Þjóðviljinn - 22.04.1982, Page 29

Þjóðviljinn - 22.04.1982, Page 29
Fimmtudagur 22. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 29 leiklist tónlist myndlist Þetta eru nemendur 3. bekkjar i Leiklistarskóla tslands, sem flytja Ijóð Halldórs Laxness I Norræna liúsinu. Ljósm. gel — Endurtekið vegna mikillar aðsóknar: Ó, hve létt er þitt skóhljóð Vegna mikillar aðsóknar verður dagskráin úr ljóðum Halldórs Laxness, ,,Ó, hve létt er þitt skóhljóð”, sem nem- endur3. bekkjar Leiklistarskóla íslands trumfluttu sl. sunnudag, endurtekin í þriðja sinn á morgun, föstudag 23. april, kl. 20.30 f Norræna húsinu. Fyrirhuguð er fjórða sýning i Norræna húsinu laugardaginn 1. mai kl. 17.00. Aðgöngumiðar á dagskrána eru seldir i Norræna húsinu og kosta kr. 50. Don Kíkóti Don Kikóti hefur undanfarið verið sýndur i Alþýðuleikhúsinu við mjög góðar undirtektir áhorfenda, svo og einróma lof gagnrýnenda. En nú fækkar sýningum og eru aðeins ráð- gerðar tvær sýningarhelgar i viðbót sökum leikferðar Alþýðuleikhússins með sýning- una „Elskaðu mig”, en sama fólk vinnur að miklu leyti við báðar þessar sýningar. Næstu sýningar á Don Kikóta verða i dag, sumardaginn fyrsta, og n.k. laugardag, 24. april. Báðar sýningarnar hefjast klukkan hálf niu. Arnar Jónsson leikur Uon Kikóta — snilldarlega segja allir gagnrýnendur. Hér er hann i hlutverki sinu ásamt Sif Ragn- hildardóttur. Súrmjólk með sultu í dag Alþýðuleikhúsið sýnir barnaleikritið „Súrmjólk með sultu” i Hafnarbiói i dag, sumardaginn fyrsta 1982. Sýningin hefst kl. fimm siðdegis. Aukasýning á Elskaðu mig Alþýðuleikhúsið sýnir „Elskaðu mig” eftir dönsku skáldkonuna Vitu Andersen á morgun föstudag kl. 20.30 vegna fjölda áskorana. Annars er leikhúsfólkið að fara i ferðalag um landið með þá sýningu. Arnaldur Björnsson stofnar verkalýðsfélag á Óseyri við Axarfjörð. (Ljósm. Jóhann Sigurösson). SALKA VALKA í Iðnó 1 kvöld er SALKA VALKA — leikgerð Stefáns Baldurssonar og Þorsteins Gunnarssonar á samnefndri sögu Halldórs Kiljan Laxness — á fjölunum i Iðnó. Segja má, að þetta sé afmælissýning, þvi með svið- setningu þessa verks vilf Leik- félag Reykjavikur heiðra höfundinn á áttræðisafmælinu. bað skal tekið fram, að upp- selt er á sýninguna i kvöld. Næsta sýning verður á sunnu- dagskvöldið. Fjölskyldu- sýning á Sígauna- baróninum Sérstök fjölskyldusýning verður á „Sigaunabaróninum” eftir Jóhann Strauss i dag, sumardaginn fyrsta. Hefst sýningin klukkan fimm, en hún er til komin vegna mikillar eftirspurnar um eftirmiðdags- sýningu. „Sigaunabaróninn” hefur nú verið sýndur 40 sinnum og nær alltaf fyrir fullu húsi. Með helstu hlutverk i sýningunni fara Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Garðar Cortes, Anna Júliana Sveinsdóttir og Halldór Vil- helmsson. Hljómsveitarstjóri er Páll P. Pálsson og Kór islensku óperunnar gegnir miklu hlutverki. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrði verk- inu. hljómlist Anna Guðný og Freyr í Norræna I kvöld (22. april) halda Freyr Sigurjónsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir, tónleika i Norræna húsinu kl. 20.30. Anna Guðný og Freyr luku prófi frá Tónlistarskólanum i Reykjavik og héldu að þvi loknu bæði til frekara náms i Bret- landi. Anna Guðný nam pianó- leik við Guildhall School of- Music and Drama i London og Freyr nam flautuleik við Royal Northern College of Music i Manchester. A efnisskránni eru verk eftir tónskáldin Couperin, Pixis, Widor, Martinu og Jolivet. myndlist Listamaðurinn viö verk sitt: „Timinn er eins og vatnið”, en þaö er málaö viö stef úr „Timanum og vatninu” eftir Stein Steinarr. Gísli Sigurðsson á Kjarvalsstöðum: „Myndir úr ljóðheimi” Svo heitir sýning sem Gisli Sigurðsson opnar i dag, sumar- daginn fyrsta, að Kjarvals- stöðum i Reykjavik. bar sækir Gisli fanga i 60 ljóð og málar þær stemmningar, sem honum virðist búa i ljóðunum. Gisli segir svo i sýningarskrá: „Yfirbragð sýningar af þessu tagi fer að nokkru leyti eftir þvi, hvar leitað er fanga. Þegar grannt er skoðað verður að telja að hér hafi öllu fremur verið leitað fanga i þeim ljóðum, sem gætu talist af rómantiskum toga spunnin. Þóerviða farið út fyrir þann ramma. En hvers eðlis, sem sá kveðskapur er, og þau föng, sem þar er að hafa, hef ég reynt að túlka á frjálslegan hátt innsta kjarnann eins og hann kemur mér fyrir sjónir.” Sýning Gisla Sigurðssonar stendur yfir til 10. mai. Tíbrá á Borginni Hljómsveitin Tibrá frá Akra- nesi bregður sér i bæinn á sumardaginn fyrstá og heldur tónleika á Hótel Borg þá um kvöldið. I tilleggi frá hljómsveitar- meðlimum kemur fram, að hljómsveitin muni bera á borö fyrir áheyrendur tónlist sem er á margan hátt rokkuð en samt sem áður blönduð nýrri tónlistarstefnum. Hljómsveitina Tibrá skipa þeir Finnur Jóhannsson, Eðvarð Lárusson, Flosi Einars- son, Valgerir Skagfjörð^ Jakob Garðarsson og Eirikur Guðmundsson. Auk þeirra mun Hjörtur Geirsson leika á gitar og syngja. Tónleikarnir standa til kl. 00.01. Árnesingakórinn Árnesingakórinn i Reykjavik verður i söngferðalagi þessa helgi og þá næstu, en hann hefur starfað af krafti i vetur undir stjórn Guömundar Ömars Öskarssonar. Fyrri tónleikarnir verða i félagsheimilinu Logalandi i Borgarfirði föstudagskvöld kl. 21. Hinir siðari veröa laugar- daginn 24. april kl. 21 i Dalabúð i Búðardal. Efnisskrá er fjöl- breytt og má nefna þjóölög frá ýmsum löndum og lög eftir Ar- nesinga, m.a. nýlegt verk eftir Sigurö Agústsson, Jörfagleði, við ljóö Daviðs Stefánssonar. Þykir kórnum vel við hæfi að flytja það Dalamönnum, sem einir landsmanna halda þeirri gleði til haga. Eftir tónieikana i Dalabúð mun kórinn standa fyrir dans- leik. Þar leikur fyrir dansi trió Hreiðars Guðjónssonar blandaða dansmúsik. ýrr.islegt Kaffiveitingar og Hlégarðsför Fáks Ýmislcgt er framundan hjá Hestamannafélaginu Fáki. En þaö, sem allra næst er á dag- skrá eru kaffiveitingar i Fáks- heimilinu i dag, (sumardaginn fyrsta), fyrir þaö fólk, sem gegnt hefur stjórnarstörfum i félaginu á 60 ára ferli þess og enn er hérna megin landamær- anna. Og þó aö ýmsir hinna eldri forvigismanna félagsins séu nú fallnir frá ásamt gæöingum sinum, mun þaö þó trúlega veröa álitlegur hópur, sem mætir i Fáksheimilinu I dag. Næstkomandi laugardag munu svo Fáksmenn fjölmenna upp i Hlégarð og auðvitað á hestum. Þar verða flutt skemmtiatriði ýmiss konar en síðan riöið til borgarinnar aftur. Um kvöldið heldur svo Fákur dansleik i Hlégarði og verða bflar til reiðu að flytja Fáks- félaga og gesti þeirra að heiman og heim. — mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.