Þjóðviljinn - 19.03.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.03.1982, Blaðsíða 1
UOWIUINN Föstudagur 19. mars 1982—64. tbl. 47. árg. HeimsœkjumHelguvík og „ vamarsvœðin ” Herstöövaandstæbingar fjölmcnna á Keflavlkurflugvöll og „varn- arsvæðin” á morgun. Lagt verður af stað frd Umferöarmiðstööinni kl. 13.30. Skipuiagsmáiá „varnarsvæðum” og nágrenni veröa kynnt i ferðinni. Mönnum erráðlagt aðbafa með sér nesti og myndavéiar. Þátttakendureru beðnir um aö tilkynna þátttöku I dag isima 17966 á milli kl. 15 og 18. Heimta svör fyrir klukkan fjögur í dag! Engin afgreiðsla undir hótunum Bandaríkjahers segir Hjörleifur Guttormsson, og tekur sér frest fram yfir helgi Ég þarf ekki að hafa um það mörg orð, að islenskum stofnunum eða ráðuneytum verða ekki settir neinir úrslitakostir af bandariskum hernaðaryfirvöldum eða handbendum þeirra, sagði Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra þegar við ræddum við hann i gærkvöldi um þær hótanir bandariska sjóhersins, sem kynntar voru i kvöld- fréttum ríkisútvarpsins i gær. Ifréttum rikisútvarpsins var haft eftir forstöðumanni „Varnarmála- deildar” islensku utanrikisráðuneytisins, að bandariski sjóherinn krefðist þess, að Orkustofnun hæfi boranir við Helguvik nú þegar.Þeim boðum hefur einnig verið komið á framfæri við Orkustofnun frá B. Johnson, hinum bandariska verktaka ameriska sjóhersins, aö hafi Orkustofnun ekki gefið svör varðandi afnot tækja stofnunarinnar fyrir kíukkan fjögur i dag, — þá verði samningum væntanlega rift! Hjörleifur Guttormsson hafði ennfremur þetta um máliö að segja: Siðdegis i dag var lokið við það hér i ráðuneytinu að fara yfir þá samninga, sem Almenna verkfræðistofan og Orkustofnun gerðu sin á milli 10. mars s.l. og ég hafði fyrirhugað að gera orkumálastjóra grein fyrir niðurstöðum af athugun ráðuneytisins á morgun (föstudag). Við höfum ymislegt við þessa samninga að athuga, en þó tel ég að þvi mætti kippa ilagmeð góðum viljaaf hálfuaðilaog þaðá ekki löngum tlma. — En siðan fékk ég af þvi frétt i gegnum útvarpið i kvöld, að Orkustofnun hefðuveriðsettireinhverjir úrslitakostir af hálfu „bandariska sjóhers- ins” annað hvort kæmi jákvætt svar um verkbyrjun fyrir klukkan 16 á morgun, eða bandariskir verktakar hrifsuðu til sin rannsóknir vegna oliugeyma við Keflavik. Með slikum aðförum verða engin boð flutt á milli islenskra aðila I þessu máli. Ég mun taka mér tima fram yfir helgi og kannski lengur til að sjá, hvort von er á eðlilegu andrúmslofti i kringum þetta mál, eða hvort hér á að rikja gjörningaveður ofstopa- manna, sem telja sig geta sett islenskum ráðamönnum úrslitakosti. Þeir sem breytt geta rás þessara viðburða eru skammt undan, þótt boðin komi frá Pentagon, og nú er að sjá undir hvaöa bagga þeir kjósa að hlaupa. k. Þessir strákar voru að koma úr skólanum þegar ljósmyndarinn hitti þá þarsem þeir munduðu snjóboltana. Ljósm. — eik — Steinullarverksmiðjan:__________________________________ TIDaga iðnaðarráðherra um Sauðárkrók A fundi rikisstjórnarinnar I gær lagði Hjörlcifur Guttormsson, iðnaðarráðhcrra fram tillögu um að sú stcinullarverksmiöja, sein áformaö hcfur verið að reisa verði byggð á Sauðárkróki. Deilt hefur verið um staðsetningu verksiniðjunnar og i þeim efnum verið rætt fyrst og freinst um tvo staði, Sauðárkrók og Þorláks- höfn. Með lögum, sem samþykkt voru i fyrravor var rikisstjórninni heimilað að taka þátt i stofnun hlutafélags er reisi og reki stein- ullarverksmiðju, en þar var ekki kveðið á um hvar vcrksmiðjan skyldi rcist. Við spurðum Hjörleif Gutt- ormsson um tillögu hans i rikis- stjórninni i gær og var svar hans 1 14.000 til 15.000 tonna verksmiðja, sem byggði á óvissum út- flutningsmöguleikum. Steinullarfélagið á Sauðár- króki hefur um lengri tima miðað sinar áætlanir viö slika minni verksmiðju, og innanlandsmark- aðinn sem burðarás. Ég lét það koma fram er ég mælti fyrir frumvarpi um steinullarverk- smiðju s.l. vor, að ég teldi rétt að fyrst yrði látiö reyna á, hvort út- flutningur þætti vænlegur, — en reyndist svo ekki vera þá bæri að lita á minni verksmiðju fyrir inn- lendan markað. — Mat sérfræð- inganna, Harðar Jónssonar og Vilhjálms Lúðvikssonar, á þeim gögnum sem Jarðefnaiðnaður h.f. I Þorlákshöfn lagði fram varðandi markað erlendis var að sá markaður væri ótryggur. Til- laga min nú tekur mið af þeim fyrirheitum sem ég gaf, þegar málið var lagt fyrir Alþingi i fyrra. Ég tel möguleika á úr- vinnslu jarðefna mun fjölþættari á Suðurlandi en i Skagafirði, þannig að sunnanlands verði hægt að koma upp öðrum fyrirtækjum á þessu sviði, þótt steinullarverk- smiðjan gangi þeim úr greipum. Til að auðvelda Jarðefnaiönaði h.f. frumkvæði i þeim efnum hef ég gert að tillögu minni, að allur kostnaður þeirra vegna undir- búnings að stofnun steinullar- verksmiðju i Þorlákshöfn verði endurgreiddur af rikissjóði, og þvi fé varið til undirbúnings annarra iðnfyrirtækja á Suður- landi. Þetta tel ég sanngirnismál miðað við farveg málsins á undanförnum árum. Ég geri mér grein fyrir þvi, að þessari tillögu minni um stað- setningu verður ekki plls staðar fagnað, en fram heíur komið frá keppinautunum báðum, aö þeir leggi áherslu á aö ákvörðun i málinu verði flýtt, þannig að sá þeirra sem missi af þessum vagni geti snúið sér að öðrum verkefn- um. Ég lái þingmönnum Suöur- lands, ekki, þótt þeir lýsi óánægju sinhi með þessa tillögu, sem ég tel hins vegar að hafi góðan stuðning i rikisstjórninni, þótt enn hafi ekki reynt á það með formlegum hætti. Blönduvirkjun: Landvemd- \ armenn eru | bjartsýnlr j Landverndarmönnum úr , Húnavatns- og Skaga- ■ fjaröarsýslum, sem verið I hafa á ferö hér syðra til við- I ræðna við ráöherra, þing- , flokka og fleiri vegna ■ Blönduvirkjunar, til að vinna I tillögum slnum og breyting- I um á virkjunartilhögun „ fylgi, voru bjartsýnir um að ■ þeir hefðu haft erindi sem I erfiði, þegar fréttamaður I Þjóðviljans ræddi við þá i , gær. Þórarinn Magnússon, for- I ingi hópsins sagðist von- 1 góður um að þeirra tillögur ! yrðu teknar til endurskoð- I unar. Sagði hann Svavar I Gestsson, félagsmálaráð- J herra hafa gefið þeim vilyrði ! fyrir þvi aö tillögur land- I verndarmanna yrðu skoð- I aðar betur. Hann sagöi þá * landverndarmenn telja sig ! geta fært rök að þvi að virkj- | unarleið 1 væri ekki 10% I hagkvæmari en leið 2 eins og * haldið er fram og þar með ! væru forsendur fyrir leið 1 I brostnar. Málstað þeirra land- * verndarmanna sagði Þórar- . inn eiga samúð meðal þing- I manna, og sagðist hann teija I marga þeirra ganga um með 1 vonda samvisku vegna þessa . máls. Þá sagði hann að I Náttúruverndarráð myndi I taka málið fyrir á fundi sin- J um eftir helgi en ráðið héldi . þvi fram að það hafi aldrei I verið beðið um að gera uppá I milii virkjunarleiða. Þá J hefur Landvernd verið ásök- ■ uð fyrir aðgeröaleysi ; mál- I inu. 1 ljós hefði komiö að I þetta væri rangt, Landvernd J hefði ályktað i málinu fyrir 4 ■ árum og sú ályktun stæöi I óhögguð og væri þeim land- | verndarmönnum fyrir norð- J an i vil. —S.dór. ■ þetta: — Þetta mál heíur verið all- lengi á döfinni og ég veit að marg- ir hafa beðiö meö óþreyju eftir þvi að mitt sjónarmið kæmi fram. Ég hef talið skylt að vanda undirbúning málsins og fá fram sem flest viðhorf og upplýsingar er málið snerta. Niðurstaða sér- fræöinga varðandi framleiðslu- áform keppinautanna lá fyrir rétt fyrir siðustu áramót, og var i aðalatriðum sú, að ekki væri rétt að treysta of mikið á útflutning, og að litil verksmiðja með um 6000 tonna framleiöslu á ári skil- aði meiri framlegð og væri traustara fyrirtæki heldur en Þorlákshöfn betri segja Garðar og lón Að sjálfsögöu voru þing- menn Suðurlandskjördæmis allt annað en hressir meö að iðnaöar- ráöhcrra skuli haf a lagt til I rikis- stjórninni aö Sauöárkrókur verði fyrir valinu þegar reisa skuli steinullarverksmiðju. Garðar Sigurösson þingmaður Alþýðu- bandalagsins I Suðurlandskjör- dæmi sagði I gær að Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hefði ekki þingflokk Alþýðu- bandalagsins óskiptan á bak við sig i þessum tillöguflutningi. Þá sagði Garðar, að ljóst væri að frá hagkvæmnissjónarmiði væri Þorlákshöfn heppilegri stað- ur fyrir steinullarverksmiðjuna. Flutningskostnaður sá sem reikn- að væri meö frá Sauðárkróki og Rikisskip ætlar að annast væri ekki nema 1/5 hluti raunverulegs flutningskostnaðar og að auki þyrfti bætta hafnaraÓ,'töðu og tvö ný skip. Þegar ráðherra talar um aðbætaSunnlendingum þetta upp með þvi að greiða þeim undir- búningskostnaðinn og nota þá peninga til að koma af staö ein- hverjum öðrum iönaði, þá eru þaö myndir af skýjaborgum, og ég er handvíss um aö þegar menn hafa skoöað þetta mál ofan í kjölinn, verður Þorlákshöfn fyrir valinu, annaö væri glapræði, sagði Garð- ar. Jón Helgason, þingmaður Framsóknarflokksins i Suð- url.kjördæmi sagði að ákvörðun iðnaðarráðherra hefði valdiö sér vonbrigöum. Við Sunnlendingar teljum öll skynsamleg rök mæla meö þvi' aö Þorlákshöfn verði fyrirvalinu. Og þegar kemur upp staða eins og þessi aö tveir staöir keppa um það sama veröur auð- vitaö hagkvæmnissjónarmið að Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.