Þjóðviljinn - 26.05.1982, Síða 15

Þjóðviljinn - 26.05.1982, Síða 15
frá Hringiö í síma 81333 kl 9-5 alla virka daga, eða skrifiö Þjóðviljanum lesendum Segjum reykingunum stríð á hendur!!! Ég hætti að reykja fyrir nokkru eftir áratuga langa reykingatið. Ekki hefur það gengiö þrautalaust fyrir sig en hér stend ég þó enn uppréttur eftir þriggja mánaða hlé. Það er ekki ætlun min að rekja i smáatriðum þrautir þeirra sem hætta að reykja né heldur gefa þeim holl ráð sem vilja hætta. Umtalsefni mitt hér er það eitt að beina þeim eindregnu tilmælum til allra að virða rétt þeirra sem reykja ekki.Ennfremur vil ég skora á and-reykingamenn að vera harðari i þvi að sauma að reykingamönnum. Ég veit, að engum and-reykingamanni finnst remman af tóbaks- mönnum góð, nema siður væri. Þess vegna segi ég — enga feimni eða tæpitungu: segjum reykingamönnum strið á hendur! Það er riógu erfitt að hætta að reykja, þótt manni sé ekki gert erfitt fyrir með spúi ann- arra. Siðan ég hætti hefur til- litsleysi reykingamanna hvað eftir annað gengið fram af mér. Þeir kveikja i hvenær sem er og hvar sem er. Allt skal undan láta fremur en fikn þeirra i eiturlyfið. Og svo er blásið framan i mann i þokka- bót eins og ekkert sé! Ég var auðvitað ekkert betri meðan ég reykti sjálfur, það skal fúslega viðurkennt. En mikiö vildi ég óska að einhver and-reykingamaðurinn á min- um vinnustað eða hvar sem er, hefði bent mér á að ég væri ekki einn i heiminum og að mér liðist hreint ekki að ata andrúmsloftiö út fyrir öðrum. Það hefði haft sin áhrif. Þvi með hvaða rétti eitra menn loftiö fyrir öðrum? Alls eng- um. Þvi segi ég: þið sem reykið — hættið að blása framan i okkur hin. Við sem reykjum ekki — skerum upp herör gegn þvi að menn láti eitur- lyfjafikn sina bitna á öörum. 0885-6168 ...að hárin í skeggi manna eru eins sterk og kopar- þræðir af sömu þykkt og hárin? Barnahornid Lausn á þrautum Lausn á því hvernig bóndinn fer með hund, kind og heypoka yf ir ána. Bóndinn fer fyrst með kindina og skilur hana eftir á hinum bakkanum. Hann sækir hundinn, skilur hann eftir á hinum bakkanum en fer með kindina til baka. Hann skilur kindina eftir og fer með heypok- ann og skilur hann eftir hjá hundinum. Síðan fer hann til baka og sækir kindina. Það er líka til önnur lausn: bóndinn fer með heypokann i annarri f erð- inni. Reyndu nú að ráða þessa. Lausn á penna- og blý- antskaupum: Blýanturinn kostaði 3 krónur, sem þýðir að penninn hefur kostað 15 krónur, þ.e.a.s. 12 krón- um meira en blýanturinn. Miðvikudagur 26. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Tham«s Téfevwion presenls HOLLYWOOD A cdt'l'ratton oí tbv American Sðent Rlm ín J3 nrte-hour ipisodes It AirrCX'KAIS Crtí B r>cMí<> ,vvi bicHtun iliccAxKiXr »1 -*!,-«! A,. t '.f il II IVMte- Tla.iv u;.\N "'kkNi dJww tt fckv hau >••. :W awkl 14vwm >> <n nnn (Snwm: „Hcimurinn hefur aldrei litiö annan eins leikstjóra. Hann var gædd ur náöargáfu”. Gloria Swanson um Cecil B. DcMille. Risar 1 Hollywood Þátturinn „Einvaldsherr- ar” úr myndaflokknum um Hollywood fjallar um tvo frægustu leikstjórana, Cecil B. ' DeMille og Erich von Stro- heim. Cecil B. DeMille var einn af stofnendum Paramount kvik- myndaversins. Hann gerði á- kaflega iburðarmiklar leik- myndir og notaði ótölulegan fjölda leikara. Myndir hans voru mjög dýrar en gróðinn þeim mun meiri. Hann er einkum þekktur fyrir ýmsar baðkarssenur og Bibliumynd- ir og af þeim má nefna „Carmen” „Kleópötru” og „Boðorðin 10”. Erich von Stroheim gat sér fyrst orð sem frægur leikari, en hann lék gjarnan náung- ann, sem allir vildu hata. Við sáum hann siðast i myndunum frá Heimsstyrjöldinni siðari, en þar lék hann Þjóðverjann illa. Svipar semsé til J.R. blessaös i Dallas. Myndirnar sem hann leikstýrði stuðuðu menn og skiluðu stundum gróða en hann var mjög eyðslusamur og var fyrir bragðið vikið frá hverju kvik- myndaiðjuverinu á fætur óðru. Kvikmyndin „Greed” (Græðgi) gerði nafn hans ó- dauðlegt. Hún var niu klukku- stunda löng i sýningu, en hefur aldrei verið sýnd i uppruna- legri mynd. — ast Sjónvarp tT kl. 21.15 I stækk- aðri mynd Kanadiski þátturinn „I stækkaöri mynd” sýnir okkur þróun smásjárinnar. Myndin er mjög fallega tekin og nú koma litsjónvörpin aldeilis aö notum, þvi þetta er mynd sem vart nýtur sin til fulls i svart- hvitu. Þróun smásjárinnar hefur tekið langan tima, en óralangt er siðan mannskepnan fór að fikta eitthvað við gler sér til gagns og gamans i þvi skyni að betrumbæta augað. Þannig hafa t.d. fundist menjar um stækkunargler meðal Kale- dóniumanna, en þeirra riki náöi yfir Mesópótamiu, þar sem nú er trak, og einnig svæðið þar sem nú er Palest- ina og Sýrland (ca. 612-539 f. Kr.). t byrjun 17. aldar var búiö að finna upp smásjána, en upphafiö er oft rakið til Van Leewenhoeks nokkurs, en hann dundaöi sér viö að raða saman glerbútum til að horfa Nú til dags geta menn greint sjálf atómin meö 7 tonna elektróniskum smásjám. á alls kyns kvikindi i vatni sem mannlegt auga greindi ekki. Nú til dags nota menn 7 tonna elektróniskar smásjár til að horfa á atómin sjálf! öll þessi þróun er tiunduö i þættinum á skilvisan hátt. Þá er einnig rakiö hvaða áhrif þessi tæki hafa haft á hina vis- indalegu þekkingu okkar, i læknisfræði og á aila tækni- þróun. Þýðandi og þulur er Bogi Arnar Finnbogason. —-ast Láki og Lína í sveit I Litla barnatimanum i dag fylgjumst við með þeim Láka og Linu, sem komin eru út i sveit til afa og ömmu. Þau fylgja okkur um bæinn og sýna okkur það helsta á staðnum. Ærnar eru farnar að bera og Láka og Linu þykir mikið var- ið i lömbin. Það eru þær Anna Jensdótt- ir og Sesselja Hauksdóttir, sem stjórna þættinum að þessu sinni, og þær leggja lika til efniviðinn i þau Láka og Linu. ast Sjónvarp kl. 16.20

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.