Þjóðviljinn - 28.05.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.05.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 28. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Rifjaður upp aðdragandi að stofnun Yerkalýðs- félagsins Jökuls á Höfn í Homafirði, sem á 40 ára afmæli á þessu ári 2. maí sl. var þess minnst með hóf i i Sindrabæ á Höfn í Hornafirði/ að 40 ár eru liðin á þessu ári frá því að Verkalýðsfélagið Jökull var stofnað. Benedikt Þorsteinsson var aðaihvatamaður að stofnun félagsins á sínum tíma, sem varð mjög sögu- leg» og jafnframt fyrsti formaður þess/ en for- mennsku i félaginu gegndi Benedikt í 26 ár. Við báðum Benedikt að rif ja upp aðdragandann að stofnun féiagsins. Fiski landaO á Höfn i Hornafiröi Héldum leynifund í eldhúsinu hj á mér segir Benedikt Þorsteinsson aðalhvatamaður að stofnun félagsins og formaður þess í 26 ár — Ariö 1941 var ekki haldinn aöalfundur i Verkalýösfélagi Hafnar og siöla þess árs voru uppi háværar raddir á vinnustööum um kauphækkun og stofnun nýs verkalýösfélags, sem væri án þátttöku kaupfélagsstjórans, en hann var einn helsti áhrifamaöur i verkalýösfélaginu sem þá var. Þaö sama haust var á ferö hér fyrir austan, erindreki Alþýöu- sambandsins, Jón Sigurösson, og náöi ég tali af honum og bar undir hann þessar hugmyndir okkar um aö leggja félagiö sem fyrir var niöur, og féllst hann á þá hug- mynd; þaö yröi friösamlegasta leiöin til að losna viö kaupfélags- stjórann úr félaginu aö leggja þaö hreinlega niöur. Um áramótin 1941-2, voru uppi ráöagerðir um aö halda aöalfund Verkamannafélagsins, og á stjórnarfundi rétt fyrir áramótin var ákveðiö aö hann skyldi hald- inn aö kvöldi 3. janúar. Kvöldið áöur komu saman i eldhúsinu aö Vegamótum, i minni ibúö, verka- menn til aö ræöa aðgeröir i mál- efnum félagsins. Niöurstaöa þessa leynifundar var sú, aö félagsmenn skyldu hvattir til aö skila auöu til stjórnar á aöal- fundinum, og aö kosningum lokn- um, skyldi borin upp tillaga þess efnis aö félagiö yröi iagt niður; þar sem sýnilega væri enginn áhugi fyrir tilveru þess. Þá ákváðu fundarmenn aö stefna að stofnun nýs félags aö aöalfundi loknum. Nær allir fundarmenn skiluðu auðu Daginn eftir gekk einn félagi leynifundarins á milli félags- manna og safnaði undirskriftum þar sem menn gáfu samþykki sitt fyrir aðgerðum þessum. Hlaut þetta góðar undirtektir allra sem til var leitað. Aö kvöldi 3. janúar 1942 var aðalfundurinn haldinn og var hann vel sóttur. Þegar kjósa átti stjórn, komu flestir atkvæðaseðl- ar auöir. Þetta þótti þeim Jóni Ivarssyni kaupfélagsstjóra og Birni Guömundssyni ritara félagsins, sem var innanbúöar- maöur hjá kaupfélagsstjóranum, næsta kynlegt tiltæki félags- manna. Vildu þeir láta endurtaka atkvæðagreiðsluna og var þaö fúslega leyft af fundarmönnum, en niöurstaöan var á sömu leiö. Bar ég þá upp tillögu þá sem samþykkt var á leynifundinum, um að félagið skyldi lagt niöur og færöi fram þau rök helst fyrir þessum aögerðum, aö lítiö lif væri oröiö i félaginu og þaö félags- mönnum til litils gagns. Móti þessari tillögu mæltu að- eins þeir Jón og Björn, og for- maöur félagsins Benedikt Stein- sen, sem ekki haföi veriö látinn vita um þetta fyrirfram. Tillagan var rædd i hér um bil þrjár klukkustundir, en aö end- ingu fékkst aö bera hana undir at- kvæði, og aö kröfu Jóns tvarsson- ar, var viðhaft nafnakall viö alls- herjaratkvæöagreiöslu. Kosning- in fór þannig aö 34 sögöu já, 3 nei og 4 greiddu ekki atkvæöi. Voru þaö helst menn sem gengu ekki i félagiö á fundinum. Tillagan var semsagt samþykkt meö 34 at- kvæöum gegn 3 og þar meö lagt niður þetta 13 ára gamla félag. Jón Ivarsson taldi þetta óiög- legar aðgerðir og áski ldi sér rétt til aö leita landslaga um þetta en ekki veit ég til aö hann hafi not- fært sér þann rétt. Nýtt félag stofnað í Barnaskólanum Þessi sögulegi fundur var hald- inn i svokölluðum Stúkusal i Miklagarði og lauk um 11 leytiö um kvöldiö. Fóru fundarmenn þá beina leiö þaöan i Barnaskólann, og eftir sátu þeir Jón og Björn meö eigur félagsins, hefur fundargeröarbókin ekki sést siö- an, þrátt fyrir tilraunir til aö fá hana. Þaö voru alls 39 verkamenn sem héldu fund i Barnaskólanum seint um kvöldið, og þar var undirrituö stofnskrá aö nýju verkamannafélagi. A framhalds- stofnfundi sem viö boöuöum til daginn eftir, bættust fjórtán nýir félagar viö, þannig aö alls voru stofnfélagar hins nýja verka- mannafélags 53. Félaginu var mjög vel tekiö enda voru félagar i þvi lang stærsti hluti allra verkamanna á staönum. • Hvernig var atvinnulif á Höfn á þessum tima? — Um þetta leyti var aö lifna nokkuö yfir atvinnu. Ástandiö haföi verið ansi bágborið á kreppuárunum, fram undir 1940. Hins vegar á þessum tima, var setuliöiö breska komiö austur og talsvert mikil vinna hjá þvi, svo heldur fór aö lifna yfir. Þú gegndir formennsku i verkamannafélaginu strax frá upphafi og alls i 26 ár. Hvaö kom til aö þiö skýröuö félagiö „Jökul”? — Okkur fannst þaö sjálfsagt vel við hæfi. Þaö var kalt i veöri þegar það var stofnað og dálitið kuldalega gert kannski. Þurftuö þiö oft aö beita verk- fallsvopninu? — Þaö hefur verið litiö um þaö. Hjá sjómönnum hefur komiö til verkfalla, en landverkafólkiö var Benedikt Þorsteinsson ekki þátttakandi i neinum verk- föllum, ekki nema þegar alls- herjarverkföll hafa staöiö yfir. Fiskimjölsverksmiðja stofnuð Hefur félagiö staöiö fyrir ein- hvers konar atvinnurekstri á llöfn? — Nei, ekki beint, en þegar orö- iö var ansi tregt um atvinnu i kringum 1950, en þá var ekkert frystihús komiö hér, fór atvinnu- nefnd hreppsins aö ihuga leiðir og skrifaöi m.a. bréf til Kaupfélag- ins þar sem menn voru hvattir til aö byggja frystihús til aö tryggja aö aflinn yröi unninn hér á staön- um og atvinnulif tryggt aö sama skapi. Viö fengum litil svör viö þess- um ábendingum og óskum. Varö endirinn sá, aö nefnd á vegum verkalýösfélagsins, útgeröar- manna og hreppsfélagsins gekkst fyrir þvi aö hér yröi stofnaö hlutafélag um byggingu fiski- mjölsverksmiöju. Þá fór aö lifna yfir áhuganum hjá Kaupfélaginu aö koma upp frystihúsi, en þaö varö úr aö fiskimjölsverksmiöjan var byggö og viö höfum örugg- lega átt þátt i þvi aö fiskvinnsla komst á fyrir alvöru, og um leiö tryggö atvinna hér. Hvaö eru margir félagar i Jökli i dag, og hvernig leggst framtiöin i þig? — Þaö eru vist á þriöja hundraö félagar nú I verkalýösfélaginu. Mér lýst ágætlega á framtiöina. Þaö eru geröir hér út 22 bátar og atvinnulíf er traust, þaö skiptir miklu, sagöi Benedikt að lokum. -lg Höfn I Hornafiröi, — myndin tekin fyrir nokkrum árum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.