Þjóðviljinn - 16.03.1982, Qupperneq 9
Þriðjudagur 16. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
FRÉTTASKÝRING
Skipulagsmál á svo-
kölluðum //varnarsvæð-
um" hafa verið mjög til
umræðu að undanförnu.
Stafar sú umræða ekki
hvað sist af þeim vinnu-
brögðum sem utanrikis-
ráðuneytið og varnar-
máladeild þess hafa við-
haft í samskiptum sínum
við sveitar- og bæjarfélög
i nágrenni Keflavíkur-
f lugvallar.
t islenskum skipulagslögum
segir, að öll sveitarfélög á ís-
landiséu skipulagsskyld, en það
felur i sér, að ekki megi reisa
byggingar eða önnur mannvirki
er áhrif hafi á útlit umhverfis,
Skipulags-
málin
innan og
utan
„varnar-
svæða”
Gengið á
Ólafur Gíslason skrífar
nema þau séu i samræmi við áð-
ur gerðan skipulagsuppdrátt,
sem samþykktur hefur verið af
hlutaðeigandi sveitarstjórn og
skipulagsstjórn rikisins. Ber
skipulagsstjóra aö ganga frá
endanlegum skipulagsupp-
drætti og senda hann ráðherra
til staðfestingar.
Ná til „varnarsvæðanna"
Það mun samdóma álit lög-
fróðra manna, að islensk skipu-
lagslög nái einnig til svonefndra
„varnarsvæða”, að meðtalinni
herstöðinni á Keflavikurflug-
velli. Hins vegar kann það að
vera deiluatriði, hver fari með
framkvæmdavald laganna.
t viðtali við Timann s.l. föstu-
dag segir Ólafur Jóhannesson
að oliubirgðastöð sú, sem hann
hyggst leyfa bandariska hern-
um að reisa upp á sitt einsdæmi
á Hólmsbergi norðan Helguvik-
ur sé á svokölluöu „varnar-
svæði” i landi Gerðahrepps.
Hann er þá spurður, hvort þetta
feli i sér að landið sé ekki skipu-
lagsskylt.
„Það er nú of flókið að fara út
i þaö, cn það þýðir það að þctta
er varnarsvæði og það verður
ekki tckið nýtt svæði undir þá.
Og sama máli gegnir um það
land, sem Keflvíkingar eiga að
fá afnotarétt af, að það er varn-
arsvæði.”
Enginn fyrirvari er um það i
skipulagslögum, að „varnar-
svæði” séu undanþegin lögun-
um. Hins vegar segir i lögum
um yfirstjórn mála á „varnar-
svæðum”, að ekkert sé þvi til
fyrirstöðu, að ráðherra þeim,
sem falin er framkvæmd varn-
arsamningsins, sé jafnframt
falin framkvæmd annarra
málaflokka innan lögsagnar-
umdæmis Keflavikurflugvallar,
sem falla undir önnur ráðuneyti
utan þess lögsagnarumdæmis.
Sem kunnugt er fer félagsmála-
ráðuneytiö með yfirstjórn
skipulagsmála. Hins vegar seg-
ir i reglugerð nr. 96 frá 1969 um
mál þau, sem utanrikisráðu-
neytið varða, i 13. gr.: „10. lið-
ur. Framkvæmd varnarsamn-
ings tslands og Bandarikjanna,
þ.á m. innan marka varnar-
svæðanna, lögreglumál, dóms-
mál, tollamál, póst- og sima-
mál, flugmál, radarstöðvarmál,
heilbrigðismál, félagsmál og
önnur þau mál, er leiðir af dvöl
hins erlenda varnarliðs i land-
inu, sbr. lög nr. 106, 17. des. 1954
um yfirstjórn mála á varnar-
svæðum o.fl.”
Framkvæmd skipulags-
laga á ,,varnarsvæðun-
um"
Samkvæmt ofanskráðu virðist
mega lita svo á að utanrikis-
ráðuneytinu beri að annast
framkvæmd skipulagslaga á
„varnarsvæðum”.
En i hverju er slik fram-
kvæmd fólgin?
Samkvæmt skipulagslögum
er hún i þvi fólgin, að ráðuneyt-
inu beri að sjá til þess, að allar
framkvæmdir sem ráðist er i á
Helguvjkin umdeilda,en norður af henni i landi Gerðahrepps vill utanrikisráðherra láta sprengja olíu-
birgðastöð fyrir herinn inn i klettana.
þessum svæðum séu i samræmi
við aðalskipulag, sem samþykkt
hefur veriö af skipulagsstjórn
og viðkomandi sveitarstjórn.
Utanrikisráðherra getur þvi
ekki gengið á snið við þau
ákvæði laganna sem fela öörum
framkvæmd mála, svo sem eins
og skipulagsstjórn rikisins,
skipulagsstjóra og sveitarfélög-
um.
Ekki i samræmi við
skipulag
Þær framkvæmdir, sem utan-
rikisráðherra hefur fyrirhugað i
Helguvik, er bygging hafnar-
garðs fyrir 30 - 35 þús. rúmlesta
oliuskip, vegaframkvæmdir og
lagning oliuleiðslna yfir i land
Gerðahrepps. Þessar fyrirhug-
uðu framkvæmdir eru ekki i
samræmi við gildandi skipulag.
Þegar breyta þarf staðfestum
skipulagsuppdrætti ber skipu-
lagsstjórn að öðru jöfnu að birta
þær breytingartillögur almenn-
ingi og auglýsa. „Skal þar til-
greint yfir hvaða svæði tillagan
nái, hvar uppdrættir ásamt
fylgiskjölum séu til sýnis og hve
lengi, en það má eigi vera
skemur en 6 vikur, hvert skila
skuli athugasemdum við tillög-
una og innan hvers frests, en
hann má eigi vera skemmri en 8
vikur frá birtingu auglýsing-
ar...” (17. gr. skipulagslaga.)
„Sveitarstjórn skal... senda
skipuiagsstjórn athugasemdir
þær, er borist hafa, ásamt um-
sögn sinni um hverja athuga-
semd og endanlega umsögn um
uppdráttinn. Hafi samvinnu-
nefnd fjallað um skipulagstil-
löguna, skal leita umsagnar
hennar um athugasemdirnar.
Skipulagsstjórn gengur siðan
endanlega frá uppdrættinum og ,
sendir hann ráðherra til stað-
festingar.” (18. gr. skipulags-
laga).
Björn Jónsson undirritaði
Þar sem rætt er um ráðherra i
þessu sambandi er átt við fé-
lagsmálaráðherra, sem fer með
yfirstjórn skipulags rikisins.
Það verður ekki séð af lögum
þessum, að það sé verksvið ut-
-anrikisráðherra að undirrita
aðalskipulag. 1 þvi sambandi
má benda á, að þegar núgild-
andi aðalskipulag fyrir Kefla-
vik, Njarðvikur og og Keflavik-
urflugvöll var staðfest af ráð-
heri;a árið 1973 var það Björn
Jónsson, þáverandi félagsmála-
ráðherra, sem undirritaði
skipulagið. 1 þvi felst viður-
kenning utanrikisráðuneytisins
á skipulagsskyldu og skipulags-
lögum, svo og að félagsmála-
ráðherra hafi raunverulegt for-
ræði á skipulagsmálum innan
varnarsvæða, þótt utanrikisráð-
herra fari með það að forminu
til.
Út fyrir mörkin
Þær reglur, sem hér um ræð-
ir, gilda að sjálfsögöu einnig um
fyrirhugaðar framkvæmdir i
landi Geröahrepps. Þar er fyrst
og fremst um byggingu oliu-
birgðastöðvar að ræða og lagn-
ingu oliuleiðslna upp á Kefla-
vikurflugvöll og tilheyrandi
vegaframkvæmdir. Þessar
framkvæmdir eru allar skipu-
lagsskyldar og þurfa þvi þá
lagalegu meðferð, sem að ofan
greinir. Það land, sem varnar-
máladeild hefur upp á eigið ein-
dæmi afhent Keflvikingum úr
landi Gerðahrepps er skipulags-
skylt á sama hátt. Helgi Ágústs-
son hefur lýst þvi yfir, að þetta
sé fyrirhugað athafnasvæði fyr-
ir Keflavik. Skipulagsmál á
þessu svæði heyra þó ekki undir
Keflavik, heldur Gerðahrepps,
og Keflvikingar eiga þaö þvi
undir Gerðhreppingum komið.
hvað þeir fá að framkvæma á
umræddu svæði, en ekki varn-
armáladeild að þvi er séð verö-
ur.
Fáheyrð vinnubrögð
Ekki verður annað séð en að
við alla meðferð þessa máls hafi
utanrikisráðuneytið haft i
frammi vinnubrögð, sem ilia
samræmist gildandi lögum og
reglugerðum auk þess sem
freklega hefur verið gengið á
rétt nálægra sveitarfélaga um
skipulagarétt á eigin lögsagnar-
umdæmi.
Sveitarstjórnarmenn i Geröa-
hreppi hafa enn ekki fengiö
skýringu á þvi hjá utanrikisráð-
herra, með hvaða rétti hann
hyggst afhendi Keflavikurbæ
land úr lögsagnarumdæmi
Garðahrepps til afnota sem
leigugjald fyrir Helguvik. Laga-
prófessorinn Ólafur Jóhannes-
son hefur þannig tvivegis komið
sér hjá þvi að svara fyrir um
lagalegar forsendur þess frum-
hlaups, sem hér hefur veriö haft
iframmi. Væntanlega liggurpró-
fessorinn nú undir feldi og
flettir i lagabókum sinum. Við
skulum vona aö ljós heilbrigðr-
ar skynsemi og réttsýni fái að
lýsa undir þann feld.
við Lögin
Vinnubrögð utanríkisráðuneytisins
samræmast ekki lögum og reglugerðum