Þjóðviljinn - 04.05.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.05.1982, Blaðsíða 2
? SIDA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. maí 1982 viðtalið Ærin verkefni en of lítið framkvæmdafé Mhg ræðir við Björn Þór Ólafsson, bæjarfulltrúa AB í Ólafsfirði — Þaö eru nd tvær fylkingar, sem takast á viö bæjarstjómar- kosningarnar hér i Ólafsfiröi aö þessu sinni og þannig var þaö einnig viö seinustu kosningar. Annarsvegar er þaö Alþýöu- bandalagiö, Framsókn, Alþýöu- flokkurinn og óháöir en hins- vegar ihaldiö. Núverandi meirihluti er skipaöur tveimur Framsóknar- mönnum, einum Alþýðu- bandalagsmanni, einum Al- þýöuflokksmanni og einum óháöum en alls eru bæjarfull- trúarnir 7. Þetta er því sterkur meirihluti, bæöi að tölunni til og samstööu. Hún hefur veriö góö þessi tvö kjörtimabil. Bæjarstjóraskipti urðu hér á kjörtimabilinu. Pétur Már Jónsson, lét af störfum en við tók Jón Friðriksson. Hann er búinn að vera hjá okkur rúmt á r og viö væntum þess fastlega að okkur haldist á honum áfram. Sá, sem þannig lét um mælt, er Björn Þór Ólafsson, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins i Ólafsfirði. — Hverjar eru þær fram- kvæmdir heistar, sem bærinn hefur haft meö höndum á kjör- timabilinu, Björn? — Stærstu verkefnin eru dvalarheimili aldraðra og heilsugæslustöðin. I dvalar- heimilinu verður vísir að hjúkr- Björn Þór ólafsson unarheimili. t sömu byggingu er svo heilsugæslustöðin. Við vonumst til þess að hægt verði aö taka dvalarheimilið í notkun nú um næstu mánaðamót apríl-maí. Það á að rúma 18 manns og auk þess verða 8 rúm i hjúkrunardeildinni. Áætlaö er að heilsugæslustöðin verði afhent 1. júní. Þá má nefna, að við erum að taka I notkun barnaheimili, sem ætla má að fullnægi þörf fyrir dagvistun. — Hvernighefur ykkur gengiö aö fá starfsfólk aö þessum stofnunum? — Það hefur gengið þokka- lega. Við erum búnir að ráða það starfsfólk sem við þurfum á að halda i bili nema lækni með fasta búsetu hér hann er ófeng- inn enn. Talsvert mikið hefur verið unnið við höfnina; hafa þær um- bætur einkum verið fólgnar i þvl að bæta löndunaraðstööuna fyrir togarana, en þeir eru hér þrir. Aðstaða fyrir smábátana hefurog verið bætt. Aformað er að I ár verði áfram unniö að hafnarbótum. Verður það væntanlega bæði fólgið I þvi að styrkja grjótvamargarðinn og dýpka höfnina. Sandburður I höfnina er okkur mjög erfiður ljár i þúfu. Þarf að moka upp úr henni á tveggja til þriggja ára fresti. Nokkuð hefur verið unnið að varanlegri gatnagerð og þokast þar smátt og smátt I áttina. Til að byrja með steyptum við slit- lagið en síðustu tvö árin höfum við notað malbikið. — Hvar eruð þiðá vegi staddir með gatnageröina? — Ég hygg að við séum svona fast að þvi hálfnaðir með gatna- kerfið, eins og það er nú. Enn má nefna, aösifellt er að ■ þvl unnið i samvinnu við íþróttafélögin að bæta aöstöð- una tilíþróttaiðkana, en þar eru mikil verkefni framundan, svo sem aðkoma uppnýju uþrótta- húsi og undirbúningur að sund- laugarbyggingu. — Hvernig er ástatt meö hús- næðismálin hjá ykkur? — Það er náttUrlega alltaf nokkur skortur á húsnæði. Við gátum afhent þrjá verka- mannabústaði á þessu ári og áformað er að byggja á næst- unni aðra þrjá. Bærinn hefur byggt nokkuð af leigu- og sölu- ibúðum en þó engan veginn nóg. Til þessara ibúða er gjarna gripið fyrir þá, sem bærinn þarf að sjá fyrir hUsnæði, svo sem kennara og aðra starfsmenn bæjarins. — Atvinnuástandið? — Atvinna hefur verið yfir- drifin hjá okkur og Utlit á að svo verðiáfram, bæði hjá fiskvinn - slufólki og iðnaöarmönnum. Togararnir okkar hafa aflað mjög vel. Og verkefnaleysinu þurfum við ekki að kviða á næsta kjör- timabili. Hitt er annað mál, að fjármagn til framkvæmda er af skornum skammti. Skólamál og heilbrigðismál eru mjög stórir útgjaldaliðir og þar verður litlu um breytt. Hjá okkur eru um 80% tekna bæjarins bundið I föstum liðum svo olnbogarýmið til framkvæmda er æði tak- markað, hversu aökallandi og nauðsynlegar sem þær eru. — mhg Eftir Kjartan Arnórsson Úr Galdra- skræð ö- r* Það getur verið gott aö kunna ýmislegt fyrir sér á þessum siðustu og verstu timum. Þeir sem vilja til dæmis reyna að galdra svolítiö til heimabrúks fá hér á næstunni nokkra góöa galdra. Þeir eru úr Galdra- skræöu eftir Skugga (Jochum M. Eggertsson,) en Bókavaröan hcfur nú gefið út þetta merka rit, scm er eitt fárra um galdra og galdrastafi. Bókin fjallar bæöi um Hvitagaldur (magia candida) og Svartagaldur (magia diabolica). Höfundurinn segir m.a. i for- mála sinum fyrir ritinu: „Til þess að verða galdra- maður, varð fyrst að læra að móta hagsunina og gefa henni form og búning. Hvitagaldur er einskonar skóli i þessu efni og undirstaða hins virkilega hugargaldurs eða svartfræði (nekromanteia). Miðlastarf- -O —f h 1. hfHkh nnjn-nk-i ú/ú ýírrEb ■i'f fiit'ijjn'Mntí)'t-hw* ní/nnt riNbni tmuJr tmnf- R- n-m toJt fFiMim-flUk'HP-Miv MtOÝ. , Jfe'ý-f'irtéj,: 1. cfó'-fsf ó- - $<4- tþtrma a, dfUsrtar/- i'aJvcC Vfý ■Tí'f'ó þasyiri /ZrtaJí faó tJ-. þec a./ ót/Trjtþó). semi og hverskonar andakukl er svartfræði eða nekromateia á vissum stigum. Til að forma einhverja hugsun verður að þjálfa saman hönd og huga. Formið er öllu æðra, jafnt i galdri sem annarri íist.” Aðalheimildir höfundarins eru gömul handrit I Landsbóka- safni og handritasafni Jóns for- seta Sigurðssonar. Auk þess byggir hann mjög á tveimur galdrabókum vestfirskum, fornum mjög, og einni norð- lenskri galdraskræðu, sem sögð er afrituð eftir blöðum Galdra-Steinunnar, Jónsdóttur, en hún var dóttir Jóns „stólpa” og alsystir Antonlusar Jónsson- ar, hins fræga galdramanns úr Grimsey. Höfundur Galdra- skræðu, Jochum M. Eggertsson, bróðursonur Matthiasar Jochumssonar, er löngu látinn, en hann var rithöfundur og fræðimaður i Reykjavik. Svínharður smásál Fugl dagsins Svartbakur Larus Marinus heitir hann á latinu og er um 74 sm. Miklu stærri en silfurmávur og slla- mávur með hvitholdlitum fótum og dýpri rödd. Fullorðnir fuglar eru svartir að ofan, nefið er sterklegra en á silamáv. Grimmur og áræðinn fugl, sem rænir eggjum og ungum og drepur jafnvel fullorðna fugla. Röddin er hrjúf, geltandi „ák”, djúpt, kokkennt „ga-ga-ga” langdregin mjálm- andi hljðð. Heldur sig við sjó i Norður-Evrópu, að nokkru far- fugl. Rugl dagsins Afkastamikill höfundur „Svo komu út eftir mig 1962 bækur með sagnaþáttum..” (Helgarpósturinn 3». apr.) Pelsinn dýri Liberace heitir þessi gaur, þekktur skemmtikraftur sem hamast á pianó og er fimur i þeirri list að vekja á sér athygli einkum með þvi að halda á lofti gimsteinahringum si'num og þúsund alklæðnuðum. Liberace vakti aðdáun flóna og réttláta reiði skynsamra manna á dög- unum þegar hann sýndi sig I nýjum refaskinnspels sem hann hafði látiö gera sér og kostar 3.5 miljónir nýkróna. Er pelsinn enda þrem metrum lengri en Li- berace sjálfur. Og staðfestist rétteinu sinni, að niutlu prósent af fjárfestingum I sjóbissness er skrum og eftirsókn eftir vindi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.