Þjóðviljinn - 03.06.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.06.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. júní 1982 Kleppsspítali 75 ára Aöalbyggingin á Kleppi var teiknuö af Guöjóni Samúelssyni húsa- meistara og þykir meö fegurri húsum. Tekin inotkun áriö 1929. 12 stöðum //Hið nýja geðveikrahæli að Kleppi/ sem hafið var að reisa á síðasta ári, er nú tekið til starfa. Yfirlæknir þess er ráðinn Þórður læknir Sveinsson/ en hann hefur stundað sérnám í geðsjúkdómum." Þannig hljóðar klausa í einu Reykjavíkurblaðanna það merka ár 1907 þegar Kleppsspítali tók formlega til starfa. Síðan eru liðin rétt 75 ár og mikið vatn runnið til sjávar. Starf- semin hófst inn við sundin með aðeins 50 rúmum en sökum þess hve geðlæknis- fræðin var skammt á veg komin í þann tíð, útskrif- uðust fáir og þetta rými varð þess vegna innan tíð- ar yfirfullt. En þróunin hafði byrjað og varð ekki stöðvuð. Upphaf geðhjúkrunar í bæklingi sem út var gefinn i tilefni 75 ára afmælis Klepps- spitala segir m.a.: „Þorgrimur Johnsen héraöslæknir ritaöi á ársskýrslur sina 1871: Ég leyfi mér við þetta tækifæri að geta þess aö engir sjúklingar hér á landi eru svo illa settir sem hinir geðsjúku, þar sem ekki er að finna eitt einasta geöveikra hæli hér á landi, og þekki ég mörg dæmi þess að vegna þessara að- stæðna og til þess að gera þannig sjúklinga hættulausa, hafa menn neyðst til þess að gripa til þeirra villimannlegu aðgerða að loka sjúklingana inni i þröngum köss- um meö litlu opi fyrir framan andlitið. Þessir kassar eru siðan settir inn i eitthvert útihús til þess að sjúklingarnir trufli ekki ró annarra.” Svo voru mörg orð Þorgrims Johnsen héraðslæknis fyrir 111 árum siðan. Við gengum á fund Þórunnar Pálsdóttur hjúkrunarforstjóra á Kleppsspitala og báðum hana aö greina lesendum Þjóöviljans frá þeirri starfsemi sem i dag færi fram á sjúkrahúsinu. Þórunn var önnum kafin við að leiðbeina á námskeiði fyrir nýráðið starfs- fólk, en sú regla skapaöist fyrir nokkrum árum að allt starfsfólk sem réði sig til Kleppsspitala gengi i gegnum vikunámskeið til aö kynnast starfsemi sjúkrahúss- ins og þeim vettvangi sem það væri að hasla sér völl á. Þórunn varð þó vel við bón okkar um við- tal og viö spurðum hana fyrst hversu margir sjúklingar væru nú vistaðir á Kleppsspitala: Fjölþætt starfsemi — Sjúklingar eru um það bil 325 talsins, en þessi tala er nokkuð breytileg frá degi til dags. Við skiptum starfsemi Klepps- spitala i fjóra meginþætti. Endur- hæfingardeildir eru 2, langvistun- Þórunn Pálsdóttir hjúkrunarforstjóri á Kleppsspitala: svona stórt sjúkrahús er auövitaö alltaf i deigl- unni og eitthvað aö gerast. Ljósm. —eik Nýja dagdeildin á Kleppsspitala veröur vel búin aö öllu leyti og ætti ekki aö fara illa um vistmenn og starfsfólk þegar þar aö kemur. Iðnaðarmenn voru aö störfum og veriö aö koma húsgögnum fyrir þegar okkur bar að garði. Fjölþætt starfsemi á Þau Unnur Ingólfsdóttir félagsráögjafi og Ólafur Jóhann Jónsson læknir voru mætt til starfa á nýju dag- deildinni að Kleppi. Auk þeirra munú þar starfa Ingibjörg Baldursdóttir deildarstjóri, Oddi Erlingsson sálfræðingur og Guöný Hauksdóttir hjúkrunarfræöingur. ardeildir eru 10 talsins, móttöku- deildir eru 3 og deildir fyrir á- fengissjúklinga eru 3 talsins. Þessi starfsemi fer fram hér inn á Kleppi en einnig annars staöar en þá f tengslum við starfsemina hér. Auk þess heyrir undir geð- deild rikisspftalanna, geðdeild barnaspítala Hringsins við Dal- braut og geðdeild Landspftalans sem tók til starfa 1979. Starfsemin er sumsé ekki á ein- um staö? — Nei öðru nær, hún fer fram á 12 mismunandi stöðum og er þá bæöi rekin af okkur beint en einn- ig af öðrum aöilum en undir okk- ar læknis- og hjúkrunareftirliti. Hér innanbæjar höfum við Kleppsspitalann sjálfan, geðdeild Landspitalans, deild i Laugarási sem tók til starfa 1971, 2 deildir i Hátúni 10 og lOa, sem tóku til starfa 1972-1973, 2 deildir að Flókagötu 29 og 31, sem tóku fyrst til starfa 1963, deild að Reynimel 55, en fyrrverandi forstöðumaöur Kleppsspitalans Guðriður Jóns- dóttir, færöi honum að gjöf hús- eign sina þar og eru vistaðir 9 sjúklingar, og svo geödeild barnaspitala Hringsins að Dal- braut þar sem eru að jafnaöi 15-20 börn i geðhjúkrun. Utan Reykjavikur rekum við 22ja manna deild fyrir áfengis- sjúklinga aö Vifilstöðum, en hún tók til starfa 1976. í samvinnu við aðra aöila rekum við svo heimili fyrir 11 sjúklinga að Fellsenda i Dölum, 12 sjúklinga heimili i samvinnu við Hjálpræðisherinn að Bjargi, 7 sjúklinga deild rek- um við að Úlfarsá og svo höfum við samvinnu viö As i Hveragerði um starfsemi deildar þar fyrir 40-50 sjúklinga. Þá eru einnig ailt- af nokkrir sjúklingar I heima- hjúkrun viðs vegar um landiö og er sú starfsemi algjörlega undir eftirliti spftalans og reyna læknar og hjúkrunarfræðingar að heim- sækja þessa sjúklinga nokkrum sinnum á ári að jafnaði. Auk þessarar starfsemi eru reknar þrjár göngudeildar, tvær fyrir geðsjúka og ein fyrir áfeng- issjúklinga. Yfirstjórn allra þessara deilda er hin sama? — Já, skipulagslega séð. Yfir- læknar spitalans eru þeir Lárus Helgason og Tómas Helgason en yfirlæknir áfengisdeildanna sér- staklega er Jóhannes Bergsveins- son. Hjúkrunarforstjóri er Þór- unn Pálsdóttir. Hversu marga starfsmenn þarf til aö reka svona umfangsmikla starfsemi? — Þaö eru um 430 stöðugildi sem við höfum grunnheimildir fyrir en auk þess koma svo til starfsmenn til afleysinga I barns- burðarfrlum, vegna veikinda og þess háttar. Ný dagdeild Nú voruö þiö aö opna nýja dag- deid viö spitalann. Hvers vegna var ráöist i stofnun deildarinnar? — Við höfum alltaf haft stóran hóp af dagsjúklingum sem voru bundnir við spitalann eftir aö þeir voru útskrifaðir. Komu þeir þá oft að morgni og voru fram yfir kvöldmat. Markmiöið með dag- deildinni er að taka mesta þung- ann af deildum spitalans hvað þetta varöar og auðvitað að veita þessum sjúklingum sem oft þurfa mikla aðhlynningu og styrk eftir að þeir útskrifast, betri þjónustu. Og hversu marga getur deildin vistaö? Þórunn Hreggviösdóttir hjúkrunarfræöingur sýndi okkur glæsilegar vistarverur á deild I, en þar hafa nýlega fariö fram gagngerar breytingar á húsnæöinu. Fimmtudagur 3. júní 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Þórunn hjúkrunarforstjóri sýnir okkur eitt sérstaklcga útbúinna nudd- baöa sem komiö hefur veriö fyrir á dagdeild Kleppsspltalans. — Hér geta með góðu móti dvalist daglangt 15-20 sjúklingar en auk þess getur dagdeildin tekiö hluta af þeirri þjónustu sem hing- að til hefur veriö I höndum göngu- deildarinnar sem tók til starfa i þjónustuálmu spitalans 1972. Eru fleiri nýjungar á döfinni I starfsemi Kleppsspitala, Þór- unn? — Svona stórt sjúkrahús er auðvitað alltaf i deiglunni og margt að gerast. Við eigum eftir að taka I notkun hluta þessa húss sem dagdeildin verður i, en þar er einnig eldhús spitalans og mat- salur starfsfólksins. Þá eru á döf- inni margvislegar breytingar á aðalbyggingunni sem er frá árinu 1929. Húsaskipan þar er oröin mjög úrelt og meö þeim breyting- um sem fyrirhugaðar eru, von- umst viö til þess að geta verulega bætt aöstöðu bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Vöntun á fjármagni Er búiö aö veita fjármagni til þeirra breytinga? — Nei, þessa nýju skipan er bú- iðað hanna og samþykkja en eng- in loforð hafa enn fengist fyrir fjármagni úr rikissjóði til að framkvæmdir geti hafist. I þessu sambandi vil ég geta þess að mik- illiiluti þeirra nýframkvæmda og breytinga sem farið hafa fram hér að Kleppi, hefur veriö kostað- ur af viðhaldsfé spitalans og til dæmis byggðum viö barnaheim- ilið hér úti á Skafti og hluta dag- deildarinnar, fyrir viöhaldsfé ein- göngu. Við eigum á að skipa hæfu og nýtnu starfsfólki sem hefur getað látið endana ná saman með þvi að litla fé sem viö höfum feng- ið til útlátasamra framkvæmda á borð við þessar. Við göngum með Þórunni Páls- dóttur hjúkrunarforstjóra Kleppsspitalans um húsin og hún sýnir okkur þær gifurlegu breyt- ingar sem farið hafa fram á ýms- um deildum spitalans. Við látum myndirnar tala sinu máli en vilj- um spyrja fjármálaráöherra vorn i lokin: væri okkur ekki sómi i aö veita auknu fjármagni til starfsemi Kleppsspitalans i minningu þeirra sem ruddu brautina fyrir 75 árum? — v. Ingibjörg Jóhannesdóttir starfsstúlka i býtibúri á deild I á Klepps- spitala viö gamla en hentuga lyftu á hennar yfirráöasvæöi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.