Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 29
Fimmtudagur 22. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 29 leiklist tónlist myndlist Þetta eru nemendur 3. bekkjar I Leiklistarskóla fslands, sem flytja ljóð Halldórs Laxness í Norræna húsinu. Ljósm. gel — Endurtekið vegna mikillar aðsóknar: Ó, hve létt er þitt skóhljóð Vegna mikillar aösóknar verður dagskráin úr ljóðum Halldórs Laxness, „Ó, hve létt er þitt skóhljóð", sem nem- endur 3. bekkjar Leiklistarskóla tslands frumfluttu sl. sunnudag, endurtekin i þriðja sinn á morgun, föstudag 23. april, kl. 20.30 í Norræna húsihu. Fyrirhuguð er fjórða sýning i Norræna húsinu iaugardaginn 1. mai kl. 17.00. Aðgöngumiðar á dagskrána eru seldir i Norræna húsinu og kosta kr. 50, Don Kíkóti 'Don Kikóti hefur undanfarið verið sýndur i Alþýðuleikhúsinu vib mjög góðar undirtektir áhorfenda, svo og einróma lof gagnrýnenda. En nú fækkar sýningum og eru aðeins ráð- gerðar tvær sýningarhelgar i viðbót sökum leikferðar Alþýðuleikhússins með sýning- una „Elskaðu mig", en sama fólk vinnur að miklu leyti við báðar þessar sýningar. Næstu sýningar á Don Kikóta verða i dag, sumardaginn fyrsta, og n.k. laugardag, 24. april. Báðar sýningarnar hefjast klukkan hálf niu. Arnar Jónsson leikur Don Kikóta — snilldarlega segja allir gagnrýnendur. Hér er hann i hlutverki sínu ásamt Sif Ragn- hildardóttur. Súrmjólk með sultu í dag Alþýðuleikhúsið sýnir barnaleikritið „Súrmjóik með sultu" i Hafnarbiói i dag, sumardaginn fyrsta 1982. Sýningin hefst kl. fimm siðdegis. Aukasýning á Elskaðu mig Alþýðuleikhúsið sýnir „Elskaðu mig" eftir dönsku skáldkonuna Vitu Andersen á morgun föstudag kl. 20.30 vegna fjölda áskorana. Annars er leikhúsfólkið að fara i ferðalag um landið með þá sýningu. Arnaldur Björnsson stofnar verkalýðsfélag á óseyri við Axarf jörð. (Ljósm. Jóhann Sigurðsson). SALKA VALKA í Iðnó 1 kvöld er SALKA VALKA — leikgerð Stefáns Baldurssonar og Þorsteins Gunnarssonar á samnefndri sögu Halldórs Kiljan Laxness — á fjölunum i Iðnó. Segja má, að þetta sé afmælissýning, þvi með svið- setningu þessa verks vilf Leik- félag Reykjavíkur heiðra höfundinn á áttræðisafmælinu. Það skal tekið fram, að upp- selt er á sýninguna i kvöld. Næsta sýning verður á sunnu- dagskvöldib. Fjölskyldu- sýning á Sígauna- baróninum Sérstók fjölskyldusýning verður á „SigaunabanSninum" eftir Jóhann Strauss i dag, sumardaginn fyrsta. Hefst sýningin klukkan fimm, en hún er til komin vegna mikillar eftirspurnar um eftirmiðdags- sýningu. „Sigaunabaróninn" hefur nú verið sýndur 40 sinnum og nær alltaf fyrir fullu húsi. Með helstu hlutverk i sýningunni fara Olöf Kolbrún Harðardóttir, Garðar Cortes, Anna Júiiana Sveinsdóttir og Halldór Vil- helmsson. Hljómsveitarstjóri er Páll P. Pálsson og Kór islensku óperunnar gegnir miklu hlutverki. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrði verk- hljómlist Anna Guðný og Freyr í Norræna ikvöld (22. april) halda Freyr Sigurjónsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir, tónleika i Norræna húsinu kl. 20.30. Anna Guðný og Freyr luku prófi frá Tónlistarskólanum i Reykjavik og héldu að þvi loknu bæði til frekara náms i Bret- landi. Anna Guðný nam píanó- leik við Guildhall School of- Music and Drama i London og Freyr nam flautuleik við Royal Northern College of Music i Manchester. A efnisskránni eru verk eftir tónskáldin Couperin, Pixis, Widor, Martinu og Jolivet. myndlist Listamaöurinn við verk sitt: „Timinn er eins og vatnið", en það er málað við stef úr „Timanum og vatninu" eftir Stein Steinarr. Gísli Sigurðsson á Kjarvalsstöðum: „Myndir úr ljóðheimi" Svo heitir sýning sem Gisli Sigurðsson opnar i dag, sumar- daginn fyrsta, að Kjarvals- stöðum i Reykjavik. Þar sækir Gisli fanga i 60 ljóð og málar þær stemmningar, sem honum virðist biia i ijóðunum. Gisli segir svo i sýningarskrá: „Yfirbragð sýningar af þessu tagi fer að nokkru leyti eftir þvi, hvar leitað er fanga. Þegar grannt er skoðað verður að telia að hér hafi öllu fremur verið leitað fanga i þeim ljóbum, sem gætu talist af rómantiskum toga spunnin. Þó er viða f arið út fyrir þann ramma. En hvers eðlis, sem sá kveðskapur er, og þau föng, sem þar er að hafa, hef ég reynt að túlka á frjálslegan hátt innsta kjarnann eins og hann kemur mér fyrir sjónir." Sýning Gisla Sigurðssonar stendur yfir til 10. mai. Tíbrá á Borginni Hljómsveitin Tibrá frá Akra- nesi bregður sér t i bæinn á sumardaginn fyrstá og heldur tónleika á Hótel Borg þá um kvöldib. 1 tilleggi frá hljómsveitar- meblimum kemur fram, ab hljómsveitin muni bera á borð fyrir áheyrendur tónlist sem er á margan hátt rokkuð en samt sem ábur blöndub nýrri tónlistarstefnum. Hljómsveitina Tibrá skipa þeir Finnur Jóhannsson, Ebvarð Lárusson, Flosi Einars- son, Valgerir Skagfjörð, Jakob Garðarsson og Eirikur Guðmundsson. Auk þeirra mun Hjörtur Geirsson leika á gitar og syngja. Tónleikarnir standa til kl. 00.01. Árnesingakórinn Arnesingakórinn i Reykjavik verður i söngferðalagi þessa helgi og þá næstu, en hann hefur starfað af krafti i vetur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Fyrri tónleikarnir verða i félagsheimilinu Logalandi i Borgarfirði föstudagskvöld kl. 21. Hinir sibari verba laugar- daginn 24. april kl. 21 i Dalabúb i Búbardal. Efnisskrá er fjöl- breytt og má nefna þjóðlög frá ýmsum löndum og lög eftir Ar- nesinga, m.a. nýlegt verk eftir Sigurð Agústsson, Jörfagleði, vib ljób Qavibs Stefánssonar. Þykir kórnum vel vib hæfi ab flytja það Dalamönnum, sem einir landsmanna halda þeirri glebi til haga. Eftir tónleikana i Dalabúö mun kórinnstanda fyrir dans- leik. Þar leikur fyrir dansi trió Hreiðars Guðjónssonar blandaba dansmúsik. ýmislegt Kaffiveitingar og Hlégarðsför Fáks Ýmislegt er framundan hjá Hestamannafélaginu Fáki. En það, sem allra næst er á dag- skrá eru kaffiveitingar i Fáks- heimilinu i dag, (sumardaginn fyrsta), fyrir það fólk, sem gegnt hefur stjórnarstörfum I félaginu á 60 ára ferli þess og enn er hérna megin landamær- anna. Og þó að ýmsir hinna eldri forvigismanna félagsins séu nú fallnir frá ásamt gæðingum sinum, mun það þó trúlega verba álitlegur hópur, sem mætir i Fáksheimilinu I dag. Næstkomandi laugardag munu svo Fáksmenn fjölmenna upp i Hlégarð og auðvitað á hestum. Þar verða flutt skemmtiatriði ýmiss konar en siðan riðib til borgarinnar aftur. Um kvöldib heldur svo Fákur dansleik i Hlégarbi og verba bilar til reibu að flytja Fáks- félaga og gesti þeirra að heiman og heim. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.