Þjóðviljinn - 28.05.1982, Blaðsíða 20
PJODVIlllNN
Föstudagur 28. mal 1982
AbaUImi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hsgt aö ná i blaðamenn og aöra starfsmenn biaösins Iþessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af greiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Guðmundur J. Guðmundsson
formaður VMSÍ:_________
„Taka verður
fullt tlllít til
okkar manna”
— Innan Verkamannasambandsins var mikill
áhugi á þvi að það semdi eitt og sér. Hins vegar
siógu menn til i samstöðu með heildarsamtökunum
gegn því ófrávikjanlega skilyrði að tekið yrði tillit
til þeirrar staðreyndar að launþegar innan okkar
samtaka og einnig Landssambands iðnverkafólks,
eru á ailra lægstu laununum sem viðgangast i þessu
þjóðfélagi, sagði Guðmundur J. Guðmundsson for-
maður Verkamannasambandsins þegar Þjoðviljinn
náði tali af honum að loknum fundi 7 manna nefnd-
arinnar i gær.
Guömundur J. Guömundsson á tali viö Kolbein Friöbjarnarson áöur en
fundur 72 manna nefndar ASÍ hófst I gær. Ljósm. — gei.
Verkamannasambandsmenn
héldu með sér fund i gærmorgun
og svo aftur siðdegis þar sem
loksins náðist samstaða um að
taka þátt i aðgerðum heildarsam-
taka launafólks. Guðmundur
sagði ennfremur:
— Þaðer alveg ljóstað iðnaðar-
menn hafa fengið meiri launa-
hækkanir á samningstimabilinu
en okkar skjólstæðingar i Verka-
mannasambandinu. Ég hef auð-
vitað ekkert við það að athuga aö
launafólk nái að ýta sinum kjör-
um upp á við en verði þetta bil
ekki minnkað i þeim samningum
sem vonandi standa fyrir dyrum,
þá munum við einbeita kröftum
okkar að þvi að ná okkar sérkröf-
um fram.
Og hverjar eru þær?
— Þær eru einkum tvenns kon-
ar. Annars vegar að aldurshækk-
anir verði auknar og samræmdar
þvi sem almennt gerist innan
Alþýðusambandsins. Hins vegar
að ailir launaf lokkar okkar hækki
um 3. Núna eru 98% manna i
Verkamannasambandinu i 7,—13.
launaflokki og okkar skýlausa
krafa er að menn hækki yfir alla
linuna um 3 flokka, sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson formað-
ur Verkamannasambandsins að
lokum. —v.
Sjúkraliðar
feffldu tilboð
ráðherra
Á mjög fjölmennum
fundi i Hótel Heklu i gær
felldu sjúkraliðar alfar-
ið tilboð fjármálaráð-
herra i kjaradeilu þess-
ara aðila.
Mikil samstaða var á fundin-
um, og komust fundarmenn ekki
allir fyrir I salnum en stóðu i
göngum og stigum, samkvæmt
upplýsingum formanns Sjúkra-
liðafélagsins, Sigriðar Kristins-
dóttur. Enn ber talsvert á milli,
en sjúkraliðar krefjast m.a. að
vera tveimur launaflokkum fyrir
neðan hjúkrunarfræðinga.
Sjúkraliðar munu ganga út 1. júni
ef ekki tekst aö semja og var eng-
inn fundur boðaður með aðilum i
gær.
Ríkið
lokað
í dag
Með hliðsjón af eindregnum
tilmælum sem borist hafa frá
æskulýðsráði og áfengisvarn-
aráði hefur verið ákveðið að út-
sölur A.T.V.R. verði lokaðar i
dag, föstudaginn 28. mai 1982.
Nóg að gera í Karphúsinu
Mikið hefur veriö aö gera i
húsakynnum Sáttasemjara
undanfarna daga og ekki lát á
næstu dagana ef aö likum iætur.
Þjónar á veitingahúsum gengu
sem kunnugt er til samninga á
hádegi i gær eftir næturfund.
Leiösögumenn hittust kl. 9.00 i
gærmorgun og rafvirkjar og linu-
menn hjá RARIK kl. 10.00. Þá
ræddu útgefendur og blaðamenn
málin á 3ja fundi aðila i þessari
kjaradeilu og miðaði nokkuð i
samkomulagsátt. Þá héldu mat-
reiöslumenn i landi fund meö
sinum viðsemjendum kl. 16.00 og
var annar fundur i deilu þeirra
ákveðinn næsta miðvikudag.
I dag munu byggingamenn og
meistarar ræöa saman ki. 10.00,
bifreiðastjórar i Vik, Borgarnesi
og i Rangárvallasýslu ætla einnig
að ræöa sin kjör i dag.
Kl. 14.00 munu svo sem áöur
sagði deiluaöilar launafólks og
atvinnurekenda hittast og má
vænta tiöinda af þeim viöræöu-
fundi.
— v
Bresk freigáta springur í loft upp
Falklandseyjastriöiö veröur æ hrikalegra meödegi hverjum: nú hafa Bretar misst a.m.k. fimm skip og
Argentlnumenn m.a. nær fimmtiu flugvélar. Hér er breska freigátan Antelope aö springa i loft upp eftir
aö áhöfnin yfirgaf skipiö.
Slöustu viku og þaö sem af er þessari er búin aö vera hin besta þorsk-
veiöi i Flóanum.
Góð þorskveiði á línu og net í Flóanum:
80 tonn á 10 dögum
„Bjóst alls ekki við þessu”,
segir Örn Einarsson á Pétri Inga KE 32
— Þetta er búiö aö vera
óvenjulega gott síöustu vik-
una. Það er ekkert af fiski
á grunninu, en það er eitt-
hvað að ganga út, sagði
Örn Einarsson skipstjdri í
Keflavík á Pétri Inga KE
32 sem hefur fengið um 80
tonn á 10 dögum í net.
Ég held að þetta sé aö fjara út,
en þaö er búiö aö vera finasta
fiskeri á linunni lika frá þvi aö
menn byrjuöu aftur eftir
vertiðarlokin. Fiskurinn er aö
renna út Flóann. Ég bjóst alls
ekki viö þessu, og ætlaöi alls ekki
aö fara á netin aftur, en þetta er
ágæt sárabót eftir annars lélegan
april.
— Hvernig gekk vertíöin hjá
ykkur?
— Hún var þokkaleg, viö
lentum vel I þvi til aö byrja meö
en siöan tók alveg fyrir. Þaö var
engu likara en enginn fiskur hafi
gengið upp til hrygninga. Miöað
viö siöustu tvær vertiöar þá var
þetta ansi lélegt i vetur.
— Hvernig fisk eruö þiö aö fá
núna i netin?
— Þetta er aöallega þorskur,
alveg sæmilegur fiskur, en auö-
vitaö horaöur á þessum árstima.
t vetur var óhemju mikill ufsi á
feröinni, hann bar alveg uppi
aflann, en nú er aðeins einn og
einn innan um.
— Hvaö tekur viö hjá ykkur?
— Ætli viö höldum þessu ekki
áfram fram undir Sjómannadag.
Þá ætlum viö aö fara meö bátinn
út og skipta um vél. t haust veröa
þaö stöan aftur netin, sagöi Orn
Einarsson.
-lg-
Munið kosningahappdrættið! — Dregið 1. júní!