Þjóðviljinn - 08.06.1982, Page 15

Þjóðviljinn - 08.06.1982, Page 15
Þriöjudagur 8. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 ISI frá Hringiö í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifid Þjóðvíljanum lesendum Enn um lokun ríkisins Leiðaraskömm í Dagblaðinu Móðir hringdi til les- endasíðunnar: — Ég á ekki orð til að lýsa skömm minni á leiðara Dag- blaðsins frá þvi á mánudaginn var, þar sem ráðist er að Ragn- ari Arnalds fjármálaráðherra fyrir að heimila lokun áfengis- sölubúða föstudaginn fyrir hvitasunnu. Þessi leiðari er al- gjör hryllingur og skrifaranum til mikillar vansæmdar. Við mæður sem eigum börn á unglingsaldri vitum aiveg hverju við stöndum frammi fyrir þar sem áfengisbölið er annars vegar. Þessi lokun var vottur af tilraun sem ber að virða til sins ágætis og heíur áreiðanlega létt áhyggjum af fleiri mæðrum en mér. Hins vegar get ég ekki lesið annað út úr þessum leiöaraósóma Dag- blaðsins en að höfundur æski þess að þjóðinni sé best borgið með þvi að vera á allsherjar- fyllerii meira og minna alla daga. Skærulokun hjá ríkinu Kæra lesendasiða Af þvi að lokun áfengisbúl- unnar tókst svona vel íyrir hvitasunnu þá er ástæða til að gripa til svipaðra aðgerða aftur til að stemma stigu við hóflausri áfengisneyslu. Hvernig væri að rikinu verði lokað öðru hvoru að óvörum? Slikar skærulokanir gætu orðið prýðis áminning til manna um að stöðugt brennivinsþamb er ekkert sjálf- sagður hlutur og rétt sé að lifa kvöldiö eða helgina án vimu- gjafa til tilbreytingar. Hér með er þessu komið á framfæri til ihugunar. Hvernig væri til dæmis að loka rikinu næsta föstudag klukkan tvö um dag- inn? Haraldur Björn Listamannadekur Sigmundur Bjarnason hringdi: Ósköp er ég orðinn þreyttur á listamannsdekrinu i Þjóð- viljanum. Það er orðiö alltof mikiö af þessu. Þetta er að verða ein allsherjar listaorgia á blaöinu. Sama má eiginlega segja um bókmenntirnar, það er alltaf verið aö smjaðra fyr- ir þessum lygasögum meðan raunsæisbókmenntirnar mega sin litils. Það ætti að segja miklu meira frá atvinnulifinu i þjóð- félaginu og hvernig lifi viö viijum iifa i landinu. Ég kann nú heldur ekki að meta allt þetta snakk um iþróttir en það er nú skoðun min sér á parti. Aðrir hafa kannski áhuga á þessu. Fyrst ég er nú byrjaður aö tala þetta sisona, þá er nú rétt að minnast kosninganna sem fóru nú hálf illa. En við hefð- um átt að fá mun meira fylgi 1978 en við fengum. Það var þá alveg nógu sterkt að krefjast þess aö samningarnir tækju gildi. Ég held að Guðmundur Jaki hafi hlaupið dálitið á sig með útflutningsbanninu þá, við hefðum fengið mun meira hefði þvi verið sleppt. Nú geld- ur Ragnar Arnalds og stjórnin þess að farið var að krukka i þetta. Nú. ætli ég láti þetta bara ekki nægja að sinni. Q i—i £ O K < H H < i4 Siamskettlingar eru hvitir þegar þeir fæðast. Dökki litur- inn á eyrum, i andliti, á loppum og rófu kemur i ljós siðar. Eldspýtnaþraut i 1 | Raðaðu 12 eldspýtum upp þannig að þær myndi 4 ferhyrn- inga eins og sýnt er á myndinni. Færðu nú 4 af þessum 12 eld- spýtum þannig að ferhyrning- arnir verði aðcins 3. Þú mátt 1 ekki taka neina eldspýtu burtu — aðeins færa 4 þeirra til. Hvað er nú þetta? Við sáum þessa skemmtilegu mynd frá æfingu i músikskóla einum ágætum hér i bæ og okkur dettur i hug aö spyrja hvað stúlkan er að gera . Eöa réttara sagt: hverju er hún aö hvisla inn i hljóðfærið sitt? Okkur dettur ýmislegt i hug. Til dæmis: — Ég hcld að músin hafi falið sig þarna — Svona er að vera nærsýnn. — Af hverju þurfa allir að spila eins? — Ég er viss um að bassinn lckur. — Nú skal ég hrista úr þér falsið. Svona mætti lengi halda áfram. Dettur ykkur eitthvað i hug? Barnahornið Japanir — sigurþjóðin Verkamenn og stjórnun fyrirtækja i Japan, þessu landi efnahagsundurs, verður til umfjöllunar i þætti breska fréttamannsins Bryan Could. 1 landinuer2% atvinnuleysi sem þykir ekki mikið meöal iðn- aðarþjóðfélaga nútimans. Hagvöxtur er á ársgrundvelli er 6%. Verkföll nánast óþekkt og nýja tæknin heldur innreið sina i þjóöfélagið með miklum hraða án þess að vandamál þvi samfara séu mjög áber- andi. I ýmsum tækniefnum (vélmenni alls lags) þykja Japanir vera komnir þjóða lengst. Þessi atriði verða skoðuð i þættinum i kvöld með augum Bryan Coulds. Sjónvarp kl. 22.15 Leifur Jóelsson rithöfundur, þýðari meö meiru. Vita Andcrsen rithöfundurinn danski sem unnið hefur hug og hjörtu lcscnda sinna. Gallinn eftir Vitu Andersen Vita Andersen er mörgum Islendingum að góðu kunn frá þvi hún kom hingað til lands og las upp úr verkum sinum i Norræna húsinu sl. vetur. Um svipað leyti sýndi Alþýðuleik- húsið leikrit hennar Elskaöu mig. Eftir Vitu hafa komið út á islensku tvær bækur, ljóða- safniö Tryghedsnar- komanaer (I klóm öryggis- ins) og smásagnasafnið Hold kjæft og vær smuk (Haltu kjafti og vertu sæt). í dag les Margrét Sveinsdóttir „Gall- inn” eftir Vitu Andersen i þýö- ingu Leifs Jóelssonar. #^1% Útvarp %■# Ikl. 15.10 Á Vettvangi Það er Arnþrúður Karls- dóttir sem er samstarfsmaður i þættinum A vettvangi i kvöld. Þessi þáttur er búin aö vera nokkuð lengi viö lýði og óneitanlega eru mörg þreytu- merki á honum undir stjórn Sigmars B. Haukssonar. Væri ekki nær að nota þennan góða útvarpstima fyrir lrétta- magasin til tilbreytingar? Útvarp mW kl. 19.35 Á biblíu slóðum Magnús Magnússon flengist útum allar jarðir til aö taka upp sjónvarpsþætti einsog kunnugt er fyrir breska sjón- varpiö. Islendingar hafa feng- ið sinn skammt af framleiðslu Magnúsar bæði meö mynda- flokknum um Vikingana og nú um fornminjar á bibliuslóö- um. I kveld er tiundi þátturinn i þessum myndaflokki sem einhverjir hafa sjálfsagt haft gaman af og notað tækifæriö og rifjað upp bibliukunnáttu sina. Magnús Magnússon er að verða tiður gestur i kassanum. t kvöld er tiundi þáttur hans á bibliuslóðum. Sjálfur er hann hinn kátasti. 4 4 Sjónvarp kl. 20.45

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.