Þjóðviljinn - 19.03.1982, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. mars 1982
Lóöin umhverfis barnaheimiliö býöur upp á ótal möguleika til útivistar jafnt sumar sem vetur. Þarna
eru háir hólar aö renna sér niöur á veturna, litlir boilar og lautir aö leggjast i á sumrin og ekki spillir
lækurinn fyrir, en hann rennur rétt viö bæjardymar og þar syndir bra-bra. — (Ljósm.: gei).
Merkt barnaheimili í Hafnarfirði
Hefur verið í eigu
verkakvenna í 50 ár
Slödegislúrinn er mikil freisting fyrir þriggja ára snáöa, og hér
hefur hann Ingvar lagst óforvarendis til hvfldar fjarri glaumi hinna
barnanna. — (Ljósm.: gel).
,, ( kringum 1960 voru
hér 115 börn. Nú eru þau
um 40 og samt f innst okk-
ur alveg nóg að gera,"
segir Rebekka Árnadótt-
ir, en hún er f orstöðukona
allmerkilegs dagheimilis
að Hörðuvöllum í Hafn-
arfirði. Heimilið er
merkilegtfyrir þá sök, að
Verkakvennafélagið
Framtíðin í Hafnarfirði á
heimilið og hefur rekið
það allt frá árinu 1933,
hvorki meira né minna.
Sennilega er þetta eina
barnahei m i I ið, sem
verkalýðshreyfingin í
landinu á og rekur —
a.m.k. höfum við ekki
haft spurnir af öðru.
Barnaheimiliö er enn i sínu
gamla húsi, en þaö er afskap-
lega rúmgott og hefur greini-
lega verið mikiö hús á sinum
tima. Verkakonurnar ráku
heimilið fyrst i gamla barna-
skólanum, en byrjuðu strax aö
byggja sitt eigið heimili, og árið
1935 tók helmingur hússins til
starfa. Seinni helmingurinn var
siðan byggður upp úr 1950.
Rebekka tjáir okkur, að
verkakvennafélagið hafi farið
út i þennan rekstur til þess að fá
fleiri konur i fiskvinnu i bænum,
en vinnuaflsskortur mun hafa
veriö i Hafnarfirði á þessum
tima. Félagið kostaði starfsem-
ina sjálft meö skemmtunum og
styrkjum annarra verkalýðsfé-
laga allt fram til ársins 1955, en
þá er i fyrsta sinn minnst á
styrk frá bæjarsjóði i rekstrar-
reikningi heimilisins.
Núna er barnaheimilið að
Hörðuvöllum rekið með styrk
frá bænum og starfar sam-
kvæmt reglum bæjarfélagsins,
en er enn i eign Framtiðarinnar.
ast
Foreldrafundur um dagvistarmál i Hafnarfirði:
Algjört úrræðaleysi
— segir Rannveig
Traustadóttir
um hugmyndir
meirihlutans
Þessi uppástunga þeirra
Árna Grétars og Árna
Gunnlaugssonar lýsir al-
gjöru úrræðaleysi. En
hvaða bót er að því að
skera niður eina stof nun til
þess að bjarga annarri?
Þannig mæltist Rannveigu
Traustadóttur, fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins i bæjarstjórn
Hafnarfjarðar, á fundi sem for-
eldrar barna á leikskóla St.
Jósefssystra og áhugafólk um
dagvistarmál i Hafnarfirði boðaði
tii sl. laugardag. A fundinn voru
boðaðir fulltrúar allra stjórn-
málaflokka.
Eins og fram hefur komið áður i
fréttum Þjóðviljans mun leikskóli
St. Jósefssystra að öllum likind-
um verða lagður niður i sumar,
en spitalinn hefur hug á að fá
húsnæðið undir sina starfemi.
Þetta er eini leikskólinn i Suöur-
bæ Hafnarfjarðar og á honum
dvelja nú um 85 börn. Nýr Ieík-
skóli mun taka til starfa i Hafnar-
firði i sumar, en hann verður i
Norðurbænum.
Hjá fulltrúum meirihlutans i
bæjarstjórn, þeim Árna Grétari
Finnssyni og Arna Gunnlaugs-
syni, kom fram sú hugmynd á
fundinum, að skóladagheimili við
Kirkjuveg verði tekið undir leik-
skóla i vor, ef St. Jósefssystur
hætta rekstri sins skóla.
Rannveig Traustadóttir sagði i
samtali viö blaöiö, aö skóladag-
heimilið, Kattholt, væri afar
óhentugt leikskólahúsnæði og
ljóst væri, að miklu þyrfti að
kosta til þess aö koma þvi i viðun-
andi ástand. 1 hugmynd meiri-
hlutans væri að auki ekkert sagt
um hvað tæki við i hust. Þetta
lýsti þvi algjöru úrræðaleysi.
„Við höfum nýlega fengiö i
hendur skýrslu um ástand dag-
vistarmála i stærstu kaupstööum
landsins,” sagði Rannveig. ,,í
henni kemur fram, að i Reykjavik
eru nú 26 ibúar að baki hverju
dagvistarrými, i Kópavogi 42, á
Akureyri 37, en i Hafnarfirði
hvorki meira né minna en 63. Hér
eru aðeins tekin þau heimili sem
bæjarfélagið á og rekur, en töl-
urnar sýna ljóslega hversu aftar-
lega Hafnarfjörður er á merinni.
í bæjarstjórninni hafa rikt af-
Miili 80 og 90 manns sóttu fund foreldra barna á ieikskóia St. Jósefs-
systra og áhugafólks um dagvistarmál I Hafnarfiröi sl. laugardag og
uröu umræöur á köflum haröar og fjörugar. Greinileg óánægja kom
fram hjá fundarmönnum meö ástand þessara mála I Firöinum.
Fulitrúar stjórnmálaflokkanna sitja fyrir svörum. Taliö frá vinstri:
Arni Grétar Finnsson, Sjálfstæöisflokki, Arni Gunnlaugsson, óháöir
borgarar, Rannveig Traustadóttir, Alþýöubandalagi, Jón Bergsson,
Alþýöuflokki, Eirikur Skarphéöinsson, Framsóknarflokki og Jóhann
Guöjónsson, fundarstjóri.
spyrnu undarleg viðhorf til dag-
vistarmála. Alþýðubandalagið
hefur flutt tillögur um dagvist-
armál á hverju ári, en meirihlut-
inn ávallt visað þeim frá eða fellt
þær. Alþýðuflokkurinn hefur einn
flokka staðið með okkur.”
— Hver er tillaga Alþýöu-
bandalagsins i þessu máli, Rann-
veig?
„Viö bendum á, að ef til lokunar
þessa leikskóla kemur, þá sé eina
raunhæfa lausnin sú að reisa ein-
ingahús undir leikskóla i Suður-
bænum. Það á ekki að taka nema
nokkra mánuði, og þetta er það
eina sem myndi leysa málið að
okkar mati,” sagði Rannveig að
lokum.
— ast,
Meöan foreldrarnir skeggræddu viö bæjaryfirvöldin um nauösyn góöra dagvistarstofnana, voru börnin
undir verndarvæng góöra manna á borö viö Astu Magnúsdóttur, sem las Barbapabba I griö og erg viö
mikinn fögnuö áheyrenda.
Föstudagur 19. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Hafnarfjöröur
Framboðslisti Al-
þýðubandalagsins
við bæjarstjórnar
kosningarnar í vor,
samþykktur
einróma á félags-
fundi s.l. þriðjudag
I. Kannvrig Trau&tadóttir.
þroskaþjálfi,
Selvogsgötu 9
2. Magnús Jón Arnason.
kennari.
Fögrukinn 17
4. Ilallgrimur llróömarsson,
kennari.
Iloltsgötu 18
Páll Arnason.
verksmiöjustjóri.
Hreiftvangi II
6. Sigurbjörg Sveinsdóttir,
ibnverkakona,
Arnarhrauni 21
5. Gubmundur Kúnar Arnason.
Þjóbfél.fr.nemi.
Arnarhrauni 24
II. Bragi V. Björnsson,
sölumaöur.
Ilringbraut 3U
12. Orn Itúnarsson.
verkamabur.
öldugötu IH
r.|. ValgerfturGuömundsdóttir.
kennaranemi,
Slétlahrauni 29
14. Margrét Friftbergsdóttir. 15. Viftar Magnússon. 16. Guftnv Dóra Gestsdótlir,
kennari, pípulagningarmaftur skrifstofumaftur,
l.ækjarhvammi 7 AlfaskeiftiH4 llringhraul 29
17. Sigriftur Magnúsdóttir. IH. Sverrir Mdr Albertsson. 19. Ægir Sigurgeirsson.
forslöftumaftur. læknanemi. kennari.
MiftvangiSJ Sléttahrauni 16 Miftvangi77
20. Sigrún Guftjónsdóttir. 21. Kristjdn Jónsson. 22. Sigrún Sveinsdóttir,
myndlistarmaftur. styrimaftur. verkakona,
Austurgötu 17 Krluhrauni 11 Skúlaskeifti 20.
Rætt við Halldór Brynjólfsson:
Hitaveitan
er mesta
kjarabótin
Halidór Brynjólfsson i
Borgarnesi var aö þvi spuröur
hvaö liöi kosningaundirbúningi
hjá þeim þar efra.
— Jú, viö höfum þegar hafiö
hann, svaraði Halldór — Settum
raunar á fulla ferö strax i haust
og hefur slöan ekki veriö lát á.
Efnt var til sameiginlegs próf-
kjörs snemma I febrúar og á
prófkjörsdaginn var „opiö hús”
hjá Alþýöubandalaginu I Hótel
Borgarnesi. Þar var margt um
manninn og m.a. mættu þar
Skúli Alexandersson, Svavar
Gestsson og Guörún Hallgrims-
dóttir.
Kosin hefur verið stjórn svo-
nefnds sveitarmálaráðs, en þvi
er ætlað að skipuleggja og
stjórna kosningarstarfinu til að
byrja með en það mun einnig
halda störfum áfram eftir kosn-
ingar. Vinna þarf ötullega aö
þvi að gera sem allra fiesta
félaga virka i starfi og þaö
verður m.a. hlutverk sveitar-
málaráðsins. Nú stendur vfir
hjá okkur fundaröð og er að þvi
stefnt að halda fundi hálfs-
mánaðarlega fram að kosn-
ingum.
Siðan eru sjö hópar að
störfum milli funda og fjalla
þeir um hina einstöku mála-
flokka, sem á dagskrá eru. Einn
hópurinn f jallar um heiibrigðis-
ogskipulagsmál, annar um hús-
næðismál, þriðji um dagvist-
unar- gæslu- og öldrunarmál,
fjóröi um heilbrigöis- og um-
hverfismál, fimmtium atvinnu-
mál og atvinnurekstur sveitar-
félagsins, sjötti um skólamál og
sjöundi um félags-, menningar-
og æskulýðsmál.
Undanf arin ár höfum við gefið
út blaðið Röðul, sem er blað Al-
þýðubandalagsins i Borgarnesi
og nærsveitum. Hafa komið út
fjögur tbl. á ári að undanförnu
og svo kemur út sérstakt auka-
blað nú fyrir kosningarnar. Ég
hygg þvi að vel megi taka svo til
orða að við séum komin á fulla
ferð með kosningaundirbúning-
inn.
— Hvernig telurðu útlitið
vera?
Halldór Brynjólfsson
— V ið erum alls ekki svartsýn
en Urslitin veröa að sýna sig.
— Hvert hefur verið stærsta
verkefni hreppsnefndarinnar á
þessu kjörtimabili?
— Það eru náttúrlega
tvimælalaust hitaveitufram-
kvæmdirnar. Þótt að ýmsu hafi
verið unnið þá bera þær að
minum dómi alveg af. Við erum
nú búin að njóta hitaveitunnar i
rúmt ár og ég tel alls ekki of-
mælt að segja að hún sé sú al-
mesta kjarabót, sem fólk i
Borgarnesi hefur fengiö á siðari
árum.
Nú, það hefur auðvitað, eins
og ég sagði, verið unnið að
ýmsum fleiri framkvæmdum.
Það hefur t.d. verið gert stór
átak við frágang gatna, gang-
stétta og gróðursvæöa á kjör-
timabilinu, svo að eitthvað sé
nefnt.
— Hvaö mun svo verða efst á
baugi hjá ykkur á næsta kjör-
timabili?
— Það veröur að sjálfsögöu
haldið áfram með gatnagerðina
og skyld verkefni, holræsagerö,
hafnarframkvæmdir og trúlega
verður byrjað á viðbyggingu við
grunnskólann.
Lengra komumst við Halldór
ekki með spjall okkar þvi að á
næsta leyti voru ráðstefnuslitin.
— mhg
Bæjarstjóm Kópavogs:
Einrómagegn
hraðbraut um
Fossvogsdal
Bæjarstjórn Kópavogs
hefur af gefnu tilefni
ítrekað fyrri samþykktir
sinar um að ekki verði
lögð stofnbraut eftir
Fossvogsdalnum, heldur
skuli stefnt að því að gera
þar virkt útivistarsvæði
Kópavogs og Reykja-
víkur.
Aðalskipulag Kópavogskaup-
staðar, sem og annarra sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu,
er nú I endurskoöun. Hraðbraut
á höfuðborgarsvæðinu, er nú i
endurskoðun. Hraðbraut i
gegnum Fossvogsdal virðist enn
vera ofarlega i huga sumra
skipuleggjenda og þvi ályktaði
bæjarstjórn Kópavogs um þessi
mál:
„Af gefnu tilefni itrekar
bæjarstjórn fyrri samþykktir
sinar um aö ekki verði lögð
stofnbraut eftir Fossvogsdal.
Þá samþykkir bæjarstjórn að sú
stefna verði tekin upp að gera
Fossvogsdal að sameiginlegu
útivistarsvæði Kópavogs og
Reykjavikur. Það er álit bæjar-
stjórnar Kópavogs að allar ein-
hliða ákvarðanir Reykjavikur
um aðalskipulag er áhrif hefur á
nærliggjandi sveitarfélög séu út
i hött og bendir á að aukinnar
samræmingar er þörf I þessum
efnum.”
Allir bæjarstjórnarmenn i
Kópavogi voru þessu samþykkir
og er óhætt að segja að þar sé
vilji flestra ef ekki allra Kópa-
vogsbúa túlkaður.
— v.