Þjóðviljinn - 03.06.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.06.1982, Blaðsíða 10
f f f r'< 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. júní 1982 Guðjón B. Baldvinsson: Undirbúum ævikvöldið Hvernig ætlar þú að eld- ast? Áreiðanlega viltu eldast án þess að verða gamall. En hvað hefurðu hugsað þér að gera til þess að halda við lifsorku þinni? Hefurðu kanske látiö reka á reiðanum og hugur þinn ekki hvarflað að þvi að undirbúa elliárin? I mesta lagi talið rétt að safna nokkrum krónum fyrir út- fararkostnaðinum? Þessum spurningum er beint til þeirra, sem nálgast „starfslok” á vinnumarkaönum. Við ykkur og um ykkur vil ég mega ræöa um þaö viöfangsefni aö búa gömlu fólki hlýlegt og liflegt æfikvöld. Hvenær á að byrja? Hvenærá aö hefja undirbúning- inn? Aldrei of snemmt, en slepptu a.m.k. ekki tækifærum, sem bjóö- ast eftir aö þú hefur náð 55 ára aldri. (Þá er miöaö viö óbilaöa heilsu). Hvernig á að haga sér umfram það t.d. að vernda heilsu sina? Á þetta aö vera einkafram- tak eða félagslegt starf? Hvorttveggja. Ekki veröur komist áleiöis án þess að vilji ein- staklingsins sé meðvirkur, þving- un eða valdboð á ekki við, en samfélaginu ber að létta undir, veita ráðgjöf og aöstööu, sem öll á að miða að þvi aö glæöa lifsvilja einstaklingsins, vernda heilsu hans og veita honum aðstööu til að njöta lifsfyllingar i vinalegu umhverfi og þægilegu. Hvernig má þessu við koma? Ýmis ráð eru tiltæk, sem ekki verða upptalin i stuttri blaöa- grein, en aöeins vakin athygli á þvisamstarfi aöila, sem byggist á fræðslu. Fræðsla og fyrirheit Maöur er manns gaman, eða svo á að vera amk. Samskipti manna verða æ nánari á atvinnu- og viðskiptasviöi. Vaxandi þétt- býli krefst meiri aögæslu i nær- veru sálar en nú tiökast, og þegar æfilok nálgast reynist oft óhjá- kvæmilegt aö hver og einn muni eftir náunga sinum. 1 hverju er þá fólgið fyrirheit fræðslunnar? Fyrst og fremst i þvi aö halda við sjálfsbjörg okkar, svo lengi sem nokkur kostur er. Meö þvi er stutt aö eðlilegum lifnaðarháttum einstaklingsins meöan kraftar endast, og samfélaginu foröað frá þeirri fyrirhöfn, sem fylgir lang- legufólki og áratuga fyrirsjá á elliheimilum. Og ekki skulum viö gleyma þeirri ánægju, þeirri lifs- gleöi, sem unnt er aö skapa og/eöa viðhalda meö vel skipu- Guöjón B. Baldvinsson lögöu sjálfsnámi og sameigin- legri fræöslu. „Svo lengi má læra sem lifir” Enginn gengur þess dulinn aö fjölgandi æfiárum fylgir aö lokum hrörnun • Verkefnið er aö vinna gegn henni svo lengi sem má. Andleg og likamleg heilbrigöi er m jög undir þvi komin aö hugur og hönd hafi eitthvaö fyrir stafni. Sinnuleysi i þessum efnum hefnir sin. Sú hefnd er ekki bara mál einstaklingsins heldur sam- félagsins alls. Betra mannlif, bjartari fram- tiö eru hróporö i dag. Þau eru undirtekt viö óskir og vonir mannkynsins. Aróöursóp til að laöa til fylgis viö ákveðna hópa eöa flokka, eöa kanske bara til aö örva sölu á varningi. En manngildiö er meira virði en svo aö menningarhneyksli eigi aö ná á þvi heljartökum. Viö sem talin erum venjulegt fólk eigum ekki aðeins að vera I varnarstööu heldur stööugri sókn fyrir heil- brigöum iifnaðarháttum og heil- steyptri menningu. A ári aldraöra er skylda okkar allra.hvaö sem fjölda æfiára lið- ur, aö horfa til þess, sem viö telj- um bæta mannlifiö. Allt sem gert er fyrir einhvern afskiptan hóp mannfélagsins, er til heilla fyrir heildina, þvi að þjónusta er æðsta hlutverk mannsins. Endurhæfingarfræösia fram- kvæmd meö leshópum, nám- skeiöum, upplýsingum i fjölmiöl- um, er ekki eitthvert auglýsinga- verk til aö sýnast, heldur er þetta viöleitni til aö búa fólk undir breytingu þá, sem fylgir fjölgun æfiáranna. Þessi fræösla stefnir aö hvorttveggja: Gefa einstak- iingnum tækifæri til meiri lifsfyll- ingar og forða samfélaginu um leið frá þvi aö þurfa aö byggja yf- ir hann langlegurými. Fyrirbyggjandi aðgerðir Fyrirbyggjandi aögeröir eru ávallt hollari heilsu fólksins og um leið haldkvæmari samfélag- inu. Hér er rætt um verkefni, sem krefst þess ab tekiö sé til höndun- um við. Og hver á aö leggja fram þaö sem þarf? Fljótsvarað: Hér er um aö ræöa verkefni sem stétt- arfélög launþega, vinnuveitendur og samfélagiö eiga að hrinda fram á leið. Frumkvæöiö verður sennilega aö koma frá samtökum launþega, helst mun þar að vænta almenns skilnings á nauðsyninni og auöveldast mun aö ná til eyrna þeirra, sem fræöslunnar eiga aö njóta, meö atbeina samtaka þeirra. Auk þess ber félögum ellillfeyr- isþega aö leggja hönd á plóginn og hjálpa til viö aö koma hreyf- ingu á málið. Kemur þá i hug hversu seint miðar áleiöis að mynda félög þeirra, er lifa á eftirlaunum I ein- hverju formi. Þaö er hverjum manni hollast aö hafa eitthvaö fyrir stafni, starfandi hugur og hönd eru besta lifsmark einstak- lingsins á hvaöa aldri sem er. Gleymum þvi ekki aö lifsorkan er grundvöllur, sem öll velliðan hvilir á, og henni höldum viö, ef starfsgleöi og lifsfjör haldast i hendur. Endurhæfingarfræösla er besta hjálpin til aö glæöa og viö- halda þessum lifsmætti, enda sé hún I té látin meö gleði og fögnuöi þeim er bróðurhugur skapar. Guöjón B. Baldvinsson 4 ,,, PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða Umdæmi 1, VESTMANNAEYJAR Loitskeytamann/Símritara Tæknideild, teiknistofa Tækniteiknara Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild og stöðvarstjóranum i Vestmannaeyjum. Lausarstöður Við Menntaskólann viö Sund eru lausar til umóknar kenn- arastöður i frönsku og stærðfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 1. júli n.k. — Umsókn- areyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 28. mai 1982. ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU - VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. ostvgrk REYKJAVÍKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473 Volvo eykur framleiðsluna Volvo hefur aukiö sölu slna á 240/260 geröum á fyrstu fjórum mánuöum þess árs I samanburöi viö sama tima á siöasta ári. Um þaö bil 85000 bifreiðar hafa nú þegar veriö seldar (72000 á sama tima sl.ár) Vegna mikillar eftir- spurnar eftir hinum nýja Volvo 760 GLE hefur Volvo ákveöiö aö auka framleiöslu sina um 50% frá upphaflegu ákveönu framleiðslu- tölum sem voru 10.000 bifreiðar I 15.000 bifreiöar. Þrátt fyrir samdrátt hjá flest- um bifreiöaframleiöendum fjóröa áriö i röö hefur Volvo ennþá aukið framleiösluslna. A fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur bifreiðafram- leiðsla í Bandarikjunum dregist saman um 20% miðað við sama tima á siöasta ári. I dag er bif- reiðasala i Bandarikjunum á sama stigi og um 1950. Bifreiöasala hefur dregist sam- an i Evrópu um meira en 1% á siöustu fjórum mánuöum. A siðustu 3 mánuöum hefur heildarframleiðsla á bilum dreg- istsaman um 10%. Vegna mikillar söluaukningar á Volvo, hefur fyrirtækiö ákveðið að auka framleiðslu sina um 13.000 bifreiðar á þessu ári, alls veröa framleiddir 223.000 Volvo bifreiöar á þessu ári I Sviþjóð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.