Þjóðviljinn - 19.03.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. mars 1982 ÞJóÖVILJINN — SÍÐA 3
„Við ætlum auðvitaö að yfirtaka félagið!” Talið frá vinstri: Sölvi ólafsson, Guðrún Guðnadóttir, Jóna Einarsdóttir, Asdls Jóhannes
dóttir, Rannveig Friöriksdóttir, Stella Gunnarsdóttir og Sigrún Karlsdóttir. (Ljósm. — eik —)
Konur á félagsmálanámskeiði bókagerðarmanna:
,Viljum hrista af
okkur feimnina ’
Þegar blaöamenn Þjóð-
viljans bar að garði í hús-
næði Félags bókagerðar-
manna að Hverfisgötu 21
eitt kvöldið í síðustu viku
voru þar mættar 7 konur
galvaskar og tilbúnar að
hlíta leiðsögn þeirra
Sölva ólafssonar og Jas-
onar Steinþórssonar í
einu og öllu. Þeir Sölvi og
Jason tóku það með glöðu
geði að sér að leiðbeina
stéttarsystrum sínum
fyrstu sporin á braut
ræðumennskunnar.
Við lögðum þá spurningu fyrir
konurnar hvers vegna þær væru
mættar hér. „Til þess að yíir-
taka félagið, hvað helduröu?”
gullu þær við einum rómi skelli-
hlæjandi.
„Grinlaust — þá komum viö
auðvitað hér til þess aö reyna aö
hrista af okkur feimnina,” sagöi
Guðrún Guönadóttir, og hinar
tóku undir þaö. „Við erum for-
vitnar og viljum kynna okkur
prógrammið og kynnast hvor
annarri.”
„Ég mæti oft á fundi i félaginu
minu og annars staðar, en ég
steinþegi alltaf,” segir Þórunn
Elva Björnsdóttir. Hinar kinka
kolli. „Ég kem hingað vegna
þess að ég vil breiða úr mér sem
víðast.” Þetta siöasta segir hún
brosandi.
Asdis Jóhannesdóttir segist
hafa komið af forvitni og ekki
vera vön félagsstarfi. Það væri
hins vegar mjög áriðandi að
fleiri konur kæmust i stjórn
félagsins, en þar er nú ein kona i
sjö manna stjórn.
Þaö var samdóma álit þess-
ara vösku kvenna, að ástæðan
fyrir þvi aö konur sæktu fundi
verr en karlar væri einkum
fundartiminn, konur gætu alls
ekki mætt á fundi klukkan
fjögur eða fimm á daginn en þaö
er vinsælasti stjórnar- og
trúnaðarmannaráösfundartimi
velflestra félaga. Oframfærn-
inni væri uppeldinu um að
kenna. „En nú hristum við þetta
af okkur, stelpur!”
ast
Formaður FBM um félagsmálanámskeið fyrir konur:
, Ganúa tíöin
ekki tíðin *
„Félag bókageröarmanna
hefur haft jafnrétti allra félags-
manna á stefnuskrá sinni allt
frá stofnun. Einnig er það
stefnuskráratriði að virkja kon-
ur til félagsstarfa, en þær eru nú
■ um 30% félagsmanna. Þátttaka
þeirra i starfi félagsins er hins
vegar i engu samræmi viö fjöld-
, ann, við fórum út i það m.a. þess
• vegna að halda þetta
námskeið.”
Félag bókagerðarmanna tók
, upp á þvi i siðustu viku að efna
■ til félagsmálanámskeiðs fyrir
| félagsmenn sina. Nú er það aö
sjálfsögðu ekki i frásögur fær-
, andi þótt eitt félag efni til sliks
| námskeiðahalds. Nýbreytnin
við þetta námskeiö var hins
vegar allmikil — auglýst var
, eftir konum og körlum þar meö
Imeinaður aðgangur. Við
spuröum Magnús E. Sigurðs-
• son, formann Félags bóka-
gerðarmanna, hverju þetta
sætti og svaraði hann þvi til,
sem hér að ofan er skráö.
„Við viljum líka endilega
drifa konur út f kjarabarátt-
una,” hélt Magnús áfram.
„Reynsla þeirra af vinnumark-
aðnum er dálitið önnur en
reynsla okkar karla, og i raun-
inni er ófært að karlar séu hér
að semja fyrir konur. Svo er
gamla tiðin hreint ekki liðin,
það eru enn gerðar tilraunir til
þess aö halda konum niöri og við
verðum vör við slikt hér i okkar
félagi. Gegn þessu viljum við
sporna á allan hátt.”
— En hvers vegna að hafa
konur i aöskildum hópi?
„Það hefur sýnt sig alls stað-
ar, að konur eiga miklu erfiðara
um vik með aö starfa að félags-
málum en karlar,” svarar
Magnús. „Þeirra biða einatt
heimilisstörf að loknum vinnu-
„Ef þetta er leiðin til að ná til
fleiri kvenna þá viljum við
a.m.k. prófa hana,” segir
Magnús Einar Sigurbsson, for-
maður Félags bókagerðar-
manna, um félagsmálanám-
skeibið fyrir konur.
degi og þar viö bætist minni-
máttarkennd og óframfærni á
hærra stigi en meðal karla. Ef
þetta er leiðin til að ná til fleiri
kvenna, þá viljum við a.m.k.
prófa hana.”
„i félagsblaðinu ykkar,
Prentaranum er sérdálkur
helgaður jafnréttismálum, er
ekki svo?”
„Jú, við hötum eitthvað um
jafnréttismál i hverju blaði. Við
höfum einnig haldið einn fund
um jafnrétti innan félagsins þar
sem ályktaö var um jafnrétti
kynjanna. Þá kom til tals aö
stofna einhvers konar jafnrétt-
isráð innan félagsins.
Þá má að lokum geta þess, að
viö eigum mikið og gott sam-
starf við okkar stéttarsystkini á
Norðurlöndum, en þar er þess-
um málum einmitt mikill
gaumur gefinn. Það hefur sfðan
sin áhrif á starfshætti okkar
hér.”
„Hvert verður svo framhaid-
iö?”
„Við viljum auövitað engu
spá um það — það fer eftir þátt-
tökunni hér. Við munum þó
halda ámóta námskeið á Akur-
eyri á næstunni en töluveröur
áhugi hefur veriö látinn i ljós
þar á sliku námskeiöi.” ast
Fyrsti fundur ASÍ og VSÍ með sáttasemjara:
Biðstaða fram í næstu viku
Fyrsti funaur ASl og atvinnu-
rekenda með sáttasemjara var
haldinn i morgun. Að sögn As-
mundar Stefánssonar gerðist fátt
á fundinum, en ASÍ lagði á það
áherslu, að hið snarasta yrði
komið á raunhæfum viðræðum
deiluaöila, m.a. við hin einstöku
landssambönd ASÍ. Asmundur
sagði að Vinnuveitendasamband-
iö héldi aöalfund sinn i næstu
viku, og að þeir myndu vart kjósa
undirnefndir fyrr en ný fram-
kvæmdastjórn sambandsins hefði
verið kosin. Þvi væri tiðinda vart
að vænta fyrr en i næstu viku.
Samkvæmt tilkynningu frá VSÍ
hefur sambandið farið fram á þaö
við rikissáttasemjara að Þjóð-
hagsstofnun verði falið aö kanna
horfur á þjóðartekjum á mann á
þessu ári og næsta, og hver áhrif
það hefði á verölagsþróun og at-
vinnustig, ef gengiö yröi að kröf-
um ASI og landssambands þess
og i þriðja lagi hver kostnaðar-
þróunin yröi i innlendri fram-
leiðslustarfsemi á þessu ári mið-
aö við erlenda samkeppnisaðila.
Þorskveiði-
bann um
páskana
Hefst þó tveimur
dögum síðar
en áður var gert
ráð fyrir
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að þorskveiðibann um
páskana hefjist 5. apríl I staö 3.
april eins og ráö var fyrir gert,
þegar fiskveiðistefnan var ákveð-
in i byrjun ársins. Stafar þessi
breyting af sjómannaverkfailinu I
janúar, sem dró verulega úr afla.
Þorskveiöibannið gildir frá kl.
18mánudaginn 5. april til hádegis
13. apríl. Þetta gildir um alla báta
sem ekki falla undir hið svo-
nefnda skrapdaga kerfi. Þorsk-
veiðibannið þýöir að hlutfall
þorsks I afla þessa daga má ekki
fara yfir 15%.
—S.dór
Æskulýðssamband
/
Islands:
Ráðstefna
um hús-
næðismál
Æskulýðssamband tslands
gengst fyrir ráðstefnu um helgina
i Munaðarnesi i Borgarfiröi.
Veröur þar fjallað um húsnæðis-
mál ungs fólks.
Ráðstefnan var haldin i sam-
vinnu viö Húsnæðisstofnun rikis-
ins og verður sett að kvöldi föstu-
dagsins 19. mars meö ávarpi for-
manns Æskulýössambandsins
Guðmundar Bjarnasonar.
Laugardag og sunnudag veröa
svo haldin framsöguerindi um
hina ýmsu þætti húsnæðismála.
Þá fara fram umræður i hópum
og almennar umræöur.
A undanförnum árum hefur
starfsemi Æskulýðssambands
tslands veriö fyrst og fremst
fólgin i þvi að halda uppi sam-
starfi við svipuð samtök i öðrum
löndum. t þvi augnamiði hefur
ÆSt einnig veriö i tvihliða sam-
skiptum við sovéska æskulýðs-
sambandið o.fl.
Lögsaga
„varnar-
svæðanna”
i hverra lögsögu eru „varnar-
svæði” utan girðinga á Suður-
nesjurn og viðar, spurði Ólafur
Kagnar Grimsson á alþingi i gær.
Tilefnið var það, að Böðvar
Bragason mælti fyrir þingsálykt-
unartiilögu um að skipuð veröi
nefnd tii að gera nákvæmari
grcin fyrir mörkum lögsagnar-
umdæma á tslandi.
ólafur Ragnar Grimsson mælti
sérstaklega með þessari tillögu
Böövars og benti á hversu undar-
lega væri komið lögsögu viö svo-
kölluö „varnarsvæöi”, einsog til
dæmis viö Stokksnes þarsem lög-
reglustjórinn á Keflavlkurflug-
velli heföi lögsögu fyrir „varnar-
máladeild” utanrikisráðu-
neytisins. Við Keflavikurher-
stöðina eru einnig öll mörk lög-
sögunnar mjög óljós einsog menn
hafa rekið sig illilega á uppá sið-
kastiö. Það þarf, sagöi ólafur
Ragnar, að vera skýrt hvaða land
er undir yfirráöum tslendinga og
hvað ekki. „Varnarsvæöin” væru
i einhvers konar ólögum, enda
hefðu þessi mál ekki komiö fyrir
alþingi eða gerð opinber þegar
sum svæðanna voru gerð að sér-
stökum „varnarsvæöum”. —