Þjóðviljinn - 28.05.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. maí 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Með gítar
að vopni
ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ sýnir
BANANA
EFTIR Rainer Hachfeld
og Rainer Liicker
Leikstjóri: Briet Héöinsdóttir
Leikmynd: Grétar Reynisson
Þýöing:
Jórunn Siguröardóttir
og Böövar Guömundsson
Þessi sýning er á vegum svo-
kallaös Pældiöi-hóps og er eftir
sömu linum og sá hópur hefur
fylgt hingaö til aö setja upp
sýningar fyrir börn og unglinga
sem eiga fyrst og fremst aö
koma einhverjum boöskap eöa
kennslu til skila. Og þetta verk
eins og fleiri sem þau hafa veriö
meö á sinum snærum er ættaö
frá hinu kunna GRIPS leikhúsi i
Þýskalandi.
Bananar gerist i ótilgreindu
riki i rómönsku Ameriku og
bregður ljósi yfir lifskjör
fólksins i landinu svo og hið póli-
tiska og efnahagslega ástand
gegnum sögu ungs drengs i litl-
um bæ sem leggur upp með
bananana sina til stórborgar-
innar til þess að verða rikur en
kemst að þvi að það er ekki eins
einfalt og hann ætlaði. Fólk sem
hann kynnist og raunir sem
hann ratar i bregður ljósi yfir
ýmsarmismunandi hliðar þjóð-
lifsins. Við kynnumst kjörum
verkamanna, sem eru fullkom-
lega kúgaðir þrælar auðhrings-
ins IPP, sem drottnar yfir öllu i
landinu. Við kynnumst ráða-
manni þess auðhrings og dóttur
hans ungri, sömuleiðis bæði
vondum og góðum prestum sem
sýna okkur hin tvö andlit kirkj-
unnar i þessum heimshluta.
Gegnum allt þetta öðlast þeir
bananasalinn Pancho, götu-
söngvarinn Casimiro og verka-
m.aðurinn Ramon aukinn
skilning á svikamyllu og
kúgunarkerfi auðvaldsins og
einkum helsta fulltrúa þess i
landinu, IPP. Og kemur að þvi
að Casimiro fær ekki orða
bundist og tjáir tilfinningar
sinar og viðhorf i söng, en er þá
óðara gripinn og varpað i dý-
flissu. Verður það skemmtileg-
asta atriði sýningarinnar þegar
Casimiro leikur á fangaverði og
pyntingameistara með þvi að
snúa út úr pólitiskum söng sin-
Hálfisiensk auömannsdóttir (Jórunn Siguröardóttir) hlustar á þá Pancho (Gunnar Rafn Guömundsson)
og Casimiro (Tomas Ahrens) syngja um sambiöndun þjóöa...
um og gera hann að væmnum
ástaróð. Ber þar sérlega að
þakka Böðvari Guðmundssyni
fyrir lipur handtök við texta-
þýðinguna.
Sagan sem hér er fram l'Iutt er
einföld en hröð og spennandi og
ágætlega til þess fallin aðlanga
athygli unglinga og veita þeim
um leið innsýn og fræðslu. Ég
tel tvimælalaust að sýningin sé
mjög holl og vel fallin til þess
brúks að kynna ungu fólki kjör
fólksins i þessum heimshluta og
vekja forvitni þess. Auk þess
fylgir með, og er það mjög vel
til fundið, sérlega vönduð leik-
skrá sem geíur frekari upp-
lýsingar um málefni latnesku
Ameriku.
Það sem kannski vekur efa-
semdir um tilhneigingu og boð-
skap þessarar sýningar er það
að gefið er i skyn að það gæti
verið tiltölulega hægur vandi að
breyta þessu ógnarástandi og að
þar sé gitarinn liklega skæðasta
vopnið. Ansi er ég hræddur um
að i raunveruleikanum hefði
vinur okkar Casimiro ekki
sloppiðalveg svona auöveldlega
frá böðlum lasismans. Liklegra
er að þeir heí'ðu ekki einungis
brotið gitarinn hans heldur
hendurnar á honum lika. •
En þetta er fjörleg og I
skemmtileg sýning og það besta
sem þessi hópur hefur sýnt af |
sér til þessa. Aö visu skortir all- ■
nokkuð upp á tækni og færni I
sumra leikaranna, en þeir
Gunnar Rafn Guðmundsson og |
Viðar Eggertsson ná vel að •
túlka innileik og einfeldnings- I
hátt þeirra Panchos og Ramons
og Thomas Ahrens er kraftmik- |
ill, frisklegur og slunginn i ■
hlutverki götusöngvarans I
Casimiros og leikur hans i
framangreindu fangelsisatriði
var stórkostlegur. ■
Sverrir Hólmarsson. I
Ósóman-
um l
útrýmt j
Dansleikjahaldarar i I
Arnessýsiu komu saman til I
fundar nýveriö og ákváöu aö I
skera upp herör gegn þeim 1
ósóma að fólk innan 16 ára |
aldurs komi á dansleiki i I
sýslunni. Mun viö liggja hér I
eftir missir skemmtana- ■
leyfis komist upp brot af I
þessu tagi.
Heita dansleikjahaldarar I
á alla aðila sér til fulltingis ■
þessu alvarlega máli. Eru I
bifreiðastjórar á smáum bil-
um og stórum, svo og for- I
eldrar og forráðamenn fólks •
undir 16 ára aldri, beðnir um I
aðstoð i málinu, svo og æsku-
lýðs- og barnaverndar- I
nefndir. ■
1’ Siðast en ekki sist er I
skorað á fólk innan 16 ára
aldurs að koma til liös við ,
• dansleikjahaldara og hætta ■
Iað reyna að koma sér á
skemmtanir, jafnvel þótt |
ekki vanti nema einn dag ,
• upp á 16 ára afmælisdaginn. i
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti:
180 nemendur brautskráðir
Skólaslit Fjölbrautaskólans i
Breiöholti fóru nýlega fram. -
Brautskráöi skólinn aö þessu
sinni 180 nemendur en sl. vor út-
skrifuöust frá skólanum 161 nem-
andi. Frá cins árs námsbrautum
útskrifuöust nú 15 nemendur, frá
tveggja ára brautum 30 nem-
endur, frá þriggja ára brautum 49
nemendur og frá fjögurra ára
brautum útskrifuöust nú 95 nem-
endur.
Til tiöinda þótti teljast aö tveir
nemendur á almennu bóknáms-
sviði luku tveimur brautum sam-
timis, þau Guöbjörg Birna
Guömundsdóttir og Sveinn Bald-
ursson frá eðlis- og náttúrufræöi-
brautum. Þau náöu einnig best-
um árangri allra á stúdentsprófi
frá Fjöibrautaskólanum þetta
áriö.
Hvað varöar námsárangur á
brautum og sviöum er hann sem
hér segir:
árangri 88 einingum 180 stigum.
A uppeldissviði, (i fóstur- og
þroskaþjálfanámi) er árangur
bestur hjá Jónu Kristinu Sig-
mundsdóttur, 72einingar 156 slig.
mundur Guðlaugsson, 116 ein-
ingar— 270 stig. Allar einingar A
nema metnar ein. Þá ljúka niu
rafvirkjar námi og þeirra hæstur
er Július Júliusson með 123 ein-
ingar 269 stig.
A viðskiptasviöi, sérhæfðu
verslunarprófi náði bestum
árangri Hlif Gestsdóttir, 161 ein-
ingu 404 stigum.
Fjögurra ára
námsbrautir:
Stúdentspróf. Bestum og frá-
bærum árangri náðu Sveinn
Baldursson, eðlisfræöibraut og
náttúrufræöibraut 182 ein. 457 stig
og Guðbjörg Birna Guðmunds-
dóttir, eðlisfræðitraut og
náttúrufræðibraut, 181 ein. 456
stig. — v.
Á einsárs námsbrautum:
Á hússtjórnarsviði hefur Friö-
gerður Helga Guðnadóttir náð
bestum árangri 43 einingum —
116 stigum.
A tæknisviði — grunnnáms-
braut rafvirkja, Birgir Sigurþórs-
son, 46 einingar — 87 stig.
Á tveggja ára
námsbrautum:
A hússtjórnarsviði, grunn-
námsbraut II hefur Hugrún
Kristin Helgadóttir náð bestum
A viðskiptasviöi, almennu
verslunarprófi er hæst Særós
Guðnadóttir, 80 einingar 222 stig.
A þriggja ára
námsbrautum:
Á heilbrigðissviði, sjúkraliða-
námi ljúka 9 sem fyrr segir, en 4
með full réttindi. Bestum árangri
náði Svandis Bára Karlsdóttir, 88
einingum 202 stigum.
Á tæknisviði, sveinsprófsnem-
endur, ljúka námi fjórir húsa-
smiðir og er þar hæstur Guð-