Þjóðviljinn - 10.06.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Forseti borgarstjórnar, Albert Guðmundsson, bauö þingmönnum Evr ópuráftsins til hádegisveröar aö Kjarvalsstöðum I gær og er myndin
tekin þegar gestirnir voru aökoma. Ljósm. —eik.
Evrópuráðsmenn 1 Reykjavík
Tvær nefndir Evrópuráðsins,
landbúnaðar- og visindanefnd,
hófu fundi sina hér á landi i gær.
Um 65evrópskir þingmenn ásamt
starfsliði Evrópuráðsins sitja
fundina sem haldnir eru i Borgar-
túni 6, Reykjavik.
1 gær voru nefndarfundir og
sameiginlegur fundur eftir há-
degið þar sem sérfræðingar
kynntu orku- og efnahagsmál á
íslandi en þingmenn i visinda-
nefnd skoðuðu einnig Svartsengi i
gær. 1 dag verður skroppiö ilt fyr-
ir bæinn en fundum nefndanna
lýkur á föstudag.
Tveir islenskir þingmenn eiga
sæti i þessum nefndum Evrópu-
ráðsins, Kjartan Jóhannsson i
Landbúnaðarnefnd og Guðmund-
ur G. Þórarinsson i visindanefnd.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
og ólafur Ragnar Grimsson sem
eiga sæti i sendinefnd lsland hjá
Evrópuráðinu hafa undirbúið
þessi fundarhöld hér i Reykjavik.
—AI
Þing BSRB:
6
mánaða
fæðingar-
orlof
verði
tryggt
Þing Bandalags starfs-
manna rikis og bæja sam-
þykkti einróma að fæðingar-
orlof skuli vera 6 mánuðir og
að réttur foreldra til að
skipta þvi á milli sin verði
tryggður.
I ályktun frá jafnréttis-
nefnd þingsins er lögð á-
hersla á að launamisrétti
karla og kvenna verði leið-
rétt með þvi að fullt tillit
veröi tekið til náms og á-
byrgðar i svokölluöum
kvennastörfum og að hætt
verði að greiða konum lægri
laun en körlum fyrir sam-
bærileg störf i skjóli ólikra
starfsheita.
Þingið krefst þess að full-
nægt verði eftirspurn eftir
dagvistunarrými, aö sam-
felldum skóladegi og mötu-
neyti fyrir nemendur verði
komið á, að f jarvistunarrétt-
ur vegna veikinda barna,
foreldra og maka verði
tryggöur, að gætt veröi hags-
muna öryrkja vaðandi
launakjör og að jafnréttis-
lögin verði haldin að fullu og
jöfnuður til starfa í anda lag-
anna verði tryggður.
Kjartan
Helgason
sextugur
Kjartan Helgason forstjóri,
Langholtsvegi 184, Reykjavík er
sextuguridag.
Hann er fæddur I Reykjavik 10.
júnl 1922 sonur Helga Þorkelsson-
ar, klæðskera og Guðrlöar Sigur-
björnsdóttur konu hans. Kjartan
lauk kennaraprófi 1942 og kenndi
fá ár á Siglufirði og I Hafnarfirði.
Kjartan hóf störf hjá Samein-
ingarflokki alþýðu — Sósialista-
flokknum árið 1944 og var fastur
starfsmaður flokksins næstu 20
ár. Verkefni Kjartans voru marg-
vlsleg á þeim árum og m.a. vann
hann lengi að verkalýðsmálum á
vegum flokksins.
Kjartan Helgason
A slðari árum hefur Kjartan
Helgason unnið að ferðamálum
og er nú framkvæmdastjóri
Feröaskrifstofu Kjartans Helga-
sonar h.f.
Þjóðviljinn árnar Kjartani
heilla á sextugsafmælinu.
Fjórðungssamband Norðlendinga:
Ráðstefna um landbúnað
1 tilefni af 100 ára afmæli
Bændaskólans á Hólum I Hjalta-
dal efnir Fjórðungssamband
Norðlendinga til ráðstefnu um
stöðu landbúnaöar, nýjar leiðir I
landbúnaði, búnaðarfræöslu og
tækniþjónustu I landbúnaði. Er
ráöstefnan haldin i samráði við
forráðamenn Hólaskóla og for-
ystumcnn bændasamtakanna.
Verður hún sett kl. 12 á hádegi
föstudaginn 11. þ.m. 1 félagsheim-
ilinu Miðgarði við Varmahllö og
lýkur samdægurs.
Ráðstefnan tekur fyrir þrjú
meginumræðuefni. Um stöðu
landbúnaðarins, um nýjar leiöir I
landbúnaöi, ennfremur um
búnaðarfræðslu og tækniþjónustu
I landbúnaöi. Að loknum fram-
söguerindum um hvert umræðu-
efni verða um það sérstakar pall-
borðsumræður. Egill Bjarnason
búnaðarráöunautur stýrir um-
ræöu um stöðu landbúnaðar, en
framsögumenn eru: Pálmi Jóns-
son, landbúnaöarráðherra og Ingi
Tryggvason, formaður Stéttar-
sambands bænda.
Ari Teitsson, ráðunautur stýrir
umræðu um nýjar leiðir i land-
búnaði. Framsögur flytja Arni
Isaksson, fiskifræöingur, Sigur-
jón Bláfeld, loödýraræktarráöu-
nautur og Árni Pétursson, hlunn-
indaráðunautur. Jóhannes Sig-
valdason, framleiðslustjóri stýrir
umræöum um búnaðarfræðslu og
tækniþjónustu i landbúnaði.
Framsögumenn veröa Jónas
Jónsson, búnaöarmálastjóri,
Björn Sigurbjörnsson, forstjóri
Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins, Jón Bjarnason,
skólastjóri og Jón Arnason, til-
raunastjóri.
Megintilgangur ráðstefnunnar
er aö varpa sem skýrustu ljósi á
stöðu landbúnaðarins I þjóöfélag-
inu, markaösaðstööu og nýjar
leiöir til aö auka fjölbreytni i
landbúnaöi. Svo og aö vekja at-
hygli á gildi búnaöarfræöslu, upp-
byggingu búmenntunar á Hólum I
Hjaltadal, leiöbeiningastarfsemi
og tilraunastarfsemi sérstaklega
á Norðurlandi. Ráöstefnan er öll-
um opin.
i Ný bæjarstjóm á Selfossi
■ sóknarflokkur og Sjálfstæðis-
Iflokkur myndi meirihluta i bæj-
arstjórn Selfoss. Viðræður þess-
ara flokka hafa gengið alla vik-
■ una og eftir þvi sem næst verður
Ikomist þá er samkomulag alvcg
á næstu grösum.
■ Framsóknarflokkurinn hafði
áður átt i viðræðum við Alþýðu-
bandalag og Alþýðuflokk og
hafði tekist að ná samkomulagi
um öll meginmál og lá málefna-
samningur fyrir til undirritunar
á sunnudagskvöldið. Virtist allt
klappað og klárt þegar Fram-
sóknarmenn slitu viðræðum, en
fulltrúar þeirra höfðu fengið
umboð til að ráða einn bæjar-
stjóra af sjö umsækjendum.
Gengu Framsóknarmenn þó út
úr viðræðunum án þess að hin- ■
um tveim flokkunum væri gef- I
inn kostur á að hafna þeim um- I
sækjanda. Þá lá fyrir að þrir J
umsækjendanna komu ekki til j
greina af hálfu Framsóknar- I
flokksins og virtist ekki önnur I
sýnilega ástæða fyrir þvi en að 1
þeir eru heimamenn.
Hvað snertir ráðningu nýs I
bæjarstjóra Selfoss en þá er út- I
litfyrir að Stefán Ömar Jónsson '
tplri \rif\ Koii’rí cfaKii
Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks
AUt útlit er nú fyrir að Fram-
í Þjóðleikhúsinu
föstudaginn 11. júni og
laugardaginn 12. júni
kl 20.00.
Miðasala i Gimli
við Lækjargötu
frá kl. 14.00
til kl. 19.30.
Simi: 29055.
RAJATABLA-
leikhúsið frá Venezuelá
sýnir leikritið
LIVAR
—mhg