Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Laugavegurinn gerður að göngugötu? Hugmyndir þær sem danska teiknistofan sem Anders Nyvig veitir forstööu og borgarskipulag hafa kynnt aö undanförnu hafa verið mikið ræddar manna i mill- um. Þær tillögur Nyvig og félaga sem hvað lengst eru komnar I átt til fullmótunar gera ráð fyrir lok- un Laugavegarins og að umferð strætisvagna verði upp og niður Hverfisgötuna; þaðan hverfi öll önnur umferð. Valkostirnir eru þó margir, það hefur t.d. komið til tals að hólfa af einhver ákveðin svæði á Laugaveginum og einnig vcrður að taka Bankastrætið inn i dæmið þegar rætt er um umferð niður þessa fjöiförnustu götu landsins. Þjóðviljinn gerði ú leiðangur i gær til að fá skoðani nokkurra vegfarenda á þeim hug myndum sem fram hafa komið o þó og sérilagi spurningunni sem brennur á vörum hvers manns hvort I.auga vegurinn verð gerður að göngugötu. Fara svörin hér á eftir. Vilberg & Þorstein að gera, en það er eins og margir sjálfsagt vita verslun með Hitachi sjón- varpstæki. Vilberg var spurður um það hvernig breyting gamla bæjarins, og þá einkum hvort Laugavcgurinn yrði göngugata eða ékki, horfði við kaupmönn- um: „Þetta liggur ákaflega ljóst fyrir. Laugavegurinn er i raun og veru eina almennilega verslunargatan i Reykjavik og ef það á að fara út i það að gera Laugaveginn að göngugötu þá þarf að gera þaö almennilega, byrja á réttum enda. Það er ekki hægt aö loka honum nema næg bilastæöi séu i námunda viö Laugaveginn. Bilastæði við Laugaveginn munu nú vera um 100 talsins. Ég hygg að kaupmenn séu ekkert á móti þvi að gera Laugaveginn meira að- laðandi. Það eru ýmsar hug- myndir uppi t.d. aö hita hann upp, setja gróöurreiti hingaö og þangað eða setja þak yfir hann. En þetta kostar peninga og þeir virðast ekki vera til.” \~Vilberg \ Sigurjónsson: i Viljum ; Laugaveg i ur batni, en versni ! ekki IVerslanir og fyrirtæki á Laugaveginum munu vera eitt- hvaö um 300 talsins og þar af eru fataverslanir stór partur, i Ikringum70talsins.Liklcgahafa fáir velt fyrir sér hversu marg- ar þær verslanir eru sem menn hafa að vclja úr á leið niöur ILaugavcginn en þannig lita grófustu tölur um það efni út. Einn þeirra sem er mcð verslun t á Laugaveginum er Vilberg • Sigurjónsson sem hefur með r Guðbjörg i Guðmundsdóttir: Hreinn kleppur ,,Fg vildi svo sannarlega að Laugavegurinn yrði lokaöur fyrir umferö og gerður að göngugötu,” sagði glaðleg kona, Guðbjörg Guðmunds- dóttir sem næst varö á vegi okkar. „Þetta yröi til mikilla bóta fyrir allt mannlif, þannig er þetta lika á öilum meiriháttar imI verslunargötum á Norður- löndunum. Þessi bilastæði hérna, hangandi utan i fólki eru hreinn kleppur. Já, já bilageymsluhús kemur einnig vel til álita. Ég held það yrði til góðs,” sagði Guöbjörg. Bjarni Guðmundsson: Líst vel á göngugötu Bjarni Guðmundsson var á hraðri ferð upp Laugaveginn þegar blaðamaöur náði tali af honum. Hann kvaðst vera utan að landi og vissi þvi minna um umferöarskipulag höfuðborgarinnar fyrir vikiö. „Svona i fljótu bragði list mér vel á þessar hugmyndir,” sagði Bjarni. „Ég versla lang- mest á Laugaveginum þegar ég er hérna i bænum og það gengur ekkert alltof greiðlega að komast niður hann, jafnvel þó maður sé fótgangandi. Það myndi vera til bóta að koma fyrir bilageymsluhúsi ein- hversstaðar á góðum staö i miðbænum,” sagði Bjarni. Ragnheiður Pálsdóttir: Strætó upp og niður Hverfisgötu „Já, ég var að hugsa aðeins um þetta i morgun. Vcistu hvað ég held aö það borgi sig ekki að loka Lauga- veginum fyrir umferð,” sagði Ragnheiður Pálsdóttir sem næst varð á vegi okkar Gunnars Ijósmyndara. „Hinsvegar er ég hlynnt ýmsum öðrum hugmyndum sem fram hafa komið s.s. að láta strætisvagna ganga upp og niður Laugaveginn. Þá finnst mér að fólk sem vinnur við Laugaveginn ætti að eftirláta þeim sem þurfa aö sækja þangaö bæöi verslun og þjónustu. Gamli bærinn má vel við smá andlitslyftingu,” sagði Ragnheiður. Gréta Þórðardóttir: Líst illa á breytingarnar „Mér líst afleitlega á það að gcra Laugaveg að göngu- götu,” sagði ung kona með barn sitt biöandi eftir strætis- vagninum. „Ég bý reyndar hérna á Laugaveginum og starfa einnig við Laugaveginn. Fólk sem kemur í heimsókn til manns verður að hafa einhver stæði fyrir bilana sina. A hinn bóginn finnst mér að það mætti taka fyrir umferð strætisvagna i gegnum Laugaveginn ’’ sagði kona sem heitir Greta Þórðar- dóttir, Hún gat ekki sagt mikið meira þvi strætisvagninn kom skyndilega brunandi og af honum mátti hún ekki missa.... (jnnar: GÓð hugmynd „Mér list ágætlega á það að loka Laugaveginum fyrir um- fcrð, sagði Jón Ormar sem varð á vegi blaðamanns þar sem hann gekk i hægðum sinum niður Bankastrætið. „Ég fer þessa leiö oft, bæði fótgangandi og i bil. Bila- geymsluhús? Tja, ekki hef ég nú hugsað svo mikið út i það.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.