Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 3
Fimmilidagur 22. april 1982 ÞJÖÐVILJÍNN — 's'íÐA 3 Pólskir flóttamenn til íslands? Ríkisstjórnin samþykkti í febrúar að bjóða 20-25 Pólverjum landvist Á ríkisstjórnarfundi hinn 9. febrúar sl. var samþykkt tillaga frá utan- ríkisráðherra um að bjóða 20—25 pólskum flótta- mönnum að setjast hér að, en tillaga þessi var tilkom- in vegna beiðni Flótta- mannastofnunar Samein- uðu þjóöanna. Ríkisstjórn- in fór þess siðan á leit við Rauða kross islands, að hann annaðist framkvæmd máls þessa. Jón Ásgeirsson hjá Rauða krossi íslands sagði i samtali við blaðið, að enn væri óvist hvort einhverjir flóttamenn kæmu til landsins. Rauði krossinn hefði haft samband við alþjóða Rauða krossinn i Genf og siðan aust- urrisk yfirvöld, en talið er að um 50.000 Pólverjar dvelji nú i Aust- urriki, þar af 30.000 flóttamenn. Rauði kross Islands stendur nú i viðræðum við yfirvöld þar. Jón sagði, að nú yrðu atvinnu- möguleikar og húsnæðis kannaðir hér á landi og upp úr þvi yrði væntanlega einhver sendur frá Rauða krossi tslands til Aust- urrikis til viðræðna við flótta- fólkið þar. Kvað Jón alla vinnuna gerða i náinni samvinnu við dómsmálaráðuneytið, en undir þaö fellur útlendingaeftirlitið, og félagsmálaráðuneytið, en það veitir atvinnuleyfin. Meira kvað hann ekki unnt að segja á þessu stigi — málið væri i athugun enn sem komið væri, og engar ákvarðanir haf.i verið teknar. — ast. Ljósmyndasýning í MÍR-salnum Ein Ijósmyndanna á sýningunni iMlR-salnum. Hún var tekin I fjöltefli sem skáksnillingurinn Mikhael Tal hélt hér á landi meðfram Reykja- víkurskákmótinu 1964. Halldór var fenginn til aö leika fyrsta leiknum fyrir einn andstæðinga Tal. Sumardagurinn fyrsti: Hátíðahöld í Kópavoginum Kl. 11. f.h. verður skátamessa i Kópavogskirkju. Kl. 13.15 vcrður safnast saman við Kársnesskóla og gengið i skrúðgöngu undir fánaborg skátanna og lúðra- sveitarleik Skólahljómsveitar Kópavogs að Vighólaskóla. Skrúðgangan hefst kl. 13.30 Kl. 14.00 mun Hjálmar Ólafsson setja hátiðina með ávarpi^að þvi loknu fer fram viðavangshlaup Í.K. með þátttöku allra hlaupa- glaðra barna i Kópavogi. Þá mun „Galdraland” sjá um kynningu á skemmtidagskránni, sem inni- Á sumardaginn fyrsta veröur haldin f jölskv lduskem mtun i Laugarneshverfi. Dagskráin hefst með skrúðgöngu frá Hrafn- istu kl. 10.30 og verður þaöan gengið til æskulýðsguðþjónustu i Laugarneskirkju sem hefst kl. 11.00. Dagskráin hefst að nýju kl. 14.30 við iþróttahús Armanns og verður þannig: Kl. 14.30 Lúðrasveit Laugar- heldur m.a. fimleika, töfrabrögö, söng og lúðrasveitarleik. Að þvi loknu verður diskótek og kvik- myndasýning i skólanumþar sem öllum gefst kostur á að hlusta, sjá og hreyfa sig. Þá skal þess getið að Skátafélagið Kópar verður með kaffisölu i Félagsheimili Kópavogs frá kl. 15.00. Siglinga- klúbburinn Ýmir verður með opið á sinu athainarsvæði frá kl. 13.00 þar sem allir eru velkomnir. Að þessu sinni eru hátiðarhöld- in i höndum Samkórs Kópavogs. nesskóla leikur. Kl. 15 - 17 tþróttafélagið Armann sýnir júdó, fimleika, glimu og frjálsar iþróttir. A sama tima mun Skáta- félagið Dalbúar verða með skáta- tjaldbúð, tivoli, leiki o.fl. A meðan svæðið verður opið mun Foreldrafélag Laugarnes- skóla verða með öl og sælgætis- sölu á svæðinu og Frjáls iþrótta- deild Ármanns með kaffiveiting- Jafnteflis. ; ! leg biðskák I hjá ! \Guðmundi \ ■ Guömundur Sigurjónsson-J Ístórmeistari byrjar fremur I rólega á opna skákmótinu I sem nú stendur yfir i Gaus- J ■ dal i Noregi. t 1. umferð . Imótsins sem tefld var á I þriðjudaginn gerði hann I jafntefli með svörtu við J ■ Noröurlandameistarann IKnut J. Helmers. Skák hans I við Sviann Wedberg I 2. I umferð fór i bið i gærkvöldi. J ■ „Þetta er orðið heldur , ■ jafnteflislegt. Ég náði betri i Istöðu og síðar vinningstafli I en hann slapp fyrir horn og | þrátt fyrir að ég sé með peð ■ • yfir er staðan að öllum lik- ■ Iindum jafntefli,” sagði I Guðmundur þegar Þjóðvilj- | inn sló á þráö til hans þar , • sem hann sat yfir ■ Ibiðskákinni með Hauki I Angantýssyni. Haukur er | ekki meðal þátttakenda i , ■ mótinu, heldur verður á mót- ■ Istað sem áhorfandi i nokkra daga. Keppendur eru alls 28, þar , • af 4 stórmeistarar og 12 ■ Ialþjóðlegir meistarar. Enginn keppenda hafði unnið | báðar skákir sinar i fyrstu ■ " umferðunum. — hól. I ar. Lánskjaravísitalan 345 Seðlabankinn hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir maímánuð og reyndist hún vera 345. Laugarneshverfi: Fjölskyldu- skemmtun Fjör á sumardaginn fyrsta: Skátar fagna sumarkomu Skátar úr nokkrum skátafélög- um Reykjavikurborgar munu gangast fyrir fagnaði á sumar- daginn fyrsta nú sem undanfarin ár. Skátar munu halda mikla úti- hátið og skemmtun inn viö Elliðárhólma. Hátiðin hefst i rauninni með vinsælasta lið sumardagsins, en það eru skrúð- göngurnar. Nú verða þær fimm talsins: Frá Félagsheimilinu Arseli. Frá verslunarmiðstöðinni Grims- bæ við Bústaðaveg. Frá Breiöholtsskóla. Frá Hólabrekkuskóla. Frá ölduselsskóla. Göngurnar leggja af stað frá hverfunum kl. 13.30. 1 tveimur siðasttöldu göngunum verður gengið aðeins um hverfin (Hóla- hverfi og Seljahveríi) og siöan farið með sérstökum aukavögn- um SVR niður á Elliðaárhólma. Göngunum stjórna skátar og verður fánaborg fremst i hverri göngu. Trúðar og sprellikarlar verða með i göngunum og ekki má gleyma aðstoð lögreglunnar við að koma mannskapnum siysalaust eftir götunum. Flugdrekakeppni Stærsti liðurinn á dagskrá skát- anna er Flugdrekakeppnin 1982 Notast verður við bæði heimatil- búna fiugdreka og eins má nota tilbúna dreka. Keppt verður i tveimur flokkum: Barnaflokkur: 1. Stærsti flughæfi drekinn 2. Minnsti flughæfi drekinn 3. Fallegasti heimatilbúni drekinn 4. Frumlegasti drekinn 5. Hæstfljúgandi drekinn 6. Fallegasta flugið Þabbaflokkur: 1. Stærsti flughæfi drekinn 2. Fallegasti heimatilbúni drek- inn. Veitt verða viðeigandi verð- laun. Og hér er ein hugmynd að flugdreka fyrir keppnina: Dagskráin i Elliðaárhólma Mikið verður um leiki og söngva á hátiðinni. Fyrir utan flugdrekakeppnina má nefna „pósta-keppnina”, en það eru ýmsar léttar sem þungar þrautir, sem þátttakendur veröa að leysa, svo sem linlinukast, sauma tölu á flik, turnbyggingu. Þá má einnig nefna „stóru þrautabrautina” og „litlu þrautabrautina”. Varð-N eldasvæðið verður íjörugt þegar varðeldur verður kveiktur. Þá/ fara skátar með leikþætti og annað skemmtiefni, ásamt þvi að allir þátttakendur taka undir skátasöngvana. --------S/------ VERKFRÆÐINGATAL 1981 ER KOMIÐ ÚT VERKFRÆÐINGAFELAG ISLANDS BRAUTARH0LTI 20 - S. 19717 & 19530

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.