Þjóðviljinn - 03.06.1982, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 03.06.1982, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. júnl 1982 viötaliö Rætt við Ragnar Edvaldsson bakara um íslensku brauðbyltinguna Okkar brauð verða alltaf betri Á ráOstefnu bakarameistara um „Brauð og hollustu” sem haldin var i siðustu viku, flutti m.a. erindi, Ragnar Edvaldsson bakaramcistari i Keflavik og fjallaði um þróun brauðgerðar á islandi siðustu árin. Eins og hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum sem borðar einhvern timann brauö, þá hefur nánast oröiö bylting á brauðgerð á islandi á örfáum árum. En hvað var það sem geröist? Við lögö- um þá spurningu fyrir Ragnar. — 1 fyrsta lagi ,,trefjabylt- ingin” sem að opnaði bökurum leið fram hjá verölagshöftum og vlsitölubrauöum. Loksins þegar bakarar höfðu sig I það, aö rifa sig lausa frá hveitikörunum, þar sem þeir voru annars bundnir meiri part sólarhrings- ins við að baka visitölubrauð, þá Ragnar Edvaldsson bakarameistari i Keflavik, að visu ekki I bakaragallanum. Mynd DB. Sigurður Þorri. sáu þeir að þessi nýja fram- leiösla var eina leiðin til að rjúfa sig út úr þessu streöi sem eng- inn stóð undir. — Hvernig tók almenningur þessari nýju vöru í upphafi? — Viðbrögðin voru strax mjög góð. A sama tima og viö fórum af stað I kringum 1975 þá var i gangi mikil umræða um trefjaneyslu, heilsubót og hollt mataræði. Það má þvi segja að við höfum orðið samstiga lækn- um og heilbrigðisstéttum I þess- um efnum. — Hvaö heldur þú að gróf brauö séu hátt hlutfall af brauöaframleiöslu bakara hér- lendisidag? — Þaö er ekki gott að segja nákvæmlega til um þaö. Fyrir þaö fyrsta þá boröum við nú miklu meira brauö en áður. Hvitu brauöin hafa alveg haldið sinu, en öll viðbótin hefur orðið I grófu brauðunum. Samsetn- ingin hjá mér er nú um 65—70% hvit brauð og afgangurinn gróf brauð og þaö er þá að mestu leyti hrein viðbót, frá þvi sem áður var. — Hvað heldur þú að þessar grófu brauðtegundir séu margar? — Sjálfsagt eru þær einar 50—60 eftir lögun, útliti og nafni, en það er auövitaö margt llkt með þessum brauðum. Þó vantar útreikninga á trefjainni- haldi mismunandi brauöteg- unda, en þar held ég að sé I raun mesti munurinn á þessum ýmsu tegundum. — Hver er staða Islenskra bakara i dag? — Ef viö miðum okkur við Danmörku eins og oft er gert, þá stöndum viö nú Dönum jafn- fætis sem fagmenn. Hugmynda- lega tel ég aö við séum framar þeim. Hreinlætis- og heil- brigðismál eru i betra lagi hjá okkur. Sama er að segja um vélabúnaðinn. 1 Danmörku er framleiöslan meira aö færast yfir i verksmiðjur og svo aftur mjög litil bakari. Hér erum við ekki meö verksmiöjur likt og þeir heldur meöalbakari þar sem vinna 4—5 bakarar. — Er mikil ásókn i fagið? — Já, þar hefur gjörsamlega skipt um frá þvi sem áður var, auk þess sem samstaðan i stéttinni er með albesta móti. — Ertu bjartsýnn á fram- tiðina? — Ég vona aö við fáum tæki- færi til aö berjast með sömu vopnum við erlenda keppinauta á jafnréttisgrundvelli. Við eigum helst i striði þessa stund- ina við opinbera aðila og erlend- an innflutning. Almenningur getur þó veriö viss um, að okkar brauð veröa alltaf betri en þau sem flutt eru inn. — lg Bahá’íar á íslandi Boða trú í Færeyjum og á Grænlandi Nýlega var tiunda landsþing Bahá’ia haldið hérlendis, að þessu sinni i Ölfusborgum. Þingiðsóttu fulltrúar viðs vegar af lamlinu auk gesta frá Oræn- landi. Færeyjum, Þýskalandi og Nýja Sjálandi. Bahá'iar á islandi hafa unnið skipulega að útbreiðslu trúar sinnarog auk þess bera islensk- ir Bahá’iar sérstaka ábyrgð á eflingu og kynningu Bahá'i trú- Fulltrúar á 10. landsþingi Bahá’isamfélagsins á íslandi. arinnar I Færeyjum, og helur fjöldi fólks úr islenska Bahá’i samfélaginu farið þangað á undanförnum árum til að hjálpa til við starfsemina þar. Þá hefur islenskum Bahá’ium verið lögð sú ábyrgð á herðar i sérstakri sjö ára áætlun, sem allur B*há’i heimurinn vinnur að, að stuðla að eflingu trúarinnar á Græn- landi. Hafa nokkrir Isienskir Bahá’iar farið þeirra erinda til Grænlands. A íslandi eru nú um 250 Bahá’iar, en i opinberum skýrslum hefur komið fram að Bahá’I trúin er það trúfélag hér- lendis utan Þjóðkirkjunnar sem er i hvað örustum vexti. Niu svæðisráð eru nú starf- andi hérlendis og til stendur að stofna þrjú til viðbótar, i Vest- mannaeyjum, á Húsavik og á Akranesi. Einnig er áformað að koma upp sumarbúðum i landi samfélagsins að Skógum i Þorskafirði. 1 sumarer væntanleg ný bók á islensku eftir Eðvarð T. Jónsson kennara á Isafirði um Bahá’i trúna, er það jafníramt fyrsta bókin sem rituð er af islenskum höfundi um þá trú. -lg. Frændi minn sem býr i næsta húsi var bara i einni vinnu fyrst.... ’ ---------------------—------? ! Nú, af þvi að launin voru svo lég, fékk hann sér aðra vinnu, en þá var timinn of naumur svo hann varð alltaf of seinn í báðar vinnurnar. Til aö koma nógu snemma varð hann að kaupa sér bfl sem hann borgar með laununum fyrir aukavinnuna, sem hann fékk sér af því að launin fyrir hina voru of lág. Nú hefur hann bara ein laun til að lifa af en .neð biln- um kcmst hann samt á réttum tima i báðar vinnurnar. Fugl dagsins Hvítmávur Hvitmávur — Larus hyperob- crus. Hann er með drifhvitar handflugsfjaðrir. Hvitmávur er á stærð við Svartbak, dálitið luralegur og með sterklegt nef. Einnig má þekkja hvitmáva á stuttu færi á ljósgulum augna- hring. Ungfuglar á fyrsta ári eru ljósgulbrúnir og nefið dökkt i oddinn. Fuglar á öðru ári virð- ast næstum alhvitir, en verða siðan smám saman grárri að of- an, sjá mynd. Éöddin er svipuö og i svart- bak en aðeins skrækari. Kjör- lendið er við strendur og i sjáv- arbjörgum, klettóttum fjalls- hliðum i grennd við sjó og i eyj- um. t Rugl dagsins „Skólinn áskilur sér rétt til þess að vlsa nemendum úr borð- sal eða kennslustundum verði þeir staðnir að ókurteisi. < (Úr skólareglum). Gætum tungunnar Báðirer sagt um tvo(en ekki tvenna). Þess vegna er réttað segja: Bretinn og Frakkinn gistu hér báðir. Hins vegar: Bretar og Frakkar börðust hvorirtveggju (eða hvorir tveggja) i styrjöldinni (ekki báðir!) Fleiri ferða- menn til Evrópu Á siöasta ári hcimsóttu nærri 4 miljónir Bandarikjamanna Evrópu sem er svipaður fjöldi og á árinu á undan. Hins vegar varð 6.5% fjölgun á ferðum Bandarikjamanna austur um haf á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðaö viö sama tima i fyrra, og er allt útlit fyrir aö aukningin verði meiri á árinu öllu. Megin ástæðan fyrir þessari þróun er talin vera hækkandi verðgildi Bandarikjadollars I Evrópu- löndum. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Ferðamála- nefndar Evrópu (European Travel Commission), sem hald- inn var nýverið i Kaupmanna- höfn. Einnig kom fram á fundinum, aö ferðamönnum frá Kanada til Evrópu hefur fækkað á hverju ári frá þvi 1977 og er ástæðan talin vera óstööugleiki i efna- hagsmálum Kanada. Hins veg- ar hefur ferðum Japana til Evr- ópu fjölgaö um 4% nú á siöustu árum en rúmlega 400 þús. Jap- anir feröuðust til Evrópu á siö- asta ári. A þessu ári er taliö aö ferðalög þeirra til Evrópu auk- ist um 5%, en flugfargjöld frá Japan til flestra Evrópulanda yfir vetrarmánuöina hafa lækk- að og hefur það haft sitt að segja varðandi aukin ferðalög.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.