Þjóðviljinn - 28.05.1982, Blaðsíða 15
Föstudagur 28. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
íþróttir (2 iþróttirpg
EOP—mótið í kvöld
EÓP-mótið i frjálsum íþróttum
veröur haldiö á Laugardalsvell-'
inum ikvöld, föstudaginn 28. mai,
og hefst kl. 18. Frjálsiþróttafólk
viröist vera komiö 1 ágætis æfingu
miöaö viö árangur þess aö undan-
förnu og má búast viö góöum af-
rekum á mótinu.
Glæsimark Gunnars
tryggði KA sigur
KA frá Akureyri vann sann-
gjarnan sigur á Fram i 1. deild
islandsmótsins i knattspyrnu I
gærkvöldi. Leikiö var á Laugar-
dalsvelii og sigruðu noröanmenn
2:1 eftir að Framarar höföu veriö
yfir i hálfleik, 1:0.
Fátt markvert geröist fyrr en á
24. min. bá sendi Hafþór Svein-
jónsson fyrir mark KA frá hægri
og Ólafur Hafsteinsson skallaði i
netið af stuttu færi, 1:0 fyrir
Fram. Stuttu siöar varöi Guö-
mundur Baldursson markvörður
Fram lagalega frá Gunnari
Gislasyni en á sfðustu minútu
hálfleiksins munaöi engu aö
Fram kæmist i 2:0. Ólafur Haf-
steinsson átti fallega hælsendingu
á Halldór Arason sem skaut langt
framhjá úr opnu færi.
KA-menn tóku leikinn I sinar
hendur i upphafi siöari hálfleiks
og léku oft ágætis knattspyrnu.
Gunnar, og hinn siungi Elmar
Geirsson áttu góö færi áöur en
Elmar „fiskaöi” vitaspyrnu á 61.
min. Eyjólfur Agústsson jafnaöi
úr vitinu 1:1. Enn sótti KA, Gunn-
ar átti hörkuskot rétt yfir, Guö-
mundur Baldursson bjargaöi vel
frá Hinrik bórhallssyni og mark-
iö lá i loftinu. baö kom lika á 82.
min. og þvilikt mark. Gunnar
Gislason fékk knöttinn á miöjum
vallarhelmingi Fram og sneri i
átt aö eigin marki meö tvo Fram-
ara fyrir aftan sig. Hann sneri þá<4
laglega af sér, einlék inn á vita-
teigslinuna hægra megin og sendi
knöttinn siöan af miklu öryggi i
horniö fjær. Lokaminúturnar var
hart barist en Fram átti aldrei
færi á aö jafna.
Eins og áöur sagöi, lék KA oft
ágætis knattspyrnu og meö sliku
áframhaidi getur liöiö litiö björt-
um augum til sumarsins. Gunnar,
Eimar og Haraldur Haraldsson
voru bestu menn liðsins. Meöal-
mennskan réöi rikjum hjá Fram;
liðiö er ungt og mikiö um reynslu-
litla leikmenn. Alltof mikiö er um
óþarfa nöldur og þras milli ein-
stakra leikmanna og meö sliku
lendir liöiö i fallbaráttu, svo mik-
iö er vist. ólafur Hafsteinsson
komst einna best frá leiknum.
Kjartan Ólafsson dæmdi mjög vel
og frammistaöa dómara almennt
i 1. deild það sem af er hefur yf-
irleitt veriö meö ágætum.
Staöan i 1. deild:
UBK...............3 2 1 0 7:3 5
KA................4 1 3 0 4:3 5
KR ...............4 1 3 0 2:1 5
IBV...............3 2 0 1 4:2 4
1A ...............4 1 2 1 3:2 4
IBI ..............3 1 1 1 5:5 3
Vikingur..........3 1 1 1 4:4 3
Valur.............3 1 1 1 3:4 3
Fram..............4 0 2 2 4:6 2
IBK...............3 0 0 3 0:6 0
VS
Walesbúar tóku Norð
/
ur Ira í kennslustund
Glenn Hoddle tapaöi þessu einvigi
um knöttinn gegn Mick Flanagan
hjá QPR i leik liöanna sl. laugar-
dag en I gærkvöldi haföi Hoddle
betur þvi hann skoraði sigurmark
Tottenham i siöari úrslitaleiknum
i gærkvöldi.
Mark Glenn
Hoddle úr víta-
spyrnu tryggði
Tottenham sigur
í ensku bikar-
keppninni
annað árið í röð
Tottenham slapp með
skrekkmn gegn QPR
Tottenham er enskur bikar-
meistari annaö áriö I röö. 1 gær-
kvöldi mætti félagiö QPR I öörum
úrslitaleik keppninnar en liöin
skildu jöfn á laugardag, 1-1.
Tottenham náöi aö sigra, 1-0, meö
mark Glenn Hoddle á 6. min. en 2.
deildarliö QPR var mjög óheppið
i siöari hálfleiknum og var marg
oft nálægt þvf aö jafna. Þetta var
66. leikur Tottenham á keppnis-
timabilinu og jafnframt fyrstu
verðlaunin en á timabili átti
félagiö möguleika á þrennum
öörum vigstöövum, deildarbik-
arnum, Evrópupeppni bikarhafa
og 1. deildinni.
Tottenham hóf leikinn af
miklum krafti og eftir aðeins 6.
min. fékk liöiö vitaspyrnu. Eftir
mistök Bob Hazell i vörn QPR
fékk Graham Roberts knöttinn I
góöu færi innan vitateigs en var
brugöiö af Tony Currie og Glenn
Hoddle skoraði af öryggi úr vita-
spyrnunni.
Leikurinn var mjög fjörugur og
Tottenham hélt áfram aö sækja.
Roberts og Mike Hazard áttu
báöir góö.skot aö marki QPR en
yfir fór knötturinn i bæöi skiptin.
Strax á 3. min. siöari hálfleiks
skaut Simon Stainrod rétt yfir
þverslá Tottenhammarksins eftir
sendingu frá Gary Micklewhite
og þar meö var tónninn aö þvi
sem koma skyldi gefinn. Rétt á
eftir komst Steve Archibald i gott
færi hinum megin en Peter
Hucker varöi skot hans laglega.
QPR sótti og sótti og Ray
Ciemence varöi vel hvaö eftir
annaö. A 63. min. slapp hann þó
meö skrekkinn. Stainrod sendi
fyrir utan af kanti og John Gre-
gory var einn og óvaldaöur, lyfti
laglega yfir Clemence en knöttur-
inn small i þverslánni.
Siöustu minúturnar var sóknar-
þungi QPR gifurlegur og miö-
vöröurinn Bob Hazell var oröinn
fremsti maöur. Ian Gillard var
nánast einn eftir i vörninni, og
eins og svo oft skeöur viö slikar
aöstæöur munaöi engu aö Totten-
ham skoraöi á lokaminútunni.
Archibald slapp i gegn og renndi '
knettinum framhjá Hucker en i
stöngina og út. baö var siöasta
færi leiksins og örþreyttir leik-
menn Tottenham fögnuöu lang-
þráöum sigri i leikslok.
Tottenham lék meö óbreytt lið
frá þvi i fyrri leik liöanna og Gary
Brooke kom inn á sem vara-
maöur, nú fyrir Mike Hazard. Hjá
QPR vantaði fyirliöann Glenn
Roeder’ sem var i leikbanni og
Clive Allen sem var meiddur.
Warren Neill og Micklewhite léku
i þeirra staö og undir lokin kom
Steve Burke inn á sem vara-
maöur fyrir Micklewhite. John
Gregory og Tony Currie, sem var
fyrirliöi i staö Roeder, voru bestu
menn QPR en Clemence i mark-
inu átti stóran þátt i sigri Totten-
ham.
— VS
Walesbúar unnu sannfærandi
sigur á HM-liði Noröur-Ira i
bresku meistarakeppninni i
knattspyrnu, 3:0 i Wrexham, i
gærkvöldi. Alan Curtis skoraöi
fyrsta markiö á 16. min., Ian
Rush annað á 60. min og Peter
Nicholas það þriöja á 73. min.
Mark Rush var hans fyrsta i
landsleik fyrir Wales. —VS
Knattspyrna um helgina:
Atta atvinnumenn
í landsllðshópnum
Aðallelkurlnn
er í Evjum
Enn er það mölin á ísafirði
Þrir leikir eru á dagskrá i 1.
deild islandsmótsins i knatt-
spyrnu um helgina. A morgun,
laugardag, veröur stórleikur i
Eyjum þcgar bikarmeistarar
ÍBV fá islandsmeistara Vlkings I
heimsókn. Bæöi lið töpuöu óvænt
I þriöju umferö mótsins og þvi
veröur öruggiega ekkert gefiö
eftir. Leikurinn hefst kl. 14. A
sama tima leika Keflavik og Val-
ur I Keflavik. Heimaménn hafa
ekki skoraö mark I þremur fyrstu
leikjum sinum i 1. deild og veröa
aö fara aö koma knettinum I netiö
ef ekki á illa aö fara. Þriöji leik-
urinn vcröur svo á tsafiröi á sjálf-
an hvitasunnudag 30. mai, en þar
verður liö Breiöabliks I heimsókn.
Leikurinn átti aö fara fram á
laugardag en nokkrir leikmanna
iBl eru þá i prófum i háskólan-
um og Breiöabliksmenn veittu
sóiarhrings frest fúsiega. Sá leik-
ur fer fram á möl þar sem gras-
völlurinn á tsafirði er enn ekki til-
búinn vegna mikiliar ótiðar þar
vestra aö undanförnu.
Fjórir leikir veröa I 2. deild á
laugardag. Þór og Völsungur
leika á Akureyri, Skallagrimur og
Njarðvik i Borgarnesi, Þróttur R.
og Þróttur N. i Reykjavik, og
Reynir og Fylkir i Sandgeröi en
leik Einherja og FH á Vopna-
firði hefur veriö frestaö fram i
júni. Allir leikirnir hefjast kl. 14
nema leikurinn i Sandgeröi kl. 16.
Heil umferö veröur i 3. deild. 1K
og Viöir leika á Kópavogsvelli I
kvöld kl. 20 en aörir leikir veröa á
laugardagkl. 14. Þeir eru: Hauk-
ar-Grindavik, Selfoss-Vikingur
Ó., Snæfell-HV, Austri-Arroöinn,
Magni-Tindastóll, Sindri-Huginn
og HSÞ-b-KS. 1 4. deild eru 11
leikir á dagskrá.
Tveir leikir veröa i 1. deild
kvenna i kvöld og hefjast báöir kl.
20. A Akranesi leika IA og FH og á
Valsvellinum Valur og KR.
—VS
Jóhannes Atiason landsliös-
þjálfari i knattspyrnu hefur valiö
og tilkynnt þá 22 leikmenn sem
valdir hafa veriö fyrir landsleik-
ina viö England og Möltu sem
fram fara i næstu viku. Eins og
kunnugt er, koma Englendingar
hingaö til lands og leika viö
islenska landsliöiö á miövikudag,
aö visu ekki meö sitt sterkasta iiö,
heldur ýmsa leikmenn sem eru
aiveg viö landsliðshópinn og fá
sennilega sitt siðasta tækifæri til
aö sanna getu sina.áöur en heims-
meistarakeppnin sjálf hefst á
Spáni þann 13. júni.hér á Laugar-
dalsvellinum. Leikurinn viö
Möltu fer fram I Messina á Sikiley
laugardaginn 5. júni og er liöur i
Evrópukeppni landsliöa.
Eftirtaldir leikmenn eru i 16
manna hópnum sem mætir Eng-
lendingum og ef engin forföll eöa
meiösli veröa, fara þeir sömu til
Sikileyjar:
Atli Eövaldsson, Fortuna Dussel-
dorf
Arnór GuðjohnSen, Lokeren
Asgeir Sigurvinsson, Bayern
Mlinchen
Guömundur Baldursson, Fram
Janus Guölaugsson, Fortuna
Köln
Karl Þóröarson, Laval
Lárus Guömundsson, Waterschei
Marteinn Geirsson, Fram
Ólafur Björnsson, Breiöabliki
Siguröur Grétarsson, Breiðabliki
Sævar Jónsson, CS Brilgge
Teitur Þóröarson, Lens
Trausti Harðarson, Fram
Viöar Halldórsson, FH
Þorsteinn Bjarnason, IBK
Orn Óskarsson, IBV
Sex leikmenn hafa veriö valdir
til vara og þeir eru: Arni Sveins-
son, IA, Bjarni Sigurösson, 1A
Jóhannes Báröarson, Vikingi,
Ómar Rafnsson, Breiöabliki,
Ómar Torfason, Vikingi og Pétur
Ormslev, Fortuna Dtisseldorf.
Ekki hefur fengist uppgefiö
hvaöa leikmenn skipa enska
landsiiöiö en aðalliö Englendinga
leikur á fimmtudag i Helsinki
gegn Finnum. Liklegt þykir aö
hingað komi leikmenn eins og Joe
Corrigan , Viv Anderson, Peter
Barnes, Alan Devonshire, Steve
Foster, Paul Goddard, Paul
Mariner, Alvin Martin, Terry
McDermott, Mick Mills, Russell
Osman, Graham Rix, Gary Shaw,
Peter Withe, og Tony Woodcock.
Sem sagt, allir leikmenn sem
islenskir knattspyrnuáhugamenn
þekkja mæta vel og koma örugg-
lega til með að sýna allar sinar
bestu hliðar á Laugardalsvell-
inum þvi sæti i HM-liöi Englands
er i húfi.
Allir islensku atvinnumennirnir
veröa komnir til iandsins á
sunnudag nema Janus, Atli og
Asgeir sem eru væntanlegir á
mánudag. Aö sögn Jóhannesar
Atlasonar landsliðsþjálfara er
liklegt aö aliir 16 leikmennirnir
veröi notaöir i leiknum þar sem
markmiðiö meö honum er aö
kanna ástand og getu manna
fyrir leikinn gegn Möltu þvi það
er jú sá leikur sem mestu máli
skiptir.
— VS
<----------------------m.
Þorsteinn Bjarnason og Siguröur
Grétarsson eru báöir i landsliös-
hópnum i knattspyrnu.