Þjóðviljinn - 22.05.1982, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 22.05.1982, Blaðsíða 25
Helgin 22.-23. maí 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 25 bridge Sumar- bridge Aöeins 23 pör sáu sér fært aö mæta til leiks sl. fimmtudag i Sumarbridge. Ástæöan til þess var liklega eindæma veöurbliöa, auk kosningaskjálfta sem viröist hafa gripiö um sig hjá óliklegustu mönnum. En hvaö um þaö, spilaö var i tveimur riölum og uröu lir- slit þessi: A) Anton Valgarösson — Sigtryggur Siguröss. 254 Magnús Olafsson — bórir Sigursteinss. 253 Aöalsteinn Jörgensen — Ægir Magnússon 238 Asgeir P. Asbjörnss. — Jón Þorvaröarson 236 Götusalar i Baskalandi — og hafa aö sjálfsögöu þær húfur sem viö Baska eru kenndar. B) Ólafur Lárusson — Páll Valdimarss. 91 Steingrimur Þóriss. — Þórir Liefsson 88 Anton Ólafsson — Gunnlaugur Þorsteinss. 86 Meöalskor i A-riöli var 210 en 84 i B-riöli. A fimmtudaginn kemur veröur Sumarspilamennskan færö yfir i Hótel Heklu v/Rauöarárstig, þar sem hún veröur til húsa i sumar. Allt áhugafólk er eindregiö hvatt til aö mæta, og minnt er á, aö keppni hefst I síöata lagi kl. 19.30. Bent er á, aö sumarspila- mennska er einmitt tilvaliö tæki- færi til aö spila fyrir þá sem aldrei hafa hætt sér I keppnis- bridge fyrr. Hvert kvöld er sjálf- stæö keppni meö tvimennings- sniöi og er þátttakendum raöaö i riöla, eftir mætingu. Ekki þarf aö taka fram, aö léttur mórall svifur yfir vötnum, einsog vera ber. Umsjón Ólafur Lárusson s Olympíumótið í Biarritz Þátturinn haföi samband viö Helga Jóhannsson hjá Samvinnu- feröum vegna Olympiumótsins i Biarritz i Frakklandi i haust. og spuröist fyrir um kostnaöar- hliöina. Helgi kvaöst hafa kannaö þessi mál, og miöaö viö hópferö á mótiö væri um aö ræöa ca. 9.000 kr., pr. mann, miöaö viö RÍKISSPÍTALARNIR lausar stödur LANDSPÍTALINN Aðstoðarlæknir óskast á lyflækningadeild frá 15. júni n.k. til 6 mánaða með mögu- leika á framlengingu. Starfið skiptist að jöfnu milli blóðskilunardeildar og göngu- deildar sykursjúkra. Umsóknir er greini nám og fyrri störf sendist Skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 10. júni n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar lyflækningadeildar i sima 29000. KLEPPSSPITALINN Deildarstjóri ó.skast á dagdeild Klepps- spitala. Sérmenntun i geðhjúkrun æskileg. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Kleppsspitala i sima 38160. Rikisspitalarnir Reykjavik, 23.5.1982. F orritari-Kerf isf r æðingur óskast til starfa sem fyrst i Skýrsluvéla- deild. Þekking á sivinnslu og forritunarmálum COBOL eða PLI, ásamt CICS/VS. Nánari upplýsingar veitir Starfsmanna- hald, á skrifstofu, en ekki i sima. Samvinnutryggingar g.t. Ármúla 3. 14 daga dvöl á 3ja stjörnu hóteli, og flug til Parisar. Frá Paris siöan I annaö beint flug til Biarr- itz. Miöaö viö haustverö I þessu veröbólguþjóöfélagi finnst þætt- inum þetta nokkuö sanngjarnt verö, þó ekki heföi veriö fúlsaö viö þvi aöeins lægra. Biarritz sem dvalarstaöur þykir geysigóöur, ekki aöeins vegna veöráttu sem er mild og góö, heldur einnig vegna staö- setningar, i Atlantshafskrikanum viö Spán. Franska Bridgesambandiö býst viö miklum fjölda fólks til borg- arinnar á meöan mótiö stendur yfir, hvaöanæva úr heiminum. Noröurlöndin munu hafa samflot til Frakklands aö sögn Guö- mundar Sv. Hermannssonar, og voru uppi raddir hér hvort ekki væri tilvaliö aö kanna hugsanlegt samflot þetta, meö hliösjón af þátttöku okkar. Hvaö sem veröur ofaná, má búast viö skemmtilegri ferö til Frakklands fyrir þá sem hafa ákveöiö aö bregöa undir sig betri fætinum. Væntanlegum keppendum má benda á, aö mótshaldarar gera ráöfyrir eiginkonum (körlum) til mótsins, og hafa gert viöeigandi ráöstafanir vegna þessa, til aö hafa ofanaf fyrir þeim á maöan á keppni stendur, hvort sem ein- hverjum er ekki sama um þaö. Hinir sem hafa áhuga á aö fara þessa ferö, má benda á aö Island á rétt á miklum fjölda I tvenndar- keppni en einmitt 1974 á Kanari, kepptu fjöldi i þvi móti héöan. Bikarkeppnin Eitthvaö viröist þátttakan i Bikarkeppni 1982 ver dræm, þvi ekkert hefur frést af henni frá Bridgesambandinu um langt skeiö. Ætti þó aö vera búiö aö draga saman sveitir, ef marka má þá auglýsingu sem B.l. gaf út fyrir þessa keppni. Vonandi skýrast þessi mál innan tiöar, svo umsjónarmaöur hafi friö fyrir fyrirliöum sem hafa haft samband aö undanförnu til aö forvitnast um þessi mál. Eöa eru einhver vandræöi B.l? Portoroz-farar Jón Baldursson og Valur Sigurösson okkar skærustu tvi- menningsstjörnur i dag, ku hafa brugöiö undir sig betri fætinum á uppstigningardag (?) og flogiö til Portoroz i JUgóslaviu. Þeir eru orönir árlegir gestir þar ytra, enda frammistaöa Islenskra spilara i Portoroz meö afbrigöum góö. Ekki er þættinum kunnugt um fleiri spilara, sem fóru utan i vik- unni, sem þó eflaust eru ein- hverjir. Greint verður frá nöfnum utanfara og árangri i bridgeþætti Þjóðviljans sem allra fyrst. Borgarspítalinn Meinatæknar Meinatæknar óskast til sumarafleysinga. Upplýsingar hjá yfirlækni og yfirmeina- tækni i sima 81200, kl. 10—12 virka daga. Reykjavík, 21.mail982 Borgarspitalinn Aðalfimdur Framleiðslusamvinnufélag iðnaðar- manna (Rafafl —Stálafl —Samafl) boðar til aðalfundar n.k. laugardag 29. mai kl. 8 árdegis að Hótel Esju, Reykjavik. Dagskrá: 1. Venjulegaðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. önnur mál. Stjórnin Organisti — T ónmenn takennari Staða organista við Hveragerðiskirkju er laus n.k. haust. Einnig er laus staða tón- menntakennara við grunnskólann i Hveragerði. Upplýsingar hjá formanni sóknarnefndar simi 99-4277. Sameiginleg verkfallsstjórn 25. mai á vegum: Málarafélags Reykjavikur, Múrarafélags Reykjavikur, Sveinafélags bóistrara, Sveinafélags húsgagnasmiða, Sveinafélags pipulagningamanna, Trésmiðafélags Reykjavikur og Veggfóðrarafélags Reykjavikur hefur aðsetur sitt að Suðurlandsbraut 30, 2. hæð. Siminn er 39180. FÉLAGSMENN FJÖLMENNIÐ Á VERKFALLSVAKTINA VERKFALLSSTJORNIN Frá hússtjórnarskóla Suðurlands Laugarvatni Að gefnu tilefni skal það tekið fram að skólinn starfar með fullum krafti næsta vetur. Tekið er á móti umsóknum i sima 99-6123 Og 99-6110. Skólastjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.