Þjóðviljinn - 28.05.1982, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. mal 1982
viötalicl
Sumar-
námskeið
fyrir
yngri
börnin í
Árbæjar-
hverfinu
Spjallað við
Valgeir
Guðjónsson
forstöðumann
í Arseli
Þessa dagana stendur yfir
skráning barna á hálfsmánabar
sumarnámskeiO sem Æskulýðs-
miðstöðin Ársel I Árbæjarhverfi
stendur fyrir. Valgeir Guöjóns-
son forstöðumaður Arsels ber
veg og vanda af sumarnám-
skeiðunum og viö slógum þvi á
þráðinn til hans og spurðum
hvað stæði til aö gera á þessum
námskeiðum.
— Við ætlum aö reyna að hafa
þaö reglulega skemmtilegt,
Æskulýðsmiöstöðin Arsel I Arbæjarhverfi var tekin I notkun á slð-
asta vetri. A innfelldu myndinni er Valgeir Guðjónsson forstöðu-
maður miðstöðvarinnar.
fara i gönguferðir, f alls kyns
leiki, styttri ferðalög, sund og á
söfn eins og t.d. Árbæjarsafnið
sem er hér í grenndinni. Ef illa
viörar þá flytjum viö okkur
hingað inn í Arsel og finnum
okkur eitthvaö skemmtilegt aö
gera.
— Fyrir hverja eru þessi leik-
námskeið?
— Þetta er fyrir þá krakka
sem fæddir eru 1970 - 75. Nám-
skeiðin standa hvert i hálfan
mánuð, alla virka daga frá kl. 10
- 16. I hádeginu veröa börnin
meö okkur, borða þá bita sem
þau hafa meö sér að heiman en
við sjáum fyrir mjólk.
— Hvaö kostar aö vera meö?
— 250krónur fyrir barniö. Þaö
er rétt að taka það fram að við
verðum að takmarka aösóknina
á hvert námskeiö við 40 - 50
krakka, en hugmyndin er að
halda alls 4 námskeið i sumar
Stríðiðvið Falklands-
eyjar hefur víða áhrif
Falklandseyjastriðið hefur
víöa áhrif, og þá ekki siður á
skipamarkaöinn, eftir þvf sem
viö lesum I fréttabréfi Eim-
skipafélagsins.
Þar segir m.a. aö um miöjan
siöasta mánuð hafi 40 kornflutn-
ingaskip beöið afgreiðslu f
hinum ýmsu hafnarborgum
Argentinu. Bæöi hefur uppsker-
unni seinkaö vegna mikilla
rigninga og eins hitt: mikill
ótti i skipstjórnarmönnum aö
sigla um hafsvæöiö nærri Falk-
landseyjum.
önnur 40 bresk flutningaskip
hafa verið tekin f þjónustu
breska sjóhersins til ýmissa
nota. Skipafélagið P&O hefur
t.d. oröiö aö aflýsa skemmti-
siglingum fyrir yfir 9000 far-
þega, en þrjú af skipum félags-
ins þjóna nú breska sjóhernum,
sem herflutninga- og sjúkra-
skip.
Og í Hull eru menn áhyggju-
fullir vegna tekjumissis hafnar-
innar af flutningaskipum þeim,
sem þar hafa fastar viökomur,
auk hættu á atvinnuleysi, en
fjölmörg vöruflutningaskip hafa
verið tekin f þjónustu breska
sjóhersins, auk þess sem
margir togarar frá Hull og
Grimsby eru i þjónustu hersins
og þvi óttast útgeröarmenn að
geta ekki veitt þann afla sem
þeim var skammtaður og þótti
hann ekki mikill fyrir.
-lg-
og byrja þaö fyrsta mánudaginn
7. júni.
— Hvernig heldur þú aö til
takist?
— Ég er bjartsýnn. Þetta er i
fyrsta sinn sem við gerum
svona lagað fyrir yngstu börnin.
Svipaö hefur áöur verið gert i
Fellahelli og gefist vel.
— Hvernig eru undirtektir i
hverfinu?
— Þær hafa veriö alveg ágæt-
ar en mættu vera betri. Það
bætast við krakkar á hverjum
degi, og þvf fer hver að vera siö-
astur aö tryggja sér og sinum
pláss.
— Hvað verður helst á döfinni
i Árseli i sumar?
— Þaö er alltaf rólegra á
sumrin i æskulýösstarfinu en á
veturna, en viö ætlum aö hafa
opið tvö kvöld I viku fyrir ungl-
inga, þ.e. á þriöjudags- og
föstudagskvöldum, tónlist og
dans. Yngri börnin hafa hins
vegar orðið meira og minna út-
undan i vetur og þvi ætlum viö
aö leggja megin áhersluna á
þau i sumar.
— Hver hefur verið reynslan
af æskulýðsmiðstöðinni I vetur?
— Húsnæöiö er aö visu ekki
fullkláraö ennþá, og þaö hefur
dálitiö sett strik i reikninginn
hjá okkur. En miöaö viö alla
byrjunarerfiöleika, þá held ég
aö viö getum veriö ánægö meö
starfiö og aösóknina i vetur.
Æskulýösmiöstöö eins og þessi
getur ekki gert annaö en gott i
hverfi sem þessu. —lg.
<
Q
nJ
o
Nei. hvað heitir þ" væna?
---- VT
vn __/ ( Folda
Gengur þér ekki
vel i skólanum?->
Jú, jú.gengur þér ekki vel
að borga skattana?
Fugl dagsins
Strandlóa
Strandlóa — Charadrius alex-
andrinus, er auðgreindust frá
sandlóu og vatnalóu á svartleitu
nefi og fótum, mjórri augnkápu
og litlum svörtum blettum sinn
hvorum megin á uppbringu.
Kvenfuglinn er ljósari og meö
brúnleita bletti á bringuhliöum.
Röddin er þýtt „úitt-úitt” og
flautandi ,,pú-it” eöa ,,pó-itt”.
Söngurinn er langdregiö vell.
Kjörlendi strandlóunnar er viö
sjávarstrendur og stöku sinnum
viö saltvötn fjarri sjó. Hún
verpir i möl, sandi eöa þurrum
leirflögum viö sjó.
Rugl dagsins
Sjaldan er góö ýsa of oft freöin
(Stoliö)
Annifrid syngur og Phil Collins i
Genesis stjórnar.
Annifrid
með nýja
sólóplötu
Bráðlega kemur út hérlendis
nýjasta sólóplata söngkonunnar
Annifrid Lyngstad, en margir
kannast eflaust við nafnið og
anlitið sem 1/4 af ABBA söng-
flokknum.
Þaö er hljómplötuútgáfan
Skifan sem hefur gert samning
viö sænska ABBA-fyrirtækiö
Polar Music Internationai AB
um útgáfu hérlendis á hljóm-
plötum fyrirtækisins, en marg-
ar þessara platna hafa veriö
meö öllu ófáanlegar hér á landi.
Skifan ætlar aö endurútgefa
allar gömlu ABBA plöturnar og
koma þær út i sumar, en reiknaö
er meö aö sólóplatan hennar
Annifrid komi út i ágúst. Sú
plata ber nafnið „Something’s
Going On”, og er unnin undir
stjórn hins virta tónlistar-
manns, Phil Collins söngvara og
trommuieikara, bresku hljóm-
sveitarinnar Genesis, sem Is-
lendingar kannast flestir viö.
Dimmt er yfir
„Davíðs borg”
Fulloröin kona orti er hún
heyröi um úrslit borgar-
stjórnarkosninga i Rvik.
Hér er æði hljótt um torg,
hafna vættir nýjum siö.
Dimmt er yfir „Daviðs borg”,
Drottinn náöi heimilið.