Þjóðviljinn - 07.04.1982, Side 5

Þjóðviljinn - 07.04.1982, Side 5
Miðvikudagur 7. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Fálkla ndseyj ar — hvað er í húfl? Einkennileg staða hefur komið upp eftir að floti Argentinu tók Falklandseyjar. Menn hafa tvær eða þrjár vikur til að velta þvl fyrir sér hvort það verður strið eða ekki. Svo lengi verður allstór bresk flotadeild á leiðinni suður i þessa umdeildu nýlendu: breski kjarnorkukafbáturinn Superb er að visu kominn á svæöið, en hann mun ef að likum lætur biða á- tekta. Tvær stjórnir i klipu Fyrstu spár i ýmsum blöðum voru þær að ekki færu Bretar i al- vörustrið út af Falklandseyjum. Það svaraði ekki kostnaði. En á hitt er að lita, að leikurinn hefur verið að æsast uns svo er komið að hvorki stjórnin i London né sú sem situr i Buenos Aires hafa efni á að biða ósigur i þessu máli. 1 Argentinu greip mikill fögn- uður landslýðinn að sögn; þær fregnir eru að sönnu mjög dapur- legar þvi að þjóðarkætin á sér m.a. þá skuggalegu forsendu að almenningur i þvi landi hefur ekki haft neitt sérstakt til að hugga sig við nema fótboltasigra þau löngu ár sem mannræningjar og pyntingameistarar með her- Falkiandseyjar eru um 500 km. frá mynni Magellanssunds. foringja- og forsetanafnbótum hafa stjórnað þar syðra. Vilji menn þá stjórn feiga er nærtæk- ast að óska þess að Falklandseyj- ar eða Malvinur eins og Argen- tinumenn vilja láta þær heita, tapist aftur sem fyrst; kannski myndi þá hefjast ólga i Argentínu sem sópaði herforingjaklikunni fyrir borð? I London Stjórn Thatcher er ekki vel sett heldur. Blöðin hafa hátt um að hún hafi brugðist og látið auð- mýkja Breta — ,,það var komið að breska ljóninu með allt niður um sig” segir 1 leiöara i Guardi- an. Utanrikisráðherrann Carr- ington er þegar fokinn fyrir borð á stjórnarskútunni. Málið bland- astsaman viðgagnrýni á stjórn 1- haldsflokksins fyrir það að hún hefur ákveðið að skera niður flot- ann (samkvæmt þvi á að fækka i honum um ca. tiu þúsundir manna á næstu árum og allmörg- um skipum verður lagt). Og þetta er gert I þeim umdeilda tilgangi að skrapa saman þann hálfan átt- unda miljarð punda sem þarf til að greiða fyrir Trident-kjarn- orkukafbáta sem eiga að koma i staöinn fyrir Polariskafbáta i kjarnorkuher Breta. Stjórnar- andstaðan hefur þvi heldur betur Fyrsta Eyjaskinnan Um fondeifa- rannsóknir i Herjólfsdal tlt er komið fyrsta rit Sögu- félags Vestmannaeyja, Eyja- skinna. Ritið er um 180 bls. að stærð og flytur efni, sem fyrst og fremst varðar Vestmannaeyjar. 1 þessu fyrsta riti er m.a. grein um sögu Vestmannaeyja eftir dr. Björn Þorsteinsson fyrrv. pró- fessor, ýtarleg grein um barna- bókahöfundinn Sigurbjörn Sveinsson eftir Harald Guðnason skjalavörð, enn fremur yfirlits- grein, — hin fyrsta, — um forn- leifarannsóknirnar i Herjólfsdal, sem staðiö hafa yfir i 10 ár og vakið mikla athygli. Þá eru i ritinu greinar um þangfjöru- nytjar i Vestmannaeyjum og grein um Sigurð Þórólfsson, skólastjóra Hvitárbakkaskólans, auk annarra styttri greina. Sögufélag Vestmannaeyja var stofnað 1. mai 1980 og er markmið þess að efla sögurannsóknir i Vestmannaeyjum, styðja söfnum og varðveislu sögulegra heimilda og útgáfustarfsemi. Eyjaskinna kostar 100,00 kr. og verður til sölu i nokkrum bóka- verslunum i Reykjavik. Flugvélamóðurskipiö Invincible er fyrir flotadeild þeirri sem siglir til Falklandseyja. Reyndar er búiö aö selja þaö til Astraliu. jBreskí flotmn jer enn allstór Breski flotinn, sem eitt sinn „rikti yfir öldunum” hefur aö sönnu skroppiö mjög saman, en enn á hann yfir allmiklum styrk aö ráöa. Meöal stærri skipa hans eru flugvélamóöurskipin Invincible og Hermes, en hiö fyrrnefnda er lagt af staö I 36 skipa flotadeild til Falklands- cyja. Þrem dögum eftir aö lögregla haföi meö hörku og handtökum brotiö á bak aftur mótmælaaögeröir gegn herforingjastjórninni þusti fólkiö út á götur Buenos Aires I ofsahrifningu yfir þvl aö argentinski herinn haföi hertekiö Falklandseyjar, sem þar syöra heita Malvinur. fengiö vopn I hendur. í andrúms- lofti vaxandi andúðar á kjarn- orkuvopnum getur hún hund- skammaðihaldsstjórnina fyrir að fórna möguleikum á að koma i veg fyrir að 2000 breskir þegnar Falklandseyja lendi i klóm arg- entinskra hershöföingja fyrir þau háskalegu leikföng, Tridenteld- flaugar. Söguleg rök? Þvi hefur verið haldið fram að landfræðileg rök mæltu með þvi að Falklandseyjar lytu stjórn Argentinu. Þær eru nú samt um 500 km. frá ströndum þess lands og eru það meiri fjarlægðir en að I breska flotanum eru um 75 | þúsundir manna, en áformað er ■ aö fækka I honum. Bretar eiga I fjórtán tundurspilla, 46 frei- gátur, 38 tundurduflaslæöara, 25 | varðskip og um þaö bil tylft sér- ■ hæfðra skipa af ýmsu tagi. Þeir I eiga fjóra Polariskafbáta kjarnorkuknúna og 28 aðra kaf- | báta. ■ 1 flota Argentinu eru 36 I þúsundir manna og talið er aö mestallur flotinn hafi tekið þátt 4 ' innrásinni á Falklandseyjar, en . þar voru fyrir um hundrað I hermenn. Argentlnumenn eiga , eitt flugvélamóðurskip, sem þeir reyndar hafa keypt af Bretum, niu orrustuskip, tvær korvettur, um tylft smærri j skipa og fjóra kafbáta. Hvernig sem allt fer suður við I Falklandseyjar þá eru það þessi I flotahlutföll sem teflt er fram. ' Það er að sönnu einatt erfitt að I skilja hvernig herskipum er ætlaö að hafa pólitisk áhrif. Til ! dæmis að taka er einn breskur * kjarnorkukafbátur kominn á I vettvang eða svo gott sem. IISS, Alþjóðleg stofnun um hernaðar- leg málefni i London, telur, að ' þessi kafbátur sé i sjálfu sér nóg ! ógnun viö Argentinumenn: I hann geti hæglega sökkt eins og þrem herskipum Argentinu- 1 manna ef honum væri leyft. eitthvað sé sjálfsagt i þeim efn- um. Hinn sögulegi réttur er öllu flóknara mál. Bretar tóku Falk- landseyjar af Argentinu áriö 1832 — og þar virðist þá um venjuleg- an heimsveldisránskap að ræða. Málið er samt ekki svo einfalt. Argentinumenn, sem töldu sig hafa tekið eyjarnar i arf frá spænska heimsveldinu, höfðu ekki haft yfirráö yfir þeim nema i tólf ár. Hinsvegar höfðu breskir sjófarandur fundið þær, mann- auðar að þvi er best verður séö i heimildarbókum, þegar árið 1592. Bæði Bretar og Frakkar höföu haft þar bækistöðvar. Eyjaskeggjar Höfuðröksemd Breta nú fyrir þvi að halda eyjunum er blátt á- fram sú, að þar eru 2000 sálir flestar ættaðar frá Bretlandseyj- um og vilja ekki með neinu móti ganga undir vald Argentinu. Og lái þeim hver sem vill. Menn geta hugsað hvað þeir vilja um breska heimsveldið og afbrot þess mörg og stór — en þau eru þessu dæmi engin rök fyrir þvi, að illræmd herforingjastjórn i Argentinu fái dreift pólitiskri ógleöi almennings um stundarsakir með þvi að blása til þjóörembufagnaðar út af land- vinningum. Þetta er að sönnu eitt af þeim málum, sem svo eru vax- in, að málstaður og framganga tveggja stjórna eru ekkert til að hrifast af. Kannski er eini mál- staðurinn sem einhvers er virði i þessu máli afstaða þeirra sauð- fjárbænda á eyjunum, sem vilja ráða þvi sjálfir hvorum megin klakks þeir klúka. Eða svo heldur Verkamannaflokkurinn breski, þótt hann sé svo klofinn i þvi, hvort senda eigi herskip yfir höf. Hagsmunir Eins og að likum lætur er fleira i húfi en velgengni rikisstjórna og svo eyjaskeggjar. Að sönnu eru Falklandseyjar ekki merkileg flotastöð nú um stundir. En bú- skapur er allmikill á eyjunum, sauðfé er þar ekki miklu færra en á Islandi. Fiskimið eru þar litt nýtt. Og kannski er einhvern oliu- leka að finna á landgrunninu. A.B.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.