Þjóðviljinn - 10.06.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.06.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Hvers vegna er Neskaupstaður rauður? Frá Nesi viö Noröfjörð 1917. Á miðri mynd sést Goodtemplarahúsið, sem gegndi mikilvægu hlutverki i félagslifi bæjarins. A ferð minni um Austur- land á dögunum heyrði ég athyglisvert sjónarmið ónefnds Alþýðubanda- lagsfélaga. Hann sagði/ að hver sá, sem ekki hefði búið í Neskaupstað, hefði ekki hugmynd um, hvað það merkti í raun, að flokkur á borð við Alþýðu- bandalagið sæti í stjórn bæjarfélags, og að margra flokka samkrull gæfi ekki færi á að sanna eitt eða neitt um getu Banda- lagsins í þeim efnum — til þess hefðu samstarfs- flokkarnir ávallt of mikil völd. Þessi fullyrðing vakti hjá mér þá spurningu, hvers vegna Alþýðubandalagiö stæöi jafn sterkt aö vigi og raun ber vitni á Neskaupstaö. Ég uppgötvaöi, aö ég vissi nákvæmlega ekki neitt um pólitiska sögu Neskaup- staöar, annaö en aö þar heföu Lúövik Jósepsson og Bjarni Þóröarson byrjaö stjórnmálaferil sinn sem ungir menn. Og ein- hverju sinni vann Svavar Gests- son, nú ráöherra þar sumarlangt. Þetta er auövitaö óafsakanleg vankunnátta, ekki sist meö tilliti til þess, aö stjórnmálaþróunin i Neskaupstaö er aö mörgu leyti einstæö, vinstri hreyfingin i landinu hefur hvergi annars staöar setiö jafn lengi samfellt viö völd, og þaö eitt út af fyrir sig gerir máliö áhorfsvert. Ég haföi þvi samband viö Smára Geirsson, formann Alþýöubandalagsins i Neskaupstaö, en hann á sæti i sögunefnd bæjarins, og miölaöi mér fúslega af fróöleik sinum. Um siöustu aldamót var ibúa- fjöldi I Nesþorpi og nágrenni þess um þaö bil 150 manns. Uppúr aldamótunum veröur þróunin mjög ör, og um tuttugu og fimm árum siöar er fbúatalan um 1000, og áriö 1930 búa i Neskaupstaö yfir 1100 manns. Orsakir þessarar öru þróunar eru m.a. þær, aö mjög hagstætt var aö stunda sjávarútveg meö þeim hætti, sem þá tiökaöist, þ.e. á litlum, opnum árabátum. Stutt var aö sækja á gjöful fiskimiö og fiskur gekk gjarnan inn i fjöröinn. Þess má geta til gamans, aö Bjarni Sæmundsson náttúru- fræöingur geröi könnun undir lok siöustu aldar, hvar væri hag- kvæmast aö stunda útveg á Austurlandi og komst aö þvi aö þaö væri frá Nesi I Noröfiröi. Ennþá er mikil útgerö stunduö frá Neskaupstaö, eins og kunnugt er, og smábátaútgerö er mikil þar, nú er fjöldi slikra á staönum á milli 40—50, og er þar bæöi um aö ræöa opna vélbáta og litla dekkbáta. Auk þeirra eru svo geröir út stærri bátar og skip. 1 Nesþorpi settust aö nokkrir kaupmenn um aldamótin, sem komu á fót verslunum, sem eins og algengt var i sjávarplássum, ráku ekki aöeins sölubúöir heldur einnig umsvifamikla útgerö og fiskverkun. Helstir þessara kaup- manna voru Sveinn Sigfússon, sem kom á fót verslun áriö 1885, og Konráö Hjálmarsson, sem hefur verslunarrekstur 1908. Sig- fús Sveinsson, sonur Sveins, tók viö verslun fööur sins fljótlega uppúr aldamótum og Norö- firöingar tala enn i dag um Sig- fúsarverslun. En þessi tvö fyrir- tæki uröu gifurlega stór á lands- mælikvaröa, og menn, sem fóru um Austfiröi á árunum fyrir kreppuna, eins og t.d. Jónas frá Hriflu, héldu þvi fram aö Sigfús og Konráö væru meöal sterkrik- ustu manna landsins. Fyrirtæki þeirra stuöluöu mjög aö þvi aö fólk settist hér aö, enda er bæöi útgerö og fiskvinnsla vinnuafls- frekir atvinnuvegir. Þaö hefur svo ekki heldur dregiö úr aöflutn- ingi fólks i Nesþorp, aö þar var einnig aö finna fjölda smærri aöila og einstaklinga sem stunduöu útgerö og verkuöu sinn fisk og seldu hann siöan kaup- mönnunum til útflutnings. En i kreppunni veröur mikiö veröfall á saltfiski og öörum framleiösluvörum Noröfiröinga, og hinir sterkriku kaupmenn og þeirra öflugu fyrirtæki lenda i svo miklum erfiöleikum, aö þau bera ekki sitt barr eftir þaö áfall. Þetta ástand varö auövitaö til þess aö skerpa mjög allar stétta- andstæöur i byggöarlaginu. Sér- hver verkamaöur var á einn eöa annan hátt háöur kaup- mönnunum, og þegar á reyndi, varö fólk aö sitja og standa eins og þeir vildu. Þaö var þvi ekki undarlegt, þegar Nesþorp fékk kaupstaöarréttindi áriö 1929, aö Alþýöuflokkurinn fengi hreinan meirihluta I kosningunum þaö sama ár. Róttækir menn i Neskaupstaö fylktu sér undir merki Alþýöu- flokksins, en þar gætir einnig klofningsins á vinstri vængnum og áriö 1932 er stofnuö deild úr Kommúnistaflokknum i Nes- kaupstaö. Hún býöur fram lista til bæjarstjórnarkosninganna tveimur árum siöar án þess aö fá mann kjörinn, en öflugt starf mana á borö viö Bjarna Þóröar- son, Jóhannes Stefánsson og Lúö- vik Jósepsson varö til þess aö til- trú fólks á þeim fór stööugt vax- andi. Kratar ráöa feröinni i Nes- kaupstaö á þessum árum, og þaö er óhætt aö segja, aö erfiöleika- ástand þaö, sem þá rikti, lék þá mjög illa og varö einnig til þess aö fylgi fór frá þeim yfir til kommúnistadeildarinnar. Kommúnistar og Alþýöuflokks- menn bjóöa svo fram sameigin- lega i næstu bæjarstjórnarkosn- ingum 1938, þrátt fyrir erjur sin i milli, enda höföu samfylkingar- hugmyndir kommúnista erlendis borist hingaö. Listi þeirra vann glæsilegan sigur i kosningunum, en aftur á móti varö samstarf þeirra ekki meö jafn miklum glæsibrag. Þaö varö stjórnar- kreppa frá þvi I janúar ’38 fram I september sama ár, þegar bæjar- stjórn var rofin og efnt til nýrra kosninga. Liklega hafa engar kosningar i einu iitlu bæjarfélagi vakiö jafn mikla athygli á landsmælikvaröa og þessar. Alþyöuflokkurinn bauö fram sérlista og sameiningar- mennn. Þá þegar var fariö aö undirbúa stofnun sósialistaflokks, en sameiningarmenn voru vinstri menn úr Alþýöuflokki (fylgis- menn Héöins Valdimarssonar) og s,vo kommúnistar. Bæöi Alþýöubiaöiö og Nýtt land, málgagn Héöins, voru lögö undir bæjarstjórnarkosningarnar I Neskaupstaö, auk þess sem deilt var grimmt i fjölrituöum blööum. sem gefin voru út i bænum. Og bæöi Héöinn og Jónas Guömunds- son komu til Neskaupstaöar til aö taka þátt i kosningabaráttunni! Jónas var þá alþingismaöur en haföi veriö forystumaöur Alþýöu- flokksmanna i Neskaupstaö, en var fluttur burt, þegar þetta gerist. Kosningarnar enduöu meö jafntefli, og báöir listar fengu þrjá menn kjörna, meö þeim af- leiöingum, aö bæjarstjórnin starfaöi án meirihluta allt til árs- ins 1946. Sósialistar gátu ekki hugsaö sér aö vinna meö Alþýöu- flokksmönnum — og þaö var reyndar gagnkvæmt — og áttu meira aö segja hlut aö þvi aö sjálfstæöismaöur var ráöinn bæjarstjóri i Neskaupstaö! En þess ber þó aö geta, aö á þessum tima var fremur deilt um menn en málefni, og i bæjarmálablöö- unum var oft fremur reynt aö kryfja sálarlif ákveöins and- stæöings ofan I kjölinn en einstök málefni. Þaö er svo áriö 1946 aö kjós- endur snúa viö blaöinu, og Sósial- istaflokkurinn fær meirihluta og hann hélt honum til ársins 1958, eöa þar til Alþýöubandalagiö bauö fyrst fram, en þaö hefur haft meirihluta I bæjarstjórn siöan. Hér hefur veriö stiklaö á af- skaplega stóru i stjórnmálasögu Neskaupstaöar, enda er óvinn- andi vegur aö gera henni full skil I blaöaskrifi, til þess er hún of margþætt og auövitaö viöburöa- rik. Hins vegar má aö endingu skjóta aö til gamans annarri skýringu á velgengni sósialista i Neskaupstaö — sú skýring mætti e.t.v. kallast alþýöuskýring: Nes- kaupstaöur er sá bær á Islandi, sem næst liggur Moskvu! Þaö er þvi varla nema von... — jsj. Þá var lifiö saltfiskur. Myndin er tekin 1937, en um það leyti voru umbrotatfmar i pólitfskri sögu Nes- kaupstaðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.