Þjóðviljinn - 16.04.1982, Síða 13

Þjóðviljinn - 16.04.1982, Síða 13
Fpstudagur 16. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 SKÓLASÖFN Ingibjörg Sverrisdóttir bókasafnsfræðingur skrifar Vegna greinar um skólasöfn, sem birtist hér I blaðinu, 26. mars s.l. eftir Ragnhildi Helgadóttur, get ég ekki setið á mér að stinga niður penna. i fyrsta lagi er það vegna þess að þar koma fram ýmsar ranghugmyndir um starf- semi skólasafna og bókasafna al- mennt og einnig varðandi yfir- stjórn bókasafnsmála I landinu. 1 öðru lagi er þar verið að viðra gamlar hugmyndir um stjórn og rekstur skólasafna, sem ég hélt að búiö væri að leggja á hilluna, og i þriðja lagi er látiö sem sér- menntaö fólk i bókasafnsfræði, með skólasöfn sem valgrein, sé ekki til. Starfsemi skólasafna 1 greininni segir: „Nokkuð hefur borið á þvi, að ekki væri gerður greinarmunur á skóla- söfnum og hefðbundnum bóka- söfnum. Má segja að fátt eitt sé sameiginlegt nema flokkunar- kerfi það, sem bókum og öðrum gögnum er raðað eftir.” Ekki veit ég hvað átt er við með hefðbundin bókasöfn, en ef litið er á löggjöf um almenningsbóka- söfn, sést að þeim ber að veita mjög viðtæka þjónustu. Þau eru mennta- upplýsinga- og tóm- stundastofnanir og skulu gefa fólki sem bestan kost á að lesa og færa sér i nyt bækur og veita afnot af nýsigögnum. Það er heldur ekki hægt að setja öll bókasöfn, utan skóla- safna undir einn og sama hattinn. Bókasöfn skiptast i nokkra hópa og hafa greinst i mismunandi áttir og þvi veldur aðallega notendahópurinn og mismunandi þarfir sem safnið þarf að mæta. Að visu hafa þróast ákveðnar starfsaöferðir og skipulag, sem einkenna öll bókasöfn og bóka- safnsfræöi, en það er eins og með aörar fræðigreinar, aö þær byggja á ákveðnum grunni, en skiptast siðan eftir viðfangs- efnum. Skólasöfnin byggja á þessum aöferöum og skipulagi og verða þar af leiöandi ekki skilin frá öðrum söfnum, sakir uppruna sins. Reynsla sem fengist hefur I öðrum safnategundum, hefur verið nýtt i skólasöfnum og það má segja aö þau séu likust svo- kölluðum stofnanasöfnum eða sérfræðisöfnum. Ef aðeins er athugaö nánar hvað þaö er sem aögreinir skóla- söfn frá öörum bókasöfnum, þá er fyrst að telja notendahópinn. Það eru kennarar og nemendur innan ákveðins skóia. Þessi hópur endurnýjast meö nokkurra ára millibili og þaö verður töluverö þroskabreyting með stórum hluta hópsins meðan hann notar safnið, auk þess sem hann er innan ákveðinna aldursmarka. I öðru lagi er það notendafræöslan, sem þarf að vera markvissari en i öðrum söfnum, þar sem verið er aö leggja grundvöllinn aö safn- notkun einstaklingsins siðar meir. Notendafræðslan eða kennsla i safnnotkun byggist á þvi að kenna nemendum og kenn- urum aö nota bækur og bókasöfn til þess að afla sér aukinnar þekk- ingar og hvetja hvern og einn til aö velja úr og meta þær upp- lýsingar sem okkur berast upp i hendurnar. Þetta er eina kennsl- an sem skólasafnvörðurinn ber ábyrgð á, enda er þetta hans sér- svið. t þriöja lagi einkennir inni- hald og útlit safnkostsins skóla- söfnin. Safnkosturinn miðast að sjálfsögðu viö þarfir notenda og skólasöfnin hafa enn sem komið er sérstöðu hvað varðar fjöl- breytileika safngagna og þar á ég viö nýsigögnin, sem hafa i auknum mæli verið tekin upp i kennslu, meö nýjum kennsluaö- ferðum. Aörir þættir starfseminnar eru sameiginlegir meö öörum bóka- söfnum, svo sem flokkun og skráning, aðföng, stjórnun, rekstur og skipulagning, bók- fræöi, upplýsingamiðlun og útlán. Hlutverk skóla- safnvarðarins Það hefur verið mikiö deilumál hvort kennarar eða bókasafns- fræðingar ættu að starfa sem skólasafnveröir. Þessi deila hefur m.a. valdið þvi að enn hefur ekki tekist að setja saman reglugerð um skólasöfn við Grunnskóla- lögin frá 1974, sem siðan hefur orðið til þess að tefja eölilega starfsemi og uppgang skólasafna. í fyrrnefndri grein er eingöngu talið nauðsynlegt að skólasafn- veröir hafi kennslu- og uppeldis- fræöilega menntun og þaö er einnig taliö æskilegt aö við- komandi annaöist að einhverju leyti almenna kennslu i skólanum, meöfram starfinu á safninu. Ég vil hins vegar meina, að undirstaða vel rekins skólasafns sé ákveðin menntun og þekking i bókasafnsfræöi og aö skólasafn- vöröurinn geti sinnt þvi heill og óskiptur. Af framansögðu má ljóst vera að við þurfum fólk á skólasöfnin, sem kann vel til verka. Aðstæöur á lands- byggðinni eru og verða um ófyrir- sjáanlega framtið þannig, að þjónustumiöstöðvar leysa ekki allan vanda. Það er ekki nóg að þar sé séð um flokkun og skrán- ingu og frágang bóka og gagna til útláns, ef enginn á safninu kann skil á undirstööuatriöum bóka- safnsfræðinnar. Þá er hætt viö aö þessi vinna nýtist illa og við þekkjum öll sorgleg dæmi um siikt. Og ég get ekki séö hvernig skólasafnveröir, sem ekki hafa aðgang aö miðstöövum geti sjálfir flokkað og skráð sinar bækur, án þess að hafa lært slikt. Varöandi menntun skólasafn- varða, þá hefur komiö fram málamiðlunartillaga, sem mér geðjast vel aö. Hún er sú, að kennarar hafi ákveðna lágmarks- menntun i bókasafnsfræði og aö bókasafnsfræöingar hafi sam- svarandi menntun i kennslu- og uppeldisfræði. öll menntun er til góös og þessi viðbótarmenntun ætti aö nýtast vel i starfi. Einnig er á það að lita, að þessir tveir hópar geta ekki lengur gengiö fram hjá hvor öðrum og ég held að þaö sé kominn timi til að leggja niður þessar deilur og hefja heilshugar samstarf. Við getum nú þegar boöið upp á slikt nám hérlendis og er það i tengsl- um viö aöra menntun i bóka- safnsfræði viö Háskóla tslands. Ef viö ætlum aö fara að mennta skólasafnveröi annars staðar, þá erum við einungis að dreifa kröft- unum. Samræming og samstarf Af sömu ástæðum tel ég að embætti bókafulltrúa rikisins eigi að hafa yfirumsjón með öllum bókasöfnum i landinu, til þess að tryggja samræmda þróun safna- mála. Það er engin lausn að færa skólasöfnin undir skólarann- sóknadeild, það væri einungis til aö flækja málin, og það væri betra að efla embætti bókafull- trúa og bæta þar við starfsfólki, sem færi með málefni ákveðinna safnategunda. Ef við litum aðeins fram i timann, þá sjáum viö að innan fárra ára getum við farið að nýta okkur tölvur og vegna allra aðstæðna hér á landi, ætti aö vera auðvelt aö koma öllum söfnum inn i eitt kerfi. Slikt mundi auðvelda millisafnalán, heimildaleitir og rannsóknir og spara okkur tima og fé. Þá væri illa fariö ef skólasöfnin væru án tengsla við önnur bókasöfn. Viöa erlendis hefur reynslan verið slæm af slikri skiptingu, skóla- söfnin hafa einangrast og nýst illa og ekki haft aðgang að bókakosti annarra safna. Þar má til dæmis nefna Kanada og Bandarikin og nú er veriö að vinna að nýjum lögum fyrir almenningsbókasöfn i Danmörku og þar er mikil áhersia lögð á að skólasöfnin missi ekki samband við þau. Þarna má einnig minna á skólasöfn i framhaldsskólum, sem heföu mikið gagn af slikri samvinnu. Það er einkennilegt að i allri þeirri umræöu, sem fariö hefur fram um skólasöfn, þá virðast þau hafa gleymst, eða lúta þau ekki svipuðum lög- málum og önnur skólasöfn? Hvernig stendur þá á þvi aö kenn- arar hafa ekki sýnt þeim sama áhuga og skólasöfnum á grunn- skólastiginu? I dag er staðan þannig að við erum aö stiga okkar fyrstu skref á sviði samræmdra safnamála i landinu. Við verðum vör viö meiri skilning á starfsemi bókasafna og áhugi landsmanna fyrir aukinni þjónustu fer vaxandi og sifellt bætast viö ný söfn. Við þurfum að einbeita okkur að þvl að koma á fót öflugu samstarfi meðal þess fólks sem hefur meö þessi mál aö gera. Það vinnst ekkert með þvi að hver sé að bauka i sinu horni og viðættum ekki aö eyða púðrinu hér á siðum blaöanna, enda er þessi grein ekki ætluð til þess að stofna til ritdeilu. Okkur veitir ekki af þvi aö sameina kraftana i sókn að sameiginlegu markmiöi. Fyrirlestur um málefni þroskaheftra Karl GrUnewald frá Socialstyrelsen i Stokkhólmi, mun halda fyrirlestur i boði félagsmálaráðuneytisins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins að Hótel Esju mánudag 19. april kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist: Omsorg for psykisk udviklingshæmmede (Málbestræbelser — Ideologi) Allir velkomnir. fBæjarstjórnar- kosnlngar — í Hafnarfirði Framboðsfrestur til kosninga bæjar- stjórnar, sem fram eiga að fara laugar- daginn 22. mai 1982, rennur út þriðjudag- inn 20. april n.k. Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar tekur á móti framboðslistum þann dag kl. 16—17 og 23—24 i fundarsal bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar að Strandgötu 6. Hafnarfirði, 15, april 1982. Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar. Sveinn Þórðarson. Gisli Jónsson. Jón ól. Bjarnason. Orkusjóður Orkuráð minnir á að þeir sem hyggjast sækja um lán úr Orkusjóði til jarðhita- leitar á árinu 1983 verða að senda lánsum- sóknir eigi siðar en 10. mai n.k. Umsókn- imar skulu stilaðar til Orkuráðs en send- ast Orkustofnun Grensásvegi 9, 108 Reykjavik. Umsóknum skal fylgja greinargerð um fyrirhugaða nýtingu jarðhitans svo og stofnkostnaður og arðsemisáætlun. Orkuráð Laus staða Lektorsstaða i islensku fyrir erlenda stúd- enta við heimspekideild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Lektornum er eink- um ætlað að annast kennslu i islensku nú- timamáli. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir, svo og náms- feril sinn og störf. Umsóknir skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja- vik, fyrir 7. mai n.k. Menntamálaráðuneytið, 7. april 1982.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.