Þjóðviljinn - 02.03.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.03.1982, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 2. mars 1982 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 15 Hringiö í síma 81333 kl 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum An-soon Kim sendi þessa mynd meö bréfinu sinu og sýnir hún nokkra nemendur hennar fyrir utan skólann sem hún kennir viö. frá lcsendum Pennavinir óskast Ungfrú An-soon Kim frá Seoul i Kóreu hefur skrifað Þjóðvilj- anum bréf og óskaö eftir penna- vinum á Islandi fyrir um 3.500 drengi og stúlkur á aldrinum 12 til 19 ára, en An-soon er ensku- kennari við skóla i Seoul og seg- ist hafa orðiö vör viö mikinn áhuga á Islandi meðal nemenda sinna. Þau sem áhuga hafa á bréfa- skriftum við kóreanska nemendur An-soon Kim eru beöin að skrifa til: An-soon Kim, Central P.O. Box 8365 Seoul, Korea. Tekið skal fram, aö væntan- legir pennavinir i Kóreu skilja ekki islensku, svo fólk er beöið að skrifa á ensku. Eyrún Jóhannesdóttir og Anna Auðúnsdóttir heita þessar vinkonur og þær eru báðar Ijóðskáld, þótt ungar séu að árum — aðeins 11 ára gamlar. Þær búa báðar i Breiðholtinu í Reykjavík, Eyrún að Fjarðarseli 31 og Anna að Fjarðarseii 29. Við fengum góðfúslegt leyfi þeirra til aö birta Ijóð eftir þær. Þær teiknuðu einnig myndir til að iífga ögn upp á Ijóðin. Fyrsta Ijóðið sem við birtum er eftir önnu og heitir Sólvisur. Sólvisur Sólin skin nú hátt á himni sumar komið er. Já sumarið góða heilsar mér. Sólin skin nú hátt á himni, glöð hún leikur sér. Já hún leikur sér að mér. Sólin skin nú hátt á himni, sumar liðið er. Já sumar bráðum liðið er. Barnahornid Ljóðskáldin Eyrún Jóhannesdóttir og Anna Auðunsdóttir. Múmínálfarnir Litlu Múminkrilin kæta börnin í dag með sinum uppátækjum. Viö fylgjumst með Múminmömmu og Múminpabba, Snorkstelpunni, Hemúlnum og hvað þetta heit- ir allt saman og að sjálfsögðu sjálfum Múminsnáðanum. Ragnheiður Steindórsdóttir sér um aö gæða persónurnar lifi og þaö gerir hún af mikilli snilld. Sjónvarp tTkl. 20.35 Ein litil bón frá þeim allra- minnstu: Gæti sjónvarpið ekki sýnt þessa þætti fyrr? Til dæmis er timinn eftir Frétta- ágrip á táknmáli alveg upp- lagður. Hvað er hollara vináttu tveggja drengja en samsull I drulluplli? (Ljósm.: Ari). Morgunstund barnanna Sagan sem Viðar Eggertsson hóf að lesa i Morgunstund barnanna i gær, fjallar um vináttu tveggja drengja, þeirra Bergþórs og Kristjáns. Kristján er aðflutt- ur i bæinn og er litillega fatlaður á fæti. „Vinir og félagar” er skemmtileg saga — i henni koma fyrir vanda- mál, en höfundurinn Kári Tryggvason, kemur þvi aö i sögunni, aö vandamál séu til að sigrast á þeim. Kári Tryggvason hefur skrifað fjölda barna- og ung- lingabóka og er löngu kunnur af verkum sinum. Sagan „Vinir og félagar” hefur ekki Útvarp kl. 9.05 birst opinberlega, en bækur hans hafa margar hverjar verið lesnar i útvarp og má þar nefna „Ðisu á Grænalæk” og „Skemmtilegir skóla- dagar”. Kári hlaut verðlaun Fræösluráðs fyrir bestu inn- lendu barnabókina árið 1974, en sú bók hét „Úlla horfir á heiminn.” Kári Tryggvason var lengst af kennari i Bárðardal og i Hveragerði. Simon H. tvarsson er sjálfur snillingur á gitarinn, en ætlar að láta sér nægja að kynna aðra snillinga i þætti sinum i kvöld. GÍTARINN gleður eyrað Astæöa er til aö vekja sér- staka athygli á útvarpsþætti sem er á dagskránni kl. niu i kvöld. Þar kynnir Simon H. tvarsson alþjóölega gitar- keppni i Paris sumariö 1980, reyndar i þriöja sinn, en viö sem hlustuðum á fyrstu tvo þættina hlustum einnig örugg- lega á þennan. Hinum er sér- staklega bent á aö koma sér þægilega fyrir klukkan niu og láta þreytuna liöa úr sér við ljúfa tóna hins ómfagra hljóðfæris sem gitarinn er. Reyndar er kynnirinn hann Simon enginn viðvaningur i Útvarp ’Q'kl. 21.00 gitarleik, nema siður sé. Hann hóf ungur gitarnám og hefur helgaö sig hljóðfærinu nú um árabil. Hann útskrifaðist úr Tónskóla Sigursveins árið 1977 og hélt þá utan til Vinar til æöra náms, sem hann hefur nú lokið — i bili a.m.k. Hann leitaöi þá uppruna sins og er nú kominn til starfa hjá Tón- listarskóla Sigursveins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.