Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 2
- ...............~ . .aprll---- Spjallað við Sigur- laugu Gunnlaugs- dóttur og Jónas Gústafsson í Vinnu- verndarhópnum Könnun á vinnu- umhverfi og félags- legri aðstöðu verka- fólks Aö tíllögu Svövu Jakobsdóttur í Jafnréttisnefnd Norrænu ráð- herranefndarinnar var sam- þykkt i lok siðasta árs aö veita fé til rannsóknar á afkasta- hvetjandi launakerfum (bónus) og tengslum þeirra við stöðu kvenna á vinnumarkaðnum og á heimilinu mcð tilliti til jafn- réttis. i framhaldi af þessu út- hlutaði Jafnréttisnefndin 340.000 isl. krónum til þcssa verkefnis og um framkvæmdina sjá 4 islendingar, þau Einar Baldvin Baldursson, Gylfi Páll Hersir, Jónas Gústafsson og Sigurlaug Gunnlaugsdóttir. Viö snerum okkur til þeirra tveggja siðast- töldu og spurðum þau fyrst hvar rannsóknin færi fram: „Hún mun fara fram bæði á tslandi og i Danmörku. t Danmörku tekur hún til verka- fólks i fiskiðnaöi en hér nær hún til nokkurra iðngreina þar sem konur eru fjölmennar, þ.e.a.s. fiskvinnslu, fataiðnaöar og mat- vælaiðnaðar. Aöaluppistaðan verður spurningaiistakönnun, þar sem verkafólk verður beðið um að lýsa vinnuumhverfi sinu og félagslegri aðstöðu”. m. Sigurlaug Gunnlaugsdóttir og Jónas Gústafsson: Vinna aö rannsókn á afkastahvetjandi launakerfum ojf tengsfum þeirra við stöðu kvenna á vinnumarkaðnum og á heimilinu meö tilliti til jafnréttis. Ljosm. — eik. Að hverju beinist könnunin? „Ætlunin er aö sá þáttur sem snýr að jafnrétti beinist einkum að mismun á vinnutima og launum kynjanna, uppsögnum og ólikum tengslum við börn og heimili. Við reynum að meta hvaða áhrif bónusinn hefur á at- vinnuþátttöku kvenna. Þá verð- ur heilsufar verkafólks kannað svo og streita og aðbúnaðar- vandamál og athugað hvort finna megi mun á aðstæðum þeirra sem vinna á timakaupi og hinna sem vinna ákvæðis- vinnu. En lokamarkmiðið er að fá sem gleggsta mynd af vinnu- aðstæðum verkafólks, þar á meðal ólikum launakerfum”. Hvernig er ætlunin að bera sig að? „Við munum leita til um 500 manns i Danmörku en 1500 manns hér heima. Þvi miður höfum við ekki peninga til að fara um allt land en það gæfi að sjálfsögðu gleggsta mynd af ástandinu. Hins vegar höfum viö sótt um fé til rikisstjórnar- innar, og hlotið stuðning Alþýðusambandsins, Iðju og Verkamannasambandsins við erindi okkar þar um. Þessi sam- bönd verkafólks hafa ritað bréf til fjármálaráðherra þar sem þau lýsa yfir stuðningi við okkar fyrirætlanir og sömuleiðis hefur félagsmálaráðherra tekið vel i okkar erindi. Við erum þvi bjartsýn um aukinn fjárhags- stuðning frá islenskum yfir- völdum”. Og hvað eruð þið að gera þessa dagana? „Sem stendur er verið að gera spurningalista og hafa samband viö aðila þar sem könnunin verður gerð. Sjálf könnunin mun fara fram i september n.k. Stefnt er að innheimtu allra spurningalista fyrir áramót og komi fyrstu niðurstöðurnar út i byrjun næsta árs. Þeim mun verða dreift til félagsmanna viðkomandi verkalýðsfélaga og annarra þeirra sem máliö snertir. Við höfum einnig unnið að þvi að kynna þessa fyrirhuguðu rannsókn, bæði i samböndum verkalýösfélaganna svo og Vinnuveitendasambandinu og Vinnumálasambandi Sam- vinnufélaga. öllum þessum aðilum mun gefinn kostur á að taka afstöðu til spurningalist- anna áður en þeir veröa sendir út.” Þið munuð koma inn á marga þætti vinnunnar og vinnuum- hverfis? „Vegna óvissu um endanlegt fjármagn til könnunarinnar er úmfang hennar ekki ljóst i dag. En hér er á ferðinni fyrsta könn- unin sem athugar áhrif bónus á launakjör og stöðu kvenna á vinnumarkaönum. Okkur finnst einsýnt að inn i umræðu um jafnrétti hljóti að spinnast staða fólks á vinnumarkaðnum og ef verkafólk er tekið sérstaklega inn i þá mynd virðist margt benda til að bónuskerfið tiðkist mest i atvinnugreinum þar sem konur eru fjölmennar. Þetta hefur orðið til þess að álag á konur hefur aukist, þvi samfara afkastahvetjandi launakerfi vinna þær heima fyrir i jafn- miklum mæli og áður. Við viljum skoða þessa þætti og kanna með hvaða hætti þetta hefur áhrif á heilsufar, streitu, aðbúnað o.fl. o.fl. Hins vegar er alls ekki ætlun okkar að for- dæma bónuskerfið sem slikt, aðeins að fá fram niðurstöður sem verkalýðsfélögin og aðrir geta unniö úr.” Svlnharður smásál Eftir Kjartan Arnórsson ég- ee ekk\ SeiNL.i'NtS ^KKTU/d, P'Y/2/í? VOfíNN- Á KTEieLEIK HOlfíN' Kichard litli, passaðu fæturna! Þú gætir brunnið! Richard litli, fleygðu snuöinu, það er útataö i bakterium! Richard litli, settu húfuna á þig, sólin er hættuleg! Það er sagt að móðir sé manni ALLT! Það sem ekki er nefnt er ALLT sem það hefur í för með sér 10 sæmdir riddara- krossi Forseti íslands hefur sæmt eftirtalda tslendinga riddara- krossi hinna islensku Fálka- orðu. Davið Sch. Thorsteinsson, framkvæmdastjóra, fyrir störf að iðnaðarmálum. Erlend Arnason, oddvita, Skiðbakka, Austur-Landeyjahreppi, fyrir félagsmálastörf. Guðgeir Jóns- son, fv. bókbindara, fyrir félagsmálastörf Frú Ingibjörgu Halldórsdóttur, Akureyri, fyrir félagsmálastörf. Sigmund Jóhannsson, uppfinningamann, Vestmannaeyjum, fyrir nýj- ungar á sviði öryggismála sjó- manna. Sigurð Kristjánsson, skipstjóra, Hellissandi, fyrir störf að sjávarútvegsmálum. SigurðSkúlason, magister, fyrir störf á sviði fræðslumála. Sören Sörensson, þýðanda, fyrir störf á sviði menningarmála. Olf Sigurmundsson, framkvæmda- stjóra, fyrir störf að útflutnings- málum. Þuriði Pálssdóttur, óperusöngvara, fyrir tónlistar- störf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.