Þjóðviljinn - 07.04.1982, Síða 7

Þjóðviljinn - 07.04.1982, Síða 7
Miðvikudagur 7. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Mikia athygli vakti uppátæki Castrós á Kúbu fyrir nokkrum árum er hann tók þá ákvörðun að fresta jólahaldi lands- manna sinna um nokkra mánuði til að bjarga sykuruppsker- unni. Hann komst sumsé að þeirri niðurstöðu að það væri hagkvæmara fyrir afkomu þjóðarbús- ins á Kúbu að fresta jól- unum! Nokkrir af stjórnarherrum Eimskips hf. Forstjórinn, stjórnarformaöurinn og fulltrúi rikisvaldsins. Þegar Elmskipafélagið frestaði áramótunum eða hvemig á að koma út með tap 1 stað gróða... Stjórnarmenn Eimskfpa- félags íslands hf. hafa nú allir sem einn, gerst sporgöngumenn leiðtogans mikla og frestaö ára- mótunum hjá sér um 14 daga. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins, sem haldinn var 2. april sl. og segja þeir stjórnar- herrar að þetta hafi verið gert i samráði við endurskoðendur félagsins ,,að miða uppgjör við gengi islensku krónunnar 14. janúar sl. Við þá gengisfellingu varð félagið fyrir gengistapi að upphæð 40 milljónir króna. Ef siðasta gengi á árinu 1981 væri notað hefði orðið hagnaður af rekstri félagsins”. Halidór H. Jónsson stjórnar- formaður Eimskips segir i for- mála að ársskýrslu félagsins, sem lögð var fyrir aðalfundinn að á „árinu 1981 hefur enn orðið tap á rekstri félagsins, þrátt fyrir aukna hagkvæmni i rekstri. Er reiknað tap ársins 1981 samtals 21 milljón króna. Veldur þar mestu mikill tap- rekstur fyrri hluta ársins 1981 og mikið gengistap vegna gengislækkunar islensku krón- unnar i ársbyrjun 1982. Hár vaxtakostnaður hefur einnig haft slæm áhrif á afkomu fyrir- tækisins. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun, að við uppgjör ársins 1981 skyldi miðað við hið ný- skráða gengi 14. janúar sl. og telur, að með þvi fáist réttari mynd af afkomu og hag fyrir- tækisins”. Hvaö segja lögin um tekjuskatt? Þetta sagði Halldór H. Jóns- son og Hörður Sigurgestsson itrekað sem eðlilega málsmeð- ferð. En hvað segja Lög um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75 frá 1981. í 76 grein þeirra segir svo: „Skuldir i erlendum verð- mæli skal telja á sölugengi i árs- >«k”. Það stendur sumsé ótvi- rætt i lögum sem Utgefin hafa verið á Alþingi Isiendinga að þetta ráðslag þeirra Eimskipa- félagsmanna að fresta áramót- unum hjá sér um 14 daga, er óiöglegt’ athæfi. Tap á rekstri — enginn tekjuskattur Hvaö er hér að gerast? Hvers vegna gripur sómakært fyrir- tæki til slikra bragða? Hvað er I húfi? Hér er fyrst og fremst verið að hagræða tölum i uppgjöri til þess að komast hjá þvi að greiða tekjuskatt. Eimskipafélag ís- lands hefði nefnilega þurft að greiða tæplega 1000 milljónir gamalla króna i tekjuskatt til rikissjóðs ef hagnaðurinn hefði orðið 19 milljónir, eins og hann I raun varð, hvað sem bókhalds- tilfærslum liftur. í lögum um tekjuskatt segir m.a. að 25% af hagnaði fyrirtækis megi leggja til hliðar i varasjóð, 65% af af- gangi hagnaðar greiðist til rikissjóðs i formi tekjuskatts! 75% . af hagnaðinum upp á 19 Frádráttur frá dgnum 76: gr. Frá eignum, sbr. 73. gr., skal draga skuldir skattaðila. Með skuldum í þessu sambandi teljast áfallnar verðbætur á höfuðstól þeirra. Skuldir í erlendum verðmæli skal telia á sölu- eeneiLárelok/ril skulda teljast öll opinber gjold er varða viðkomandi reikningsár, þó ekki pau gjöld sem lögð eru á tekjur eða hreina eign á næsta ári eftir lok reikningsárs. Frá eignum aðila, sem um raíðir í 4. tl. 3 gr., má einungis draga skuldir sem beint eru tengdar starfsemi þeirra hér á landi. Frá eignum aðila, sem um rasðir í 5.—8. tl. 3. gr., má einungis draga skuldir sem á eignum þessum hvíla. 77. gr. Lögaðilum skv. 2. gr. er heimilt að draga frá eignum sínum, sbr. 73. gr., hlutafé, stofnsjóði og nafnskráð stofnfé. ^ a ^ < milljónir (búið að draga frá til- leggið i varasjóðinn) gerir 14,3 milljónir. 65% af þvi skal greið- ast sem tekjuskattur og það gera 9,3 milljónir rúmar, eða tæpur milljarður gamalla króna. Þáttur ríkisskattstjóra Einn aí kjörnum endurskoð- endum Eimskips er Sigurbjörn Þorbjörnsson rikisskattstjóri. Hann hefur ásamt öðrum lagt blessun sina yfir þá ákvörðun stjórnar félagsins að miða upp- gjör við 14. janúar 1982. Hins vegar segir svo i leiðbeiningum sem hann hefur gefið út varð- andi meðferð á gjaldeyri i skatt- framtali: „Reitur 04,—Hér skal aðeins færa peningaeign i erlendum gjaldmiðli I árslok. Fjárhæðin skal tilgreind i is- lenskum krónum og miðast við kaupgengi um áramót”. Hér kemur það enn og aftur af- dráttarlaustfram að skuldir eða innistæður I erlendum. gjald- miðli, skulu i uppgjöri miðast við áramót, eða 31. desember þessa árs. Einhverjar aðrar dagsetningar eins og 1. april ell- egar 14. janúar eru þess vegna markleysa og ólöglegar við- miðanir. Var ekkert gengi til um áramót? Nú hafa forráöamenn Eim,- 1. tafla. Skráð sölugengi hjá Seðlabanka íslands frá 21/12 til 20/1 1982') Uppgjör Eimskips er nú miðað við 14. janúar 1 982 að því er erlendar skuldir varðar. Verður skatt skýrslan miðuð við árslok eða kannski 1. apríl? skips m.a. borið þvi við að þeir hafi notað gengi 14. janúar vegna þess að ekkert gengi hafi verið til um áramótin. Sjálfsagt fara þeir hér að leiðbeiningum endurskoðanda sins (sem er fyrrverandi skattrannsóknar- stjóri islenska rikisins). En hér er ekki farið rétt með. Vissulega lá skráð gengi fyrir á gamlárs- dag og má m.a. sjá þá skrán- ingu i Hagtölum mánaðarins, febrúar 1982, en Seðlabanki ls- lands gefur það ágæta rit út. Skráninguna á gamlársdag áttu sumsé stjórnarherrar Eimskips að nota ef eitthvað er að marka þau lög sem Alþingi hefur sett og þær reglugerðir sem em- bættismenn rikisins hafa mótað. Er óskabarn þjóðarinnar að stela undan? Það sem hér hefur gerst er i stuttu máli þetta: Eimskipa- félag Islands skuldar einhverjar tilteknar fjárhæðir I erlendri mynt um áramótin siðustu, sem vissulega er eðlilegur hlutur þar sem félagið stendur i marghátt- uðum viðskiptum við útlönd. Fyrirsjáanlegt var að hagnaður yrði af rekstri fyrirtækisins, væri miðað við áramót. Það hefði þýtt talsverðan tekjuskatt þess i rikissjóð, eða allt að 1000 milljónum gamalla króna. Ráðið til að sleppa við þennan skatt var þvi að láta gengissig 14 fyrstu daganna i janúar sl. hækka svo hinar erlendu skuldir að i stað hagnaðar kæmi fyrir- tækið bókhaldslega út með tapi. Þetta tókst og útkoman varð tap á rekstri upp á 21 milljón króna. Og fyrirtæki greiða auðvitað énga skatta af tapinu! Nú skal hér gefinn ákveðinn fyrirvari. Þessi reikningsskil, sem hér hafa verið til umræðu, gilda um ársskýrslu sem lögð var fram á aðalfundi félagsins i siðustu viku. Vel má vera að fyrirtækið taki allt annan pól i hæðina þegar það skilar upp- gjöri sinu til skattyfirvalda og sé þvi alls ekki á þeim buxunum að komast hjá greiðslu tekju- skattsins, en þá hlýtur sá að spyrja sem ekki veit: til hvers er þá þessi skollaleikur? Áhrif á afkomu rikissjóös Ekki munu vera dæmi þess að islensk fyrirtæki geti hagrætt uppgjörsdegi sinum eins og þeim kemur best, enda ótvirætt ólöglegt athæfi. En ef Eim- skipafélag Islands getur leikið þennan bókhaldsleik þá má spyrja nokkurra spurninga: Hvaða áhrif hafa svona reikn- ingsskilaaðferðir á önnur fyrir- tæki i landinu sem eins færu að? Leyfist t.d. innflutníngs- versluninni i heild að taka einn lið, sem er erlendar skuldir, út úr uppgjöri og miða við ein- hverja tilbúna dagsetningu, sem kemur fyrirtækjunum best? Hefði Eimskipafélag íslands fariðeins að ef það hefði átt inn- eignir i erlendum bönkum eða annars staðar i stað skulda? Hve miklu má rikissjóöur vænta að hann tapi i bein- hörðum peningum ef öll fyrir- tæki i iandinu tækju upp á slik- um reikningskúnstum ? Og siðast en ekki sist hljóta menn að spyrja: Ætlar óskabarn þjóðarinnar að stunda opinber skattsvik? Bandar. Sterlings- Dönsk Norsk Sœnsk Hollensk V-Þýskl Svissn. Franskur dollar pund króna króna króna Jlorina mark franki franki A. Dagleg 1 1 1 1 1 1 1 1 1 skráning: 21/12 1981 ... 8,255 15,503 1,1131 1,4134 1,4744 3,3027 3,6095 4,5122 1,4257 22/12 8,235 15,486 1,1159 1,4071 1,4755 3,3126 3,6270 4,5485 1,4344 23/12 8,234 15,566 1,1138 1,4064 1,4746 3,2982 3,6189 4,5341 1,4308 24/12 8,237 15,576 1,1124 1,4074 1,4758 3,2932 3,6159 4,5383 1,4291 28/12 8,238 15,557 1,1155 1,4058 1,4763 3,2867 3,6271 4,5451 1,4299 29/12 8,228 15,580 1,1138 1,4077 1,4755 3,2978 3,6247 4,5509 1,4316 ' 30/12 8,217 15,625 1,1134 1,4058 1,4747 3,2957 3,6246 4,5549 1,4334 31/12 8,185 15,652 1,1189 1,4094 1.4774 3.3205 3.6418 4.5548 1.4372 14/1 1982 .... 9,439 17,547 1,2559 1,6069 1,6751 3,7427 4,0986 5,0632 1,6138), 15/1 9,439 17,623 1,2560 1,6091 1,6757 3,7486 4,1012 5,0898 1,6151 18/1 9,468 17,653 1,2465 1,6046 1,6710 3,7159 4,0696 5,0706 1,6028 19/1 9,439 17,830 1,2615 1,6149 1,6816 3,7606 4,1218 5,1181 1,6210 20/1 9,439 17,816 1,2551 1,6058 1,6761 3,7464 4,1066 5,0932 1,6142 Meðalgengi: Desember.. 8,214 15,664 1,1221 1,4196 1,4820 3,3199 3,6370 4,5261 1,4371 Jan.-des. .. 7,262 14,579 1,0186 1,2633 1,4304 2,9119 3,2134 3,7160 1,3350 Frétta- slcýring Valþor Hlööversson skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.