Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 22. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Sú krafa í skáldskap hefur haldið íslendingum uppi... Halldór Laxness hefur komist svo að orði, að það sé hollast að skrif a með því hugarfari að maður sé að senda símskeyti til Falk- landseyja. Og með því að Argentínumenn voru nýbúnir að ráðast á þessar eyjar sagði ég um leið og við settumst niður: Nú fjölgar heldur simskevtum til :Falklandseyja. Mikiö rétt, sagöi Halldór. Ég sagöi vist aö ef menn væru skyldaöir til aö borga fytir hvert orö sem þeir setja á blað, þá væri miklu betri still skrifaöur bæöi hér og annarsstaö- ar. Amk. stuttoröari. Sá sem sim- ar til Falklandseyja hefur áreið- anléga nauösynlegt erindi aö reka... Af dagblöðum Fréttir dagsins gáfu lika tilefni til aö minnast á útþenslu dagblaö- anna sem Halldór nefndí svo. Eins og stundum áöur haföi hann nokkur vel valin orö um málfars- syndir blaöamanna og svo fargan allskonar sem dregur blöðin niöur — litt þolandi hrepparig, félags- málaþembu og fleira þesslegt. Kyndugir menn íslendingar, sagði hann. Stundum spakir aö viti en stundum alveg blankir, rétt eins og þeir heföu aldrei verið i heiminum. En rithöfundar hafa fyrr og siðar haft næmt auga á dag- blöð. Ég minnist á Dostoéfski sem tindi æsileg tiöindi upp úr blööum og notaði i skáldverkum. Já,hann vann með slikum meö- öium, sagöi Halldór. Fékk heil plott, söguþræöi, úr blöðunum. Þú hefur aldrei leikiö þaö? Nei, ekki svo ég geti bent á þaö. En ég hef veriö grlöarlegur dag- blaöalesari. Og eftir þvi óvæginn gagn- rýnandi dagblaöa? Dagblöð velgja mönnum stundum undir uggum. Sum blöö gera ráö fyrir þvi aö þau séu skömmuö á móti og eru þvi fegin, en önnur eru heiöarleg og setja upp kirkjusvip viö hvert tækifæri og verða hissa ef ein- hverjir menn úti I bæ fara aö finna að við þau. Samviska heimsins Fyrir réttum áttatiu árum var veriö að jaröa Emile Zola, sagði ég, og viö sáum i sjónvarps- þáttum um hann og Dreyfusar- málin, aö áhrifavald rithöfundar sýnist mjög mikiö á þessum tima. Meira aö segja háöfugl eins og Anatole France segir i útfarar- ræöu aö Zola hafi tekist aö verða, um tima aö minnsta kosti, samviska mannkynsins. Stóöu rithöfundar i raun og veru vel aö vigi á þeim tima, eöa var þetta sjálfsefjunartal? Ýmsir höfundar hafa fyrr og siðar gefiö sig út fyrir aö vera samviska heimsins, eöa einhvers geira af honum, svaraöi Hallör. Og þaö er alkunna hvernig skáld hafa tint upp heimsstefnur og gert þær aö sinu einkamáli. A þessu bar mikið á. framfara- og upplýsingaöld eins og þeirri nitj- andu. Hún tók fegins hendi viö málflutningi þeirra sem studdu skoöanir timans eöa öllu heldur rök timans. Og þaö voru vissu- lega rök timans sem komu fram hjá Zola, hann mælti á þeirri stundu 1 sögunni fyrir munn þeirra. En ég veit ekki hvort þaö þýddi að tala núna eins og hann geröi, eins vist þaö verkaöi hlægi- lega. Vegna þess aö möguleikar bók- mennta séu aörir núna? Staöa bókmennta er allt önnur nú en hún var á nitjándu öld, jafn- vel svo seint sem á dögum Dreyf- usarmála. En þetta var merkileg saga, sem Frakkar voru aö sýna okkur. Einkum i einu atriöi: þegar fundum þeirra Zola og Dreyfusar ber loksins saman. Það var stór- kostlegt: Þaö haföi ekkert komiö Sjá næstu síðu r Arni Bergmann rœðir við HALLDOR LAXNESS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.