Þjóðviljinn - 16.04.1982, Side 16

Þjóðviljinn - 16.04.1982, Side 16
16 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 16. april 1982 Forsætisnefnd Norðurlanda- ráðs auglýsir stöðu skrifstofu- stjóra forsætisskrifstofu Norðurlandaráðs Skrifstofustjórinn stýrir forsætisskrifstofu Norðurlandaráðs, sameiginlegri skrifstofu fyrir samstarf þjóðþinga á Norðurlöndum með aðsetur í Stokkhólmi. Samkvæmt starfsreglum Norðurlandaráðs á forsætisnefndin að velja í skrifstofustjóra- stöðuna ríkisborgara í einhverju öðru Norður- landanna en því sem skrifstofan er í. í stjórn skrifstof unnar eru jafnframt tveir varaskrif- stofustjörar og einn upplýsingastjóri. Forsæt- isnefndin leitast við að fá í þessi störf menn frá semflestum Norðurlandaþjóðanna. Starfi annars varaskrifstofustjórans gegnir nú sænskur ríkisborgari, hitt starfið er laust. Skrifstof ustjórinn verður ráðinn til f jögurra ára frá og með 1. september 1982 eða sem fyrst að þeim degi liðnum. Ríkisstarfsmaður á samkvæmt samkomulagi Norðurlanda rétt á fjögurra ára leyfi frá störfum til að starfa í | sameiginlegri Norðurlandaskrifstof u. Laun og starfskjör fara að nokkru eftir því sem gildir um forstöðumenn í ríkisþjónustu í Svíþjóð og að nokkru eftir sérstökum reglum. Núverandi skrifstofustjóri hefur í grunnlaun 15.640 sænskar krónur á mánuði. Auk þess er honum greidd uppbót vegna starf s erlendis og persónuuppbót. Skrifstofustjórinn hefur ókeypis bústað með aðstöðu til gestamóttöku. Nánari upplýsingar veitir Friðjón Sigurðs- son skrifstofustjóri Alþingis, sími 11560, eða Gudmund Saxrud skrifstofustjóri forsætis- skrifstof unnar og Jan O. Karlsson varaskrif- stofustjóri, sími í Stokkhólmi 14 34 20. Umsóknir skal stila til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presid- ium) og senda forsætisskrifstofunni (Nord- iska rádets presidiesekretariat, Box 19506, S-104 32 Stockholm) í síðasta lagi 10. maí 1982. ÚTBOÐ Tilboð óskast í byggingu bílageymslu Reykja- víkurborgar og undirstöðurog botnplötu húss Seðlabanka íslands við Kalkofnsveg í Reykja- vík. Helstu magntölur eru: Mótafletir 13.700mi 2, steypustyrktarstál 484 tonn og steypa 5.230m3. Steypuvinnu skal vera lokið 15. desember 1982og öllu verkinu eigi síðaren 15. febrúar 1983. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræðiskrifstofunni h.f., Fells- múla 26, gegn 3.000,00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð að Einholti 4, mánudaginn 3. maí 1982, kl. 11,00 fh. SEÐLABANKIÍSLANDS wm V Sveitaheimili Garðabcr Starf i sveit óskast fyrir mann með skerta starfsorku. Er vanur bústörfum. Uppl. i sima 45022 á skrifstofutima. Félagsmálaráð Garðabæjar TU sölu Minolta XD-7 myndavél, 135 mm linsa f2.8 (Vivitar), 35 mm linsa f2.8 (Minolta), 500 mm linsa fl.7 (Minolta), Auto winder, zoom flass (Vivitar 285) og taska. Upplýs- ingar isima 36513. Minning Guðný Jónsdóttir Fædd 5. ágúst — Dáin 5. apríl 1982 Okkar stjórnmálahreyting hefur notió þess á undanförnum áratugum að eiga liðsmenn, sem hafa verið reiðubúnir til þess að deila kjörum sinum með flokknum og málgagni hans frá degi til dags. Einn slikra liðs- manna verður til moldar borinn i dag, Guðný Jónsdóttir. Ég var svo gæfusamur að kynnast Guðnýju fyrir réttum 20 árum. Það var á þeim tima þegar það þótti mikil gæfa að komast i fæði á ódýran hátt; fæöi sem auk þess var þeim kostum búið að vera borið fram ótæpilega, þannig að menn gátu borðað vild sina án þess að spurt væri sérstaklega um skammtinn. Þetta þótti svo mikill kostur fyrir 20 árum i huga ungra manna að vestan, að þeir muna það enn, enda þótt þeir hafi sjálfir fyrir löngu komist upp á þann ósiö, sem einkennir þessa þjóö og margar aörar, að um- gangast matföng eins og þaö sé of mikiö til af þeim i veröldinni, en ekki of litiö. Guðný Jónsdóttir rak þá matsöiuna i Aðalstræti 12. Hún orkaði á mig og sjálfsagt marga aöra unglinga sem þarna voru i fæöi eins og ömmur gera gjarnan, — þessar góðu ömmur sem hafa aö bera með sér ákveðinn kaffi- skammt og kannski flatkökusneið og kleinur. Guðný Jónsdóttir stóð á bak viö diskinn og afgreiddi kræsingar- nar sem viö borðuðum, kost- gangarar hennar i Aðalstræti 12. Það var skritinn söfnuöur. Ætli við höfum ekki veriö einna yngstir þar, ég og Jón Bjarnason, sem nú er skólastjóri norður á Hólum, en sennilega hefur Steinn Dofri, sveitungi minn úr Þverár- hlið vestur,verið elstur manna og jafnframt hefur hann sennilega átt sérkennilegri áhugamál en allir hinir til samans og þóttu okkur stundum kostuiegar orð- ræður hans um kettina. Á þessum árum kynntist ég Guðnýju Jónsdóttur og mér þótti ævinlega vænt um hana siöan. Mörgum árum seinna gerðust þau tiðindi að leiðir okkar lágu aftur saman, að þessu sinni þá komst ég að þvi að við Guðný vorum pólitiskir samherjar. Reyndar hafði mig lengi grunað að svo væri þegar við héldum „ráðstefnu róttækra” i húsa- kynnum hennar i Aðalstræti 12 og sömuleiðis fundi Miðnefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga. En það var sem sé ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem við hittumst á vettvangi okkar bar- áttu og æ siðan hittumst við oft á ári meö einhverjum hætti. Viö hittumst gjarnan á fundum, eða þá hún kom við á Þjóðviljanum og sagði okkur af reynslu sinni i lif- inu og hvatti okkur til dáða. Guðný var alltaf opin fyrir nýjum hugmyndum og jákvæð, hún var stundum óvægin i gagn- rýni sinni, en var opinská og hreinskilin. Guðný Jónsdóttir starfaði um tima i þvi húsi sem setur þetta blað saman, i Siðumúla 6, og henni fannst eins og öllum hinum sem lögðu nokkuð á sig fyrir hús- bygginguna á sinum tima að þeir ættu hlut I þessu húsi og húsið og blaöiö I okkur. Þegar kom að kosningum, t.d. kosningunum 1978 og 1979, var Guöný meðal þeirra fyrstu sem skráðu sig til sjálfboðastarfa. Hún kom með kökur af óliklegustu tegundum á kosningaskrifstofurnar. Hún var svo vinsamleg að heimsækja mig eitthvað einu sinni eða tvisvar eftir að ég var orðinn ráðherra og settist niður i Arnarhvál og þaö var gaman að fá hana I heimsókn. Núna siðustu árin hefur hún átt við veikindi að striða: hún missti dóttur sina á besta aldri fyrir fáeinum árum. Það varð henni mikiö áfall. En Guðný bar ekki sorgirnar utan á sér þó þær væru vafalaust þungar sem blý. Hún gekk reist til allra verka og um- fram allt þá hafði hún þrótt til að bera fram málstað sem hugsjónin blés henni I brjósti frá ungum aldri. Guöný Jónsdóttir var fædd 5. águst 1910 á Melum i Fljótsdal. Hún dó núna 5. april 1982, tæplega 72ja ára að aldri. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Ingi- mundur Bjarnason, járnsmiður, og ég votta Ingimúndi mina dýpstu samúð. Foreldrar Guðnýjar voru Arnfriður Eðvaldsdóttur og Jón Mikaels- son, bóndi. Systkinin voru sjö alls, en þrjú eru nú á lifi. Guðný missti ung föður sinn, 10 ára að aldri og leystist heimilið þá upp. Hún fór þá meö yngri bróöur sinum sem vinnukona að Akri i Norðfiröi og vann þar fyrir honum. Hún hélt til Seyðisfjaröar 1929 og þar kynntist hún eiginmanni sinum, Ingi- mundi Bjarnasyni. Þar hófu þau sinn búskap. Ingimundur og Guöný eignuðust eina dóttur, Gróu Vai- geröi, sem lést fyrir tæpum fjórum árum á besta aldurs- skeiöi. Aður hafði Guðný eignast dóttur, Helgu Sæmundsdóttur, sem Ingimundur gekk i föðurstað. Þau Ingimundur og Guðný fluttust frá Seyðisfirði suður til Keflavikur og siðar bjuggu þau á Seltjarnarnesi. Ingimundur stundaöi sjósókn á þessum árum, en var ennfremur i mörg ár við járnsmiðar I Vélsmiðjunni Héðni. Guðný gekk að margvis- iegum verkum og sinnti m.a. veitingarekstri og rak matsölu viðsvegar i Reykjavik um margra ára skeiö. Siðast rak hún veitingasölu i fjölda ára I Aðal- stræti 12, þar sem ég kynntist henni fyrst, en hún brá búi þar og keypti býlið Vatnsenda i Villinga- holtshreppi þar sem hún bjó siöan til 1973. Þá tók Ingimundur Berg- mann dóttursonur hennar við búskapnum á Vatnsenda en þau Ingimundur og Guðný ólu Ingi- mund Bergmann upp. Eftir að hún hætti búskap á Vatnsenda bjuggu þau hér I Reykjavik. Guðný hafði ævinlega mikinn og brennandi áhuga á réttinda- málum alþýðu i iandinu. Hún var traustur liðsmaður okkar hug- sjóna og vafalaust hafa kjör yngri ára mótað hug hennar og athöfn á siöari áratugum. Hún starfaði i verkalýðsfélögum, vann ötullega fyrir starfsfólk i veitingahúsum og var formaður Félags starfs- fólks i veitingahúsum á árunum 1956-1962 og sótti þing Alþýðu- sambands Islands fyrir þeirra hönd. Guðný og dóttir hennar, Gróa Valgerður, önnuðust kaffiveit- ingar fyrir starfslið Þjóðviljans um nokkurt skeið. Ég leyfi mér fyrir hönd þeirra sem þá störfuðu i Þjóöviljahúsinu aö þakka þeim fyrir það sem þær gerðu fyrir starfsliöiö til að gera þetta hús i Siðumúla 6 að heimili okkar allra sem unnum hér meirihluta sólarhringsins. Ég vil með þessum fáu orðum flytja Guðnýju Jónsdóttur og fjölskyldu hennar innilegar þakkir fyrir góða lið- veislu á undanförnum áratugum. Þó þeir séu aðeins tveir áratug- irnir, sem ég var samferða Guðnýju Jónsdóttur með einum eða öðrum hætti er hún mér samt minnisstæö og verður um langa framtiö, fyrst og fremst vegna þess aö vinátta hennar var hlý og hugsjón hennar var hrein og bein. Ég sendi Ingimundi og öðrum vinum og vandamönnum Guðnýjar samúðarkveðjur okkar félaganna. Svavar Gestsson Þórður Benediktsson látinn Hans minnst á alþingi í gær i upphafi þingfundar i gær minntist Jón Helgason forseti sameinaðs alþingis Þórðar Bene- diktssonar fyrrverandi aiþingis- manns Sósialistaflokksins og for- ystumanns i samtökum berkia- sjúkiinga: Aður en gengið verður til dag- skrár vil ég minnast Þórðar Benediktssonar fyrrverandi al- þingismanns, sem andaðist I gær- morgun, 14. april, 84 ára að aldri. Þórður Benediktsson var fædd- ur 10. mars 1898á Grenjaðarstað i SuðurrÞingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Benedikt prófastur þar Kristjánsson og Ásta Þórarins- dóttir seinni kona hans. Hann lauk verslunarskólaprófi i Reykjavik vorið 1919. A árunum 1919—1920 vann hann verslunar- störf i Reykjavik, en dvaldist sið- an erlendis 1920—1923. 1 febrúar 1924 settist hann að i Vestmanna- eyjum, hafði þar á hendi verk- stjórn og starfaði auk þess við fiskmat og verslun fram til ársins 1942. Upp frá þvi átti hann heimili i Reykjavik, vann hjá Sambandi islenskra berklasjúklinga 1943—1974 og var framkvæmda- stjóri Vöruhappdrættis SIBS frá stofnun þess 1949 til 1967. Hann var varaformaður stjórnar Sambands islenskra berklasjúk- linga 1946—1954 og formaður þess 1955—1974. Þórður Benediktsson varð landskjörinn alþingismaður i haustkosningunum 1942. Kom hann til þingsetunnar 14. nóvem- ber,en varöað þingsetningardegi liðnum að hverfa frá störfum vegna veikinda. Atti hann ekki afturkvæmt til þings vegna heilsuleysis fyrr en 1. febrúar 1946, en sat þá á þingi þrjá mán- uði i lok kjörtímabilsins. Þing- saga Þórðar Benediktssonar varð þvi ekki löng. A öðrum vettvangi varð hann þjóðkunnur. Hann átti við berklaveiki að striða og þekkti af eigin raun örðugleika berkla- sjúklinga i lifsbaráttunni. Á sjúkdómsárum hans stofnuðu berklasjúklingar og stuðnings- menn þeirra samtök til að bæta hlut berklasjúklinga, einkum þeirra sem áttu afturkvæmt úr sjúkrahúsum. Þar var hann einn forustumanna sem unnu af eld- móöi að þvi aö gera hugsjónir að veruleika. Boðskapur þeirra fékk hljómgrunn hjá alþjóö, og vitni um árangur þeirra samtaka má meðal annars sjá á Vinnuheimil- inu á Reykjalundi, sem hefur vakið verðskuldaða athygli viða um lönd, og á vinnustöðvum ör- yrkja á öðrum stöðum. Þar sér stað farsæls ævistarfs Þórðar Benediktssonar og samstarfs- manna hans. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Þórðar Bene- diktssonar með þvi að risa úr sæt- um.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.