Þjóðviljinn - 07.04.1982, Side 13

Þjóðviljinn - 07.04.1982, Side 13
Miðvikudagur 7. aprtl 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Rætt við Stefán Guðmundsson, bæjarfulltrúa á Sauðárkróki: Það vantar aldrei verkefni Menn utan af landi hafa i mörgu aO snúast þegar þeir koma hingað til höfuðborgarinnar. Og það gildir vist ekkert siður um Stefán Guðmundsson, vélvirkja og bæjarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins á Sauðárkróki en aðra. Það vottaði þvi fyrir samviskubiti hjá blaðamanni þegar hann innti Stefán el't'ir þvi hvort hann gæti séð af fáeinum augnablikum til þess að svara spurning- um. — Augnablikum, sagði Stef- án i spurnartón. Og tónninn sá var ekkert undrunarefni þvi allir vita, aö orðið augnablik merkir yfirleitt heila eilifð nú til dags. — Þið eruð búnir að ganga frá framboðslistanum, Stefán. Not- uðu þið kannski prófkjörsaðferð- ina? — Við erum búin að ganga frá honum, já, en prófkjöri slepptum við nú alveg. Við kusum uppstill- ingarnefnd, sem gerði tillögu um skipan listans og hann var siðan samþykktur á félagsfundi. Það rikir mikil eining um þennan framboðslista okkar og við teljum hann sterkan. Við eigum einn fulltrúa i bæjarstjórninni en stefnum að þvi að fá tvo kosna nú. — Hverjir mynda meiri hluta i bæjarstjórninni núna? — Meiri hlutann mynda Sjáif- stæðismenn, Alþýðuflokkurinn og óháðir en það hefur nú enginn sérstakur kærleiksandi rikt i þeirri þrieinu sambúð. — Og hvað hafið þið svo helst haft fyrir stafni á kjörtimabilinu? — Ja, það má kannski segja að höfuð viöfangsefnið hafi verið að vinna að undirbúningi steinullar- verksmiðjunnar, sem nú er i sjón- máli, að þvi er við vonum. Það er mál, sem mikið er búiö fyrir að hafa. Stefán Guðmundsson Svo hefur verið unniö að skóla- mannvirkjum. Lokið var við einn áfanga heimavistarbyggingar- innar við Fjölbrautaskólann og hugmyndin er að byrja á öðrum áfanga i vor. Þá var og lokið við C-álmu sjálfrar skólabyggingar- innar. Einnig er hafin bygging á iþróttahúsi. Nefna má að búið er að taka grunn að byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða og heilsugæslustöð hefur verið i byggingu. Það vantar alderi verkefnin og eitt kallar jafnan á annað en gallinn er bara sá, að tekjumöguleikar sveitarfélaga eru svo takmarkaðir að litið svig- rúm vröur til framkvæmda þegar staðin hafa verið skil á lög- boönum gjöldum. — Hefur eitthvað verið unnið að varanlegri gatnagerð hjá ykkur að undanförnu? — Nei, hún hefur nú engin verið. Hinsvegar er fyrirhugað að gera mikið átak i þeim efnum á þessu ári og væntanlega verður það verkefni hinnar nýju bæjar- stjórnar. — Og þið byggið stöðugt nýjar ibúðir? — Já, bærinn þenst út en ennþá höfum við samt nógar lóðir. Fjöldi ibúðarhúsa hefur risið á Sauðárhæðum undanfarin ár og byggðin mun halda áfram að teygja sig til suðurs vestan Sauðárkróksbrautar. — Fjölgar ekki ibúum stöðugt á Sauðárkróki? — Jú, þeim gerir það og þó e.t.v. minna en ætla mætti af þvi hvaö mikið er byggt, en ibúafjölg- un mun vera nálægt landsmeðal- tali. — Og atvinna er næg hjá ykkur? — Já, það hafa allir nóg að gera eins og sakir standa en um ibúa- fjölgun getur naumast orðið að ræða úr þessu að neinu marki nema til komi nýir atvinnumögu- leikar. Við höfum ýmiss konar iðnað og hann er mikils virði. En megin burðarásinn i atvinnu- lifinu er útgerðin og fiskvinnslan. Er sjálfsagt að hlynna að henni svo sem unnt er og vonandi að ekki þurfi að koma þar til sam- dráttar. Hinsvegar verður það alltaf ótryggt að þurfa að treysta mikið á eina atvinnugrein og þvi ber brýna nauðsyn til þess að efla aðra atvinnustarfsemi. Og þá er það steinullarverksmiöjan, sem við horfum til. Hún leiðir svo sem ekki neitt sérstaktstökk en hún er samtsem áður forsenda fyrir þvi að ibúum geti haldið áfram að fjölga hjá okkur. Við hölum siður en svo nokkurt horn i siðu Sunn- lendinga en ég held að það dyljist engum að þeir hali mun meiri möguleika á og betri skilyrði til að koma upp margskonar iðn- rekstri en við á Sauðárkróku svo okkur finnst þeir hafi alveg ráð á þvi að sjá af steinullarverksmiðj- unni til okkar. — Þú sast á sveitarstjórnarráð- stefnunni á Siglufirði um daginn, Stefán hvernig likaði þér hún? — Það var prýöilega góð sam- koma og ég held að fleiri slikar ætti að halda innan kjördæmisins. — in hg „ÞJOÐHATIД 1 Borgarfbði eystra Siðastliðið laugardagskvöld frumsýndi leikfélagið Vaka í Borgarfirði eystra gamanleikinn Þjóðhátið, eftir Guðmund Steins- son, undir stjórn Asgeirs Sigur- valdasonar. Þau hjónin Gilstaf og Rósu, ;léku Pétur Eiðsson og Asta Geirsdóttir. Börn þeirra, Klöru og Benedikt, léku Dagmar Snjólfs- dóttir og Jökull MagnUsson. Dátann lék Erling Ólason, Leiknum var mjög vel tekið og Vorvaka V- Húnvetnlnga Hin árlega Vorvaka Vestur- Húnvetninga verður haldin á Hvammstanga dagana 8,—10. april n.k. Verður þar að venju margt til fróölciks og skemmt- unar. A skirdag, kl. 14, verður Vakan sett og listsýningar opnaöar. Við opnunina syngur blandaður kór undir stjórn Helga ólafssonar. Þeir listamenn sem sýna verk sin á Vorvökunni eru: Gunnar Guðjónsson, Salome Fannberg, Marinó Björnsson og Torfhildur Steingrimsdóttir. Einnig sýna nokkrir Hvammstangabúar leir- muni. Kl. 21 hefst svo kvöldvaka. Þar koma fram tónlistarmennirnir Ragnar Björnsson, Guðný Guðmundsdóttir og Pétur Þorvaldsson. Pjetur Hafsteinn Lárussonog Geirlaugur MagnUs- son lesa Ur verkum sinum og Sveinbjörn Beinteinsson kveöur rimur. A föstudaginn langa verða sýn- ingar opnar frá kl. 14—17. A laugardaginn veröa þær einnig opnaðar kl. 14, en kl. 16 hefst samfelld dagskrá. Þar syngur blandaöur kór undir stjórn Helga Ólafssonar. Ragn- hildur Karlsdóttir les ljóð eftir Ingibjörgu Jónsdóttur frá Laufási i Viðidal, Simon Ivarsson leikur á gitar og Visnavinir skemmta með leik og söng. Kaffisala verður á fimmtudag og laugardag. Agóði af henni rennur i orgelsjóð Hvamms- tangakirkju. Aðgangur aö þvi, sem fram fer á Vorvökunni, hefur jafnan verið ókeypis og er svo enn. ere/mhg leikstjóranum færð blóm að leiks- lokum. NU er Vaka 10 ára og þetta er niunda verkefni hennar. Stjórn hennar skipa Erling ólason, for- maður, Dagmar Snjólfsdóttir, ritari og Ásta Geirsdóttir, gjald- keri. Aformað er að sýna Þjóðhátið viðar um Austurland ef veður og færð leyfa. sh/mhg Hópurinn i „Þjóðhátið” ásamt leikstjóra. Kolbeinn bjarnarson Frið- Sigurður son Hlöðvers- Signý dóttir Jóhannes- Brynja dóttir Svavars- Guðmundur son Lárus- Sva va dóttir Baldvins- tiarteiun Marteins- Framboðs listi Alþýðu- bandalagsins á Siglufirði 1. Kolbeinn Friðbjarnarson, form. verkalýðsfél. Vöku. 2. Siguröur Hlöðversson, tæknifræðingur. 3. Signý Jóhannesdóttir, hús- móöir. 4. Brynja Svavarsdóttir, hús- móöir 5. Guðmundur Lárusson, raf- vélavirki. 6. Svava Baldvinsdóttir, verkakona. 7. Þorleifur Halldórsson, vél- virki. 8. Jóel Kristjánsson sjómaður. 9. Marteinn Marteinsson, sjó- maður. 10. Kolbrún Eggertsdóttir, kennari. 11. Kristján Eliasson, sjómaður. 12. Ingunn Jónsdóttir, verka- kona. 13. Hörður Júliusson, húsa- smiöur. 14. Steinunn Hilmarsdóttir, verkakona. 15. Þorsteinn Haraldsson, húsa- smiöur. 16. Oskar Garibaldason, fyrrv, form, verkalýösfél. Vöku. 17. Hannes Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri. 18. Gunnar Rafn Sigurbjörns- son, skólastjóri. Gjaldeyris- merklngar aðgengí- legri Ákveðnar skammstaf- anir tiðkast viðast hvar ;yfir nöfn landa og við- komandi myntar, en langt er hins vegar frá þvi að samræmi sé i skammstöfununum milli málsvæða. Þetta hefur valdið misræmi og stundum misskilningi i alþjóðlegum samskipt- um. Margt fólk þarf við dagleg störf sin að visa skriflega til landa og gjaldeyris þeirra, i handskrift, á ritvél, á telex eða við skráningu upplýsinga inná tölvu. En jafnvel alþekkt tákn eins og pund eða $ eru ekki alltaf til staðar á lykla borðinu, (t.d. á þeirri vél sem þessi frétt er sett á er táknið fyrir pund ekki til), svo óráðlegt væri að taka upp sambærileg tákn fyr- ir annan gjaldeyri. Þvi hefur verið gripið til skammstafana, en þær þarf að samræma og stað- festa alþjóðlega. Þetta hefur nú verið gert á veg um Alþjóöa staðlastofnunar- innar, ISO. Teknar hafa verið upp tveggja og þriggja stafa skammstafanir, sem rétt er að vekja athygli á. Norðurlanda- krónurnar eru þannig ekki lengur táknaðar með IKR, DKR, NKR og SKR, heldur ISK, DKK, NOK og SEK. t stað táknsins fyrir sterlingspundið og $ fyrir Bandarikjadollarinn verður skrifað GBP og USD og þýska markið, DM, verður DEM það vesturþýska og DDM austan- tjaldsmarkið. u Frjálslyndir í Sandgerði Akveðinn hefur verið listi frjálslyndra borgara i Sandgerði, H-listinn, fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar i vor. Framboðs- listann skipa: 1. Magnús Sigfússon, húsamiða- meistari. 2. Elsa Kristjánsdóttir, gjald- keri. 3. Jón Þórðarson, verkamaður. 4. Ómar Bjargþórsson, kennari. 5. Unnur Guðjónsdóttir, hús- móðir. 6. Helga Hallsdóttir, kennari. 7. Kristján Gunnarsson, húsa- smiöameistari. 8. Guðrún Emilia Guðnadóttir, húsmóðir. 9. Óskar Guðjónsson, málara- meistari. 10. Steinunn Heiðmundsdóttir, húsmóðir. 11. Gunnar B. Sigfússon, verk- stjóri. 12. Sigurður Margeirsson, form. verkalýðs- og sjómannafélags Miðnesshrepps. 13. Gylfi Gunnlaugsson, gjald- keri. 14. Sveinbjörn Berentsson, bif- reiðastjóri. Frjálslyndir eiga tvo menn i hreppsnefnd.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.