Þjóðviljinn - 10.06.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.06.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. júni 1982 DílolllíláS flíllic1^1*íl Socialistisk Pagblad JSBK ÆWk ■■ jSm fl| HB BW BH Wjá dWWm fl| |fl Ww Tirxtag 19 januar 1962_13 árgang nr, 11_Lessalosp--. ^5 o " " sósíalista hefur lagt upp laupana Hafði þó á bak við sig tvo flokka með 400 þúsund kjósendum Eitt af þeim dagblöðum sem við höfum tekið nokkurt mið af hér á Þjóð- viljanum, Socialistisk dag- blad í Kaupmannahöf n, hefur gefist upp. Verður blaðið vinstrisinnum harmdauði, því oft var þar ágætt efni að finna. Socialistisk dagblad varð til á vegum Sósialiska alþýðuflokksins danska, SF, flokks sem hefur reynt að verða að raunverulegu pólitisku afli til vinstri við sósial- demókrata og tekist það að mörgu leyti. En blaðið leitaðist einnig við að verða „opið öllum vinstriarminum” — m.ö.o. þar gaf að lita ýmislegar greinar frá róttæku fólki sem ekki var á linu Þessa nöturlegu teikningu af jólatréi I hungruðum heimi gerði hinn ágæti teiknari SoDa. Klaus Aibrechtsen. Útboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð- um i eftiríarandi: RARlK-82021. SUÐURLINA — Upphengi- búnaður úr stáli (Hardware) Opnunardagur: Föstudagur 6. ágúst 1982 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik fyrir opnunartima, og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðend- um er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, frá og með fimmtudeginum 10. júni 1982 og kosta kr. 50,- hvert eintak. Umboðsmönnum aðila sem ætla sér að bjóða i oíangreint efni er bent á hugsan- lega stöðvun póstsamgangna við útlönd þann 18. þ.m. Eteykjavik 9. júni 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS SF. Og eftir að blaðið komst í erfiðleika i fyrra og hætti um tima að koma út, hefur flokkur Vinstrisósialista, VS, tekið nokk - urn þátt i útgáfu blaös- ins — einnig aö þvi er fjárhag varðar. Sannkallað vinstriblað Ekki er langt siöan Þjóðvilja- menn fengu nokkur bréf frá ung- um námsmönnum sem hér voru birt: þar var blaöið gagnrýnt fyrir að hafa ekki nægilega skýrt markaða vinstrisérstööu sem dagblað. Þar komu fram ráðlegg- ingar til Þjóðviljamanna i þá veru, að það tæki þvi ekki að elt- ast við almennar fréttir, sem svo margir væru aö vasast i. Aðalat- riöið væri að sinna rækilega verkalýðsmálum, umræðu um sósialisma, kynningu á félags- legum vandamálum, þriðja heiminum og þar fram eftir götum. Ég man ekki lengur öll með- mælin, enda skiptir það ekki höfuðmáli. En hitt er vist, að Sosialistisk dagblad var að mörgu leyti i anda þeirra með- mæla sem Þjóöviljinn fékk i ádrepum þessum. Það væri synd að segja að blaðið sparaði við sig umræðu um kreppu kapitalism- ans, atlöguna gegn velferðarrik- inu, vandamál sósialismans, þjóðfrelsishreyfingar og friðar- mál. Vel má segja að matreiðslan á þvi efni hafi verið full þung- lamaleg i Socialistisk dagblad, en margt var i þessum efnum vel gert og vandaö. Og ágætur póli- tiskur teiknari iagði blaðinu liö, Klaus Albrechtsen. Sorglegt og skrýtið Og nú gefst þetta blað upp vegna þess aö ekki tekst að safna tveim miljónum danskra króna til að tryggja þvi lengra Ilf. Og þetta gerist skömmu eftir að Sósialiski alþýðuflokkurinn, SF, vinnur mikinn kosningasigur og fær 21 þingsæti, helmingi fleiri en hann áöur haföi. Þetta gerist á timum harðnandi átaka um velferðar- rikið danska i miöri kreppu og miklu atvinnuleysi. Þetta er bæði sorglegt og skrýtið. Það er skrýtiö að blað skuli gefast upp sem hefur að baki sér stuðning tveggja flokka, þar sem ætla mætti aö fleiri ósér- plægna hugsjónamenn væri aö finna en i flestum flokkum öðrum, skuli ekki geta komið út lengur. Menn gleymi þvi ekki, að þessir tveir flokkar, SF og VS hafa að baki sér fjögur hundruð þúsund kjósendur. Samt sem áður gat þetta blað ekki komist upp fyrir 6000 eintaka upplag! Samt var það miklu minna en Þjóöviljinn er. Ef að Þjóðviljinn hefði svip- aöan kaupendafjölda (hlutfalls- legan) og Socialistisk dagblad, þá væri upplag hans innan við 500 eintök. En ef að Socialistisk dag- blad heföi tiltölulega jafn mikla útbreiðslu og Þjóðviljinn þá hefði það átt að koma út i ca 200 þúsund eintökum. Aðstæður allar Nú munu þeir segja, sem þekkja til danskra blaða, að Socialistisk dagblad hafi átt erfitt vegna þess aö það keppti um hylli sama fólks og eldra blað og stærra, Information. Infor- mation er menntamannablaö, óflokksbundiö, en róttækt i mörgum greinum. Það blað er stundum haft i huga þegar menn 'eru að gagnrýna Þjóðvilj- ann — en þá eru færri sem veita þvi athygli, aö Information er i fyrsta lagi mjög hreinræktað menntamannablað — Þjóðviljinn Danmark med til at legíthnere et af verdens Modigste mHitærdiktaturer Kfatd Otesen er mod til at anbetmte, at trofipor tra fíra EHanda aamarbafdar mad tortur-bodhr tra Uruguay FORÆLDREBETAUNGEN: Vuggestueptads koster 1000 kroner mere I Lemvlg end i Redovre Tte W, Brodnin9- i pwlin<i h»rdlin(p.pl»n. d,n tn<Vn •> ALTMANN: •t mmrkt Itixrrnt »1 rn »1 viinlng »1 Mmarbrtdrt. u« drtrr |o iklir lorkrrt. hv»d chlRl W dnei w** T^tödiNi»um sÆgHsrr i „ Omfaktureríngeme $at i system i Afcorg-svindeten m byoimdr opt 'Su'p*? Benzinforhandler bmgt som mellemle -Altmann- •■«« faktura-fodalskninger Drt farrtr •/ 4.1 vidnrr l Alhnrif ikandalrn lorklan- Samariwjde med SF bwde vare muHgt SF vil ti ansvaret for borgerfig regering Dæmigerðar forsíöufregnir I Socialistisk dagblad: Danmörk tekur þátt I að réttlæta eitt blóðugasta hernaðareinræði heims. — Grciðslur for- eldra: Vöggustofupláss kosta 1000 krónum meira i Lemvig en i Röd - lOvre. — Þrjú tonn af efnum sem valda mengun leka út árlega frá Cheminova... er alþýðleikinn sjálfur I saman- burði viö það. Og auk þess kemur Information út i liklega 37 þús- undum eintaka (ef ég man rétt) og það samsvarar þvi að menn væru að reyna að gefa út dagblað i svona 1800 eintökum hér á landi. Liklega yrði það ekki beysið blað. Vitanlega eru aðstæður mis- jafnar i löndum. Vitanlega er það svo, aö fjárskortur sýnist enn skeinuhættari blööum i grann- löndum okkar en okkur sjálfum. Vitanlega eiga fleiri dönsk blöð i erfiðleikum en hið unga sósial- istablað — það þurfti ekki alls fyrir löngu að safna 163 miljónum króna danskra til að bjarga Det Berlingske Hus, sem gefur út hið hægrisinnaða stórblaö Berling- inn. Og þar sést enn hve miklu peningar ráða um málfrelsi: það reyndist unnt að slá þá peninga á tiltölulega skömmum tima. Viövörun En samt: dauði Sosialistisk dagblad er viðvörun sem menn skulu tala alvarlega. Lika vegna þess, að miklu fleiri blöö sem tengjast verkalýðsflokkum hafa verið aö gefast upp á Norðurlönd- um eða hanga á horriminni. Einnig þau blöð sem beint eða óbeint tengjast hinum öflugu sósialdemókrataflokkum, sem hafa 30—45% atkvæða. Ef að vinstrisinnar eru ekki reiðubúnir til að leggja nokkuð á sig fyrir þau blöðsem standa þeim næst, þá munu þeir fyrr eða siðar standa uppi með borgarapressuna eina — sem vitanlega kallar sig óháða og frjálsa, en er hvorugt þegar betur er skoðað. En I lokin skulum við senda bestu kveðjur þeim sem unnu á Socialistisk dagblad. Þess má og vel geta, að þeir kvöddu með húmor — partur af honum var sá að i siöasta tölublaðinu sem út kom var blaðið ekki lengur „dag- blað opið öllum vinstriarminum” heldur „vinstriarmsins lokaða dagblað”. Eða eins og i málshætt- inum segir: best að hafa músik með ef maður á að deyja hvort sem er... AB Orkustofnun Orkustoínun óskar að ráða: 1. Sérfræðing i straumfræði jarðhitakerfa, til að starfa við rannsóknir á rennsliseig- inleikum jarðhitageyma (reservoir engin- eering). Nánari uppiýsingar veitir Val- garður Steíansson, deildarstjóri i sima 83600. 2. Jarðeðlisfræðing, eða eðlisfræðing með reynslu i jarðeðlisfræði, til starfa við verkefni á sviði jarðeðlisfræðilegra yfir- borðsrannsókna á jarðhitasvæðum, frá 1. september. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Flóvenz, deildarstjóri i sima 83600. Umsóknir ásamt upplýsingum um náms- feril og fyrri störf, sendist starfsmanna- stjóra Orkustofnunar fyrir 1. júli n.k. I _1 ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVÍK Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarf jarðar Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðar- fjarðar óskar að ráða kennara á pianó og orgel. Fleiri kennslugreinar koma til greina. Umsóknir eða fyrirspurnir sendist i póst- hólf 24 Eskifirði. Upplýsingar i sima 97- 6324. Skólanefnd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.