Þjóðviljinn - 27.05.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.05.1982, Blaðsíða 15
121 frá Hringið í síma 81333 kl 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lcsendunt Barnatími eða kennslustund? Skúli fógeti skrifar: Mér finnst barnatimi Bryn- disar Schram i sjónvarpinu höfða of mikið til kennslu- stundar, þar sem á að fræða okkur krakkana um hina eða þessa stofnunina eða heimsækja þennan eða hinn staðinn. Ég held að krakkar séu yfirleitt þaö þreyttir á kennslustundum, að þeir kæri sig ekkert um aðra sem heitir Barnatimi. Margir krakkar biða eftir ein- hverju sérstöku efni, sem þeir hafa áhuga á, t.d. teikni- myndum og leikritum sem þó mætti æfa betur. Stundum hafa hér i lesenda- dálknum komið fram óskir um Andrés Ond eða þviumlikt. Hugsa ég að mjög erfitt sé fyrir rikisútvarp að fá slikar myndir. Mér finnst mjög litiö gert fyrir okkur eldri krakkana (10 — 13 ára) og þess vegna held ég að við horfum meira á saka- málamyndir en ella. A þessu mætti ráða bót. Skúli fógeti Skúli fógeti segir, að erfitt sé fyrir rikisútvarp að fá myndir með Andrési önd (þær eru feiki- dýrar). • • Oldungarnir gerðu jafn vel Jóhanna Guðmundsdóttir hringdi vegna fréttar i Þjóð- viljanum á baksiðu þriöjudag- inn 25. mai. Þar sagöi frá út- skrift úr Hamrahliðarskóla og var þess getið, að einn nemenda hefði tekið stúdentspróf á tveimur og hálfu ári og væri það i fyrsta sinn, sem nemandi færi svo hratt yfir. Jóhanna sagði þetta ekki rétt. öldungadeildarnemar frá 1974 útskrifuðust eftir tveggja og hálfs árs nám og var þar um að ræða eina 8 nemendur. Bergur, 5 ára, Bakkastíg 4, sendi Þjóðviljanum þessa mynd af pabba sínum að halda ræðu. Veistu... að síðasta dýraaftaka sem sögur fara af fór fram í Frakklandi árið 1740? Þá var kýr fundin sek um galdra og hengd með pompi og prakt. Barnahornið Brandari Systkinin þrjú, Siggi, Ella og Gunna hafa komið i heimsókn til frænku sinnar. Siggi er yngstur. Frænka spyr hann: — „Hvora systurina þykir þér nú vænna um?" — „ Það þori ég ekki að segja," sagði Siggi, „því að þá verður Gunna vond." Fimmtudagur 27. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Snorri örn Sigríður Ella og Snorri Orn syngja og spila Sigriöur Ella Magnúsdóttir gitar. Forvitnilegt, svo ekki sé syngur einsöng i útvarpssal i meira sagt. ast kvöld. Hún mun syngja þjóð- ~_______________ lög frá ýmsum löndum. Snorri Orn Snorrason leikur undir á (JtVdrp ■%/!#" kl. 20.05 Sigriður Ella Sigurður Rúnar Jónsson Ævar R. Kvaran Lelkrítið eftir Walesbúa Fimmtudagsleikrit útvarps- ins hcitir „Vindur himins” og er cftir Emlyn Williams. Þýð- andi og leikstjóri er Ævar R. Kvaran og með helstu hlut- verk fara Margrét Guðmunds- dóttir, Arni Blandon, Gisli Al- freðsson og Margrét Helga Jó- hannsdóttir. Sigurður Rúnar Jónsson leikur á hörpu. Efnisþráður: Leikurinn ger- ist i þorpi i Wales sumarið 1856. Krimstrlðinu er nýlokiö og þær Dilys Parry og ung frænka hennar ræða um her- mennina, sem komu heim, og þá sem komu ekki. Eng- lendingur flytur inn á gisti- krána i þorpinu. Mörgum finnst hann dularfullur og dag nokkurn kemur hann að heim- sækja frú Parry... llöfundurinn Emlyn Willi- ams fæddist i Mostyn i Wales árið 1905. Hann fór snemma aö leika og skrifa leikrit. Fyrsta verk hans, >,And so to bed”, var frumsýnt árið 1927. Willi- ams hlaut mikla frægð þegar hann lék aðalhlutverkið i leik- ritinu „Night must fall” 1935, en hann var jafnframt höfundurinn. Leikfélag Reykjavikur sýndi leikrit þetta skömmu eftir 1960 undir nafninu „Þegar nóttin kem- ur”. A striösárunum var Emlyn Williams þulur I breska út- varpinu, og skömmu eftir 1950 fór hann i upplestrarferð til margra landa og las úr verk- um Charles Dickens. Hann hefur einnig komið fram i kvikmyndum. „Vindur himins” er annaö verkiö eftir Williams sem út- varpið flytur. Hitt var „Dag- renning” 1979. Útvarp kl. 20.30

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.