Þjóðviljinn - 08.06.1982, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 08.06.1982, Qupperneq 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 8. jtinl 1982 Stofnfundur Samtaka um kvennaathvarf var haldinn i Reykjavfk miövikudaginn 2. júni og létu tæplega 130 manns skrá sig sem stofnfélaga samtakanna. Starfsmannaféiagiö Sókn var meöal stofnfélaga, og ýmis kvennasamtök og verkalýösfélög hafa sýnt áhuga á aö veita Kvennaathvarfinu liösinni sitt. Fundinum barust gjafir aö upp- hæö kr. 7.200 og kveöjur frá is- lendingum I Noregi og Dan- mörku. Af þessumá ráða, að þetta mál- efni hefur góðan hljómgrunn meðal fólks, segja þær konur, sem hvaö ötullegast hafa unniö að stofnun þessara samtaka, en þær boðuðu til blaðamannafundar i gær til þess aö kynna samtök sin. Þær vonast til þess að geta hafið starfsemi fyrir næstu áramót, en til þess þarf bæði fé og mikla vinnu. Þaö er þvi ærinn starfi framundan. Markmið samtakanna Markmið Samtaka um kvenna- athvarf er: — að koma á fót og reka athvarf fyrir konur og börn þeirra, þeg- ar dvöl i heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða lik- amlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna. Jafnframt skulu konur, sem verða fyrir Árlega koma milli 100 og 200 konur á slysavaröstofuna vegna meiösla sem þær hafa hlotiö af völdum sambýlismanns eöa maka. Hildigunnur ólafsdóttir kynnir niöurstööur úr könnuninni. Ljósm. þ.s.þ. Samtök um kvennaathvarf Asthildur ólafsdóttir ber upp tillöguna um stofnun Samtaka um kvennaathvarf. (Ljósm. Ai) nauögun, eiga aðgang aö kvennaathvarfinu( — að vinna gegn ofbeldi með þvi að stuðla að opinni umræðu og viðurkenningu samféiagsins á þvi, að þvi beri skylda til að veita konum þeim, sem ofbeldi eru beittar, raunhæfa aðstoð og vernd; — að aöstoða konur við að rjúfa þann múr einangrunar og þagnar, sem reistur hefur verið um ofbeldi á heimiium. Samtökin eru þannig byggð upp, aðfélagar geta aliir þeir orð- iö, sem styðja markmið samtak- anna og taka virkan þátt i starf- semi þeirra, en einnig er um að ræða styrktarfélagsaðild fyrir þá einstaklinga og félagasamtök, sem vilja veita Kvennaathvarfinu fjárhagslegan stuðning. Samtök- in munu leita tii rikis og sveitar- félaga (Reykjavikurborgar og nágrannabyggöa) eftir f jármagni til reksturs Kvennaathvarfsins, en jafnframt einstaklinga og fé- lagasamtaka. Mikil og brýn þörf Hér á landi hefur nú verið gerö fyrsta könnunin á þessu máli, sem viða reynist mikið vanda- mál. Kemur i ljós, að Island sker sig þar i engu úr. Könnunina unnu þær Hildi- gunnur Ölafsdóttir, afbrotafræö- ingur.Sigrún Júliusdóttir, félags- ráðgjafi og Þorgerður Benedikts- dóttir, lögfræðingur með styrk úr Visindasjóði. Þær öfluðu upplýs- inga úr sjftkraskrám slysavarð- stofu Borgarspitalans, en hún þjónar öllu suðvesturlandinu, eöa um þaö bil helmingi ibúa landsins. Könnun þeirra var bundin við eitt ár, árið 1979, þvi það var næst i tima og aðgangur að sjúkraskrám auðveldastur, segja þær. Upplýsingar um sjúk- linginn og aðdraganda slyssins er skráöur út frá læknisfræðilegum forsendum og setja þær könnun- inni ákveðnar skorður, sem taka verður mið af. Arið 1979 komu 75 konur á slysavarðstofuna vegna áverka, sem maki eða annar i fjölskyld- unni hafði veitt þeim. Þá höfðu aðrar 79konur orðið fyrir ofbeidi á heimilum sinum, en greindu ekki frá þvi, hver hefði veitt þeim áverkann. Til viðbótar koma svo konur, sem ekki greina rétt frá aðdrag- anda slyss — segjast hafa dottið eöa tilgreina aðrar orsakir. Þær Hildigunnur, Sigrúnog Þorgerður fullyrða, að gera megi ráð fyrir, að árlega komi milli 100 - 200 kon- ur á slysavarðstofuna vegna meiösla, sem þær hafa hlotiö af völdum sambýlismanns eöa maka. Ollum ætti að vera ljós þörfin fyrir Kvennaathvarf. Ennþá möguleiki að gerast stofnfélagi Brýnasta verkefnið framundan hjá Samtökum um kvennaathvarf er að afla fjár til starfseminnar og að útvega hentugt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Lögð er rik áhersia á, að Kvennaathvarfið veröi rekið á ábyrgð samtakanna einna og þeirra kvenna, sem þar dvelja hverju sinni, en nafnleynd skal viðhöfð um þá einstaklinga sem leita til athvarfsins eða hringja þangað. Einnig eru fé- lagsmenn og konur sem dvelja munu i athvarfinu bundin þagn- arskyldu, sem skal virt eftir að starfi eða dvöl i athvarfinu lýkur. Á stofnfundinum var ákveðið að einstaklingar og félagasamtök gætu gerst stofnfélagar fram til 19. júni. Samtökin hafa fram að þeim tima fengið inni hjá Kven- réttindafélagi Islands að Hall- veigarstöðum v/Túngötu i Reykjavikog siminn þar er 1815G. Simatimi verður alla virka daga frá kl. 17 - l9.Auk þess hafa sam- tökin opnað giróreikning nr. 44442-1. Fyrsti félagsfundur samtak- anna verður haldinn i sal Starfs- mannafélagsins Sóknar aö Freyjugötu 27, fimmtudaginn 10. júni kl. 20.30. Þar veröur hægt að skrá sig i samtökin og I starfs- hópa. — ast A stofnfundinum var hægt aö panta erlendar bækur um fjölskylduof- beldi. Ljósm AI Um 130 manns skráöu sig sem stofnfélaga Samtakanna á fundinum og var biörööin um tima nokkuö löng, eins og sjá má. — (Ljósm. Þsþ).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.