Þjóðviljinn - 08.06.1982, Síða 6

Þjóðviljinn - 08.06.1982, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 8. júnl 1982 Olle syngur í Norrœna húsinu Áhugafólki um vfsnasöng fer stööugt fjölgandi hér á landi — og þaö er þvi vel, aö á Listahátiö hefur yfirleitt veriö a.m.k. einn visnasöngvari. Aö þessu sinni gistir landiö Olle Adolphson, sem hefur getiö sér frægöar i heimalandi sinu og reyndar miklu viöar. Olle er fæddur i Stokkhólmi 1934, sonur hins fræga leikara Edvin Adolphson. Hann hefur samiö fjöldann allan af lögum, jafnt viö eigin visur sem annarra, en auk þess er hann kunnur af ótal útvarps- og sjón- varpsþáttum. 1 Sviþjóö hefur hann átt mik- inn þátt i að efla vöxt og viðgang visnasöngsins, einkum meöal ungs fólks. Olle heldur tvenna tónleika á Listahátið nú, hinir fyrri voru á sunnudagskvöldið sem leið, en viö það tækifæri tók Ijós- myndari Þjóðviljans, — eik —, meðfylgjandi mynd, en siðari tónleikar Olle verða i kvöld i Norræna húsinu og hefjast þeir kl. 20.30. — jsj. Innlendur menningarviðburður á LISTAHÁTÍÐ’82: Ahugaleikhúsiö á islandi hefur eins og flestum er kunn- ugt, staöiö i miklum blóma um margra ára skeiö. Margt kemur þar auðvitaö til, og án þess aö farið sé út i aö reyna aö skýra vinsældir leikhúss — áhugaleik- húss þar með talið — eöa orsakir griðarmikillar leikhús- sóknar, þá er aö minnsta kosti hægt aö slá þvi föstu, aö áhuga- leikhúsiö stendur föstum fótum i islensku þjóðfélagi. Og það er þvi varla nema von, aö þaö skipi loksins sinn sess á listahátiö, enda er margt ágætlega gert innan áhugaleikhússins hér á landi. En þvi er þetta sagt, að á Listahátlö nú, var áhugaleik- húsunum Islensku i fyrsta skipti gefinn kostur á aö sýna á hennar vegum, þó aö þvi tilskildu, að ákveönum kröfum yrði fuil- nægt. Leikritiö skyldi vera Islenskt og sýningin góð. Séra Jón Högnason (Börkur Gunnarsson, fyrir miöju): Ef iðrunin á eftir aö gista ykkar snauöu hjörtu þá geriö þiö mér orö. Þangaö til mun ég biðja... Jón Sveinsson sýslumaöur (iengst t.v.): Ekki tefja fólkiö lengur, Jón minn. Gestaleikur Litla leikklúbbsins frá ísafirði Úr aldaannál Skrifað fyrir isfirðinga Þessar kröfur slóðst Litli leik- klúbburinn á Isafirði með ágætum. Hann hefur löngum sannaö, aö hann er I fremstu röö islenskra áhugaleikhúsa, og að þessu sinni er á verkefnaskrá hans splunkunýtt islenskt leik- rit, tJr aidaannál, sem höfund- urinn, Böðvar Guðmundsson, skrifaði sérstaklega fyrir Litla leikklúbbinn að hans beiðni. Litli leikklúbburinn gerir það reyndar ekki endasleppt, þegar Listahátiðir eru annars vegar — hann er nefnilega nýkominn frá Danmörku, þar sem hann sýndi Or aldaannál á norrænum menningardögum i bænum Næstved. Geri aörir betur. i mikið ráðist Þegar blm. Þjóðviljans leit við i Gamla biói i gær, voru leik- klúbbsmenn á þönum viö undir- búning sýningarinnar, auk þess sem átti að æfa verkið einu sinni siöar um daginn, svo þurfti að koma öliu af sviðinu aftur vegna biósýningar siöar um kvöldið. En formaður Litla leik- klúbbsins, Halla Sigurðardóttir, varö ljúflega viö beiðni blaöa- manns um stutt viðtal. Jórunn sterka (Asthildur Þórðardóttir): Já, biddu fyrir þér, sýslumaöurinn tekur sko þjófa og bófa engum vettlinga- tökum, hann lætur höggva og hýöa af skörungsskap. Það er aldrei hálfkákið hjá honum. „Það er óhætt að segja, að þetta sé i töluvert mikið ráðist af áhugaleikfélagi að láta skrifa fyrir sig leikverk, gefa það út á bók og fara svo með sýningu þess á tvær listahátiðir, erlendis og heima. En þetta hefur eigin- lega leitt hvert af ööru. Við ætluðum fyrst i vinabæjarheim- sókn til Hróarskeldu, og af þvi tilefni báðum við Böðvar aö skrifa fyrir okkur nýtt verk, enda var ekki annaö viö hæfi en að sýna islenskt verk við það tækifæri. Svo komu boð frá Hróarskeldu- fólkinu þess efnis, að það gat ekki tekið á móti okkur eins og fyrirhugað var. En við héldum okkar striki engu að siður, feng- um verkið frá Böðvari, og hófum æfingar undir stjórn Kára Halldórs, leikstjóra, og Jónas Tómasson gerði fina tón- list við sýninguna. Nilum svipaðleyti barst boðið frá Listahátið i Reykjavik, og við urðum spennt fyrir þvi, eins og gefur aö skilja — og hug- myndin um bókaútgáfuna kom einhvern tima upp óforvandis og það var bara ákveöið að gera hana að veruleika. Hafa það almennilegt Böðvar lauk við leikritið fyrir vestan i samvinnu við Kára Halldór, og við þykjumst heppin aö hafa fengið þessa tvo ágætu menn til starfa með okkur — og þá þykir okkur ekki siðra að hafa fengið Jennýu Guðmunds- dóttur, grafiker, til liðs við okkur, en hún gerði veggspjald fyrir sýninguna, sem skreytir jafnframt bókarkápuna og póst- kort, sem við gáfum út svona i leiðinni — við vildum auðvitað hafa þetta almennilegt, enda var Listahátíöin I Næstved þá komin inn i spilið lika”. Frá öllu þessu segir Halla eins og ekkert væri sjálfsagðara — og mun þó langt að leita hlið- stæðra sagna af jafn miklu starfi nokkurs áhugaleikhúss, hér heima sem erlendis. Ahuga- leikarar vinna enda við sitt leik- hús, þegar vinnudegi annarra lýkur, og nóttin verður oft býsna stutt dagana fyrir frumsýningu. En Litli leikklúbburinn sýnir sem sagt úr aldaannál eftir Böðvar Guðmundsson i leik- stjórn Kára Halldórs i Gamla biói i kvöld kl. 20.00 — og vissara að benda á, að þetta verður eina sýning þeirra ísfirðinga hér fyrir sunnan. Vantar 600 áhorfendur heima „Þegar við verðum komin heim, ætlnm við að hafa nokkr- ar sýningar”, sagði Halla. „Starfið hefur veriö mikið á þessu leikári, sem er að enda, og þaö er ekki vist að endar nái saman, þvi allt umstangið kringum þessa sýningu hefur verið kostnaöarsamt fyrirtæki, eins og gefur að skilja. En ef Vestfiröingar bregðast vel við, og sækja Úr aldaannál jafn vel og þeir hafa sótt gamanleikina okkar, þá ætti dæmið að ganga upp — okkur vantar nálægt 600 áhorfendur til þess að sleppa”, sagði Halla að lokum. — jsj- Getum skapað okkur framtíð friðar Þaö hefur veriö sagt aö framtiöin heyri þeim til sem búi sig undir hana. Þaö er satt ein- ungis aö svo miklu leyti sem fólk býr viö frelsi og þær aöstæöur aö geta ráöiö framtíð sinni sjálft. Staðreyndin er hins vegar sú aö fáeinir menn hafa af hjartans auömýkt tekist á hendur þaö vandasama verkefni móta fram- tiö alls mannkyns. Sú framtlð er framtiö styrjaida og tortimingar. Við viljum ekki leggja lif okkar i hendur þessara manna. Viö trúum þvi aö framtið okkar eigi ekki aðrir að ráða en viö sjálf. Við trúum þvi að viö getum sjálf skapaö okkur framtið og sú framtíö sem við berjumst fyrir og dreymir um, er framtið friðar og umburðarlyndis. Friðarhreyfing- in berst fyrir þvi að gera þennan draum að veruleika. íslendingar hafa aldrei haldið úti eigin her, en i byrjun kalda strlðsins ákvaö hinn risavaxni og fyrirhyggjusami nágranni okkar i Washington að við þyrftum að Ræða Péturs Reimarssonar formanns Sha á fjöldafundi bresku friðar hreyfingarinnar styrkja varnir okkar. 1 framhaldi af þvi var sett hér á laggir banda- risk herstöð. Andstaða við herstöðvar á íslandi er mikil. Hreyfing okkar er sterk og á víötækan hljóm- grunn. Viö höfum um árabil bar- ist gegn kjarnorkuvæðingu á norðurslóöum, gegn vaxandi fjölda kjarnorkukafbáta á haf- svæöum umhverfis lönd okkar, bæði ísland og Bretland. Barátta ykkar hér i Bretlandi og baráttan á meginlandi Evrópu hefur tvieflt okkur. Við verðum að skipa okkur saman I breiðfylkingu i baráttu gegn öllum kjarnorkuvopnum á landi uppi og höfum úti. Herstöð Bandarikjamanna á Islandi er liður i vaxandi kjarnorkuvæðingu i norðurálfu. Stöövar i Englandi, Skotlandi og Wales þjóna sama hlutverki. Þær eru tengiliöir kjarnorkukafbáta, flugvéla sem búnar eru háþróuð- um ratsjám og gervihnatta og hlerunarkerfa, sem vaka yfir hverri hreyfingu á höfunum milli Grænlands, íslands og Bretlands. Og Bandarikjamenn og NATO hafa um það áætlanir að riða þéttar net kjarnavopna i löndum okkar. Á undanförnum mánuðum hefur bandariski herinn lagt á það mikla áherslu að koma hér upp hafnaraðstöðu og hafa þær fyrir- ætlanir mætt mikilli andstöðu. Og þið, ekki hvað sist félagar okkar i Skotlandi, hafið barist gegn þvi að ný NATO-herstöð væri sett á laggir á Stornoway. Þessar áætlanir um Island, Stornoway og Skotland eru allar liöur I sömu hernaöarútþensl- unni. tslendingar hafa vaxandi áhyggjur að þeirri hættu sem stafar af kafbátum sem búnir eru kjarnorkuflaugum. Kjarnorku- kafbátar fela i sér hentuga að- ferð, pólitiskt og herfræðilega fyrir stjórnir Bandarikjanna, Sovétrikjanna, Frakklands og Bretlands til að „fela” kjarn- orkuvopn sin neöansjávar, þann- ig aö þjóðir þessara rikja finni ekki eins til nærveru þeirra. Hershöfðingjarnir vonast til að geta villt um fyrir okkur með þvi aö fela sprengjurnar I úthöfunum. í Atlantshafsflota risaveldanna eru sjötiu til áttatiu kafbátar, hver þeirra ber fimmtán til tutt- ugu kjarnorkuflaugar innan- borðs, hver kjarnorkuflaug hefur tvo til tiu kjarnaodda og hver kjarnaoddur er ef til vill hundrað sinnum öflugri en sprengjan sem lagði Hiroshima i auðn. Hafsvæðið umhverfis Island og Bretland er þvi nú þegar vopna- búr og eyðingarmætti vopnanna verður ekki lýst með orðum. Islendingar geta á engan hátt sætt sig við þessa uggvænlegu kjarnorkuvæðingu hafsvæðanna umhverfis Island. Hún ógnar til- veru þjóðar minnar og einnig allra þjóða sem byggja löndin umhverfis Norður-Atlantshaf. Við krefjumst tafarlausrar stöövunar allrar hervæðingar I og umhverfis Norður-Atlantshafið. Við krefjumst þess aö öll her- veldi verði á brott meö kjarn- orkukafbáta sina af Norö- ur-Atlantshafi. Viö krefjumst þess að Norður- lönd verði lýst kjarnorkuvopna- laust svæði. Við krefjumst kjarnorkuvopna- lausrar Evrópu. Friöarhreyfingin er hinn pólitiski aflgjafi þessara mark- miða. Sigur I baráttunni veltur á samstöðu okkar og þolgæði. Okkur má ekki mistakast, okk- ur getur ekki mistekist. Félagar, viö höfum heilan heim að vinna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.