Þjóðviljinn - 03.06.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.06.1982, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 3. júnl 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 lþróttir[/j iþrottir Eitt og annað Jón Diðriksson, sem ný- lega bætti íslandsmet sitt i 800 m hlaupi, bætti Islands- met sitt i 1500 m hlaupi á móti i V.-þýskalandi á annan i hvitasunnu. Jón hljóp á 3:41,65 min. en gamla metið hans var 3:41,77 min. Magnús Jónsson, GS, varð sigurvegari i Faxakeppninni i golfi sem fram fór i Vest- mannaeyjum um siðustu helgi. Magnús lék 36 holur á 142 höggum en annar varð Haraldur Júliusson, GV, á 152 höggum. Sigurbjörg Guðnadóttir, GV, sigraði i kvennaflokki á 143 höggum og Þórdis Geirsdóttir, GK, varð önnur á 145 höggum. Pétur Orri Þórðarson, NK, sigraði i Wilson-keppninni i golfi á Akranesi á mánudag. ! Hann hlaut 37 punkta en | næstur kom Pétur Jóhannes- • son, GL, með 36 punkta. Deildakeppninni i v.-þýsku knattspyrnunni lauk loks um siðustu helgi. Hamburger SV var þegar búið að tryggja sér meistaratitilinn og hlaut 48 stig. Köln kom næst með 45 og Bayern Múnchen 43. Darmstadt og Duisburg féllu og Bayer Leverkusen þarf að leika aukaleik við þriöja liðið i 2. deild. Fortuna DUsseldorf slapp naumlega, hlaut jafn- mörg stig og Leverkusen en hafði betri markatölu. Það munaði þó aðeins tveimur mörkum. UEFA-meistararnir i knattspyrnu, Gautaborg, hafa heldur komiö niður á jörðina i sænsku 1. deildinni aö undanförnu. Þeir „blá- hvitu” hafa tapað tveimur leikjum i röð og eiga erfiðan útileik gegn efsta liðinu, Malmö, á sunnudag. Bikarkeppni kvenna i knattspyrnu hefst i kvöld með stórleik. Breiðablik og Akranes mætast á Kópa- vogsvelli og hefst viðureign- in kl. 20. 1 sumar veröur ókeypis þátttaka i knattspyrnuskóla Vals og er stefnt að auknu tómstundastarfi. Aðalleiö- beinendur verða Claus Pet- er, þjáifari meistaraflokks, og Ölafur Magnússon, iþróttakennari og markvörð- ur. Þjálfarar yngri flokka og leikmenn meistaraflokks munu aöstoöa. Fyrsta nám- skeiðið verður frá 2. júni til 16. júni, annað frá 18. júni til 2. júli og þriðja frá 7. júli til 21. júli. Hver og einn má mæta á fleiri en eitt nám- skeið ef pláss leyfir. Video-sýningar verða reglu- lega og gefst þá þátttakend- um kostur á aðsjá sjálfa sig i fótbolta i sjónvarpi. Nám- skeiðin verða frá kl. 13 - 15. Margt góðra gesta hefui boðað komu sina, m.a. at- vinnumenn Vals. Knatt- spyrnuskólinn er bæði fyrir stúlkur og drengi. Ekki þarf að tilkynna þátttöku, aöeins mæta og skrá sig en há- marksfjöldi er 30 i hverju námskeiði. Frekari nám- skeið verða tilkynnt siðar. / Island-England 1:1 AKNÖH GUDJOHNSEN hcfur latið skotið riða af og sekúndubrotum siðar lá knötturinn i markinu hjá Corrigan, 1-0 fyrir island! Mynd: — eik. Þetta var verðskuldað! Stórgóður leikur íslenska liðsins gegn HM-kandídötum Englendinga Miðað við fyrri hálfleikinn i landsieik islands og Englands i gærkvöldi hefði mátthalda að það væru íslensku strákarnir sem væru að berjast fyrir þvi að kom- ast i heimsmeistarakcppnina á Spáni, en ekki lcikmenn enska liðsins. island náði þeim góöa árangri að gera jafntefli við enskt landslið, skipað þeim leikmönn- um sem möguleika eiga á sæti i landsliðshóp Engiendinga i HM á Spáni, 1-1 á Laugardalsvellinum. Sjaldan hefur Islenskt landslið sýnt eins mikinn baráttuvilja og góða knattspyrnu og i gærkvöldi, sérstaklega i fyrri hálfleiknum, en þá lék islenska liðið mun betur en það enska og hafði verðskuld- aða forystu i leikhléi, 1-0. Leikurinn byrjaði rólega en fljótlega kom i ljós að islensku leikmennirnir báruenga virðingu fyrir þeim ensku. Hver sóknarlot- an eftir aðra buldi á ensku vörn- inni, fallegur og árangursrikur samleikur á miðjunni og hreyfan- leiki i framlinunni kom hinum þekktu leikmönnum Englendinga greinilega i opna skjöldu. A 8. min. myndaðist þvaga i markteig Englendinga en hættunni var bægt frá. A 12. min. hrökk firna- föst fyrirgjöf Teits i fætur Corri- gan markvarðar og minútu siðar munaði engu að Arnór næði til knattarins við vitapunkt eftir fyr- irgjöf Lárusar. Guðmundur Bald- ursson þurfti i fyrsta skipti að verja skot á 19. min., þá frá Morley af nokkru færi. En á 22. min. kom að þvi. Atli brunaði upp vinstra megin, gaf glæsisendingu inn i hornið á Lár- us sem renndi út á Arnór. Hann sendi knöttinn af öryggi framhjá Corrigan i vinstra hornið niðri og Island hafði verðskuldað tekið forystuna, 1-0. Undir lok hálfleiksins fóru Eng- lendingar að ógna islenska mark- inu, Regis skallaði yfir, Withe skaut rétt framhjá eftir varnar- mistök, Guðmundur varði frá Hoddle eftir aukaspyrnu og á 41. min. skaut Devonshire yfir i góðu færi á vitateig. Englendingarfengu þrjú fyrstu færin i siðari hálfleik, Guðmund- ur varði tvivegis frá Withe og Goddard skaut rétt yfir. En á 55. min. munaði engu að Island kæm- ist i 2-0. Lárus átti glæsisendingu inn á vinstra vitateigshorn þax sem Arnór komst einn innfyrir vörnina. Hann reyndi að senda i hornið fjær en Corrigan kastaði að sér og náði að slá knöttinn glæsilega frá marki. Vel gert hjá báðum aðilum. Nú tóku enskir að sækja og út- haldið var greinilega að bresta hjá mörgum islensku leikmann- anna eftir gifurlega baráttu. Gef- ið var eftir á miðjunni og þar tók Glenn Hoddle öll völd. Jöfnunar- markið kom á 69. min. Hoddle komst inn i vitateiginn hægra megin og sendi á Goddard sem skoraði af stuttu færi. A 78. min. átti Osman þrumu- skalla i þverslána eftir fyrirgjöf Hoddle en Englendingar fengu engin afgerandi færi eftir það þrátt fyrir þunga pressu og jafn- tefli var staðreynd. Fyrri hálfleikurinn var eitt það albesta sem sést hefur hjá is- lensku landsliði. Janus réði lög- um og lofum á miöjunni og þeir Arnór, Karl, Teitur og Lárus sköpuðu mikla hættu. Vörnin var nokkuð traust og Guðmundur ör- uggur i markinu. I siðari hálfleik var hins vegar mesti krafturinn úr mörgum en samt var barist til þrautar og uppskorið eftir þvi. Að öðrum ólöstuðum var Janus besti maður islenska liðsins. Mikil yfir- ferð, útsjónarsemi og kraftur gerðuhann illviðráðanlegan fyrir miðjumenn Englendinga og hann naut góðrar aðstoðar Arnórs og Atla sem þó var nokkuð mistæk- ur. Karl sýndi skemmtilega takta og Lárus var mjög ógnandi. t vörninni var Marteinn nokkuð ör- uggur en gerði þó sin mistök. Sæ- var og Trausti voru sterkir og örn gefst aldrei upp og flýtur ótrúlega langt á dugnaðinum. Enska liðið olli vonbrigðum. Það var ekki fyrr en i siðari hálf- leik sem eitthvað fór að kveða að Hoddle og þá reyndist erfitt að stöðva hann. Hann var yfirburða- maður i liðinu,og liklegastir til að fylgja honum i 22ja manna hópinn eru Corrigan, Anderson, sem þó er óþarílega grófur á köflum. Neal, Devonshire og Withe. Morley var sprækur íraman al' en gufaði síðan upp og Regis lék sig örugglega út úr liðinu. Osman og Watson voru sterkir i vörninni en tæplega verður bætt viö miðverði fyrir Spánarferðina. Liðin voru þannig skipuð: ísland: Guðmundur Baldurs- son, örn Óskarsson, Trausti Har- aldsson, Sævar Jónsson, Mar- teinn Geirsson, Atli Eðvaldsson, Janus Guðlaugsson, Arnór Guð- johnsen, Teitur Þórðarson, Lárus Guðmundsson og Karl Þórðarson. Sigurður Grélarsson og Pétur Ormslev komu inn á fyrir Arnór og Lárus. England: Joe Corrigan, Viv Anderson, Phil Neal, Russel Os- man, Dave Watson, Terry Mc- Dermott, Alan Devonshire, Glenn Hoddle, Peter Withe, Cyrille Reg- isogTony Morley. Paul Goddard og Steve Perryman i sinum fyrsta landsleik komu inn á fyrir Regis og Devonshire. Danski dómarinn komst þokkalega frá hlutverki sinu. — VS ■ r i„Eg er stoltur i af strákunum ■ I — sagði Joíiannes Atlason "I ■ I ■ I ■ I ■ I ,,Ég er stoltur af strákunum”, sagði Jóhannes Atlason lands- liðsþjálfari eftir landsleik ts- lcndinga og Englendinga i gær- kvöldi. „Viö fengum ekki siöri færi cn þeir og þaö var margt jákvætt i leik liösin^sérstaklega i fyrri hálfieik. Siöustu 20 min- úturnar var úthaldiö hins vegar á þrotum enda höföu menn al- gerlega keyrt sig út. Ég cr hræddur um aö þreyta kunni aö sitja I mönnuin þegar viö mæt- um Möll-i á laugardag og eitt er vlst aö sá leikur vcröur geysi- lega erfiöur.” Jóhannes kvað meiðsli Arnórs Guðjohnsen sem hann varð fyrir i leiknum ekki fullkönnuð og var smeykur um að þau gætu reynst erfið en að öðru leyti sagði hann mannskapinn i góðu ásigkomu- lagi. Liöiö hélt af stað til Sikil- eyjar I morgun og leikur þar gegn Möltu i Evrópukeppni landsliða á laugardaginn. // Erf iö ferð f ramundan" „Jöfnunarmark Englendinga lá i ioftinu i slöari hálfleiknum”, sagöi Marteinn Geirsson fyrir- liöi isienska landsliösins eftir leikinn. „Hoddle fékk aö leika of mikiö laus i siöari hálfleik og þá réöi hann gangi ieiksins. Viö vorum hins vegar óheppnir að ná ekki tveggja marka forystu þegar Arnór slapp i gegn og ég cr mjög ánægöur meö baráttuna i liöinu, sérstaklcga i fyrri hálf- leiknum.” „Við eigum erfiða ferð fram- undan”, sagði Marteinn um leikinn við Möltu. „Menn sofna ekki strax eftir svona leik og við þurfum að fara snemma af stað með morgni”. Þetta er ekki ofsögum sagt hjá Marteini, íslenska liðið þarf að ferðast i eina 18 tima i dag og mönnum veitir sennilega ekki af föstudeginum til aö hvilast ytra og búa sig undir átökin á laug- ardag. Það er hins vegar engin ástæða til annars en bjartsýni eftir þennan góða árangur is- lenska liðsins i gærkvöldi og vonandi tekst þvi að fylgja hon- um eftir með hagstæðum úrslit- um á Sikiley. ______________________-™j i ■ I ■ I ■ I ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ I ■ I ■ l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.