Þjóðviljinn - 16.04.1982, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 16.04.1982, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. april 1982 MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis titgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur StyrkársdóUir, Helgi Ólafsson Maenús 11. Gislason, Ólafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttalréttaritari: Viðir Sigurösson. ttlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. l.jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Hagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Sfmavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Oladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bitstjóri: SigrUn Báröardóttir. lnnheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Braskararnir bregðast • l ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu og í Banda- ríkjunum ganga að jafnaði 9-10% vinnufærra atvinnu- lausir, eða samtals um fjörutíu miljónir manna. Hér er ekki um timabundið atvinnuleysi að ræðaheldur er búist við að ástandið fari versnandi og verði viðvar- andi. islendingum hefur til þessa tekist að verjast hinni alþjóðlegu efnahagskreppu og er það ekki síst því að þakka að leiftursóknarstefnu Sjálfstæðis- flokksins var hafnað á sínum tíma. Hinu er ekki að leyna að margir eru uggandi um að angar alþjóðlegr- ar kreppu teygi sig hingað innan tíðar og gæti sú þróun haft hinar alvarlegustu af leiðingar í för með sér, ef til viðbótar kæmi aflabrestur til langframa í svo mikil- vægum þætti sjávarútvegsins sem loðnuveiðarnar eru. • i viðtölum við sveitarstjórnarmenn Alþýðubanda- lagsins viðsvegar um land hér i Þjóðviljanum hefur það sjónarmið komið skýrt fram að einkareksturinn bregðist þegar að kreppir. Þetta sýnir m.a. reynslan á stöðum eins og Neskaupstað, Siglufirði, Húsavík, isafirði og Hafnarfirði. A þremur þeim fyrrnefndu hafa sveitarfélögin tekið forystu í atvinnumálum þeg- ar einkareksturinn hefur bilað. Raunar má segja að á Norður- og Austurlandi sé yfirgnæfandi hluti verð- mætasköpunar i félagslegri eigu. Annarsstaðar eins og í Hafnarfirði og á isafirði hafa sveitarfélögin hlaupið tímabundið í skarðið fyrir einkaf ramtakið en síðan dregið sig í hlé, þegar einkaaðilum hefur þókn- ast að taka við atvinnurekstrinum á ný. • Eins og Kolbeinn Friðbjarnarson á Siglufirði bendir á,þá hafa viðhorf sósíalista til atvinnureksturs á vegum félagasamtaka og sveitarfélaga numið hin ólíkustu lönd, þótt ekki sjáist það endilega á atkvæða- tölum. Það viðhorf hefur unnið ótrúlega mikið á að sveitarfélögum beri að beita sér fyrir hverskonar at- vinnurekstri. Dæmigert fyrir þessa viðhorfsbreytingu er sú atvinnubylting sem átt hef ur sér stað á Húsavík undir forystu vinstri manna þar. Þar hafa bæjar- félagið, kaupfélagið, smábátaeigendur og verkalýðs- félagið tekið höndum saman um öf luga atvinnuþróun samfara stórbættri félagslegri þjónustu. Þar hefur fólkið haft óöryggi einkaframtaksins fyrir augunum og valið félagsbúskapinn til þess að efla sveitar- félagið og tryggja atvinnuöryggi. • Þar sem róttæk öfl eru ráðandi eru umsvif sveitarfélaga og félagssamtaka fólksins í atvinnu- rekstri meiri en annarsstaðar. Þar sem félagshyggja er ráðandi i atvinnurekstri er ytri áföllum mætt með heildarhagsmuni byggðarlagsins að leiðarljósi. i Ijósi hinnar alþjóðlegu kreppu getur það þvi skipt sköpum um alla atvinnuþróun hvernig úrslit komandi sveitar- stjórnarkosninga ráðast. • En enda þótt gífurlega mikið haf i áunnist um allt land í að koma á fót félagslegum atvinnurekstri frá stríðslokum er það engu að síður staðreynd að fólkið sem við hann vinnur hef ur sjaldnast miklu meiri áhrif en fólk sem vinnur hjá venjulegum brask- og auð- valdsfyrirtækjum. Á sveitarstjórnarráðstefnu Al- þýðubandalagsins var ákveðið að f lokkurinn beitti sér fyrir umræðum á vinnustöðum um virkara lýðræði og þátttöku launafólks í ákvarðanatöku. Það er eitt af grundvallaratriðunum í lífsviðhorf i sósíalista að fólk- ið finni að rekstrarformið sé ekki aðeins þess í orði heldur einnig á borði. —ekh klippt Samanburður enn : Goethe örvar ! hús- I byggjendur ■ IUm þessar mundir er minnst i Þýskalöndum báöum og um vRia veröld 150 I’ ára ártiöarhins mikla þýska skálds, Goethes. Eins og bú- ast má viö fara allir á kreik til aö tengja nafn sitt viö J skáldjöfurinn, einstakar I borgir og héruð, sálfræö-»- I ingar og sagnfræöingar, I uppeldisfræöingar og • iþróttamenn. Veröa litil tak- Imörk fyrir hugmyndaflugi manna þegar svo vel ber i veiöi. * 1 borginni Offenburg Ikemur úr sérrit, sem fjallar um húsbyggingar. Það minnist Goethes með svo- • felldum orðum: I,,Þaö skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr aö geta fundiö örvun og huggun hjá ■ Goethe, jafnvel þegar um . , Ijafn praktiska hluti er aö ræöa og húsbyggingar, upp- flikkun á eldri íbúðum eöa ■ samning um sparilán til hús- Inæðiskaupa, og hver sá sem enn hikar i þessum efnum, ætti aö sækja sér hvatningu ■ • til Goethes og láta segja sér i Iseinni hluta Fausts: Hikaöu ekki viö aö sýna J dirfsku I meöan fjöldinn þumbast viö J allt getur göfumenniö fram- ■ Ikvæmt I sem skilur og gripur skjótt til I ráöa. | Loðkápan í j ■ | |.pólitíkinni | I* Þýsk fagrit geta oröið I skáldleg og tekið glæsilegar I hugsanasveiflur i fleiri til- | vikum. Til dæmis segir sérrit ■ * um loðdýrarækt: ,,Vér höfum fyrir okkur I reynsluprófaða hugmynd um I loðkápu: hún er einskonar ■ athvarf fyrir karlmanninn I sem kom inn úr kuldanum, fyrir konuna sem gefur j honum i henni nauðsynlega ■ !* hlýju og heimilisyl. A tima I hermdarverka þegar mann- I eskjur eru drepnar meö is- | köldu blóöi, er lofkápan hin ■ I* eðlilegu andmæli gegn nató- j grænum baráttuflikum and- | stæöinga Nató”. Harmagrátur Illugi Jökulsson skrifaði sér- kennilega grein i skirdagsblaö Timans til aö kvarta yfir föstu- deginum langa. Hann væri svo skelfilega langur og leiöinlegur, að fullorönir þyldu hann ekki nema aö eiga pott af brennivini við rúmstokkinn en börn alls ekki, enda væru þeim slikar bjargir bannaðar. Illugi segir: „En úr þvi aö ég er á annaö borð farinn af stað: vildi nú ekki einhver vera svo vænn aö segja mér af hverju þetta veröur aö vera svona? Af hverju á ég við er nauösynlegt aö loka sjoppum, bióum, kaffihúsum, matsölu- húsum og öörum þeim stööum sem hugsanlega gætu orðið til aö létta manni lifiö á þessum hroðalega degi, bara fyrir það eitt aö Jesús dó? Satt aö segja gæti ég best trúaö þvi aö fjöldi litilla barna heföi oröið afhuga / þessum Jesúm sem lætur manni leiöast svona ofboöslega einu sinni á ári — þvi allt er þetta gert hans nafni... Og hvers vegna þarf öll þjóöin að leggja á sig þvilikar pislir sem aukin- heldur eiga ekkert skylt við pinu Jesúm, heldur stemma aöeins og einvöröungu út frá leiöind- um? Tröllauknum dauöans leiö- indum.” Friðleysi Látum nú i litlu dagblaðs- skrifi Krist krossfestan i friöi en vikjum litillega að öörum þætti þessa máls. Á bak viö ofan- -greinda umkvörtun Illuga er nefnilega annað og meira en menntaskólaleg tilhneiging til aö hafa hátt I helgidómnum, sem er gamaltog nýtt fyrirbæri. Miklu heldur er ástæöa til aö sjá i henni þann menningarsjúk- dóm, aö menn treysta hvorki sjálfum sér né öðrum til að lifa án þess aö völ sé á einhverri ut- anaðkomandi skemmtun. Dag- ur án sjoppu, biós, dansiballa, án „einhvers létts og skemmti- legs” i rikisfjölmiölum er skelfilegur dagur. Þaö er ekki hægt aö afbera þá raun sem fylgir þeim sjaldgæfa munaöi: kyrrðinni. Þaö veröur að vera gauragangur, ef ekki á al- mannafæri þá að minnsta kosti heimafyrir (annar ritstjóri var aö segja þaö um daginn aö það væru engin andskotans mann- réttindi að hafa ekki fimm eöa tiu rásir allan sólarhringinn). Engum er lengur treyst til þess aö afbera einveru, þögn, eða blátt áfram samtal viö börn eða vini og kunningja — án þess að þær séu skrúfaöar áfram meö skemmtikröftum einhverjum. Illugi Jökulsson hefur ýmis- legt gert skemmtilega, en þessi skemmtanabeiðni hans var merkilega dapurleg. Haraldur Blöndal tekur sig til I Visisdagblaðinu i fyrradag og mótmælir þvi harölega að her- foringjastjórnir i Tyrklandi og Póllandi séu bornar saman. Nú er þaö svo, að samanburöur á þjóðfélögum og stjórnum er erfiðari en flesta grunar. Til ,, dæmis eru Pólverjar læsir vel allir, sem er meira en sagt verö- ur um tyrkneska frændur i Nató — og fer ýmislegt eftir þvi um raungiidi ritfrelsis i löndunum. Pólskir bændur voru á Sam- stöðutimum aö berjast fyrir ellilaunum og barnaheimilum á borð við borgarbúa. Sá sem bæri fram slikar kröfur i tyrk- neskum sveitum yrði talinn fifl eða glæpamaður nema hvort- tveggja væri. Þar hafa menn þvi miður ekki komist lengra i mannréttindum en svo, að þær miljónir sveitamanna sem eru Kúrdar fá ekki einu sinni aö heita réttu nafni, hvaö þá þaö komi til mála aö þeir fái að nota eigið tungumál. Haraldur spyr af nokkrum þjösti: „Ganga foringjar Sam- stööu lausir?” Nei. En f orystu- menn tyrknesku verkalýössam- takanna DISK (lúta stjórn sósialdemókrata) eru ekki aö- eins i fangelsi eins og kollegar þeirra 1 Póllandi: margir þeirra hafa veriö pyntaöir til bana („minniháttar agabrot hjá fangavöröum” segir Haraldur af natóisku umburöarlyndi) og meira en fimmtiu eiga dauöa- dóm yfir höfði . Þaö er kannski ekki nema von aö einn af verj- endum hinna tyrknesku verka- lýösforingja hefur óskaö aö hlutskipti skjólstæöinga sinna væri þó ekki lakara en Walesa og félaga hans — svo fáránlegur sem sá samanburður annars er. Undir lokin segir Haraldur Blöndal: „Tyrkir vita vel hver Lech Walesa er og dást að hugrekki hans og styöja hugsjónir hans”. Svona setning er mikið meist- arastykki i ósvifni. Þvi ekki veröur betur séö en Haraldur meini einmitt generálana, sem hann segir hafa tekiö völdin i Tyrklandi „til aö tryggja fram- haldlýöræöisiþvilandi”. áb. 09 skorfðj MUNURINN Á TYRK- LANDIOG POLLANDI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.