Þjóðviljinn - 07.04.1982, Síða 12

Þjóðviljinn - 07.04.1982, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 7. april 1982 STEFNUMÁL ALÞ ÝÐUBA NDALA GSINS 1BORGARSTJÓRNARKOSNINGUNUM Nokkur áherslu- atriöi Bein áhrif íbúa Alþýðubandalagið leggur áherslu á að sú skipan haldist að ráðinn verði borgarstjóri sem ekki er jafnframt pólitiskur leiðtogi eins flokks heldur borg- arstjóri allra borgarbúa. Alþýðubandalagið telur að fjölgun borgarfulltrúa i 21 sé hófleg og skref i þá átt að tryggja betur en nú er að mis- munandi sjónarmið borgarbúa komi fram i borgarstjórn. Alþýðubandalagið vill efla bein áhrif borgarbúa á um- hverfi sitt og setja reglur sem tryggi góð samskipti borgar- stjórnar og hverfasamtaka. Alþýðubandalagið leggur áherslu á virkari og einfaldari stjórnarhætti er geri borgar- fulltrúum auðveldara að hafa heildaryfirsýn yfir verkefni borgarstjórnar. Atvinnulýðræði Alþýðubandalagið telur þaö skyldu borgarstjórnar að stuðla að atvinnuþróun er tryggi öllu vinnufæru fólki örugga atvinnu og að borgin aðstoði hópa er sakir aldurs, fötlunar eða ann- ars eiga erfitt uppdráttar á al- mennum vinnumarkaði. Alþýðubandalagið telur að stuðla beri að beinni þátttöku vinnandi fólks i rekstri og stjórn atvinnufyrirtækja með stofnun framleiðslusamvinnufélaga, aukinni aðild starfsmanna að stjórn opinberra fyrirtækja og almennu atvinnulýöræði. Alþýðubandalagið vill stuðla aðrekstri verndaðra vinnustaða og samstarfi við fyrirtæki um aukna þátttöku fatlaðra á al- mennum vinnumarkaði. Alþýðubandalagið telur brýnt að gerðar verði ráðstafanir til stuðnings húsmæörum sem leita út i atvinnulifið á miðjum aldri og fólki af léttasta skeiði sem skipta þarf um atvinnu svo sem sjómenn. Auka þarf starfs- fræðslu og endurmenntun m.a. á vegum Námsflokka Reykja- vikur og verkalýðshreyfingar- innar. Þétting byggðar Alþýðubandalagið telur að fara eigi varlega i frekari út- þenslu borgarinnar. Haldið verði áfram að kanna mögu- leika á þéttingu byggðar i borg- inni og bendir Alþýðubandalag- iðsérstaklega á nýja miðbæinn i Kringlumýri og flugvallarsvæð- iði Skerjafirði i þvi sambandi. Alþýðubandalagið mun áfram standa vörð um svipmót gamla bæjarins og stuðla að þvi að sú endurlifgun húsa og mannlifs sem þar hefur átt sér stað á kjörtimabilinu haldi áfram. Ferðaþjónusta fatlaðra Alþýðubandaiagið mun áfram beita sér fyrir þvi að dregið verði úr notkun einkabilsins með þvi að gera fólki þægilegt aö ferðast með almennings- vögnum. Lögð verði áhersla á forgang vagnanna i umferðinni, bætt þjónusta við úthverfin, komið upp hraðleiðum úr öllum borgarhverfum og ferðatiðni komiði 15minútur. Alþýðubandalagið mun áfram vinna að þvi að tryggja öryggi hins óvaröa vegfaranda með gangbrautum, gönguljósum, þrengingum og upphækkunum á götum sem draga úr umferðar- hraða i ibúðahverfum. Alþýðubandalagið mun áfram berjast gegn öllum áformum um lagningu hraðbrautar um Fossvogsdal og sjávarmegin öskjuhliðar svo og gegn tvöföld- um á Frikirkjuvegi og Sóleyjar- götu á kostnað Tjarnarinnar. Alþýðubandalagið mun leggja áherslu á frekari eflingu ferða- þjónustu fatlaðra og stuðla þannig að jafnrétti þeirra i starfi og leik. Vetrarleikir i borginni Alþýðubandalagiö telur brýnt að útrýmt verði skólpmengun úr fjörum borgarinnar og mun leita samstarfs við önnur sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu um sameiginlegt átak i þeim efnum. Alþýðubanadalagið vill að i Viðey verði komið upp útivist- araðstöðu og samgöngur við eyna tryggðar. Leitað verði eft- ir samvinnu við rikið um nýt- ingu Viðeyjarstofu. Alþýðubandalagið leggur áherslu á að efla þær iþrótta- greinar sem allur almenningur getur stundað sér til heilsubót- ar. 1 þvi skyni skal halda áfam uppbyggingu skiðalandsins i Bláfjöllum og koma upp aðstöðu til vetrarleikja innan borgar- innar. Dagvistarþörf verði fullnægt Búa þarf svo að dagvistar- heimilum að þau geti tryggt börnum öryggi og góð uppvaxt- arskilyrði. Mikilvægt er að allt uppeldisstarf sé unnið i nánu samstarfi við foreldra og að dagvistarheimilin hafi á að skipa vel menntuðu starfsfólki. Alþýðubandalagið leggur rika áherslu á að staðið verði i hvi- vetna við áætlun sem gerð hefur verið um að fullnægja dagvist- arþörf i borginni á næstu tveim- ur kjörtimabiium og leitað verði leiða til að hraða byggingar- framkvæmdum og gera þær ódýrari. Alþýöubandalagið telur aö þörf fyrir dagvistun skólabarna verði að leysa meö byggingu skóladagheimila og nýtingu skólahúsnæðis þar sem það er fyrir hendi. Heimilisþjónusta viðaldraða Alþýðubandalagið leggur sem fyrr áherslu á að tryggja að- hiynningu aldraðra jafnt á stofnunum sem i heimahúsum. Efla þarf þá þjónustu sem gerir öldruðum kleift að búa á sinu heimili eins lengi og þeir kjósa og heilsan leyfir. Alþýðubandalagið telur brýnt að við uppbyggingu heilsu- gæslukerfisins verði þess gætt aö ýmis heilsuvernd sem nú er vel skipulögð eins og ungbarna- eftirlitið haldist áfram i traust- um skoröum. Áhrif unglinga Alþýðubandalagið telur að æskulýðsstarf á vegum borgar- innar eigi að byggjast á þeirri meginreglu að ábyrgð og áhrif unglinganna sjálfra á starfið sé sem mest. Þegar verði hafist handa við að koma upp aðstöðu i miðbæ Reykjavikur fyrir unglinga 15—20 ára. Alþýðubandaiagið telur að gera veröi þá sanngirn- iskröfu til vinveitingastaða að þeir skiptist á um að halda vin- lausa dansleiki um helgar fyrir 15—20 ára unglinga. Einsetnjng í 4.—9 bekk Til að efla og bæta starf i grunnskólum vill Aþýðubanda- lagið auka opið skólastarf, efla náms- og starfsráðgjöf i efstu bekkjum grunnskóla, auka val- kosti nemenda i þeim bekkjum og bæta gagna- og tækjakost skólanna. Þá vill Alþýðubandalagið bæta starfsskilyrði i grunn- skóianum með þvi að fækka i bekkjum yngstu aldurshóp- anna, fjölga kennslustundum i forskóladeildum og ná einsetn- ingu i skólastof nunum fyrir 4.-9 bekk. Alþýðubandalagiö leggur áherslu á að nemendum sem eru i skóla á matmálstimum verði gert kleift aö fá holla og ódýra næringu i skólanum. Frá frambjódendum á G-listanum Tölum saman um borgarmál Frambjóðendur Alþýðubanda lagsins í Reykjavík eru reiðubúnir að koma til fundar við borgarbúa og kynna og ræða störf flokksins i Reykjavík á kjörtima- bilínu og stefnu Alþýðu- bandalagsins við kom- andi borgarstjórnarkosn- ingar. Við förum þess á leit við ykkur sem áhuga kunnið að hafa á sam- tölum um borgarmál að hafa samband við kosn- ingamiðstöð Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík að Síðumúla 27, þar sem starfsmenn munu greiða götu ykkar. Símarnir í kosningamiðstöðinni eru 39816 og 39813. Við erum reiðubúin að ræða við litla hópa sem stóra, og koma til fundar hvort heldur sem er í heimahúsi, vinnustað eða í samkomusal að degi til eða að kvöldi. Frambjóðendur Alþýðubandalagsins í Reykjavik Kjörtimabiliö 1978 til 1982 Hvað hefur áunnist? Þegar liður aö lokum fyrsta kjörlimabils vinstri manna i Reykjavik er eöli- legt að spyrja hvaö áunnist hefur. Þó fjögur ár sé ekki langur timi hefur breytt stefna sett mark sitt á borg- ina og borgarbraginn i rikum mæli. Við viljum minna á að: Betri reiða er komin á fjár- mál borgarinnar. Klikuskapur er úr sögunni við lóðaúthlutanir, Borgarstjóri er nú embættis- maður allra borgarbúa en ekki pólitiskur oddviti eins ráðandi flokks. Starfsmenn borgarinnar eiga nú fulltrua i stjórnum fyrirtækja og stofnana á vegum borgarinnar. Fyrirtækjaflóttinn úr borg- inni frá tið Sjálfstæðis- flokksins hefur verið stöðvaöur. Mikil uppbygging hefur orðið hjá Bæjarútgerð Reykja- vikur. Tryggð hefur veriö atvinna fyrir skólafólk á sumrum. Bæst hafa við 609 dagvistar- rými og fylgt er áætlun um að fullnægja dagvistar- þörfinni á næstu tveimur kjörtimabilum. Þrjár æskulýösmiðstöðvar hafa verið teknar i nolkun og næsta haust hefst dreif- ing málsverðar i skólum. Þrjú dvalarheimili fyrir aldraða hafa verið opnuð og framkvæmdir við það fjórða hefjast i haust. Fyrsti hluti hinnar nýju B- álmu Borgarspilalans verður opnaðurá þessu ári Borgin rekur nú ferðaþjón- uslu fyrir fatlaða og er von á fjórða sérhannaða bilnum til þessara þarfa i haust. Unnið er að breytingum á stofnunum borgarinnar til að tryggja fötluðum þar greiðan aðgang. Aðstaða almennings til úti- vistar og iþróttaiðkana hefur verið bætt m.a. með þjónustumiðstöö i Blá- fjöllum, útisundlaug i Breiðholti, skiðabrekku í Vatnsendahæð og hjól- reiöa- og göngustlgum. öryggi óvarðra vegfarenda hefur verið eflt með gang- brautarljósum, þreng- ingum og upphækkunum sem draga úr hraða. Vagnakostur SVR hefur verið endurnýjaður og þjónustan bætt. Miðborgin hefur verið vakin til lifsins og endurreisn gömlu húsanna hafin. Með þéttingu byggöar hefur verið valin hagkvæm og rétt stefna I byggðaþróun.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.