Þjóðviljinn - 16.04.1982, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 16.04.1982, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. april 1982 Frá Borgarnesi: Um steypu og stál I siðasta pistli frá Borgarnesi fjölluðum við um hinar flosmjúku peysur og annan dýrind- isfatnað/ en nú víkjum við okkur að hinu harða og stríða# nefnilega stein- steypunni. I Loftorku, en það fyrirtæki er umsvifa- mikill atvinnurekandi í Borgarnesi, hittum við fyrst fyrir Guðmund Reyni Guðmundsson múrarameistara og Guð- mund Jónsson trésmið. Voru þeir að vinna að ein- ingum í steinhús, en slík- ar einingar eru fram- leiddar af Loftorku og f luttar um Vesturland. Eins og fram kom er Loftorka stórt og vaxandi fyrirtæki og aö sögn Konráös Andréssonar for- stjóra þess vinna þar 30 og 35 manns og fer fjölgandi. Loftorka rekur steypustöö mikla og selur steypu um allan Borgarfjörö og sunnanvert Snæ- fellsnes. bá rekur fyrirtækiö hellusteypu, steypir milli- veggjaplötur og stein i útveggi, býr til gangstéttarhellur, garö- hellur og kantsteina. Einnig eru þar búnar til allar venjulegar geröir af steypurörum, holræsa- brunnar og rotþrær. Merkilegasta viöfangsefniö, sem Loftorka fæst viö nú aö sögn Konráös, er tilbúningur einingahúsa úr steinsteypu, og hafa þegar veriö framleiddar einingar i 9 einbýlishús. Eining- arnar eru steyptar i þar til geröu móti, sem er slétt stál- borð, meö lausum ramma þann- ig aö hægt er aö steypa einingar af mismunandi stærö. Sá flötur- inn, sem niöur aö stálinu snýr er ytra byröi veggjarins og er hann eggsléttur, þannig aö pússning sparast. Guömundur Reynir upplýsti okkur um að veggjaeiningarnar væru eins konar samlokur, sem samanstæðu af 10,5 sm buröar- vegg, sem væri innri veggur; siöan kæmi einangrun, venju- lega 3 tommu þykk og svo yst 7 sm veöurkápa. Báöir steypu- hlutarnir eru járnbentir. Vegna þess að buröarveggurinn er fyr- ir innan einangrun og innra byröi og hiö ytra er algjörlega óháð hreyfingum hvors annars verður sprungumyndun i lág- marki sem veldur aftur minni viöhaldskostnaöi er fram i sæk- ir. Guðmundur Reynir sagöi aö loft væru steypt lika, loftaplötur væru um 5 sm þykkar þegar þeim væri komiö fyrir; siöan væri raflögnum ætlaöur staður og svo steypt ofan á plötuna upp i þá þykkt sem hæfileg væri hverju sinni. Einnig væru fram- leiddir milliveggir úr einingum i verksmiöjunni. bá má geta þess, sem reyndar er kannski augljóst aö glugga- karmar eru meðfylgjandi i ein- ingunum. Konráð Andrésson sagði okk- ur aö þessi aöferö til aö byggja hús væri ekki ný af nálinni, hún væri þekkt erlendis, en Sveinn Ingólfsson verkfræöingur heföi verið meö i ráöum varöandi gerö húsaeininganna. Konráö Þaö eru ekki einungis einingar Ihús sem steyptar eru hjá Loftorku. Þar var einnig I gangi framleiösla á undirstööum fyrir staura i suö-austurlinu og einnig festingar fyrir stong i þá hina sömu linu. Ljósm. — Guömundur Reynir Guömunds- son, múrarameistari. Ljósm. — e.ik. fullyrti, aö þessi aöferö gæfi kost á þvi aö byggja vandaö og ódýrt, sagðist ekki vera hissa þó einingahús frá Loftorku væru 20% ódýrari en steinhús sam- bærileg byggö meö heföbundn- um hætti. Þau væri meira aö segja ódýrari en einingahús úr timbri. Konráö tók fram aö allt efni til þessara húsa væri islenskt, nema járniö. barna væri þvi á feröinni alislenskur iönaöur, enda heföi framleiðslunni veriö tekiö vel. Hann sagöi aö fyrsta verkiö, sem þeir hjá Loftorku heföu ráöist i varöandi tilbúning eininga úr steypu heföi veriö að steypa einingar i þaö hið mikla hús, sem framleiöslan fer nú fram i. Nú væri ætlunin aö búa til einingar fyrir læknamóttöku á Reykhólum og ef til vill dval- arheimili þar einnig. Engin fyr- irstaða væri aö steypa upp stór verksmiöjuhús, þau væru fljót- uppsett, fulleinangruö og þvi hægtaö taka þau i notkun á lág- markstima. Þannig heföi húsið, sem einingarnar væru steyptar i veriö fokhelt i desember sl. og tekið i notkun 5. febrúar. Húsið væri 650 fermetrar aö flatar- máli og 4800 rúmmetrar. Konráö Andrésson sagðist hafa oröiö var viö mikinn áhuga fyrir þvi aö byggja stærri hús úr einingum, enda kostirnir aug- ljósir viö þaö. I verksmiöju Loftorku rak blaðamaöur augun i steypu- hrærivél mikla og sagði Guö- mundur Reynir aö hún væri tölvustýrö, heföi fjögur siló und- ir efni og gæti framleitt margar mismunandi gerðir steinsteypu. Miöaö viö fjórar efnisgeröir i silóum gæti vélin blandaö sjálf tiu steypugeröir. Konráö Andrésson taldi að Loftorka væri vel búin tækjum til aö standa aö vandaöri og hagkvæmri framleiöslu, stæöist alveg samanburö viö þaö sem hann heföi séö I skyldum fyrir- tækjum erlendis. — Svkr Hafa fjöl- miðlar hlut- verki að gegna í jafn- réttisbaráttu? Kvenréttindafélaga Islands, Blaöamannafélag tslands og Samband islenskra auglýsinga- stofa ætla að efna til ráðstefnu 17. april næst komandi, um hlut kvenna i fjölmiðlum og hvort fjöl- miðlar hafi hlutverki að gegna i jafnréttisbaráttu kynjanna. Hvaða kröfur má gera i þessu efni til rikisfjölmiðlanna annars vegar og annarra fjölmiðla hins vegar? Ráðstefnan verðu haldin á Hótel Esju frá klukkan 10.00 til 15.00. Um hádegi verður matar- hlé og er málsverður innifalinn i ráðstefnugjaldi. Konur starfa nú i talsverðum mæli viö blaðamennsku og hönnun auglýsinga. Atvinnuþátt- taka kvenna á þessum vettvangi verður ekki meginumræðuefni ráðstefnunnar. Rætt veröur um hlut kvenna i fjölmiölum. Hvers vegna eru konur sjaldan heim- ildarmenn fyrir fréttum? Hvers vegna eru konur sjaldan viömæl- endur i lengri viötölum, til dæmis helgarblaðanna? Hvers vegna fá þær aörar spurningar en karlar þegar loksins er viö þær rætt? Hver er hlutur kvenna i umræðu- þáttum? Hvers vegna eru konur oft aöeins frúr hinna og þessara i myndatextum? Hvernig birtast konur i auglýsingum? Hefur rikisrekiö sjónvarp engum skyldum aö gegna I þvl sam- bandi? Varla veröur dregið i efa aö fjölmiölar hafa áhrif á skoðanir manna. Er rétt aö gera þá kröfu til þeirra aö þeir leggi sitt af mörkum til aö jafnrétti kynjanna á öllum sviöum þjóö- lifsins veröi aö veruleika? Atvinnan í mars: Lík og í fyrra Þegar á heildina er litiö var at- vinnuástandiö á tslandi mjög svipað í marsmánuöi nú og á sama tima I fyrra, segir I frétt frá vinnumáladeild félagsmálaráöu- neytisins. Þaö viröist benda til þess aö áhrif loðnuveiðibannsins á atvinnustig séu minni eöa komi síðar fram en margir óttuðust þótt áhrifa þess gæti þegar á öörum sviöum, segir vinnumála- deildin. 1 öllum landshlutum nema Norðurlandi vestra varástandiö i mars betra en i febrúar sl. en sé hins vegar litið til marsmánaðar 1981 hefur atvinnuástandið nú verið mun lakara i tveimur lands- hlutum, þ.e. á Vesturlandi og á Reykjanesi. Þetta stafar fyrst og fremst af timabundnum sam- drætti i fiskvinnslu (frystingu) á Akranesi en að þvi er virðist varanlegum samdrætti i sömu grein i Keflavik. Þá vekur það at- hygli viðsamanburðmilli árahve skráðir atvinnuleysisdagar eru nú mun færri á Norðurlandi eystra en á sama ti’ma i fyrra. Veldur þar mestu hve atvinnu- ástand hefur verið gott á Akur- eyri miðaö viö árstima, segir i frétt vinnumáladeildar. I marsmánuöi sl. voru skráöir samtals 13.401 atvinnuleysis- dagur á landinu öllu. Svarar þetta til þess aö 618 manns hafi verið atvinnulausir allan mánuöinn eöa sem nemur 0.6% af áætluöum mannafla á vinnumarkaöi. Um 52% af skráöu atvinnuleysi féll til hjá konum. Skráðum atvinnu- leysisdögum hefur samkvæmt framanskráöu fækkaö um 7.064 daga frá fyrra mánuði en þá voru þeir 20.465. Eins og áöur sagöi var atvinnuástandið i mars mjög svipaö og á sama tima i fyrra, en þá voru skráðir alls 12.239 at- vinnuleysisdagar i mánuöinum sem jafngildir sama hlutfalli af mannafla og nú eða 0.6% — ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.