Þjóðviljinn - 22.05.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 22.05.1982, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. mal 1982 dægurtónlist Hitt og þetta Rokk i Reykjavik hef ur víst farið fram hjá allt of mörgum og hagur þeirra sem stóðu að gerð þessar- ar myndar ekki sem best- ur. Því er full ástæða að hvetja þá sem ekki hafa farið (og eins hina) til að drífa sig og sýna þannig í verki stuðning við þetta frábæra framtak. Eigum við að láta það spyrjast að við getum ekki stutt við bakið á þeim sem lagt hafa allt sitt í góðan mál- stað. BARA-flokkurinn hefur nú lagt siöustu hönd á fyrstu breiö- skifu sina Lizt og mun hún vera væntanleg i byrjun júni. Ef marka má þaö sem ég heyröi þegar platan var hljóörituö er hér um meiriháttar plötu aö ræöa og vissara aö vera i viö- bragðsstööu þegar hún kemur. Ef allt hefur farið að óskum þá á nýja platan meö Fræbbbl- unum að vera komin i verslanir. Þetta er aö sögn það besta sem þeir hafa gert og veröur gaman að heyra. Bjórinngaf góö fyrir- heit. Nýja Kompaniiöhefur nú sent frá sér sina fyrstu breiöskifu og veröur hún vonandi komin i verslanir þegar þetta birtist. Ekki er aö efa aö hinir mörgu jassáhugamenn eiga eftir að taka plötunni fegins hendi þvl þetta eru sjaldséöir hvitir hrafnar i islensku tónlistarlifi. Jonee Jonee vinnur nú að sinni fyrstu plötu, hvenær hún kemur út veit ég ekki en þaö er Grammiö sem gefur plötuna út. Svona i iokin má geta þess aö upp eru komnar tvær verslanir sem sérhæfa sig i pönki og ný- bylgju. önnur þeirra ber nafniö Stuð og er til húsa að Laugavegi 20. Hin er i húsakynnum Gramms að Vesturgötu 53, þar er einnig aö finna gott úrval af jassplötum. Þannig aö soltnir eiga von á að fá eitthvaö gott. Purrkur PiIInikk, googooplex, spor fram á viö. Googooplex Þeir eru afkastamiklir drengirnir í Purrk Pill- nikk, nú er komin út plat- an Googooplex og vænt- anleg f jögurra laga plata í sumar sem ber nafnið No time to think. Þeir sveinar eru nýkomnir úr hljómleikaferðalagi um England með góðkunn- ingjum okkar, Fall. Feröin stóöyfir frá 23. april til 5. mai og héldu þeir alls 11 tón- leika. Léku meðal annars i London, Manchester og South- ampton. Viðtökur voru aö sögn yfirleitt góðar og töluverður áhugi á tónlist hljómsveitarinn- ar. A miili tónleika gáfu þeir sér tima til aö hljóörita fjögur lög sem mun koma út á plötunni No time to thinkeins og fyrr segir. Googooplex er nú i dreifingu hjá Crass og gengur bærilega að sögn forráöamanna Gramms- ins. Plötunni er dreift til Þýska- lands, Norðurlanda, Bandarikj- anna og aö sjálfsögðu um Bret- land. Þannig að horfur eru allar bjartari en áöur hjá þeim félög- um. Googooplex inniheldur 13 lög á tveim 12 tommu 45 snúninga plötum. Piatan var hljóörituö i Grettisgati i febrúar siöastliðn- um og var upptökum og hljóö- blöndun lokið á 40 timum. Platan er töluvert ólik fyrri plötum hljómsveitarinnar enda verið að þreifa fyrir sér á áöur ókönnuöum tónlistarsviöum. Ber platan þess merki og er alls ekki eins heilsteypt og Ekki en. Tónlistin er sem fyrr ein- föld/naíve enda stefna hljóm- sveitarinnar aö halda tónlistinni á þvi stigi. Hljóðfæraleikur er allur hinn þokkalegasti og komast þeir skammiaust frá sínu. Á plötunni eru nokkrir mjög góöir punktar lögeinsog „itesrof” (forseti) og „likami” sem er meö þvi betra sem hljómsveitin hefur látiö frá sér fara. Textarnir eru ekki eins skemmtilegir og áöur, þaö er helst i lögum eins og „Likami” að þeir nái sér á strik. Svona til gamans má birtaismá- klausu úr fréttatilkynningar þar sem þeir lýsa v iðhorfi sinu. „Purrkur Pillnikk hefur aldrei ætlað sér aö mata fólk þvi þaö er þess aö hugsa, þvi ættu þeir aö hætta sinu flekkaða mannorði og koma i veg fyrir að afurðir sinar seljist.” Googooplex er i minum aug- um miliileikur frá Ekki enn en hver endanleg niöurstaöa þess- arar þróunar verður fáum viö vonandi að heyra á No time to think. Alla vega er þessi plata spor fram á viö, spor sem var orðiö mjög timabært. Þeyr á krossgötum Jón Viðar Sigurðsson skrifar Miklar og góðar fréttir berast nú úr herbúðum ,,Þeysara". Á döfinni er mánaðarhljómleikaferð, um England, Svíþjóð og Danmörku. Þeir hverfa af landi brott um næstu mánaðamót. Þeir sögöu að hljómsveitin stæði nú á krossgötum og þessi ferö. og salan á plötu þeirra úti myndi ráöa töluvert miklu um framtiö hljómsveitarinnar. Hér yrði meöal annars úr þvi skoriö hvort þeir gætu lifað af tónlist sinni og grynnkaö á skuldahaf- inu. Tónleikaferðin mun hefjast i London i byrjun júni þar verður leikið m.a i Marquee og Zig Zag klúbbnum. Meöan hljómsveitin dvel'st i Englandi veröa 3 - 4 lög hljóörituö og er talaö um aö koma þeim út seinni part sum- ars. Aö leik loknum I Englandi veröur haldiö til Sviþjóðar, Stokkhólms, og haldnir þar „Þeysarar” leggja land undir fót I næsta mánuöi. nokkrir tónleikar og einnig tek- inn upp þáttur fyrir sænska sjónvarpið. Að lokum verður svo haldið til Danmerkur. I Englandi er komin út plata meö hljómsveitinni og heitur sú As above. Shout Records gefur plötuna út og þeir félagar sögðu að dreifing gengi nokkuð vel og mikill hugur væri i þeim,Shouf mönnum. A þessari plötu eru flest lögin af Mjötviöur Mær, „Tedrukkinn” og „Bas 12” af Iöur til fótaen þessi lög eru hér i allt annarri hljóðblöndun en i upprunalegu útgáfunni. Svo að sjálfsögðu er „Live Transmiss- ion” af útfrymi en það var hljóöritað á ný fyrir þessa út- gáfu og útsetningu töluvert breytt. Ættu eintök af þessari útgáfu að vera rétt alveg ókom- in og er varla þörf aö hvetja menn til að hafa augu og eyru opin. Þarna eru saman komin flest af bestu lögum hljómsveit- arinnar. Aö lokum er bara aö vona að við fáum að heyra i þeim áður en þeir hverfa af landi brott. i x-> tix .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.