Þjóðviljinn - 27.05.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.05.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. mal 1982 Hvað gerist í Argentínu ef tlr Falklandseyj astríðið? Frú Thatcher kallar nú fasista góða viðskiptavini sina og vopna- kaupcndur frá þvi i gær. Og þetta argentinska blað, sem hér er sýnt, hcfur sett á forsiöu staðhæfingu um að járnfrúin hafi verið nasisti i æsku! Og sé verri en Hitler! Galtieri lætur mannfjöldann hylla sig. Nýr Perón I vændum? Eða „takmarkað” lýðræði? Argentinumenn réðu sér ekki fyrir kæti fyrst eftir að her þeirra tók Falklandseyjar. En þjóðernisleg hrifn- ingarvima er farin að renna af mönnum: nú gera æ fleiri sér grein fyrir þvi að ævintýri þetta verður dýrt og blóðugt og óvist um málalok. En það getur orðið lán i óláni, að varla verður her- foringjastjórn Gaitieris söm og áður: Galtieri hefur sjálfur með itrekuðum tilmælum til þjóðarinnar um stuðning og einingu opnað um eina spönn dyrnar að pólitiskum breytingum i landinu. Möguleikar af þessu tagi hafa ýtt við ýmsum pólitiskum hópum og flokkum og reynir nú hver um sig að búa sig undir að standa sem best að vigi ef og þegar herforingjaklikan býður upp á viðræður um breytingar á stjórnarháttum i landinu. Naumt skammtað frelsið Það er að sönnu engin trygging til fyrir þvi, að herfor- ingjaklikan leggi niöur alræðis- valdsitt eftir að Falklandseyja- striðinu lýkur, né heldur geta menn búist við þvi að herinn dragi sig með öllu út úr stjórn- málum. En það er samt mjög útbreidd skoðun i Argentinu aö einhver skref veröi þar tekin i lýðræðisátt áður en langt um liöur. Innan hersins sjálfs eru skiptar skoðanir um þaö hvað gera skuli. Þó virðast herfor- ingjar nokkuð sammála um það, að herinn eigi aö gegna pólitisku hlutverki. 1 landshern- I um er allútbreiddur stuöningur við áform Galtieris forseta um að herinn slaki smám saman á klónni til að búa i hag fyrir kosningar sem yrðu ekki siðar en 1984. F'yrsta skrefiö i áformum Galtieris, er að útnefna borgaralega héraðsstjóra. Þá verða undirbúnar undir eftirlit hersins kosningar til kjör- mannaráðs, sem siðan á að velja forseta úr hópi nokkurra vel þekktra manna (sem herinn mun væntanlega samþykkja). Einnig verður valinn varafor- seti, sem veröur hershöfðingi á eftirfaunum — svosem til að fylgjast með að allt sé i lagi! Það væri svosem synd að segja að Galtieri ætlaði sér að vera örlátur á lýðréttindin, en þetta þykir semsagt til bóta i landi eins og Argentínu. Önnur áform En nú er að segja frá þvi, að yfirmenn flotans og flughersins, eru sagðir hafa önnur áform, og séu þeir ef nokkuð er enn lengra til hægri en Galtieri. Nú- verandi yfirmaður flotans, Anya, er sagður hlynntur bein- um kosningum. Ekki væru þær kosningar samt öllum opnar — en Perónistar mættu vera með, stuðningsmenn einræðisherrans fræga sem lengi stjórnaði land- inu i undarlegum hálffasiskum kokkteil þar sem samkrull við stéttarfélög undir forystu Perónista var mjög veigamikill þáttur. Flugherinn hefur staðið i skugganum bæði af landher og flota, reynir bersýnilega að vinna sér sem mestar vinsældir i krafti þess að hann ber hita og þunga dagsins i striðinu við Breta. En liðsforingjar flug- hersins og yfirmaður hans, Lami Dozo, hafa verið heldur fámæltir um sin pólitisku á- form. Margt bendir samt til þess að Lami Dozo hershöfðingi vilji gjarna, að stjórn óbreyttra borgara komi til valda — og sé hún þá helst skipuð fulltrúum borgaralegra flokka. Þó mun ekki talið útilokað að Perónistar séu hafðir meö vegna þess aö þeir eiga itök i argentinskri verka lýðshrey f ingu. Hatur á Könum En það eru ekki aöeins innan- rikismál sem gera út um póli- tiska framtið Argentinu. Falk- landseyjastriðið hefur kynnt undir hefðbundinni þjóðernis- hyggju, sem Perón lék á af mik- illi kúnst á sinum tima. Og sá eldur sem þar hefur upp biossað brennur nú illa á þeim öflum innanhersins sem hafa veðjað á vinfengi við Bandarikin — innan hersins sem utan hans. Þegar Bandarikin hættu að sýnast hlutlaus málamiölari i Falklandseyjadeilunni og tóku eindregna afstöðu með hefð- I bundnum bandamönnum sinum 1 breskum, vakti það upp gifur- I lega reiði hjá Argentinumönn- um, sem þóttust fyrir ýmissa I hluta sakir eiga sér vinsemd * herranna i Washington visa. I Blöð i Buenos Aires hafa óspart ausið sér yfir Bandarikjamenn, I kallaðþá svikara og hórusyni og * haldið þvi fram, að þeir hafi staðið i samsærum um að koma Galtierifrá völdum og setja ein- I hvern sér þægan mann i stað- 1 inn. I þessu andrúmslofti þýðir litið að reyna að mæla með I samstöðu með Bandarikjunum I þegar til lengdar lætur. Meira * ensvojþetta ástand verður lika I til þess, að þeir stjónmálamenn ■ sem hafa viljað taka upp efna- hagsráðstafanir með banda- I riskum keim — m.a.meðþviað I fylgja seðlahyggju Miltons ■ Friedmans og draga úr afskipt- um rikisins af efnahagslifinu, I þeir eiga nú erfiðar uppdráttar I en áður. Bandarikjafjandskap- * urinn eflir þá menn innan hers- ins sem hafa tilhneigingar til að I vasastsjálfir i efnahagsmálum landsins — m.a. vegna þess að 1 herinn er sjálfur mikill atvinnu- rekandiog á margar verksmiðj- ur. Lausir endar Það eru, með öðrum orðum, margar blikur á lofti i Argen- , tinu. Breytingar liggja i loftinu — en þar með er ekki sagt að stjórnarandstæðingar muni I framvegis sleppa við ofsóknir , og fangelsanir. Herinn hefur að visu sýnt nokkurn lit á að losa I sig við verstu hliðarnar á þvi kerfi mannrána, pyntinga og morða, sem hann hefur haldið • uppi. Þaðer meira aðsegja haft fyrir satt, að liðsforingjar úr morðsveitunum, sem hafa helst t barið á varnarlausu fólki hingað til, hafi verið sendir i fremstu viglinu á Falklandseyjum — i I þeirri von að breskar byssukúl- , ur og jörðin geymi þá best! En ■ enn er of snemmt að fullyrða margt i þessum efnum: svo I mikið er vist, að herforingjarnir , ætla að tryggja, að hvaða breytingar sem verða muni allar fara fram með þeim skil- málum sem þeir sjálfir setja. , AB tók saman. ■ Fargjaldastríð í miðri kreppu: Braniff-ílugfélagið gjaldþrota Um sjötiu þotum var lagt, farþegar sigldu I strand svo tugþúsundum manna misstu atvinnuna. Á dögunum var meira en sextíu hinna skærmáluðu farþegaþotna Braniff- flugfélagsins stefnt til heimaflugvallar í Dallas í Texas. Nokkrum stundum siðar tilkynnti þetta stóra f lugfélag að það væri farið á hausinn. Þetta er sögu- legasta gjaldþrot til þessa í þeirri kreppu sem nú fer yfir Bandaríki Reagans. Þetta gjaldþrot gerði 9300 starfsmenn Braniff International atvinnulausa, og búist er við þvi, að 6000 manns til viðbótar komist á kaldan klaka I Dallas og ná- grenni — starfsmenn fyrirtækja sem hafa þjónað undir þetta flug- félag. 39 bankar, flugvélafram- leiðendur og tryggingafélög þurfa nú að óttast um þær 730 miljónir dollara sem þeir eiga inni hjá gjaldþrotabúinu. Flestir tapa Gjaldþrotið er vísbending um afar erfiða stöðu helstu flugfélaga I Bandarikjunum. Aöeins eitt af tólf þeirra stærstu, Republic Air- lines, hefur sýnt smávægilegan hagnað á þessu ári. Risum eins og TWA og Pan American hefur tekist að tapa meira en hundrað miljónum dollara hvoru félagi á skipti, um tiu þúsundir starfs- fyrstu þrem mánuðum ársins. Og sérfróðir menn búast fastlega við þvi aö fleiri en Braniff fari á hausinn áöur en hálft ár er liðið. Uppá líf ogdauða Braniff-flugfélagið var stofnað fyrir meira en fimmtiu árum, en fékkst lengst af við flug um Texas og nálæg fylki. En þegar stjórn Carters gaf flugfélögum frelsi til að velja sér flugleiðir að vild þeirra og afnam það flugleyfa- kerfi sem áður hafði verið I gildi, hófst gifurlegt kapphlaup um hylli farþega og um þá þenslu- möguleika sem menn þóttust sjá i flugfrelsi og þvi fargjaldafrelsi sem með fylgdi. Innan skamms hafði samgöngunetið i loftinu þést gifurlega, bæði innan Bandarikj- anna á alþjóðlegum flugleiðum til og frá vesturálfu, og þenslan og fjárfestingar sem henni fylgdu neyddu flugfélögin i geysilega hart fargjaldastrið sin i milli. Braniff tók virkan þátt i þessu öllu og var eitt þeirra flugfélaga sem mest fjárfesti. Fargjaldastriðiö er barátta upp á lif og dauða og munu þeir lifa af sem lengst þola taprekstur. En þegar keppinautum fækkar (Laker hinn breski er dottinn út af Atlantshafsleiðinni og nú er Braniff úr sögunni) þá treysta þeir sem eftir eru sér frekar til að hækka aftur fargjöldin. Og flug- vélarnar verða betur setnar. Að minnsta kosti hafa hlutabréf i þeim flugfélögum sem hafa keppt við Braniff á sömu flugleiðum hækkað nokkuð eftir að gjald- þrotið varð. Byggt á Spiegel

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.