Þjóðviljinn - 16.04.1982, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. april 1982
Kveðjuorð
Katrín Pálsdóttir
Fædd 10. jan. 1907— Dáin 10. apríl 1982
Ein minning sækir á huga minn
nú er ég hef fregnað lát móður-
systur minnar Katrinar Pálsdótt-
ur.
Það var sumarið 1953, við vor-
um 5 unglingar á feröalagi um
norðurlandiö.
Svona búnt af unglingum var
ekkert vinsælla hjá fulloröna
fólkinu í þá daga frekar en þau
eru i dag. Það er eins og það vilji
fylgja eldri kynslóð allra tima að
setja sig i vamarstööu og búast
við öllu illu þegar staðið er
frammi fyrir slikum hóp.
Við vorum að vísu ekkert sér-
lega árennileg þetta lið sem
skrölti upp Siglufjarðarskarð á
gömlum Lincoln þetta umrædda
sumarkvöld, við vorum óhrein og
hávær, búin að þvælast um i viku
lélega búin til útilegu. Ég til-
kynnti nú hópnum, með hálfum
huga að ég ætti vist móðursystur
á Siglufirði, sem ég þekkti reynd-
ar ekki neitt, ég hefði ekki séð
hana siðan ég var þriggja ára
gömul. En þá hafði það einmitt
veriö hún, sem hafði komið ofan
af spitala með þá sorgarfregn að
móðir min væri dáin. Siðan haföi
ég ekki séð þessa frænku mlha,
en kringum nafn hennar blandað-
ist i minninguna eitthvað mikið
gott. Það var mynd af henni nýút-
skrifaðri hjúkrunarkonu inni i
stofu og pabbi hafði sagt mér „aö
hún Kata heföi alltaf verið svolit-
ið sérstök og mikið fljót að
gleyma sjálfri sér og sinum þörf-
um þyrfti einhver hennar við.
Hún vildi endilega hætta námi
sinu i hjúkrun þegar mamma
ykkar dó”haföi pabbi sagt „til að
taka að sér uppeldi ykkar syst-
kinanna. En það var of stór fórn
til að ég gæti þegið hana”, bætti
gamli maöurinn við og stillti
myndinni af Kötu upp á áberandi
stað á pianóinu, svo ég gat séð að
þetta hlýlega stUlkuandlit á
myndinnihafði gefiö honum styrk
og von á erfiöum timum.
En nú kom að þvi hvort ég ætti
að reyna á gestrisni þessarar
ágætu frænku sem ég þekkti bara
af mynd.
Ég leit yfir örþreyttan mann-
skapinn i bilnum og lýsti þvi yfir
aö ég skyldi að minnsta kost:
reyna; ég hafði heyrt að maður-
inn hennar væri skólastjóri á
Siglufirði, hann mundi kannske
lofa okkur að gista i' skólanum.
Siðan setti mig hljóða með viðeig-
andi hjartslætti meðan verið var
aðsemja ræðuna sem ég ætlaði að
flytja þegar ég sæi þessa frænku
mina. „Komdu sæl.þú þekkirmig
sjálfsagt ekki, ég heiti Guðrún og
er dóttir Sigurlaugar systur þinn-
ar sem dó fyrir 15 árum — ég er
hérna með hóp af” — nei Guð
minn góður, þetta yrði auma
uppákoman. Konan mundi áreið-
anlega segja „Einmitt það góða,
þvi miður stendur bara óvenju
illa á” — o.s.frv.
Eitthvað likar þessu voru upp-
burðariitlar hugsanir minar, þeg-
ar billinn renndi upp að húsinu.
Og ég skal viðurkenna að þar sem
ég stóð við Utidyrnar og hringdi
bjöllunni, hefði ég viljað gefa al-
eiguna til að krakkarnir, Lincoln-
inn, og ekki sist ég sjálf, litum
bara obbolitið meira traustvekj-
andi út.
Dyrnar opnuðust og kona stóð
þar. Það er skrýtið, en svipur
konunnai;hlæjandi augun og vipr-
urnar kring um munninn, sem
geröu það að verkum að manni
fannst hún alltaf vera aö stilla sig
um að brosa að einhverju
skemmtilegu, mér fannst að þetta
andlit hefði fylgt mér allt mitt lif.
Eitthvað likt hefur gerst með
hana, þvi hún gaf mér ekki einu
sinni tima til að byrja mina fum-
kenndu ræðu, þvi hún þreif mig i
fangið og hrópaði nafnið mitt og
bauö mig velkomna. Þetta var nú
ekkert smá hlýjandi móttökur
fyrir ungan Qæking, ég var alla-
vega sloppin inn i skjólið, en áður
en mér vannst timi til að afsaka
hvað ég væri mannmörg, var
Kata búin að opna allar hurðar á
Lincolnskriflinu og bjóða ung-
lingavandamálinu inn á heimili
sitt.
Einhverntfmann las ég frásögn
eftir Jónas Árnason, þar sem
hann segir frá konu á Norðfirði,
sem setti alltaf hreinan dUk á
borðið hjá sér, þegar hún bauð
smápollunum Ur þorpinu upp á
mjólkurglas og góðgerðir. Sagði
Jónas að þessi virðing sem hún
hefði sýnt strákunum, hefði gert
það að verkum að viss andakt
hefði alltaf gripið þá i nærveru
þessarar konu.
Ég er ekki frá þvi að eitthvað
keimlik andakt hafi gripið liðið
sem nú var dekrað við á Suður-
götu 91. Þvi' það var einhvernveg-
inn gert af þeirri virðingu og við-
höfn, sem unglingar voru hreint
ekki vanir aö finna hjá sér eldra
fólki.Ég man enn hve stolt ég var
af að eiga slika frænku.
Mörg ár eru liðin siðan þetta
var, og oft er ég búin að eiga góð-
ar stundir á heimili þeirra Kötu
og Hlöðvers. Alltaf hefur mætt
mér sama hlýjan og gestrisnin.
Enginn færði mér jafn lifandi og
skæra mynd af móöur minni sem
ég hafði alltaf vissa þörf fyrir að
fá að heyra talað um, þar sem ég
haföi ekki haft tækifæri til að
kynnast henni sjálf. Kata virtist
alltaf geta átt með mér rólega
stund á heimili sinu og sagt mér
frá systur sinni og lifi þeirra á
Litlu-Heiði i Heiðardalnum.
Ég bið Guð að styrkja Hlöðver,
börn hennar og barnaböm og
þeim sama Guði þakka ég fyrir að
hafa fen'gið að eiga sh’ka frænku
og minningin um hana gerir iif
mitt auðugra.
Guðrún Ásmundsdóttir
Aðalfundur
Kvenréttinda-
félagsins
Kvenréttindafélag islands hélt
aðalfund sinn 22. mars 1982.
Formaður félagsins. Esther
Guðmundsdóttir, flutti skýrslu
stjórnar. Á sl. ári gengu um 50
nýir félagsmenn í KRFÍ og er tala
félagsmanna nú um 360. Aðildar-
félög eru 45.
A siðasta starfsári gekkst
félagið fyrir ráðstefnu um
„Konur og kosnin'gar”. Nokkrir
opnir fundir voru haldnir, bæði
félagið eitt og i samvinnu við
önnur félagasamtök. Á siðasta
voru hóf félagið tilraun með
námskeiðshald um félagsmál og
framsögu. Áhugi reyndist mikill
og var þátttaka mjög góð.
Nokkrir starfshópar hafa'
starfað innan félagsins, þar á
meðal fjölmiðlahópur, sem undir-
býr nú ráðstefnu um konur og
fjölmiðia.
Fréttabréf KRFl var sent út 6
sinnum á árinu og ársrit félagsins
„19. júni” kom að vanda út i
júnfmánuði, ritstjóri þess er
Jónina Margrét Guðnadóttir.
• '
1 dag fer fram útför Katrínar
Pálsdóttur hjúkrunarkonu frá
Siglufirði. Hún dó á Landsspital-
anum 10. april sl„ eftir stutta
sjúkralegu þar.
Katrin Guðrún Pálsdóttir, eins
og hún hét fullu nafni, var fædd
10. jan. 1907 á Litlu-Heiði I Mýr-
dal. Foreldrar hennar voru hjónin
Páll Úlafsson bóndi þar og Guð-
rún Brynjólfsdóttir ljósmóðir.
Katrin ólst upp i foreldrahúsum
og dvaldist að mestu heima langt
fram á þriðja áratug ævinnar, en
hóf þá hjúkrunarnám; lauk prófi
frá Hjúkrunarskóla tslands 1940.
A námsárunum og fyrstu árin að
námi loknu starfaði hún á ýmsum
sjúkrastofnunum, en lengst þó á
Siglufirði. Þangað mun hún fyrst
hafa ráðist til starfs sem skóla- og
heilsuverndarhjúkrunarkona i
ársbyrjun 1941, og dvaldist þar að
mestu ósiitið upp frá þvi, fékk þó
fri frá starfi til framhaldsnáms I
geðveikrahjúkrun á Kleppi á ár-
unum 1942 - 1943. Árið 1949 lét hún
af starfi sinu við skólann og
heilsuverndarstöðina til að geta
sinnt betur heimili sinu og ungum
börnum, en réðist hjúkrunarkona
að Sjúkrahúsi Siglufjarðar 1964.
Er hún varð sjötug varð hún sam-
kvæmt lögum að láta af föstu
starfi þar, en vann þó áfram þar
meira og minna alveg fram á árið
1981, er hún tók að kenna van-
heilsu.
Katrin giftist 12. ágúst 1944
Hlöðver Sigurðssyni frá Reyðará
i Lóni, skólastjóra á Siglufirði.
Börnþeirra eru: Páll, tæknifræð-
ingur, f. 27. mars 1945, kvæntur
Hannveigu Valtýsdóttur, starfar
hjá Slippstöðinni á Akureyri.
Anna Matthildur, f. 26. nóv. 1947,
hjúkrunarfræðingur og vefari i
Reykjavik, ógift. Sigurður, tækni-
fræðingur, f. 23. júli 1949, kvæntur
Sigurleifu Þorsteinsdóttur, starf-
ar hjá Húseiningum h/f á Siglu-
firði. Þorgerður Heiðrún, f. 3.
ágúst 1955, fóstra, veitir forstöðu
barnadagheimilinu á Siglufirði,
ógift.
Katrin var frá þvi að ég kynnt-
ist henni fyrst flokksbundin i Só-
sialistaflokknum og siðar i Al-
þýðubandalaginu og tók nokkrum
sinnum sæti i nefndum bæjar-
stjórnar fyrir flokkinn. Þá átti
hún nokkrum sinnum sæti i
stjðrnum ópólitfskra félaga. Yfir-
leitt var hún frekar treg til að
taka að sér trúnaðarstörf, en það
sem hún tók að sér leysti hún af
hendi á þann hátt, að ekki varð að
fundið.
Svo virtist sem Katrin hefði
góða heilsu og að mestu leyti
óskerta starfsorku þar til fyrir
svo sem hálfu öðru ári. Þá fór hún
að kenna heilsubrests. Rannsókn
leiddi i ljós hættulegan sjúkdóm
og á sl. sumri gekk hún undir
mikla aðgerð, sem seinkaði fram-
rás hans, en læknaði hann ekki til
fulls né bætti þann skaða, sem
hann hafði valdið. Katrinu var
sökum reynslu sinnar og þekking-
ar alveg ljóst hvernig komið var
og að hverju stefndi, en bar þá
vitneskju til loka með þvi jainaö-
argeði og æðruleysi, sem var eitt
sterkasta skapgerðareinkenni
hennar. Og nú er hún öll.
Þegar ég fluttist til Siglufjarðár
haustið 1944skipuðust mál þannig
að ég fékk ieigt herbergi i húsi
þvi, sem Katrin og Hlöðver höfðu
fengið til ibúðar. Þetta herbergi
hafði ég til umráða meðan þau
bjuggu i húsinu, og einn vetur
höfðu þau mig i fæði. Arið 1946
samdist svo um með þeim hjón-
um og okkur Friðu að byggja
saman ibúðarhús. Snemma árs
1949 fluttu báðar fjölskyldurnar i
húsið, og siðan hefur sambýli
þeirra staðið. Þarna hefur allstór
hópur barna vaxið úr grasi og þó
nokkur barnabörn frumbyggj-
anna slitið skóm sinum um lengri
eða skemmri tima. Á þetta sam-
býli hefur aldrei borið skugga svo
mér sé kunnugt, en hefði það
gerst er ég sannfærður um að all-
ir, sem hefðu þekkt hlutaðeigend-
ur, hefðu sýknað Katrinu fyrsta
af ábyrgðinni. Skapstilling henn-
ar, vingjarnleiki og góðvild var
slikt, að allir sem kynntust henni
urðu vinir hennar. Það lætur þvi
að likum að hún naut einróma
vinsælda i starfi sinu sem hjúkr-
unarkona, og á það jafnt við um
samstarfsfólk sem þá er nutu um-
önnunar hennar.
Og nú er þessi ljúfa, vel gerða
og skemmtilega kona horfin af
sviðinu. Við hjónin, sem höfum
verið sambýlisfólk hennar meira
en hálfa ævina, og börnin okkar,
sem svo oft „skruppu til Kötu”
þegar þeim leiddist heima hjá
sér, og komu þaðan aftur i góðu
skapi, kveðjum hana með virð-
ingu og þakklæti fyrir elskuleg
kynni. Um leið vottum við eftirlif-
andi eiginmanni hennar, börnum
og öðrum ástvinum einlæga sam-
úð okkar vegna þess sem þau
hafa misst.
Meltaway
Sn j óbræðslukerf i
i bilastæði, tröppur, götur', gangstiga
torg og iþróttavelli.
Siminn er:
77400
Þú nærð sambandi
hvort sem er
að nóttu eða degi.
PÍPULAGNIR sf.
Smiðjuvegur 28 — BOX 116
202 Kópavogur
• Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468
Benedikt Sigurðsson.
✓
Rauði kross Islands heldur
Námskeið
i aðhlynningu sjúkra og aldraðra 26. — 30.
april næstkomandi i kennslusal Rauða
krossins i Nóatúni 21, R. Kennt er kl. 19 —
23 á kvöldin. Umsóknir sendist skrifstofu
Rauða kross íslands, Nóatúni 21, Reykja-
vik, fyrir 21. aprilog þar eru veittar nán-
ari upplýsingar.
A
Frá Tónlistarskóla
Kópavogs
Vornámskeið fyrir 6 og 7 ára börn hefst
mánudaginn 26. april og lýkur föstudaginn
14. mai. Innritun til 21. april i skrifstofu
skólans, Hamraborg 11,2. hæð, kl. 9 -12 f.
hád.
Skólastjóri