Þjóðviljinn - 08.06.1982, Side 7

Þjóðviljinn - 08.06.1982, Side 7
Þriðjudagur 8. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Davið hættir við úthlutun á 120 lóðum i Sogamýri: Uttekt á fjárhag Engar lóðir í staðinn! Dýru skipulagi var kastað á glæ án nokkurra raka Um 700 lóðaumsækjendur um 120 ibúðarhúsalóðir i Sogamýri sitja nú uppi meðsárt ennið, þar sem borgarstjórnarmeirihluti Sjáifstæðismanna ákvað á fimmtudag að hætta við úthlut- un á svæðinu. Engin fagleg rök komu fram sem réttlætt gætu þessa furðulegu ráðstöfun og hið eina sem nýkjörinn borgarstjóri Davið Oddsson gat sagt var að hann hefði „verið búinn að lofa” þvi að hætta við úthlutunina. Efndir á þessu vanhugsaða kosningaloforði Daviðs Odds- sonar eru dýrkeyptar. Hér er um að ræða mjög hentugt bygg- ingasvæði, vandað skipulag og hagkvæmt bæöi fyrir húsbyggj- endur og borgina. Að auki myndi byggð á þessu svæöi koma Vogahverfinu til góða hvaö varðar þjónustu og að- stöðu til dtivistar og fjölgun ibúa i hverfinu tryggir áfram- haldandi kennslu i Vogaskóla. Þaö er sem kunnugt er mikið kappsmál hverfisbúa. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um aö hætta við úthlutun og láta skipuleggja útivistarsvæði i Sogamýri brýtur i bága viö staðfest aðalskipulag af þessu svæði. Tillaga þeirra gerir nefnilega ráð fyrir þvi að Suður- landsbrautin austan Langholts- vegar verði ekki felld niður eins og aðalskipuleg ákveður, heldur tengist inn á Elliðavog. A fund- inum bentu fulltrúar minnihlut- ans á að tómt mál væri aö tala um gott útivistarsvæði milli hraðbrautanna tveggja, Miklu- brautar og Suðurlandsbrautar, en Sjálfstæðismenn létu þau rök sem vind um eyrun þjóta. Frestun hafnaöán raka Borgarfulltrúar Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks lögðu til að þessari tillögu yrði frestaö þar til skipulagsnefnd og umhverf- ismálaráð hefðu kannað hana nánar. Lýstu fulltrúar Kvenna- framboðs sig samþykka frest- unarbeiðninni, en hún var felld með atkvæöum Sjálfstæðis- flokksins. Alfheiður Ingadóttir benti á að engar röksemdir heföu kom- iðfram með þessum dæmalausa tillöguflutningi og þvi yröu menn að geta sér til um ástæð- urnar. Varla væri ástæðan sú að Sjálfstæðismönnum þætti of mörgum lóðum úthlutað hjá borginni miðaö við fyrri yfirlýs- ingar, og i ljósi kosningaloforða um nægt framboð á lóðum væri þessi tillaga enn furðulegri. Þá benti Sólrún Gisladóttir á að það væri ábyrgðarleysi að hætta við úthlutun á 120 lóðum án þess að bjóða upp á nokkuð i staðinn. Alfheiður sagði að vart gætu mótmæli nokkurra húseigenda við Gnoðarvog verið ástæöa til- lögunnar. Þeir sem skrifuöu undir mótmæli til borgarstjórn- ar hefðu með þvi verið að Svæðið austan Skeiðarvogs er rúmlega 17 hektarar, fyrirhuguð byggðrúma 5 hektara og 12 hektarar voru ætlaðir undir útivist, þar af rúmlega 4 á Steinahliðarlóðinni. tryggja sér skaðabótarétt, eins og eðlilegt mætti teljast. Skipu- lagið sjálft hefði hlotið almenn- ar undirtektir eins og umsækj- endafjöldinn sýndi og aðrir Ibú- ar i Vogahverfi væru þvi hlynnt- ir. Þá benti hún á að vart gæti umhyggja fyrir útivistarsvæð- um borgarinnar verið ástæðan heldur, þvi aðeins 5 hektarar svæðisins fara undir byggð skv. skipulaginu, 12,7 eru útivistar- svæði, og þar af væri Steina- hliðalððin rúmir 4. Fráleitt væri að ætla sér aö leggja vinnu i úti- vistarsvæöi milli hraðbraut- anna tveggja, þar sem þær væru einmitt ástæðan fyrir þvi aö græna svæöið á þessum staö hefði aldrei nýst sem útivistar- svæði. Gönuhlaup Þaö er sama hvernig leitaö er, það er ekki hægt að koma auga. á nokkrar frambærilegar ástæður né nokkur fagleg rök fyrir þessari ákvörðun, sagði Alfheiöur. Hins vegar er margt sem mælir i móti þessu gönu- hlaupif f jöldi umsækjenda sýnir að hér er um eftirsótt bygginga- land að ræða, og spurning væri hver réttur þeirra væri nú. tbú- um i Vogahverfi hefði fækkað um tæpan helming á s.l. 15 ár- um. Nemendum i Vogaskóla hefur fækkaö úr 1623 siðan 1966 i 320 á siðasta skólaári og blikur eru á lofti um framhald skóla- halds i hverfinu. Aö auki brýtur tillagan i bága við samþykkt aö- alskipulags og þarfnast þvi fag- legra raka áður en hún er send til Skipulagsstjórnar rikisins, sagði Alfheiöur. Daviö Oddsson og Markús örn Antonsson sögðu að það væri sök vinstri meirihlutans að nú yröi að hafna 700 umsækj- endum án nokkurra raka, — þeir hefðu varað við þvi að lóð- irnar yrðu auglýstar! Þeir svör- uðu i engu fjárhagslegum og skipulagslegum rökum minni- hlutans, felldu frestunartillög- una og samþykktu loks gegn at- kvæðum alla minnihlutamanna að hætta við úthlutun. borgarinnar Góð staða um ára- mót Borgarstjórn samþykkti á fundi sinum á fimmtudag að tillögu frá- farandi meirihluta að gerð yrði samskonar úttekt á fjárreiðum borgarinnar nú eins og gerð var á miðju ári 1978. A borgarstjörnarfundinum var lagður fram ársreikningur borgarinnar 1981, og sýndi hann að fjárhagur borgarsjóðs og flestra fyrirtækja borgarinnar var mjög góöur um siðustu ára- mót, en vegna tregðu stjórnvalda við að leyfa gjaldskrárhækkanir var t.d. útkoma hitaveitunnar lé- legri en áætlun gerði ráð fyrir. Fjárhagsáætlun borgarinnar fy rir siðasta ár var ekki tekin upp frekar en aðrar fjárhagsáætlanir vinstri meirihlutans. Benti Krist- ján Benediktsson á i umræðum um ársreikninginn að litil frávik áætlunarinnar við ársreikning þrátt fyrir mikla verðbólgu sýndu að áætlunin hal'i verið vönduð og 'fjármálastjórn á árinu 1981 mjög góö. Arsreikningurinn sýndi góða stöðu um siðustu áramót en brýnt væri nú við stjórnarskiptin að gera stöðuna upp. Sjálfstæðis- flokksfulltrúarnirlýstu þviyfir að þetta væri sjálfsagður og eðli- legur hlutur og var tillaga vinstri flokkanna samþykkt með 21 at- kvæði. Reynt verður að fá sömu aðila til að framkvæma úttektina og 1978 og verða sömu þættir i fjármálum borgarinnar kann- aðir. — AI Sýndarmennska í borgarstjórn: Bllleg kosnlngaloforð efnd Kosningaloforð Sjálfstæðis- flokksins voru til umræðu á borg- arstjórnarfundi s.l. fimmtudag þegar fulltrúar flokksins fluttu nokkrar tillögur sem miðuðu að efndum þeirra. Fulltrúar minni- hlutans i borgarstjórn gagnrýndu ekki efndir loforðanna, en þeini mun harðar gagnrýndu þeir kosn- ingaloforðin, sem sum hver voru óþörf með öllu og efndir þeirra þvi sýndarmennskan ein. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins lögðu til að tillögum Sjálf- stæðisflokksins um að „fella úr gildi ákvarðanir” um að koma bryggjum út i Tjörnina og um að „nemaúr gildi allar samþykktir” skipulagsnefndar um ibúðar- byggð i Laugardal yrði visað frá. Bentu þeir á að engar ákvarðanir lægju fyrir i þessum efnum og þó Sjálfstæðisflokkurinn mótmælti þvi, gátu fulltrúar þeirra á fund- inum ekki vitnað I eina einustu gilda ákvörðun sem hnekkja þurfti I þessum efnum. Alfheiður Ingadóttir benti á að |------------------ Grjótagata 9 seld i Borgarráð samþykkti i lok maí að auglýsa húsið viö Grjótagötu 9 til sölu og verja andvirði þess til endurbóta á öðru húsi borgarinnar i Grjótaþorpi. Leigutaki i húsinu hafði óskað eftir að fá það keypt en hann hefur gert talsverðar lagfæringar á húsinu þann stutta tima sem hann hefur haft þaðá leigu. Það var hins vegar samdóma mat borgar- ráðs að hann hefði ekki áunnið sér forkaupsrétt að húsinu og það skyldi auglýst á almennum markaði. Húsið hafði staðið autt um nokkurn tima þegar áður- nefndur leigutaki fékk það til hálfs árs leigu, en sam- kvæmt ákvörðun borgarráðs verður hann að rýma húsið fyrir 1. októbei n.k. A borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag lagði Alfheiður Ingadóttir til ab umhverfis- málaráði og borgarminja- verði yrði falið að gera nán- ari tillögu um ráðstöfun and- virðisins og var þeirri tillögu visað til umhverfismálaráðs. Er þetta i annað sinn sem ákveðið er að verja andvirði seldra húsa borgarinnar til viðgerða i Grjótaþorpi. J ákvörðun hefði verið tekin um endurbætur á norðanverðum Tjarnarbakkanum á árinu 1981 með þvi að 450 þúsund krónum heföi verið varið til framkvæmda þar.m.a. til pallasmiði undir Von- arstræti. Þeim fjármunum var hins vegar varið til endurbóta á Bernhöftslóðum, sem urðu mun dýrari en áætlað hafði verið, og framkvæmdum við Tjarnarbakk- ann frestað. Hún upplýsti að i ár væri varið 200 þúsundum króna til endurbóta við Tjörnina og að um- hverfismálaráð hefði i vetur á- kveðið að gera engar tillögur um áðurnefnda pallasmiði. Hefði þar meö veriö falliö frá þessum á- formum m.a. vegna þeirrar and- . stöðu sem þau vöktu. Eftir stæði þvi aö engar á- kvarðanir lægju fyrir og þvi væri óþarft með öllu að gera tillögu um að fella þær úr gildi. Sömu sögu er að segja um Laugardalinn. Stofnanasvæði við austurhluta Suðurlandsbrautar var eitt af 5 athugunarsvæðum sem valin voru vegna þéttingar byggðar i ársbyrjun 1979 og var Ingimundur Sveinsson arkitekt fenginn til þess að gera tillögur um breytta landnýtingu á svæð- inu og endurskoða skipulag Laug- ardalsaðöðruleyti. Tillögurhans um ibúðabyggð við Suðurlands- braut og vestan Alfheimablokk- anna hlutu ekki undirtektir i skipulagsnefnd og borgarráði og samþykkti borgarráð að falla frá hugmyndum um ibúðabyggð við Suðurlandsbraut en fól Ingimundi að huga betur að hugsanlegri byggð við Alfheima. Sú tillaga er enn á vinnslustigi og hefur skipu- lagsnefnd engar samþykktir gert um íbúöabyggö þar. Benti Alf- heiður á að þvi væri óþarft með öllu að nema einhverjar slikar úr gildi. Fulltrúar hinna minnihluta- flokkanna tóku i sama streng. Frávisunartillögur voru felldar, sú fyrri gegn atkvæðum Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks, og sú siöari gegn atkvæðum Alþýðu- bandalags og Kvennaframboðs. Kosningaloforð Daviðs voru gagnrýnd harðlega á borgar- stjórnarfundinum á fimmtudag. Siðan efndu Sjálfstæðismenn þessi blekkingarloforð sin með 12 samhljóöa atkvæðum. Fulltrúar minnihlutans tóku ekki þátt i þeirri atkvæðagreiðslu. ÚTBOÐ ||| Tilboð óskast í eftirfarandi vegna Borgar- spítalans: A Hurðasmíði B Hurðakarma Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama staðþriðjudaginn29. júníl982 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.