Þjóðviljinn - 16.03.1982, Qupperneq 15
Þriöjudagur 16. mars 1982 ÞJODVILJINN — StÐA 15
M
Drykkjulæti
/
a
Hringiö í síma 81333 kl 9-5 alla
virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum
lesendum
leiksýningu
Föstudaginn 26. febrúar s.l.
fór ég i Iðnó á leikritiö Jói eftir
Kjartan Ragnarsson. Sýningin
var ógleymanleg en eitt
skyggði á þessa góðu kvöld-
stund. Stór hluti áhorfenda
var drukkinn. Þaö var hópur
fólks utan af landi er kom
beint frá Þórskaffi og hefur
liklega ætlað þangað aftur að
sýningu lokinni. Það var
flautað og hrópað svo helst
minnti á „þrjúbió” og vodka-
pelar gengu um salinn. Hviiikt
virðingarleysi gagnvart þvi
fólki sem að sýningunni stóð,
og tillitsleysi gagnvart öðrum
áhorfendum. E.t.v. hefði
maður átt að ganga út og fá
miða á aðra sýningu, en það er
ansi hart að borga miða i leik-
hús, og njóta svo ekki
sýningar nema til hálfs vegna
drykkjuláta.
En mér er spurn: Var þetta
undantekning eða er svo
komið að maður þurfi að fara i
leikhús i miðri viku til að
forðast óþægindi og truflun frá
drukknu fólki.
Svekktur leikhúsgestur.
Jóhann Sigurðsson i hlutverki Jóa i leikriti Kjartans
Ragnarssonar.
Röskir blaðberar
Magnús B. Þorgeirsson, skip-
stjóri
hringdi og vildi koma á fram
færi þökkum tii blaðbera
Þjóðviljans á Hvaleyrar-
brautinni, Jóhanns, og einnig
piltsins sem stundum leysir
hann af og heitir Fylkir.
Magnús kvað þessa kornungu
pilta vera aldeilis frábæra
blaðbera. töllum veðrum væri
Þjóðviljinn kominn eld-
snemma á morgnana, yfirleitt
á slaginu kl. 7. Trúmennsku og
árvekni þeirra væri við
brugðið. Við innheimtustörf
létu þeir heldur ekki deigan
siga. Þeir væru kurteisir en
ákveðnir og væru öðrum blað-
berum góð fyrirmynd.
í fljótu bragði virðast þessar tvær myndir vera
alveg eins. Það er þó eitthvað sem gerir þær frá-
brugðnar. Hvað?
Bamahornið
Brandarar
Vitið þið af hverju allir Hafn-
firðingar sem vettlingi gátu
valdið fóru út I gær og horfðu
upp i himininn?
Nú, að sjálfsögðu vegna þess
að það var spáð fljúgandi
hálku.
Vitið þið af hverju þessir sömu
Hafnfirðingar fóru niður að
sjó á hverjum degi rétt fyrir
jólin?
Þeir voru að biöa eftir bóka-
flóðinu.
Eftirfarandi auglýsing birtist i
hafnfirska fréttablaðinu:
tskrosskeppni verður haldin
fyrir ofan Hafnarfjörð i dag.
Komið og horfið á spennandi
keppni
Það brást ekki, að flestir
Hafnfirðingar fengu hálsrig af
þvi aö horfa upp i himininn
þennan sama dag.
Fyrirfinnast vitsmuna-
verur á öðrum stjörnum?
„Carl Sagan fjallar i þess-
um þætti um likurnar á þvi að
vitsmunaverur finnist annars
staðar en á jörðinni. t augna-
blikinu höfum við engar sann-
anir fyrir þvi að svo sé. Af-
staða Sagans er sú að lif hljóti
að fyrirfinnast annarsstaðar.
Það cru nú einu sinni u.þ.b. 400
miljaröar sólna i okkar vetr-
arbraut og einhversstaöar
hlýtur að finnast lif. Hitt er
svo annað mál að likurnar fyr-
ir þvi að við komumst að þvi
er hverfandi.”
Þannig mæltist Jóni Ö. Ed-
waid, þýöandahinna athyglis-
verðu þátta um alheiminn en
visindamaðurinn Carl Sagan
mun enn sem fyrr leitast við
að rannsaka hið ókunna.
Hverjar eru llkurnar fyrir þvi
að við fáum vitneskju um lif á
öðrum stjörnum? Þó svo vits-
munalif fyrirfinnist annars-
staðar eru þá einhverjar likur
fyrir þvi að við náum sam-
bandi við vitsmunaverurnar
þær? Spurningin sem þessum
og íleirum til varpar Sagan
fram og fleirum og fleirum.
Þetta er næstsiöasti þáttur
Carl Sagan. Hinn siðasti
verður að viku liðinni og þá
fjallar Sagan um atómbomb-
una.
■jQg. Sjónvarp
O kl. 20.40
Klippt á beinu útsendinguna
Fótspor á tunglinu. Hvarog hvenær stigur maöurinn næst niður
fæti?
Næstsíðasti þátturinn um alheiminn:
á laugardaginn:
Urslitaleikurinn 1
bikarkeppninni
ætti að renna
ótruflaður í gegn
segir Bjarni
Felixson,
íþróttafréttamaður
sjónvarps
„Ég reikna fastlega með að
sýna lokakaflann úr leik Tott-
enham og Livcrpool i iþrótta-
þættinum á laugardaginn,”
sagði Bjarni Felixson, þegar
hann var inntur eftir niðurlagi
á leik þessara liða i úrslitum
deildarbikarsins. Beina út-
sendingin frá úrslitaleiknum á
Wemblcy tók heldur dapur-
lega stefnu.
Eftir venjulegan leiktima
var staðan 1:1 og þurfti þvi að
framlengja. Spennan var i há-
marki þegar klippt var á dag-
skrána, er sýndar höfðu verið
u.þ.b. 10 minútur af framleng-
ingunni. A slaginu kl. 17 á
laugardaginn þurfti flestum
Islendingum til mikillar ar-
mæðu, Vis-news, sjónvarps-
stöðin að taka yfir linuna og
áhorfendur á Islandi misstu.
þvi af besta kafla leiksins.
Þegar klippt var á leikinn var
staðan 1:1, en lið Liverpool
sem þá stundina hafi alla yfir-
burði bætti við tveim mörkum
og vann 3:1.
Bjarni kvaðst hafa reynt að
Bjarni Felixson
fá niðurlag leiksins frá Dönum
en litið hefði miðaö i þá átt.
Hann sagði þaö hinsvegar ör-
uggt að leikurinn kæmi frá
Englandi fyrir laugardaginn.
Næsta beina útsending frá
meiriháttar viðburði á
iþróttasviðinu verður svo úr-
slitaleikurinn i ensku bikar-
keppninni og ætti hann að
renna ótruflaður i gegn. Leik-
urinn sá hefst nefninlega kl. 14
á islenskum tima og
„Vis-news” þarf linuna ekki
fyrr en kl. 17.