumvarpið rýmkun á undanþáguákvæöum frá endurgreiðslum m .a. við veik- indi skuldunautar, atvinnuleysi, barnaumönnun og burtfellingu skuldar við dauða skuldunautar fékkst ekki meir að gert i endur- greiðslumálum. Inni i frumvarpinu eru vissu- lega kjarabætur námsmönnumtil handa. Þar ber hæst fulla brúun fjárþarfar, lífeyrissjóðsaðild, rjrrkun aöildar aö LÍN og það að lánin eru gerð að sjálfskuldar- ábyrgð að námi íoknu. Að svo komnu er það ekki á valdi náms- mannasamtakanna að komaíveg fyrirþá vitleysu sem Alþingi ger- ir sjálfu sér, þjóðfélaginu og öll- um sem hafa launajöfnun á stefnuskrá sinni, ef það samþykk- ir nú frumvarpið með óbreyttum endurgreiðslukaf lanum. Það verður þó ekki sagt eftir á að námsmenn hafi ekki varað ráða- menn við. Reykjavík 22.2.1982 GarðarMýrdal form.SINE. UTBOÐ Tilboð óskast i smiði 3. hæðar tækjahúss Pósts- og sima á Akureyri. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Umsýsludeildar, Landsimahúsinu i Reykjavik og á skrifstofu umdæmisstjóra Pósts- og sima á Akureyri gegn skila- tryggingu kr. 1.000.00. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Umsýslu- deildar þriðjudaginn 16. mars kl. 11.00. Póst og símamálastofnunin Ljósin í lagi - lundin góð ||U^FERÐAR Slík áhrif hafa rétt stillt Ijós í umferóinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.