Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 27
t { r y ?.?di .££' ffi? 4 n vOó'. i Fimmtudagur 22. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 27 A íþróttir 1 iþróttir 1 íþróttirffj „Við erum bikarmeist- arar"—KR-ingar virða fyrir sér bikarinn lang- þráða sem þeir unnu nú i fyrsta skipti. Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari KR hysjar upp um sig buxurnar í loftinu en það var fyrsta verk’ KR-inga í leikslok að „toll- era" hann. Myndir: eik KR blkar melstarí KR er bikarmeistari karla i handknattleik 1982. 1 gærkvöldi sigraði Vesturbæjarliðið FH I úr- slitaleik i Laugardalshöll 19-17 i hörkuspennandi leik en KR var yfir i hálfleik, 9-8. KR haföi for- ystu mest allan timann og sigur- inn var sanngjarn. Liðið sýndi mikinn „karakter” I gærkvöldi, náði undirtökunum á ný eftir að FH hafði unniö upp fjögurra marka forystu KR i fyrri hálf- leiknum og komist yfir. Þegar 12 sek. voru eftir minnkaði Kristján Arason muninn i 18-17 með marki fyrir FH úr vitakasti Jóhannes Stefánsson tryggði sigur KR með marki á siðustu sekúndunni. „ Sigruðum á samheldninni” „Það var frábært að vinna þennan leik og miklu takmarki náð að vera orðnir bikarmeist- arar”, sagði Alfreð Gislason stór- skytta úr KR eftir leikinn. Viö sigruðum þennan leik fyrst og fremst á samheldninni og sér- staklega góðum undirbúningi siöustu vikuna. Það veröur gaman að spreyta sig i Evrópu- keppninni, ekki síst með Danann Anders Dahl Nilsen sem leik- mann og þjálfara”, sagði Alfreð. KR náði góöri forystu i byrjun, 5-1 og 6-2, en þá kom afleitur kafli hjá liðinu. Alfreð var tekinn úr umferð og sóknin varð ráöleysis- leg. FH skoraði fimm mörk i röö og komst i 6-7, en KR náði yfir- höndinni á ný og var yfir 9—8 i hálfleik. í siðari hálfleik munaði aldrei meiru en tveimur mörkum og oft jafnt. FH tókst aldrei að komast yfir þrátt fyrir góð tækifæri, ekki sist vegna góðrar markvörslu Gisla Felix markvarðar KR. Taugaspenna háði FH-liðinu mjög framan af en KR ingar virt- ust hins vegar koma mjög af- slappaðir til leiks. Alfreö var tekinn úr umferö lengst af en reif sig nokkrum sinnum lausan og skoraði glæsileg mörk. Haukur Geirmundsson og Gisli Felixáttu einnig góðan leik, en að þeim ólöstuðum var Gunnar Gislason besti maður liðsins. Hann er nef- brotinn en sýndi af sér mikla hörku með þvi að leika og hvað eftir annað átti hann fallegar sendingar sem gáfu mörk auk þess sem hann skoraði tvö sjálfur. Hjá FH stóðu Kristján Arason og Haraldur markvörður upp úr en aðrir áttu misjafnan dag. Mikið var um óti'mabær skot og marktilraunir úr vonlitium færum. FH verður þvi að sætta sig við annað sætið f bikarnum, eins og i 1. deildinni. Mörk KR: Alfreð 6, Haukur G., 4, Jóhannes 3, Gunnar 2, Ólafur 2, Friðrik 1 og Haukur O. 1. FH: Kristján 9, Hans 3, Valgarð 2, Finnur 1, Guðmundur 1 og Sveinn 1. Rögnvaldur og Arni dæmdu þokkalega. — vs. Evrópumótin í knattspyrnu: Aston Villa gegn Bayern Miinchen í úrslitaleik — og Gautaborg frá Sviþjóð er komið í úrslit UEFA-bikarsins Tommy Holmgren og Stig Fredriksson skoruöu mörk Gautaborgar gegn Kaiserslautern í gærkvöidi. Aston Viila frá Englandi og Bayern Mlinchen frá Vcstur-Þýskalandi leika tii úr- slita i Evrópukeppni mcistaraliða i knattspyrnu. 1 gærkvöldi náöi Villa jafntefli gegn Anderlecht i Belgiu, 0-0, eftir að hafa unniö fyrri leikinn 1-0 og Bayern vann búlgarska herliöið CSKA Sofia 4-0 i MQnchen eftir 4-3 tap i Búlgariu. Barcelona frá Spáni og Standard Liege frá Belgiu leika til úrslita i Evrópukeppni bikarhafa og Gautaborg frá Sviþjóð mætir Hamburger SV frá Vestur-Þýska- landi i úrslitaleik UEFA-bikars- ins. Evrópukeppni meistaraliöa Anderlecht-Aston Villa...0-0 (A. Villa áfram samanlagt 1-0) Bayern-CSKA Sofia........4-0 (Bayern áfram samanlagt 7-4) Aston Villa var mun sterkari aðilinn i Belgiu og þvi ekki nema sanngjarnt aö liöið kæmist i úr- slit. Mark var dæmt af Peter Withe i byrjun siðari hálfleiks og rétt á eftir varði belgiski mark- vörðurinn glæsilega frá Gary Shaw. Atök sem brutust út milli áhangenda liðanna settu leiðin- legan svip á leikinn. Paul Breitner og Karl-Heinz Rummenigge skoruðu tvö mörk hvor i stórsigri Bayern. Asgeir Sigurvinsson lék siðustu 15 minútur leiksins meö Bayern. Evrópukeppni bikarhafa Barcelona-Tottenham .....1-0 (Barcelona áfram samanlagt 2-1) Uppreisn æru hjá Man.City Manchester City hlaut nokkra uppreisn æru eftir þrjú slæm töp i 1. deild ensku knattspyrnunnar er liðið sigraði WBA á útivelli i gær- kvöldi O-l. Staöa WBA i fallbaráttunni versnar stööugt og hefur aöeins unnist einn af siöustu 14leikjunum i 1. deild. Urslit i gærkvöldi: 1. deiid: WBA-Man. City ...............0:1 2. deild: Chester-Bristol C............0:0 4. deild: Hereford-Blackpool...........2:1 Peterboro-Sheff. Utd.........0:4 — VS. Standard-D.Tiblisi.........1-0 (Standard áfram samanlagt 2-0) Daninn Allan Simonsen geröi draum Tottenham um sæti i úr- slitum að engu er hann skoraði eina markið i leiknum i Barce- lona. Jos Daerden skoraði sigur- mark Standard Leige gegn hand- höfum Evrópubikarins, Dinamo Tiblisi frá Sovétrikjunum, og það var einmitt hann sem geröi markið i fyrri leik liðanna. UEFA-bikarinn Gautaborg-Keiserslautern .... 2-1 (Gautaborg áfram samanlagt 3-2) Hamburger-Radnicki........5-1 (Hamburger áfram samanlagt 6-3) Sænska liðið Gautaborg hefur komið gifurlega á óvart i UEFA-bikarnum i vetur og nú er liðið komið i úrslit eftir sigurinn á Kaiserslautern. Tommy Holm- gren skoraði rétt fyrir hlé en Rainer Geye jafnaði á 58. min. Jafnt 1-1 eins og i Vestur-Þýska- landi og þvi framlengt. I fyrri hlutanum var Torbjörn Nilsson felldur innan vitateigs og Stig Fredriksson skoraði sigurmarkið úr vitaspyrnunni. Frábær árangur Svianna og i annað skiptið á fjórum árum sem sænskt liö kemst i úrslit i Evrópukeppni. Mótherjarnir veröa Hamburg- er sem möluðu Radnicki Nis frá Júgóslaviu 5-1. 1 hálfleik var staðan 3-0. Jimmy Hartwig og Thomas von Hessen skoruðu tvö mörk hvor og Felix Magath eitt en Panajotovic svaraöi fyrir Júgóslavana. —VS |HM í hættu vegna ] jFalklandseyjanna! j j Farið hefur verið þess á leit við FIFA að j ! Argentinumönnum verði meinuð þátttaka Tveir fyrrverandi íþróttamá laráðherrar ■ Bretlands skoruðu í gær á I FIFA, alþjóða knatt- I spyrnusambandið, að úti- * loka Argentínumenn frá heimsmeistarakeppninni [ i knattspyrnu sem fram Ifer á Spáni i sumar vegna innrásar Argentínu á Falklandseyjum, ef þeir j kalli ekki herliðið á brott frá eyjunum. Þeir segjast vissir um að margar þjóðir muni neita að taka þátt i keppninni ef Argen- tina verði meðal þátt- tökuþjóða. Núverandi iþróttamálaráö- herra, Neil MacFarlane, sagöi bresku stjórnina ekki hafa nein áform um aö meina bresku lið- unum þremur, Englendingum, Skotum og Norður-trum, þátt- töku. Deilur sem þessar gætu hæg- I lega eyðilagt heimsmeistara- I keppnina. Hætt er við að verði , Argentinumönnum meinuð I þátttaka, muni þaö leiða til þess | að aðrar Suður-Amerikuþjóðir * sitji heima og þá verður litið I orðið gaman aö keppninni. Von- I andi leysist deila Breta og Arg- I entinumanna hiö fyrsta svo ■ heimsfriönum og heimsmeist- I arakeppninni verði ekki ógnað I meira en þegar er oröið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.